Fálkinn - 14.04.1939, Blaðsíða 12
12
F Á L K I N N
íC~í:
r''
WYNDHAM MARTYN: 38
Manndrápseyjan.
legu orð, sem hann liafði sagl um Erissu.
„Ein kúla á kjaft, kunningi. Jeg er góð
skvlta, og jeg hefi næg skotvopn á alla. .Teg
þykist skilja, af æsingnum í rödd yðar, að
orð mín liafi liaft áhrif. Efinn nagar yður.
líf þjer giftist Erissu, gelið þjer aldrei
gleymt, og giftist þjer henni ekki, þá getið
þjer aldrei fvrirgefið sjálfum yður.“
Frú Hvdon Cleeve þorði ekki að láta þetta
samtaí halda áfram og tók fram i með þess-
ari spurningu: „Drápuð þjer Tilly?“
„Auðvitað. Jeg hjelt að það væruð þjer.“
„En hvað hafið' þjer á móti mjer?“
„Þjer tókuð af mjer heimili mitt, fje
föður míns og konuna sem jeg elskaði. Er
það ekki nóg?“ Hann þreif af sjer hatt Sears
og starði á hana. Það var ekki sá Ahtee sem
þau þektu, sem nú stóð andspænis þeim, en
maður með grátl, stuttklipt hár, hátt og
mjótt enni og einkennilega illmannleg augu,
sem nú fóru ekki í felur.
Trent leit kringum sig i skúrnum og sá
fljóft að enginn kannaðist við manninn
nema frú Hydon Cleeve.Hún hafði fölnað.
Það var auðsjeð að þessi skapsterka, hug-
rakka, gamla kona, sem hafði lilegið liæði-
lega að Alitee, var hrædd við manninn, sem
hún hafði fvrir sjer nú. Hún starði á liann,
eins og hann væri afturganga.
„Jeg lijelt að það væri búið að drepa yður
fyrir mörgum árum,“ sagði hún. „Fólk sem
jeg trúði, sagði mjer, að þjer væruð bæði
dauður og grafinn.“
„Jeg var dauður í mörg ár, áður en þetta
gerðist í Kowloon,“ svaraði bann. „Og það
voruð þjer sem drápuð mig. Þjer fenguð
bana til þess að giftast Dick Cannell. Þjer
hröktuð mig úr minum fjelagsskap og feng-
uð fólk mitt til að útskúfa mjer. Það var
yður að kenna, að vinir mínir lokuðu dyrum
sínum fyrir mjer og að klúbbarnir mínir
strikuðu mig af meðlimaskránni. Það voru
George Barkett og Eliot Jaster, sem bundu
mig og lokuðu mig inni í fjósi, meðan
lijónavígslan fór fram, sem jeg liafði svarið
að hleypa í uppnám og stöðva.“
„Þjer hefðuð aldrei getað stöðvað hana,“
svaraði gamla konan, sem var nú farin að
jafna sig.
„Jú, visl hefði jeg getað gert það. Gann-
ellsfólkið leit á sig, ekki síður en jeg. Það
mundi hafa trúað ásökunum minum! Það
hefði orðið sæt hefnd. Jeg hafði upplifað
í huganum aðganginn í kirkjunni, þegar jeg
kæmi fram og tæki til máls. Barkett hefir
komist á snoðir um þetta.“
„Langamma,“ sagði Cleeve, „hver er
þetta?“
„Russel Periton,“ svaraði hún. „Þú hefir
víst heyrt hann nefndan.
Nafnið vakti upp gamla endurminningu
hjá Trent. Hann mundi dag fyrir æfalöngu,
er hann hafði verið viðstaddur polomót við
Narragansett Pier, þar sem þessi Russel
Periton hafði verið dæmdur úr leik, af þvi
að hann hafði notað ólöglega spora, og sært
bestinn sinn svöðusárum. Ef ekki befði ver-
ið til að dreifa þessari óeðlilegu grimd við
skepnurnar, sem stundum blossaði upp i
honum, hefði hann getað orðið frægur polo-
maður á alþjóða mælikvarða. - Og þessi
grimdarseggur var nú hæstráðandi á Mann-
drápsey!
