Fálkinn


Fálkinn - 03.02.1939, Blaðsíða 8

Fálkinn - 03.02.1939, Blaðsíða 8
8 F Á L K I N N MORIZ JÓKAI: ^ SKAKIN Múhameð Ahmanzade, foringi varaliðsveitanna í Tnnis, var við- kunnur fvrir hinn stranga aga, sem hann hafði á hermönnum sínum. — Þú átt að óttast mig en ekki óvinina! var hann vanur að segja við nýliðana, sem tekn- ir voru inn í sveitir hans, og svo mikið var víst, að hermenn hans voru öllum öðrum fremri og kendu einskis ótta í bardögum, l)ó að þeir væru liræddir við for- ingja sinn. Fvrsta herferðin sem þær tóku þátt í heima fyrir í Tvrklandi var gegn grískum uppreisnar- mönnum i Alhaníu, og þar sýndi sig live þessar liðssveitir dugðu ágætlega vel. Einu sinni bar svo við, að Múhameð setti átta ríðandi her- menn á vörð við Artahrunnana fimm, en þaðan voru Grikkirn- ir vanir að hefja áhlaup sín. Þeir fengu stranga skipun um það, að stöðva hvern sem fram- lijá færi, loka aldrei augunum, og stiga aldrei úr ístöðunum. Hermennirnir gerðu eins og þeim var sagt. Um miðnætlið ætlaði vagn að aka framhjá án þess eftir lionum væri tekið, en á síðasta augnabliki tóku þeir eftir honum og stöðvuðu hann. Ökumaðurinn, sem ók vagnin- um, flýði og skildi farartækið eftir. Á vagninum lá fat; og hvað í þessu fati var mátti mann gruna án þess að stíga úr ístöðunum eða loka augunum, því að ekki þurfti nema að kippa tappanum úr, til þess að finna áfengislykl. Þetta hlaut að vera ágætt á- fengi, húið til úr fíkjum og þurkuðum víndrúfum. Hinir van- Irúuðu liöfðu óhrjálaðan smekk. Hermönnunum hafði ekki ver- ið bannað að drekka bernnivín, ef þeir fyndu eitthvað af þvi taginu. Að vísu drukku þcir ekki úr fatinu, heldur stungu löngum pípum ofan í það, og byrjuðu að sjúga hið sæta, hressandi vín i gegn um þær. Og hvernig gat það skaðað? Ekki var hægt að kalla það drykkjuskap. Að vísu fullvissaði þó spámað- urinn um það, að vínið væri hættulegur drykkur, sem Satau sjálfur liefði dýpt tungu sinni í; því að það leiddi manninn á lastahraut. Til að byrja með kom það því inn hjá hermönnuným, sem sátu í hörðum söðlunum að grassvörð urinn væri þægilega mjúkur. Og þó að þeir teygðu dálítið úr sjer í grasinu, þá myndi enginn taka eftir því; hestana gætu þeir bund ið við vagninn, svo þeir gætu engu komið upp. Þegar nú allir hermemiirnir voru lagstir á jörðina , smeygði liinn lymskufulli drykkur því inn hjá þeim, að þeir þyrftu ekki allir — átta — að vaka, þar sem fjórir nægðu til þess. Fjórir sofn- uðu, hinir gáfu sig áfram að guðaveigunum. Nú voru fjórir á verðinum, en það leið ekki á löngu þang- að til röðin kom að þeim. Það varð þá að samkomulagi, að tveir skvldu leggja sig, en hinir tveir vera á verði. Maruf og Sefer hjetu þeir tveir er vöktu. Veistu það Maruf, sagði Sefer við fjelaga sinn, að tveir menn gera sama gagn og einn. Það er nóg ef annar okkar vak- ir. Ekki satt? Maruf jánkaði þessu. Nú skulum við tefla eina skák. Sá sem tapar skákinni skal vaka; en sigurvegarinn fær að sofa. Maruf fjelst á þetta. Báðir Bedúínarnir jöfnuðu til sandinn í kringum sig, mynduðu ferhyrning í hann með spjóts- oddum sínum og skiftu honum siðan i 64 reiti. Þeir öflúðu sjer steiua úr ávöxtum skógarins: viltar perur höfðu þeir fyrir kon- unga, villiepli fyrir drotningar; akörn voru hrókar, jarðarber riddarar, rósher biskupar og hrumknappar peð. Þegar þeir höfðu safnað þessu saman settust þeir niður og byrj- uðu að tefla við glætuna frá varðeldinum. Til að bvrja með veitti Sefer betur, en hinn sljófgandi drykk- ur hafði að lokum þau áhrif á hann, að hann gat ekki þekt mennina að, hann misti drotn- inguna og var í þann veginn að verða mát. Sjáðu nú til, Sefer, sagði Maruf, þegar hann sá að sigur- inn var hans, þú ert í hræðilegri klípu. .Iá, það er jeg' sannarlega; jeg er syfjaður eins og haf í logni. Þú tapar skákinni. Já, jeg veit það. Jæja, legðu þig þá í nal'ni Allah; jeg ætla að vaka í staðinn fyrir þig. Sefer þrýsti hönd fjelaga síns fyrir þessa fórnfýsi, og hjelt sig vera að segja eitthvað við Iiann; en sagði það aðeins í draumi, þvi að hann datt út af í sama augna- hlikinu. Maruf hjelt báðum aúgum opnum. Hann hallaði sjer fram á hyssuna, og vakti einn yfir sof- andi fjelögum sínum. En drykkurinn skaðvæni byrj- aði nú að hvísla að honum: Hversvegna sestu ekki? Þú ert bjáni, að vera að revna á fæturna á þjer, þar sem þú sjerð alveg eins vel þó að þú liggir! Jafnskjótt og hann hafði sest, hvíslaði freistarinn að honum: Hversvegna ertu að revna ])etta a