Fálkinn


Fálkinn - 12.05.1939, Blaðsíða 11

Fálkinn - 12.05.1939, Blaðsíða 11
F Á L K I N JN 11 VHCS/VU LES&HbURNIR HRAÐASTI FLUGKAPPI I' HEIMI. Hjer verður ekki sagl frá flug- köppum stórþjóðanna, sem altaf eru að setja ný met og ekki held- ur háloftaflugi eða nokkru af því taginu. Nei — myndin í hringn- um sýnir venjulega „hestabremsu", sem er á stærð við maðkaflugu. Amerískur vísindamaður hefir ný- lega fundið það út að þetla skor- dýr á heimsmet í flughraða, — flug- an getpr flogið 400 metra á sekúndu, en það þýðir, að ef hún flýgi ó- siitið, mundi hún gela flogið um- hverfis jörðina við miðjarðariínu á rúmlega einum degi. SKÁKÞRAUT en án taflmanna. Þessi einkennilegi drengur þarna á myndinni spyr ykkur að því, hvorl þið getið skift þessu undarlega taflborði i tvo parta, sem má leggja saman á þann hátt, að fram komi reglulegt taflborð. Hann bendir ykk- ur á það, að auðvitað megi klippa þá tvo hvítu reiti frá, — sem merkt- ir eru með skákrossi — og leggja þá inn í skörðin tvö, l)á verður úr ])ví heill ferliyrningur, Þessi lausn væri harla einföld en svo auðveld er hún nú ekki. Á þennan hátt myndast þrír part- ;;r, en nú mega partarnir ekki vera nema tveir, þegar borðinu er skift. En reyndu. - Þetta er hægt. ÞUNG BÓK. British Museum í London á stærstu landabrjefabókina, sem til er i lieim- inum. Er hún teiknuð í Hollandi og Hollendingár gáfu hana á sinni tíð Karli II. Englakonungi. Þarf þrjá sterka menn til þess að flytja Ianda- brjefabók þessa úr stað. Lausn á „skákþrautinni“. Borðinu er skift eftir breiðu, svörtu línunni, sem hjer er sýnd, og fráklipta partinum er snúið við svo að skákrossreitirnir koma til með að liggja eins og myndin hjer sýnir. Skíðavikan á ísafirði. Frainh. frá bls. 5. í vestri, langur og mjór, langt, langt niðri. Og alstaðar var snjór! -— Páskadagur. Á páskadag fór stökkkepnin fram í Sandfelii á ofanverðum Seijalands- dal. Veður var nú hið fegursta, logn og sólskin. Skíðavikugestir fóru ária morguns i skíðaför, en ákveðið var að allir skyldu aftur mætasl við Sandfell þegar kepnin byrjaði þar, — að lokinni messu. Nokkru eftir kl. 15 hófst stökk- kepnin. í austanverðu Sandfellinu hafði verið gerður stökkpallur einn mikill úr snjó, og reiknaðist sjer- fróðum mönnum til, að af honum væri hægt að stökkva nálega 40 metra. — Mikill fjöldi manna var viðstadd- ur stökkkepnina og er talið að auk hinna föstu skiðavikugesta hafi ver- ið þarna um eða yfir 600 aðrir áhorfendur, eða alls nái. 900 manns. Stökkunum verður eigi lýst hjer. Þar er sjón sögu rikari. En mikil var sú hrifning og ó- skorað það lof, er hinir djörfu og fimu stökkgarpar hlutu að leiks- lokum frá hundruðum undrandi á- horfenda. Aðeins eitt ský skyggir minninguna um mót þetta. Eru það meiðsl þau, er einn Siglfirðinganna hlaut af falli sínu. En nú er hann á góðum batavegi. Lok skíðavikunnar. Nú var skíðavikan brátt á enda. Á miðnætti, þegar páskahelgin mesta var hjá iiðin, hófst skilnaðarhóf Skíðafjelags ísafjarðar, er slaðið hafði fyrir hvoru tveggja, skíða- vikunni og landsmótinu. Stóð hóf þetta í Alþýðuhúsinu og hófst á af- hendingu verðlauna fyrir afrek á landsmótinu. Fyrstur í 18 km. kappgöngu varð Magnús Kristjánsson frá Skátafjel- aginu Einherjum, ísafirði. Rann hann skeiðið á 1 klst., 4 mín., 57 sekúndum. í svigi kvenna varð hlutskörpust Martha Árnadóttir frá Skiðafjelagi ísafjarðar. Rann hún brautina á 38,9 sek. í fyrri ferð, en á 28,1 sek. í síðari ferð; samanlagður liraði 67 sek. Svigbraut kvenna var 250 metra löng með 15 portum, en hæð- armunur alls 70 metrar. Fyrstur í svigi karla var Magnús Árnason frá íþróttaráði Akureyrar á 35.7 sek. (fyrri ferð) og 37.5 sek. (seinni