Fálkinn


Fálkinn - 03.02.1939, Blaðsíða 4

Fálkinn - 03.02.1939, Blaðsíða 4
4 F A L K I N N Svertingjaríki með sjálfstjórn. Heitan foriniðdag þramma jeg gegn um göturnar i Monrovíu, liöfuiðstað Líberíu til forseta- hallarinnar, sem er mjög snotur. bað er hvít bygging, er fellur vel inn í umhverfið. Fyrir framan bana spígspora bermenn í svert- ingjastökkum með rauða feza á höfðinu eins og annarsstaðar í Vesturafríku. Þeir eru varðmenn og hinir hermannlegustu. Svert- ingjarnir eru ágætir bermenn og liafa vissa lineigð til striðni. í varðstofunni á neðri hæð, þar sem byssum er raðað í hólf, stendur svartur liðsforingi, stíf- ur, en mjög kurteis. Forsetinn tekur á móti mjer eftir nokkra bið. Símhringing — innanhússimi er þarna, þó að um enga verulega símalagningu i Monrovíu sje að ræða. — Mjer er vísað upp stigann og beint inn á vinnustofu forsetans. Svarti stjórnmálamaðurinn er gáfulegur ásýndum og vekur traust. Hann talar við mig lengi um þær kynkvíslir i landinu, sem vekja áhuga minn frá þjóðfræði- legu sjónarmiði, og það er greini- legt að hann fylgist með á því sviði. „Okkur er altaf ánægja að lieimsókn vísindamanna. Við vit- um að starf þeirra hefur þýðingu fyrir landið“, segir liann. Jeg segi honum að við heima fyrir vitum sáralítið um Líberíu og ástandið þar, og að það sje mjög ólíkt því, sem jeg bafi gert mjer hugmyndir um. Jeg liafði ekki skemtilega sögu að segja um landið, eftir að jeg liafði ver- ið þar á hraðri ferð fyrir nokkr- um árum, því að um það leyti hafði Jijóðabandalagið fengið vit neskju um þrælasölu í landinu, sem sjálfur forsetinn, King, átti að hafa verið riðinn við. Hann varð að segja af sjer og það átti að stefna honum fyrir dóm, en þá kom það í ljós, að ekki var hægt að kæra forsetann fyrir annað en stjórnarathafnir, og King dró sig í lilje og lifði upp frá því kyrlátu einkalífi. Orð- rómurinn um þrælasölu hefir alveg legið niðri síðan núverandi forseti, Barclay, kom til valda. Þrælar, sem ekki vilja vera frjálsir. Það var ekki að öllu leyti svo þægilegt að setjast í sæti Kings, en svo virðist sem Barclav hafi verið rjetti maðurinn. Til þess að vera sanngjörn gagnvart svertingjalýðveldinu verðum við að muna það, að þrældóminn — að minsta kosti í þeirri mildu mynd sem afrík- anski húsþrældómurinn kemur fram í — og þrælasöluna í einni eða annari mynd virðist ómögu- legt að uppræta og það jafnvel ekki í umráðasvæðum Evrópu- þjóða. Þrælasalan í Abessiniu fór fram að nokkru leyti um italska nýlendu. Og þó að ekki sje liægt að uppræta þetta í Liberiu, er ekkert undrunarefni, þar sem vissir hlutir landsins lúta ekki einu sinni rikisstjórninni. Forset- inn getur sagt álveg sama og landstjórarnir i nýlendum Ev- rópumanna. Við vitum ekki neitt um þrælasölu, og hún er bönnuð með lögum. En þegar þrælarnir vilja ekki vera frjálsir heldur kjósa að lifa ófram sem þrælar — og svona er það víða í Afr- íku — ja, bvað á þá að gera? Forsetinn sagði nú ekki þetta að visu — sumt eru mínir eigin þankar. Hann benti einungis á það, að engar kærur lægju fyrir, um þrælasölu, bvorki frá trú- boðum nje öðrum. Hann fekk mjög fallega bók um Svíþjóð og ýmislegt annað til minnis um komu mina. Hann virtist verða mjög ánægður vfir þessu, og hann ljet í Ijós þá ósk við mig, að kynning mín af landinu yrði lil þess að auka mjer álit á því, og trú á það, að landið gæti staðið á eigin fótum. Erlendir blaðamenn blendnir gestir. Stjórnarherrar Líberíu bafa enga ástæðu til að gleðjast yfir beimsóknum sumra blaðamanna og rithöfunda, sem þeir fá við og við. Þegar þeir koma heim skrifa þeir blaðagreinar og bæk- ur, sem gera ekki landinu neinn greiða. Bitböfundana skortir oft nægilega þekkingu lil að geta dregið upp rjetta mynd af því. Það má ekki mæla landið á sama kvarða og gömul menningar- lönd. Sá sem ætlar að lýsa Lí- beríu, þarf að þekkja Vestur- Afríku