Fálkinn


Fálkinn - 03.02.1939, Blaðsíða 11

Fálkinn - 03.02.1939, Blaðsíða 11
F Á L K I N N 11 YNGSftf |£*&NbURNIR Skemtileg kappsiglicg Nú skuluð ]>ið læra skemtilegan leik. — Búið fyrst til nokkra kapp- siglingarbáta úr þunnum vindla- kassa, hver bátur þarf ekki að vera meira en 10—15 cm. langur og 2 cm. breiður. Siglutrjeð er ofurgrönn spýta, og seglin eru úr pappír, sem eru límd föst við (mynd 1). Skrifið nafn eða númer á hvern bát, og gætið þess, að siglutrjeð gangi ekk) það langt gegn um spýtuna, að bát- urinn geti ekki staðið fastur á borð- inu. Með 20 cm. millibili er nú komið fyrir röð af nokkurskonar „vjelum“ á langa spýtu, ein af þeim er sýnd á mynd 2. Þær samanstanda af venjulegum tvinnakeflum, sem eru skrúfuð föst við spýtuna, svo að hægt er að snúa þeim með „smá- sveif“, mjóum trjenagla, sem er fest- ur ofan á keflið, sjá myndina. Smá- nagli er festur utan á keflið (mynd 3), og við hann er festur venju- legur tvinni. Kappsiglingin fer fram eins og sýnt er á mynd 4. Laiiga spýtan með öllum keflunum er fest í annan endann á leikborðinu ykkar, liver bátur er útbúinn með tvinna, sem festur er í framstafn- inn — og þessi tvinni er svo festur við naglann á keflinu. Hver bátur hefir sitt kefli — og allir tvinna- þræðirnir eiga að vera nákvæmlega jafnlangir, þ. e. a. s. allir bátarmr fara af slað jafnlangt frá keflunum. Þegar gefið er merki um að þeir eigi að fara af stað, tekur hver þátt- takandi í sína „sveif“ og reynir eins fljótt og hann getur að vinda upp tvinnanum, svo að báturinn færist nær. Sá sem fyrst fær dregið bátinn sinn að sínu kefli, hefir unnið í kappsiglingunni. IÍEYNIÐ KRAFTA YKKAR OG FIMl. Seljist tvö og tvö á gólfið eins og sýnt er á myndinni, snúið bökum saman og krækið handleggjunum saman. Reýnið nú, hver ykkar getur l'yrst staðið á fætur — það skeður með því móti, að báðir þátttakend- urnir þrýsta bökum fast saman og teygja um leið úr fótunum. Þetta sýnist mjög auðvelt — en reynið nú sjálf! Parið, sem fyrst rís á fætur vinnur kepnina. Þessi leikur er einK- ar skemtilegur, þar sem þátttakend- urnir skifta stöðugt um fjelaga, — sigurinn er mjög undir því kominn hve samstiltir þátttakendurnir eru. Frnmleg indiánabrúða Úr gamaldags tauklemmu (mynd 1) er hægt að búa til skemtilega indíánabrúðu. Til að byrja með sníð- um við búning brúðunnar úr grófu ljerefti, helst brúnu, sniðið sjáum við á mynd 2. A er framstykkið og B bakstykkið af búningnum. Takið eftir köntum búningsins, sem eru raktir upp með grófri nál. Mynd 3 sýnir, hvernig „höfuð“ klemmunn- ar er skreytt. Hárið er málað svart, fljetturnar eru búnar til úr garni og límdar á. Teiknaðu augu, nef og munn — og málaðu alt andlitið rautt. Handleggirnir eru búnir úl úr stálþræði, sem snúnir eru utan um klemmuna og síðan vafðir með ullargarni, sem myndar hendurnar. Færðu nú brúðuna í, og saumaðu búninginn fastan með nokkrum nál- stungum undir höndunum og í hlið- unum. Sjá mynd 4. Festu perlu- garnsfljettu um mittið á henni og límdu nokkrar smáfjaðrir á höfuðið. Þegar því er lokið er brúðan til- búin. — í baráttn fyrir rjettlætinu. 43) Bobby gaf nú upp alla von. Blair var alveg að kyrkja hann. Alt í einu hevrðist hrópað. „Upp með hendurnar, Blair. Nú get jeg skotið þig með þinni eigin byssu“. Blair var harla skrítinn á svipinn, þegar liann reis nauðugur á fætur. Bobby horfði alveg forviða þangað, sem röddin kom frá. Þarna var O’- Connor — hann liafði fengið aðsvif sem snöggvast, þegar Blair skaut. 44) Bobby varð harla glaður yfir því að O’Connor hafði náð í byssu Bln- irs — byssa hans hafði ekki batnað við að blotna í fljótinu, en það vissu bófarnir ekkert um. „Gott og vel“ sagði O’Connor og kinkaði kolli, — „þetta endar þá svona. Jeg liafði lengi haft slæman bifur á ykkur — jeg fekk skipun um að handtaka Bobby og Rauða-Hjört.