Fálkinn


Fálkinn - 12.05.1939, Blaðsíða 12

Fálkinn - 12.05.1939, Blaðsíða 12
12 F A LK l.N X STANLEYSYKES: Týndi veðlánarinn. 4 í'vrir framan það, annar stóll með bríkum við liliðina á borðinu, skjalaskápur beint á móti dyrunum og stór peningaskápur inn- hleyptur i vegginn. Hjá skjalaskápnum stóð dós með fægidufti og nokkrar þurkur. Dúk- ur var á gólfinu og stór lainpi með alabast- skál vfir borðinu. Það var auðsjeð á öllu, að Levinsky vildi láta fara vel um sig. Ridley sneri sjer að manninum undir eins og hann sá gólfþurkurnar. „Er liægt að hafa tal af þvottakonunni ?“ „Það þvkir mjer liklegt. Jeg held að hún sje flestum stundum hjerna í húsinu. Jeg liugsa að hún sje í einhverri af liinum skrif- stofunum núna. Jeg skal fara og ná í hana, ef þjer viljið.“ Hann fór að sækja þvottakonuna, en full- trúinn svipaðist um á meðan. Fyrst fór hann að peningaskápnum og sá að hurðin var aftur og væntanlega læst. Handföngin voru úr ljósu messing en skápurinn sjálf- ur málaður mógrænn og' var allra fallegasti skápur. Hann var í þann veginn að taka í handfangið þegar lionum dalt nokkuð í hug svo að hann tók sig á. Hann beygði sig og rýndi lengi á fágaðan málminn. Þarna að ofan voru greinileg fingraför, sem sáust mætavel án þess að hann sallaði dusti á þau. „Það var svei mjer gott, að jeg tók ekki á liandfanginu," sagði hann við sjálfan sig. „Að visu geri jeg ekki ráð fyrir að fingra förin hafi frá miklu að segja, en þó er ekki gott að vita nema svo sje. Þau geta komið að gagni,“ sagði hann. Þelta er að vísu ekki innbrotsþjófnaður og líklega hefir þvotta- konan ekki snert á lásnum þegar hún tók til.“ Hann snerti ekki handfangið. Hann hafði fyrir löngu vanist því, að dæma ekkert einsk- isvirði fyr en það var sannað að það væri einskisvirði. Nú kom skrifarinn aftur með þvottakonuna, feita og búlduleita kerlingu, líkast áteknum mjelsekk í laginu. Hún þurk- aði sjer í sífellu á svuntu sinni, sem var úr gömlum hveitipoka, með stórum stöfum í miðju. „Þetta er frú Kenrich, íulltrúi. Ilún tekur til i öllum þessum skrifstofum.“ Ridley varði nokkrum mínútum til þess að útskýra fyrir konunni að hann ætlaði aðeins að spyrja hana fárra spurninga, og lókst að sannfæra liana um, að liann ætlaði ekki að taka liana fasta. Reynslan hafði kent hon- um, að það sparaði tíma og þolinmæði að byrja með þesskonar skýringum, þegar svona fólk átti í hlut. „Jæja, frú Kenrich,“ sagði hann, „svo að þjer gerðuð hreint hjerna i gær, var ekki svo ?“ „Jú, vist gerði jeg það,“ svaraði hún í her- skáum róm. „Og jeg get ekki sjeð, að þjer hafið ástæðu til að setja út á það.“ „Jeg er ekki að setja út á það,“ sagði hann liægur, „jeg þarf aðeins að spyrja yður um sitthvað smávegis. Fægðuð þjer þennan Iás?“ „Já, víst gerði jeg það. Og jeg hefði gam- an af að vita, hver hefir verið að káfa á honum með skítugum krumlunum.“ „Það hefði jeg líka,“ sagði Ridley. „Þjer lialdið ekki, að þetta hafi verið á lásnum þegar þjer fóruð?“ „Ha, þegar jeg var nýbúin að fægja hann. 1 Ivað haldið þjer?“ Frú Kenrich gekk fram og beygði sig til þess að ná i þurkuna sína, í þeim auðsæa til- gangi að strjúka al' lásnum, en fulltrúinn skarst i leikinn og varnaði henni þess. „Ekki núna, fyrir alla muni. Við þurfum kanske á þessum fingraförum að halda. Hvað gerðist hjer í gær, frú Kenricli, meðan þjer voruð staddar hjerna?“ „Jeg kom hingað um klukkan þrjú, og jjvoði fyrst gluggana — að innanverðu, auð- vitað. Gluggafægararnir þvo þá að ulanverðu og jieir koma einu sinni á hálfum mánuði og þá taka þeir alt lieita vatnið frá mjer, svo að þeir gera eiginlega meiri bölvun en gagn. Og strákurinn sem með þeim er — það er — „Hvað gerði mr. Levinsky meðan j)ier vor- uð að þessu?“ „Hann sat þarna við borðið og var að skrifa. Hann skrifaði einhver ósköp. Mjer sýndist hann altaí vera að skrifa þegar jeg kom inn. Jeg botna ekkert í, hvað hann hefir altaf getað verið að skrifa, en jeg er nú reyndar ekki lærður maður og hefi aklrei verið. Jeg fór úr skólanum þegar jeg var níu ára, það gerði ....“ Frekari bernskuminningar frú Kenrich voru skornar niður. „Hvað gerðuð þjer svo næst?