augun. Þú getur sjeð alveg eins vel með öðru og háðum. Og nú lokuðust augun smátt og smátt. Maruf friðaði sig með því, að þó að augu hans lokuð- ust, þá heyrði hann þó vel og gæti skjótt komist að því, ef hætta væri á ferðum. Og með þeim góða ásetningi að sofna ekki, sofnaði hann sætt eins og hinir. Nú spruttu Grikkir upp, sem legið höfðu í launsátri, leystu hestana, sem bundnir höfðu verið við vagninn og' hefðu á- reiðanlega drepið Tyrkina, ef hestur Marufs, grunandi hættu, Iiefði ekki hneggjað hástöfum. Sá fyrsti er spratt á fætur var Maruf og' síðan einn of öðr- uih. Þeir gripu í skyndi til vopna, algáðir á sama augna- bliki. Þeir rjeðust á óvinina. En til hvers var það? Þeir voru komnir á hesthak, á bak þeirra eigin hestum, og skelli- lilóu að Tyrkjunum, sem komu hlaupandi til þeirra. Hestur Marufs einn vildi ekki láta að stjórn þess, er sat á baki honum; hann fór að ausa og prjóna, þaut fram og aftur eins og villihestur, þangað til hann losaði sig við manninn, gaf hon- um hófspark og þaut til eiganda síns. Hinir höfðu ekkert af sin- um hestum. Álta menn um einn liest. Hvað segir Múhameð nú? Bedúínarnir hörmuðu sin ungu líf, sem foringinn myndi áreið- anlega ekki þyrma, og þá ekki síður fallegu hestana sina, sem Grikkir höfðu stolið. Þvi hvað er hestlaus maður? Hryggir í huga sneru þeir nú aftur til sveitar sinnar, og þegar þeir komu til Múhameðs, sögðu þeir honum hreinlega frá því, hvernig þeir hefðu brugðist skip- un hans, hversu þeir hefðu fallið i svefn eftir að þeir hefðu neytt vínsins, hvernig þeir tveir verð- irnir, er lengst höfðu haldið úl, hefðu farið að tefla, og að lok- um með hvaða hætti þeir hefðu tapað hestunum. Múhameð var ekki vanur þvi að setja upp neinn reiðisvip, þeg- ar hann feldi úrskurði sína; úr hinum sírólega svip lians varð hvorki lesið líf nje dauði. Þar sem er nú aðeins einn hestur fyrir átta menn, getið þjer sjeð, að sjö af ykkur er ofaukið. Því aldrei hef jeg lesið í kóran- inum að átta menn geti setið á einum hesti. Þar sem þið eruð nú svona miklir skákmenn, þá setjist niður og látið taflið skera úr um það, hver af vkkur heldur hestinum. Hinir verða að deyja. Að svo mæltu Ijet Múhameð taka fram fjögur taflborð, en taflborð hafa tyrkneskir höfð- ingjar með sjer á öllum ferðum sinum, og eftir að taflmönnun- um hafði verið raðað upp, settusl Bedúinarnir átta við þau. Tólf úrvalsskyttur stóðu baka til með hlaðnar byssur til þess að skjóta þá sem töpuðu. Það dró fljótt til úrslita. Eirtn var öðrum leiknari; suma skerpti örvæntingin að vísu, svo að þeir sigrúðu mótstöðumennina, sem annars höfðu yfirburði yfir þá. Það var farið burt með þá sem löpuðu, og skothríð gaf til kynna að nú væri úti um þá. Fyrstu umferð var lokið; fjór- ir voru fallnir í valinn, fjórir stóðu uppi. Nú var sigurvegur- unum skipað saman. Nýjar vonir, nýr kvíði. Aðeins einn mishepnaður leikur, og svo er öllu lokið. Aftur tapa tveir. Þeir eru leidd ir fram og skotnir. Nú standa aðeins tveir uppi: Maruf og Sefer, alveg eins og við varðeldinn, og það eru bestu og áköfustu skákmennirn- ir. Nú teflir annarhvor þeirra sína siðiistu skák. Báðir hvrja hana með ítrustu athygli; og halla höfðinu fram á hendur sjer. Þeir hugsa vandlega hvern leik, án þess að hika eða leika af sjer. Lengi má ekki á milli sjá, sjerhver vinningur kostar tilsvar- andi tap; áhorfendurnir kinka kolli til samþvkkis, þegar einhver afhragðsleikur er gerður. Smátt og smátt þynnist á tafl- borðinu, flestir bestu merinirriir eru fallnir í valinn; ástandið skýrist; nokkrir leikir enn og Sefer missir annan hrókinn. Maruf stendur betur að vígi, hann hefur hrók fram vfir mót- stöðumann sinn. Og það hefur mikla þýðingu. Allir eru sann- færðir um að hann muni vinna. Alt í einu spretta svitadropár á enni Maruf. Það grípur hann ofsahræðsla, hann titrar á heiri- unum. Nú fyrst tekur hann eftir þvi að mótstöðumaður hans, þrátt fyrir hrókmissirinn, getur mátað hann í næsta leik, ef hann tekur vel eftir. Ef Sefer fórnar drotningunni fyrir hrók Marufs, þá getur hann mátað hann strax með riddar- anum. Tekur hann eftir því? Þessi si)urning gildir lif eða dauða. Sefer horfir lengi á taflborðið; augnaráð hans bendir til þess að hann sjái leikinn. Þó færir hann ekki manninn heldur virðist vera að lnigsa um eitthvað annað.

x

Fálkinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fálkinn
https://timarit.is/publication/351

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.