ferð); samanlagt 73,2 sek. Svigbrautin var 351 m. löng, með 20 portum en hæðarmunur alls 130 metrar. í stökkkepninni stökk Jón Þor- sleinsson frá Skíðafjelagi Siglufjarð- ar lengst allra, 37 metra. En hæsta einkunn fyrir stökk, 216 stig, hlaut Alfreð Jónsson frá Skíðafjel. Sigl- firðingi (Skíðaborg). Hæsta stigatölu fyrir samanlögð afrek í- 18 km. göngu og stökki, 429,8 stig, lilaut Jónas Ásgeirsson frá Skíðafjelaginu Siglfirðingi (Skíða- borg). Varð hann annar í göngunni (1 kist. 8. mín. 37 sek.) og annar í stökkum (215,3 stig). Vann hann þannig skíðabikar íslands og hlaut nafnbótina: Skíffakappi íslands. — Að lokinni afhendingu verðlauna var dans stiginn og dansað langt fram á morgun. — Kveðjur. < Á annan í páskum kl. 13 stund- víslega lagði Edda frá bæjarbrýggj- unni á ísafirði. Fjölmenni var þar saman komið og skiftust nú heima- menn og gestir á kveðjum, heilla- hrópum og söng. Edda seig út Pollinn, virðuleg i fánaskrúði sínu, en söngur glaðra. sólbrúnna Sunnanmanna ómaði enn í eyrum ísfirðinganna. Nú sveigði Edda fyrir Suðurtangann og út á Sundin. Þegar hún nálgaðist Norð- urtangann var fjöldi ísfirðinga kom- inn þangað á bryggjuna, til þess enn á ný að kveðja hina góðu gesti þegar skipið rendi þar fram hjá. Og enn guliu við fagnaðarhrópin, frá landi og frá borði, en ísfirðingar skutu flugeldum út yfir sundið, i kveðjuskyni. — — Heimkoma. Á leiðinni suður var enn hið feg- ursta veður og kom Edda aftur til Reykjavikur árla dags, þriðja i páskum, og tvístraðist brátt hinn glaðværi hópur góðra ferðafjelaga, og hjelt nú hver og einn heim til sin og síðan til vinnu sinnar. Fimtu skíðaviku ísafjarðar — ó- gleymanlegum dögum, viðburðarík- um og fögrum, — var nú lokið. En sjötta skíðavika ísafjarðar hefst á skírdag 1940. — HACHA FORSETl VIÐ LEIÐI ÓÞEKTA HERMANNSINS í PRAG. Fyrverandi forseti Tjekkoslóvakíu, dr. Emil Hacha sjest hjer (berhöfð- aður). þar sem hann hefir lagt krans á leiði óþekta hermannsins. Með forsetanum eru hersliöfðingj- arnir Jan Syrovy og Krejci. Uíkingamir í hEÍmauistarskálanum. (Framhaldssaga meff myndum). 7) Mótorbáturinn hvarf bráðlega, og þegar fjórmenningarnir stigu um borð í kænuna, sem þeir höfðu fengið lánaða, liöfðu þeir gleymt „sjóræningjunum“. Bengt og Jörgen fóru með árarnar, þar sem þeir voi’u slerkari, og bráðlega skilaði þeim liratt á burtu frá bryggjunni. 8) Nú væri gaman að vita hvað orðið væri af Durg? hugsaði Jörgen með sjálfum sjer, þegar þeir byrj- uðu að róa — það var ekki líkt hinum digra fjelaga þeirra að láta slá sig svona strax af laginu, — en bráðlega kom „Paradísareyjan" í ljós fram undan, og ofurhugarnir fjórir fengu nú um annað að lnigs.i. Paradísarey var litil, óbygð, kjarri vaxin eyja, sem lá góðan spöl í burtu, ekki svo langt frá annari ströndinni. Þeir bundu bátinn við einhverja bráðabirgðabrú, sem þeir höfðu sjálfir bygt á sínum tíma. Fylktu liði gengu þeir fjelagar frá bátnum og upp á miðja eyjuna, þar sem þeir settust að i rjóðri einu. 9) Bent stóð á fætur: — Fjelagar, við erum engir aumingjar, —- það er að vísu nokkuð snemt ennþá, en væri ekki gott að fá sjer bað efl- ir róðurinn — það eykur matar- lystina. — Tillögunni var vel tekið, og ekki leið á löngu þangað til all- ir voru komnir ofan í. Há hróp innan frá eyjunni bundu enda á gamanið, — uppi á ströndinni stóðu fimm menn hlið við hlið, rjett þar sem þeir höfðu farið úr fötunum. — Það eru þá sjóræningjarnir, sagði Jörgen og saup hveijur. Nú er búið með gamanið. Hvað hafa „sjóræningjarnir" i hyggju?

x

Fálkinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fálkinn
https://timarit.is/publication/351

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.