Fálkinn


Fálkinn - 12.05.1939, Blaðsíða 3

Fálkinn - 12.05.1939, Blaðsíða 3
FÁLKINN 3 Nostradamus. Nýtt listaverk eftir Einar Jónsson. í gær varð Einar Jónsson inyndhöggvari frá Galtafelli hálf- sjötugur að aldri. í tilefni af af- mælinu birtir „Fálkinn“ mynd af nýjasta listaverki hans, sem hann nefnir Aleigan, og hann hefir lokið við fyrir skömmu. Aleigan er lágmynd táknræns i ðlis, sem þeir er sjá, geta lagt mismunandi skilning í. — Gömul kona, fjötrum færð, situr í fang- elsi. Ógn örvæntingarinnar skín út úr svip hennar. Hún heldur dauðahaldi um lítið engilharn, verndarengil sinn, sem er hennar vörn í myrkri nauða. Að haki Skákkepni fyrir irgentinufðrina. í fleiri vikur hefur staðið yfir hjer í bænum skákkepni milli bestu skákmanna vorra, i tilefni af al- heimsmóti skákmanna, sem fara á fram í Buenos Aires í Argentínu, í júlí næstlcomahdi. Var kepnin hjer einskonar próf um styrkleika skák- mannanna og átti að kepninni lok- inni að velja úr fimm bestu þátttak- endurna sem fulltrúa fslendinga á þessu alheimsskákþingi. Að kepnin dróst svona lengi stóð í sambandi við veikindi eins kepp- endans. Keppendur á þessu skákmóti voru átta, alt kunnir og góðir skákmenn, konunni stendur ófreskja, er tiygst að vinna henni grand og iyftir sínum þunga hrannni gegn lienni, og heldur á böndum til að hneppa hana í enn meiri fjötra. En gegn þessari ófreskju, íntynd hins ógnandi, tortímandi valds, lyftir verndarengillinn ljósri hendi. Hann er eina vörnin gegn ofurvaldi myrkursins og hann er enginn annar en trúin, liinn góði engill guðs, er leiðir mennina gegnum jarðneskt höl og stríð. Fyrir aftan ófreskjuna standa tveir menn í fornmannabúning- um, sem háðir eru búnir til að og urðu úrslitin þau, að Ásmundur Ásgeirsson hafði flesta vinninga 5%. Annar varð Baldur Möller með 5. Þriðji Einar Þorvaldsson með 4% vinning. Aðrir keppendur voru Sturla Pjetursson, Ólafur Krist- mundsson, Eggert Gilfer, Stein- grímur Guðmundsson og Sæmund- ur Ólafsson. Samkv. viðtali, sem blaðið álti \ið formann Skáksambandsins, Elis Guðmundsson, er það ekki fullráðið enn hverjir fari hjeðan á taflmótið í Buenos Aires, og mun ekki trygt að þeir geti allir farið, sem hæsta Frú Guðnín Jónsdóttir, Laufás- veg 30, varð 90 ára 9. þ. m. ganga á hólm við hana. — Annar ber skjöld með merki kristninnar, krossinum, á. Hann er tákn kristindómsins, er sigra vill ilt með góðu. En hinn er hinn vígamannlegastiogerhúinn til að grípa tilsverðsogvega að ófreskj unni. Hann er fulltrúi heiðn- innar: ilt skal með illn útreka. Þessi mynd Einars, eins og margar fleiri, er hin áhrifamesta prjedikun. Hún er trúarljóð, er syngur trúnni, verndarenglinum, lof, og hvers virði hún er, vita þeir best, er sitja í skuggahlíðum mannlífsins. vinninga höfðu á mótinu hjer. Geta legið til þess ýmsar orsakir, bæði hvað atvinnu og heimilisástæður snertir, þar sem um minst þriggja mánaða ferðalag er að ræða. — En iullvíst mun ])ó vera að taflmenn hjeðan fara á alþjóðamótið og verður förin styrkt af opinberu fje. — Mót- ið hefst 20. júlí, og hefur fjöldi þjóða tilkynt þátttöku sína. Myndin, sem fylgir greininni er af Ásmundi Ásgeirssyni verkamanni. Hefur hann orðið taflkóngur íslend- inga mörgum sinnum. Páll Stefánsson, stórkaupmaður, verður 70 ára 18. þ. m. Á fyrri hluta 16. aldar var uppi i Frakklandi frægur læknir og stjörnu- spámaður