Fálkinn - 12.05.1939, Blaðsíða 5
F Á L K I N N
5
,,Paradis“ isfirskra skíðamanna. -Seljalandsdalur.
Sjóferðin.
Segir fátt af sjóferðinni veslui.
Veður var bjart. Logn í Reykjavík,
en kældi nokkuð er kom úl á Fló—
ann. Allmargir farþegar tóku þá
að lireiðra um sig i lestinni og
nokkrir i borðsal. Margir höfðu
svefnpoka, sumir teppi, aðrir sæng-
ur. Nokkrir höfðu þó aðeins hugs-
að um að búa sig til skíðaferða og
skorti þar ekki á; frá hvirfli til
ilja voru þeir búnir í fjallaferðir,
ineð skíði og stafi, bakpoka og
snjögleraugu,-------en ekkerl til að
liggja við i lestinni. En einlivern
veginn blessaðist þetta nú samt. —
Lengi kvölds var lítið um svefn-
inn meðal lestarbúa, og þólti það
engum tiltökumál. Á uppþiljum var
sungið dátt og annar sönghópur,
eða tveir, sátu á afturlest. Hvert
lagið rak nú annað, og ófst og l'ljett-
aðist inn í annað, og hóparnir sung-
ust á og oft voru lögin tvö eða fleiri
sungin samtímis og bar ekki á öðru
en að vel færi á þessu.
Var nú aftur komið logn og lá-
dauður sjór og engin alda til að
stíga. Kræktu þá söngvararnir örm-
um saman og var kyrjað, sungið og
kveðið við raust:
Kátir voru karlar
á kútter Haraldi.
Til fiskiveiða fóru
frá Akranesi ....
og takturinn var sleginn með veltum
og hnykkjum.
— — En að lokum sigraði þó
nóttin.
Skírdagur.
Skírdagur rann upp, bjártur og
heiður. Vestfirðir ú stjórnborða. —
Um hádegi var komið á Presta-
bugtina, utan við Eyri i Skutuls-
firði, sem ísafjarðarkaupstaður er
reistur á. Var hafnsögumaður þar
fyrir á báti sínum. Og nú rendi
Edda inn Sundin, og fánum skreytt
seig hún inn spegilgljáðan Pollinn
og lagðist að bæjarbryggjunni, en
þar höfðu ísfirðingar fjölment til
nð fagna hinum sunnlensku páska-
gestum.
Skiðafjelag ísafjarðar hafði haít
mikinn viðbúnað til að taka sem
best á móti gestum sinum. Hafði
það trygt öllum, er þess óskuðu,
húsnæði og fæði. Allur þorri gest-
anna bjó þó hjá ættingjum og vin-
Lagt af stað til fjalts.
uin; en hinum var fenginn sama-
staður í gistihúsi bæjarins, í hinum
nýja gagnfræðaskóla og i samkomu-
húsinu Uppsölum. Þeir Sunnan-
manna, sem svefnpoka höfðu með
sjer, sváfu á dýnum i skólanum og
í Uppsölum. Var það ódýr nætur-
gisting en góð, kostaði aðeins 50
aura fyrir nóttina. —
Sunnanmenn komu nú farangri
sínum í gististaði sína og var það
fljótgert. Munu ])á flestir hafa feng-
ið sjer eitthvað að borða, en síðan
var haldið upp í Seljalandsdal, en
þar átti kepnin i svigi að hefjast
klukkan 15.
Paradís skíðamanna.
Allir bilar bæjarins, fólksbílar og
vörubílar, voru þessa daga í þjón-
ustu skíðavikunnar. — Fluttu þeir
gestina upp i brekkurnar, sem eru
neðan vert við Seljalandsdalinn, en
þangað hefir Skíðafjelag ísafjarðar
látið leggja vegarálmu frá þjóðveg-
inum. Vegur þessi, — Skíðabraut
er hann nefndur, — er nú þegar
lcominn ca: % leiðar upp á dalinn og
verður væntanlega fúllgerður á
næstu sumrum. Bílar eru eigi marg-
ir i ísafirði og enda þótt hver bíll
færi margar ferðir og þétt væri
raðað á hvern bil fengu færri far
en vildu. Margir kusu líka frekar
að ganga alla leið, og er ]>að ekkert
afrek, því að allur er vegurinn frá
kaupstaðnum upp á dal ekki nema
röskur stundargangur.
Dalur ])essi, sem allra vegir lágu
nú að, er Seljalandsdalurinn, sem
orðheppinn náungi hefir einhverju
sinni nefnt Paradís skíðamanna.