all ítarlega, ennfremur og lítil og fátæk lýðveldi bingað og þangað um heiminn. Stjórn Liberíu hefir gert það scm hún hefir getað fyrir forvitna, hvíta ferðalanga. Oft liefir það verið launað með vanþakklæti. Tveir enskir blaðamenn voru nýlega á ferð í landinu, fengu góðar viðtökur, áttu viðræður við alla málsmetandi menn, hvíta og svarta, í liöfuðstaðnum, og ferð- uðust síðan inn í landið með at- beina stjórnarinnar. Þegar þeir komu heim skrif- uðu þeir bók, sem var alt ann- að en vinsamleg, og þar sem þeir stungu upp á því að gefa einu stórveldi álfunnar Liberíu. — Reiknað í dollurum — borgað í pundum.... Líbería er fátækt land, ekki af þvi það skorti náttúruauðæfi lieldur af hinu að stjórn lands- ins liefir ekki haft ráð á því að færa þau sjer í nyt. Ræktunar- möguléikar eru hinir ákjósanleg- ustu, og fullvíst er að landið er auðugt að máhnum, einkum járni. Þó svo að Líbería hefði verið ber og blásin éyðimörk í staðinn fyrir að liún er land vaxið mikl- um skógum, mundu önnur riki hafa rent til lieniiar liýru auga. Lýðveklið hefir enskar og fransk- ar nýlendur að nágrönnum og þessi tvö stórveldi liafa verið að klípa af þvi, en það orðið að gera sjer það að góðu. Sjálf- sagt liefðu þau viljað hremma hana eins og hún leggur sig, en livorugt ríkið hefir getað unt hinu bitans. Þýskaland hefir oft gengið þarna á milli og nú liefir Pólland, sem vill fá nýlendur — aflað sjer fríðinda í Líberíu. Miklar líkur eru fyrir því að Líbería, þrátt fyrir allar árásir, sem beint er gegn lienni, haldi áfram að verða sjálfstætt riki vegna metings milli stórveld- anna. — Er Libería þá fær um að bjarga sjer? Margir ritböfundar, sem um Líberíu hafa skrifað telja það ómögulegt. En þegar maður er kominn þangað suður verður maður annarar skoðunar. Lýð- veldið var stofnað af þrælum, sem gefið liafði verið frelsi, og eftir harða bardaga við innfædda menn tókst þeim að setjast að á nesinu, þar sem höfuðstaður- inn liggur. Eignir áttu þeir eng- ar. Og þó að nokkrir efnaðir svertingjar hafi flutt þangað seinna, þá liefir jafnan verið tómahljóð í ríkiskassanum. Ein- kunnarorð landsmanna hafa ver- ið: „Ástin til frelsisins flutti okk- ur hingað.“ En illmálgar tungur bæta við: „peningaleysið heldur ykkur kyrrum.“ Það finnast nú samt sem áður aðrar ástæður fyrir því að í- búarnir eru kyrrir. En pcningar, bókstaflega talað, eru engir til. 1 Líberíu er annars miðað við dollara, en borgað með enskum pundum, sem eru þeir einu í umferð, jiegar undan eru skildar nokkrar innlendar eirmyntir. — Það er ekki altaf svo auðvelt að skifta á dollurum, pundum og skildingum, þegar maður á að borga eittbvað. Samt sem áður miðast Líberiudollarinn við pund ið. Reikningarnir eru skrifaðir í dollurum, en borgað með pundum. Þó þetta sje einkennilegt fyr- irkomulag, þá liefir það sína kosti. Hjerna á árunum var lil pappírsmynt, en slíka peninga er auðvelt að prenta, og pressan var í fullum gangi. Afleiðingin varð eins og víða annars staðar, að pappírspening- arnir mistu alt gildi. En svo tókst smátt og smátt að draga þá út. Libería liefir aldrei haft góða fjármálamenn. Það er veikleiki, sem landið befir liðið mikið fyr- ir. Þeir sem að völdum hafa setið hafa yfir höfuð verið greind ir menn, en þeir hafa ekki hafl snefil af fjármálaviti. Það er líka víst, að til að byrja með reiddu þeir sig um of á ut- anaðkomandi hjálp, einkum þó frá Bandaríkjunum, enda komu þaðan stórar fjárupphæðir til Svertingjalýðveldið Líbería, sem lengi hefur verið talið á barmi gjaldþrots kemst af enn sem kcmið er. En eru nokkrar líkur fyrir því að það geti haldið sjálf- stæði sínu? Sænskur blaðamaður og þjóðfræðingur svar- ar því í eftirfarandi grein. —

x

Fálkinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fálkinn
https://timarit.is/publication/351

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.