Michel de Notredame, en kallaður Nostradamus. Hann var af gyðingaættuiú og var fædur árið 1503 í Provence í Suður-Frakklandi. í Marseille las hann læknisfræði og varð síðar mjög eftirsóttur læknir. Snemma hneigðist hugur hans að spá fræði og kraftaverkalækningum, og brátt varð hann mjög frægur fyrir óskeikulleika sinn að segja fyrir ó- orðna hluti. Á árunum 1555—1558 gaf hann út spádóma sína i bundnu máli, í 10 bindum. Þeir vöktu mjög mikla athygli hjá samtíðinni. Katarína drotning af Medici kallaði hann tii hirðarinnar og ráðfærði sig oft við hann er ríkisvandamál bar að hönd- um. Síðar gerði Karl konungur IX. hann að líflækni sínum, og í heiðri og miklum metum dó hann árið 1566. Um Nostradamus eru til fjölmarg- ar smásögur. Einu sinni Ijet greifi einn kalla hann fyrir sig til þess að spá fyrir sjer. Nostradamus var tregur til þess. Greifinn varð þá ofsareiður og ljet loka spámanninn inni. Eftir langa umhugsun sagði Nostradamus að hann mundi verða við ósk greifans, en þó með tveimur skilyrðum: i fyrsta lagi að greifinn yrði að leggja við drengskap sinn að láta spámann- inn lausan, þó að spádómuriiin yrði ckki að óskum, og í öðru lagi að Karl konungur IX. skyldi hlusta á spádóminn og vaka yfir því að fyrra skilyrðið yrði uppfylt. Þetta gekk greifinn inn á. Konungur kom og nú var haldin samkoma þar sem konungur var og margir tignir gestir. Þegar allir voru sestir stóð Nostra- damus upp úr sæti sínu, sneri sjer að greifanum og sagði: „Að viku liðinni mun kona þín hvíla í örmum annars manns, en þú munt ekki þurfa að syrgja það, því að innan tveggja stunda ertu liðið lílú1. Greif- inn, sem eins og aðrir, var fullkom- lega sannfærður um spádómshæfi- leika Nostradamusar, fyltist svo mik- illi örvæntingu yfir spádómnum, að hann hljóp út úr salnum og upp í hallarturninn, og kastaði sjer þaðan niður og beið strax bana. Konungur- inn varð kyr í höllinni til að hugga hina sorgmæddu ekkju. Sambandið milli þeirra varð æ nánara og áður en vikan var liðin var greifaekkjan orðin frilla konungsins. Nostradamus ljet prenta spádóma sína í Lyon á árunum 1555—1558 undir nafninu: „Les propheties de M. Michel Nostradamus". Framan við þá er formáli, brjef stílað til Henriks konungs II. og spádómar í 942 vís- um. Er einn spádómur i hverri vísu. Engri fastri reglu er fylgt við niðurröðun á þeim, t. d. er ekkert lillit tekið til tímatals. Spádómarnir eru á frönsku, en ])ó er málið mjög skotið útlendum orðum, einkum þó úr itölsku og latínu, og alskonar lik- ingar eru sóttar í goðafræði og stjörnuspáfræði. Frumtextinn týnd- isl síðar, en til eru margar mjög gamlar útgáfur, þar á meðal er ein frá 1568, tveim árum eftir að Nostra- damus dó. — Árið 1781 voru bækur Nostradam- usar bannaðar af páfanum. Hann liafði spáð um endi páfadómsins, að minsta kosti hvað snertir liið ver- aldlega vald hans. Innihald þessara bóka er i raun og veru mjög merkilegt. Það kemnr í ljós að margir af spádómum Nostra- damusar hafa ræst alveg ótrúlega. Hann spáði fyrir um veldi Napóle- ons mikla, ósigur hans og dauða á St.-Helenu, að sonur hans, hertog- inn af Reichstadt, mundi aðeins ríkja í þrjá daga. Hann spáði fyrir Framh. á bls. 13.

x

Fálkinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fálkinn
https://timarit.is/publication/351

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.