Dalurinn liggur allhátt uppi, 250
—400 metra yfir sjávarmáli. Hann
er langur og allbreiður, með víðum
hvylftum og slökkum, öldum, hól-
um, hryggjum, hjöllum og fellum.
Og snjór liggur þarna feiknamikill
frá fyrstu haustnóttum og langt
lram á vor og sumar.
Hinn kunni sænski íþróttafrömuð-
ur og skíðakennari, Georg Tufves-
son, segir um dal þenna og skiða-
landið þar: „.... Skiðaland í Selja-
Iandsdal er með afbrigðum gott,
.... og i honum er hægt að fá
skíðabrekkur við allra hæfi, frá hin-
um allra auðveldustu fyrir byrj-
éndur og brattar brekkur til æf-
inga i svigi (slalom), stökki og
flugskriði (störtlopp).“
Um aðstöðuna til skíðaiðkana á
ísafirði alment og það, er gera ætti
til að hagnýta hana sem best til
gagns fyrir þjóðina í heild, segir
G. Tufvesson.
..... Frá náttúrunnar hendi er
ísafjörður fyllilega sambærilegur við
við „Skiðheima”.
viðurkenda skíðabæi á Norðurlönd-
um. En nauðsynlegt yrði að gera
ýmislegt fyrir þetta mál (þ. e. hag-
nýtingu hinnar náttúrlegu aðstöðu)
t. d. að reisa gistihús á hentugum
slað, sem næst skiðalandinu o. fl.
Er mjer kunnugt, að áhugamenn á
ísafirði hafa fullan hug á þessu.
Ættu allir íslendingar, sem úhuga
hafa á eflingu skíðaíþrúttarinnar,
að sameinast uni þetta mál og skapa
á ísafirði miðstöð á íslandi fyrir al-
hliða iðkuii skíðaíþróttarinnar“ ....
Sól og snjór!
Á skírdag var fjölmenl á Selja-
landsdal, fjöldi ísfirðinga og um
300 aðkomumanna. Veður var bjar!
og fagurt, eins og fegurst má verða
á fjöllum um páskaleytið. Glitrandi
sólskin og snjór í öllum áttum, svo
að hvergi sá örla á steini nema
þar sem voru hamrar og hengiflug.
Margur Sunnlendinganna, sem ekki
hafði áður sjeð nje reynt skiðaland
ísafjarðar, nam oft staðar á veg-
ferð sinni, hallaði sjer fram á stafi
sína og horfði heillaður á allan
þenna snjó og allar þessar gestrisnu
brekkur. Og hann spurði sjálfan
sig: var þetta veruleiki? eða var
þetta bara fagur páskadraumur? —
Og hann ýtti sjer af stað. Seig í
fyrstu liægt áfram, en ferðin óx
bráðlega, — hraðar, hraðar, áfram,
áfram niður brekkuna! Snjór, sól
og snjór. Og aftur brekka og enn
kom brekka, og alstaðar snjór, enda-
laus snjór, sól og snjór! — —
Næstu dagar.
Að morgni föstudagsins langa
mættu allir skíðavikugestir fyrir
framan verslunarhús kaupfjelags-
ins. Hafði þá öllum þátttakendum
verið skipað i ferðaflokka, 20—30
manns í liverjum flokki, og var
þannig valið i flokka, að þeir væru
helst saman, sem samstöðu áttu og
svipað kunnu. Hverjum flokki var
fenginn fararstjóri, þaulreyndur
skíðamaður, gagnkunnugur skiða-
l&ndinu og staðháttum öllum.
Fararstjóri hafði sjer aðstoðafmann,
er jafnan gekk siðastur í ferðum
og gætli þess, að enginn drægist
aftur úr né viltist frá hópnum. í
samráði við flokk sinn ákvað farar-
stjóri að morgni, hvert lialdið skyldi
hvern dag.
Þenna dag og daginn eftir vai
kalsaveður með nokkru fjúki á fjöll-
um. Enginn ljet þó slíkt smáræði á
sig fá, enda voru allir skjóllega
búnir og vel vandað lil forustunnar.
Er komið var á dalinn hvíldust
flestir um stund í „Skíðheimum“,
skálanum í dalnum eða i liinu veg-
lega veitingatjaldi, sem reist var þar
á snjónum.
Von bráðar var þó haldið af
stað. Sumir flokkanna hjeldu sig
fyrst i stað í „kvennabrekkum“,
brekkum byrjenda og viðvaninga!
Aðrir, og þeir voru miklu fleiri,
sem hærra sóttu á dalinn og lengra
til' vesturs, upp í Sandfell, að Búr-
felli eða vestur í Gyltuskarð þar
sero Súgandafjörður blasir við auga
Framh. á bls. 11.
ísfirskt skíðafólk