“ Bobby skim- aði eftir vini sinum og mótstöðu- manni hans. — Svarti Ulfur lá hálf meðvitundarlaus á jörðinni, Rauði- Hjörtur hafði staðið sig vel. 45) Rauði-Hjörtur brosti til O’- Connor og sagði: „Mjer var það Ijóst, að Svarti-Úlfur mundi leita í fylgsni sitt til að koma áfenginu undan, — þessvegna leitaði jeg liingað til þess að þið finduð það.“ „Þetta var vel gert, Rauði-Hjörtur,“ sagði O’Connor lirosandi, „en nú skalt þú og Bobby hjálpa mjer til að fara með þessa náunga til fangelsisins.“ — Hvorugur þeirra hafði neitt á móti þvi — og nokkrum klukku- tímum síðar höfðu bæði Blair og Svarti-Úlfur „verið settir inn.“ Rjettvísin hafði sigrað — og Bobby og RaUði-Hjörtur voru betri vinir en nokkru sinni áður, og lýkur hjer með að segja frá þeim. En í næsta blaði byrjar ný saga. börnin góð, sem þið munuð haia engu minna gaman af en sögunni af þeim fjelögunum, Bobby og Rauða Hirti. — Einu sinni var Mark Twain í mið- degisverði með enska leikaranum Henry Irving. Hann sneri sjer að Mark og spurði livort hann hefði lieyrt söouna um ákveðinn man.i, sem hann nefndi. — Það kostaði mig áreynslu að segja nei, segir Mark Twain, — en jeg gerði það samt. Svo fór Irving að segja söguna. f byrjuninni spurði hann á nýjan leik hvort jeg hefði ekki heyrt söguna áður. Jeg svaraði aftur nei, og bætti við: Alveg áreið- anlega ekki. Svo hjelt hann áfrain og bætti við einni selningu. í þriðja skiftið spurði hann livort það væri nú alveg áreiðanlegt, að jeg hefði ekki heyrt söguna áður. Þá sagði jeg: — Jeg get logið einu sinni og jeg get logið tvisvar, ef kurteisi krefst þess. En svo ekki oftar. Jeg get ekki þrílogið, hvað sem þuð kostar. Jeg verð að segja yður sann- leikann. Jeg hefi heyrt söguna áður. Það var jeg sem setti liana saman. Ur kvikmyndaheiminnm. Deanne litla Durbin í nýrri kvik- mynd. Deanne Durbin er orðin heimsfræg kvikmyndastjarna, þó að hún sje ekki nema 15 ára að aldri. Fyrir tveim árum var Deanne Durbin óþekt skólastúlka i Los Ang- eles. Af tilviljun ljek hún smáhlut- verk í stuttri kvikmynd: „Sunnu- dagshljómleikarnir“. Kvikmynda- snillingar frá „Universal“ merktu ágæta hæfileika hennar, og það kom i Ijós i fyrstu kvikmyndinni liennar: Þrjár kænar stúlkur, að hun hafði áliorfendurna með sjer. Og í næstu kvikmynd „100 menn og 1 stúlka“ vakti leikur hennar mikla hrifningu. Og nú er þriðja Durbin kvik- myndin á leiðinni og heitir: „Mad about Music. (Á liættuskeiðinu.) — Efnið er mjög skemtilegt og er i stuttu máli á þessa leið: „Deanne er litil, draumhneigð hússtjórnarskóla- stúlka, sem á engan föður, en býr sjer liann til með liugmyndaafli sínu. Og þegar nú fjelagar hennar vilja sjá föður hennar, grípur liún til þess óyndisúrræðis að fara niður á járnbrautarstöðina og grípa fyrsta manninn er verður á leið hennar og biðja hann um að taka að sjer föðurlilulverk:ð. Og það er enginn annar en sjaiíur Herbert Marshall, sem leikur föðurinn (allir kvik- myndavinir þekkja hann). Fram- haldið er afar skemtilegt, og Deanne Durbin gefst tækifæri til þess að nota hina fögru söngrödd sína. Deanne er aðeins 15 ára, en hún hefir grætt svo mikla peninga, að hún getur lifað áhyggjulaust það sem eítir er æfinnar hvað fjárhag snertir. Núna fyrst um sinn er fað- ir hennar fjárhaldsmaðurinn, og litla stjarnan verður að lifa ströngu ’ifi til þess að varðveita heilbrigði sína. Patfershjónin hafa fengið nýja andbýlinga á hæðinni og frúin veit- ir þeim óskifta athygli. — Þau eru sjálfsagt nýgift, segir hún við manninn sinn, — þvi mjer sýnist þau vera ástfangin. Þegar hann fer á skrifstofuna á morgnana faðmar hann hana og kyssir hana marga rembingskossa. Af hverju "er- ir þú ekki eins, Guðjón minn? — Finst þjer ekki rjettara að jeg doki við og kynnist henni betur áður? Agentinn: — Þjer eruð ekki far- inn að borga skilvinduna, sem þjer fenguð hjá mjer í fyrravor. Bóndinn: — Nei, þjer sögðust á- byrgjast, að skilvindan borgaði sig sjálf og jeg hefi hugsað mjer að láto liana gera það.

x

Fálkinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fálkinn
https://timarit.is/publication/351

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.