“ „Hcrra minn trúr, þjer spyrjið mig í |)aula, fulltrúi. Jeg var að segja yður livað jeg var að gera. Jeg strauk yfir vaxdúkinn næst og þurkaði af í stofunni og svo fægði jeg all látúnið með Shino og var einmitt að j)ví þegar hann spratt upp i flýti og gerði sig líklegan til að fara — og j)á verð jeg að fara líka. Hann lofar mjer aldrei að ljúka við neitt. Ef j)að er ekki búið þegar hann vill fara — og þá verð jeg að fara líka. Hann lofar mjer aklrei að ljúka við neitl. Ef það er ekki búið þegar hann vill fara, þá verður ,það að bíða næsta dags. Það er Ijótur vani, það vil jeg nú meina.“ „Þjer sáuð þegar liann fór út?“ „Hvort jeg sá það? Jeg fór út úr dyrunum með skjóluna og gólfklútinn og liafði ekki tíma til að fara inn aftur eftir fægiþurkun- um, og hann kom alveg á hælunum á mjer, svo að það lá við, að gólfklúturinn yrði á rnilli í gættinni.“ „Læsti hann hurðinni?" „Já. Það væri nú helst að hann gleymdi því.“ „Eruð þjer viss um það?“ „Jeg gæti bölvað mjer upp á það.“ Ridley varð forvitnari og forvitnari. Þessi síðasta uppgötvun láknaði annað tveggja, að eigandi skrifstofunnar hefði komið aflur, opnað luirðina á ný og gleymt að læsa lienni sem var mjög ósennilegt þar sem jafn reglusamur og vanafastur maður átti í hlut, eða, að einhver annar liefði gerl heim- sókn þarna óboðinn eftir að Levinsky fór. Ef það var tilfellið, gætu fingraförin komið að gagni. „Hringið þjer á lögreglustöðina,“ sagði hann við Rosenbaum, „og segið þeim að ná i ljósmyndara og sendi hann hingað að vörmu spori." Segið þeim, að það sje út ,af fingraförum,“ IJann fann að hann var að komast inn í æfintýri. Það gat hugsast, að frú Kenrich hefði sett fingraförin á lásinn þegar hún var að fægja hann, þó að hún neitaði því, en það gal liann sannfærst um með því að taka fingraför hennar og' bera þau saman. Lika gat það hug'sast, að fingraförin væru eftir eiganda skápsins og hefðu því fullan rjett á sjer. En úr því að liann var fjarverandi gat Ridley hvorki sannað þetta nje afsannað, nema ef svo vildi til, að j)essi sömu fingra- för væru í fórum Scotland Yards og væru eftir einhvern, sem hefði komist í tæri við íögregluna. En það var hersýnilegt, að livað sem öðru leið þá var sjálfsagt, að taka fingraförin undir eins. Nú fór hann að yfirheyra þvottakonuna á nýjan leik, sjerstaklega viðvíkjandi j)ví, livort Levinsky mundi hafa komið aftur á skrifstofuna eða ekki, eftir að þau fóru þaðan. Öll feimnin var nú fyrir löngu farin af frú Kenrich og hún var lirifin af tilhugs- uninni um, að máske kæmi grein í blöð- unum, þar sem hún væri aðalhetjan. Það þurfti ekki að toga neitt út úr henni; það flæddi úr henni mærðin, hvað lítið sem hún var spurð. Aðalvandinn var að halda aftur af henni og fá hana til að halda sjer við efnið. „Um hvaða leyti fóruð þjer lijeðan?“ „Klukkan liálf fimm. Jeg tók eftir því vegna j)ess að jeg leit á klukkuna. Það er liægt að sjá á ráðhúsklukkuna úr þessum glugga hjerna, þó jeg hafi nú ekki eins góða sjón og jeg hafði hjer áður; og jeg er nú ekki ein af þeim, sem altaf eru að góna á klukkuna. En jeg var bara að gá að, livort jeg hefði tíma til að gera nokkuð fleira áð- ur en jeg færi lieim.“ „Já. Og fóruð þjer svo heim?“ „Nei, jeg fór inn á skrifstofuna hjá Hether ington." „Það er lirmað, sem hefir allar skrifstol- urnar hinumegin við uppganginn," skaut Rosenbaum inn i. Hann var búinn að síma. Ridley bað uni að sýna sjer þessar skrif- stofur og fóru þau öll þrjú þá út i gegnum skrifstofuna lians og úl i ganginn. „Segið þjer mjer nú nákvæmlega livað ))jer gerðuð þegar þjer komuð liingað.“ Frú Kenrich opnaði dyrnar hjá Hethering með miklum tilburðum. „Alt og sumt sem jeg gerði, var að þvo gólfið hjerna í ganginum. Það verður að þvo það tvisvar í viku, vegna l>ess að það er svoddan fjöldi af fólki, sem gengur hjer um“. „Var hurðin opin á meðan?“ „Já, herra, því að jeg sje ekki nógu vel til ef hún er aftur. Þeir hafa allar dvrnar lok- aðar inn á skrifstofurnar og ætlast til, að jeg geri lireinan ganginn, hvort jeg sje nokkuð til eða ekki. Mjer þætti gaman að sjá þessar pempíur, sem hanga þarna yfir ritvjelunum, ef þær ættu að skúra ganginn. A silkisokkum og með fjaðurhár." Frú Kenrich hreytti þessu fyrirlitlega út úr sjer og svo sem til árjettingar þurkaði hún sjer um nefið með svuntuhorninu. „Iíve lengi voruð þjer þarna?“ „Þangað til það var mál að hætta.“ „Já, jeg skil; en hvenær var það?“ Þvottakonan leit með meðaumkunarbrosi á fulltrúann. „Klukkan límm!“ ljet liún svo lítið að segja. „Við vitum þá, að þjer sáuð mr. Levinskv

x

Fálkinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fálkinn
https://timarit.is/publication/351

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.