„Þið þekkið örlög Jasters!“ hjelt Periton
áfram gortandi. „Hann var bara drepinn
með alt of vægu móti. En jeg hafði fyrir-
hugáð George Barkett þyngri refsingu. All-
ir sem hafa gert mjer ilt verða að endur-
gjalda dýru verði. Haldið þið að Betty hafi
fengið að kenna á því? Hún ætlaði að fara
frá Dick mín vegna.“
,,Lygari!“ Gamla konan tók viðbragð.
Cleeve ætlaði að ráðast á hann.
„Þjer vitið að það er satt. Jeg sparkaði
henni frá mjer.“
Trent sá, að þarna var brjálaður maður,
sem liafði árum saman tekist að leyna sín-
um rjetta manni, en þóttist nú ekki þurfa
að fara í launkofa með neitt framar. Hann
gortaði af hvernig hann liefði farið með
ýmsa menn og konur, sem Trent kannaðist
ekki við nafnið á. Hann notaði öll stóryrði,
lilburði og kæki, sem brjáluðum mönnum
er tamt.
„Gamla flónið," sagði bann liæðilega,
„þjer haldið að þjer sjeuð kæn, en ekki
voruð þjer lengi að ganga í gildruna mína.
Þjer hjelduð, að jeg þyrfti á hjálp vðar að
lialda lil þess að komast í kynni við hefðar-
fólkið, þjer, sem hafið verið út úr dansin-
um í síðustu tíu ár. Þjer hjelduð að jeg
yrði upp með mjer af fínu ættingjunum
yðar. Mikið barn! Erissa fór að boði mínu,
duflaði við Cleeve og bló að honum þegar
hann var orðinn hamslaus af ást. Mig lang-
aði til að sjá hann sjúkan af ástarharmi.
Jeg vildi að Phyllis giftist meinlausum og
gagnslausum þorski, svo að liún yrði fátæk
alla sína æfi. Jeg áformaði að sjá yður deyja
með skelfinguna í augunum. Jeg viðurkenni
að mjer varð á skissa, er jeg drap Tilly i
ógáti, bún var góð og ærleg manneskja, sem
])jer höfðuð kvalið í heilan mannsaldur.
En dauðdaginn sem þjer hijótið skal verða
verri miklu verri. Jeg verð að minna
mig sjálfan á það, því að jeg á svo bágt með
að stilla mig um að hleypa af skammbyss-
unni núna, þegar jeg horfi i gíyrnurnar á
yður. Jeg verð að muna, að það væri góð-
verk að skjóta yður.“
Hann gekk aftur á bak úl að dyrunum,
en ógnaði þeim samtmis með skammbvss-
unni.
„Sá maður eða kona, sem hreyfir sig,
verður særð en ekki drepinn. Þegar birtir þá
fáið þið tækifærið. .Teg liefi búið þægilega
um mig hjerna i nágrenninu, og þar verð
jeg meðan þið farist af kulda, sulti og
hræðslu. Þið leitið og leitið þangað til þið
veltist um af hungri. Kanske lit jeg út til
þess að skemta mjer við að heyra ykkur
æpa á náð og miskunn þvi að þið komið
áreiðanlega."
Þegar hann hvarf hljóp Hugli Elrnore á
eftir honum.
„Mr. Alitee,“ hrópaði hann, „lofið nijer
að koma með yður.“
Það heyrðist skot, óp, og að maður datt.
()g á næsta augnabliki kom Hugb skrið-
andi inn aftur með gat eftir kúlu á hend-
inni, sem bann hafði rjett fram. Hann þoldi
illa líkamlegar þjáningar og það steinleið
yfir hann meðan Trent var að binda um
hann.
Alitee slakk hausnum inn aftur. „Þetta
!íkar mjer,“ sagði hann, „hver vill verða
næstur? Getur æfintýramaðurinn Anthony
Trenl still sig, þegar svona stendur á?“
„Það voruð þjer sem mintust eitthvað
á þann, sem síðasl hlær,“ svaraði Trent.
„Jeg er lika gefinn lyrir það.“ Hann fann
að einhvér tók uin liandlegginn á lionum
og vissi að það var frú Cleeve, sem var
hrædd um, að hann gleymdi að liafa gát
á tungu sinni.
Nóttin kom vfir, köld og dinnn og Ahtee
Ijet hvorki sjá sig nje heyra framar. „Phyllis
og Dayne töluðu saman i ákafa. 1 öðru horn-
inu sátu Gleeve og Erissa. Hugh var si-
kveinandi.
„Börnin eru svo sæl að þau gleyma öllu,“
sagði frú Cleeve. „Jeg fer að halda að ást
sje til, þrátt fyrir alt. Ef hún getur valdið
því að þau taki dauðanum með ró, þá er
hún ekki hugarburður."
„Dauðinn er ekki hættulegur,“ svaraði
liann, „en það er bara það sorglega eins og
einhver maður hefir sagt að til þess að upp-
lifa liann þá verður maður að deyja. En
meðal annara orða um þennan Periton: elsk-
aði dótturdóttir yðar hann í raun og veru
Jirátt fyrir öll brekin?“
„Já, þrátt fyrir alt. Þess vegna var liann
svo hættulegur. En hvert ætlið þjer nú að
fara?“
„Suss, suss!“ hvíslaði liann, „látið þau
ekki taka eftir neinu. .Teg fer út til þess að
athuga livort ekki muni vera hægt að ná i
þennan Periton-Alitee. Jeg kunni ekki við
glósurnar hans.“
Frú Cleeve tók í hendina á honum. Hún
vissi að það þýddi ekki að reyna að halda í
hann.
„Jeg vildi óska að þjer væruð eins hrædd-
ur og jeg er,“ sagði hún.
„Þjer eruð ekki hrædd,“ hvíslaði hann
aftur, „þjer eruð bara að hugsa um aðra.
Það er fallegt og jeg virði yður fyrir það.
En þjer inegið ekki örvænta, það geri jeg
aldrei. Möguleikinn minn er ekki litilokað-
ur enn.“
1 stríðinu hafði Trent oft verið sendur
út í myrkrið til þess að njósna um, livár
óvinirnir hefðu komið vjelbyssum sínum
fyrir. Hann mintist þess núna, er liann stanl-
aðist frá skúrnum út í náttmyrkrið. Það
höfðu oft verið glæfraferðir og ekki hættu-
minni.
Það var svo mikil skima, að hann sá
móta fyrir trjáiium og reykháfnum, sem
stóð eins og klettnr úr hafinu upp úr hruna-
rústinni. Hann bafði ætlað sjer að skriða
i tóftina, þar sem garðnrinn liafði verið og
inn í skuggann af trjánnm og skríða þaðan
yfir eyjuna, þangað sem bann hjelt að bell-
arnir væru.
Hann var rjett að segja kominn yfir
garðinn þegar Alitee skaut. Ahtee hafði ekki
fundið hellisnnmnann í myrkrinu og beið
þess óþolinmóður að það birti af degi. Hann
þóttist stæltur og sterkur, eins og goð, scm
rjeði örlögum samborgara sinna. Þessi
skræfa, sem hafði ætlað að fylgja honum,
hafði sennilega særst, og nú var annar að
reyna að sleppa.
Hann hljóp- til þess fallna í von um að
liann væri ekki dauður, svo að liægt væri
að seigdrepa þennan óvin, sem hafði dirfst
að gera uppreisn gegn honum og raska á-
formurn hans.