Fálkinn - 23.06.1939, Qupperneq 5
F Á L K I N N
i
Miljón Hitlermyndir á ári.
MaSurinn, sem mest hefir að gera.
þegar einhver stórtíðindi gerast i
Þýskalandi, er Heinrich Hoffmann
ljósmyndasmiður frá Miinchen. Því
að hann er ljósmyndasmiður Hitlers
og hefir einkaleyfi til að selja af
honum myndir í allskonar stelling-
um og við allskonar tækifæri. Hefir
hann tekið myndir af öllum helstu
viðburðum, sem orðið hafa i Þýska-
landi síðan Hitler kom til valda
og selur þær blöðunum. Hann var
einn af fyrstu fylgismönnum Hitlers,
en árið 1934 var hann gerður að
„ríkisljósmyndara“. Það er talið,
að hann selji um miljón myndir af
Hitler á hverju ári, og er hann orð-
inn stórríkur maður á þessari at-
vinnu.
40 miljónir á dag.
I ræðu, sem sir John Simon utan-
ríkisráðherra Breta hjelt fyrir
skömmu i útvarpið, sagði hann m.
a. frá því, að enska þjóðin borgaði
fast að því tvær miljónir punda til
liervarnanna á dag.
Glaumbær.
Um víða verold.
FLJÚGANDI KONUNGUR.
Ghazi konungur í Irak er eini þjóð-
höfðinginn í heimi, sem stýrir flug-
vjelinni sinni sjálfur. Hjer er hann á
flugvellinum í Bagdad með nýja hrað-
fleyga vjei, sem hann keypti sjer i
Englandi.
Grunnmynd af bæjarhúsunum i Glaumbæ. a. skemma, b. stofa, c. göntj,
d. skrifstofa prests, e. skemma, f. skemma, g. smiðja, h. eldhús, i. búr,
k. göng, I. búr, m. mjólkurbúr, n. fjós, o. stofa, p. baðstofa og er henni
skifl í þrjú herbergi og eru svefnherbergi sitt í hvorum enda hennar.
q. rjett.
CAROL RÚMENAKONUNGUR
sjest hjer í hátíðabúningi að lialda
ræðu í höllinni í Budapest. Fyrir
nokkru síðan var ókyrð mikil i
landinu út af hinum miklu tilslök-
unum í verslunar- og utanríkismál-
um, sem Rúmenar hafa gert gagn-
vart Þjóðverjum.
MEMELHJERAÐ INNLIMAÐ.
Bertuleit forseti Memelestjórnar-
innar sjest hjer á myndinni, sem var
tekin í Berlín, er hann fór þangað
til þess að semja við Þjóðverja um
innlimun hjeraðsins.
bein og óhemju löng, eða 18 m. 90
cm. breið og 1.80 cm. há, og er
farið úr þeim til beggja handa inn i
hinar ýmsu vistarverur bæjarins.
BæjargÖngin iiggja í áttina til Sæ-
mundarhliðar og þessvegna var það,
sein einn náunginn sagði, er hann
var á leið inn göngin: „Hvar kemur
maður annars upp í Sæmundarhlið-
ina?“ Honum mun hafa fundist
göngin nokkuð löng. — Stofur eru
stórar i Glaumbæ og yfirleitt bera
bæjarhúsin það með sjer, að til
þeirra hafi verið stofnað af stór-
bónda, er hefir haft mikið um-
leikis. — Þar sem bæjarhúsin í
Glaumbæ eru einskonar sjerbrigði
en slíkt væri til litils sóma fyrir
oss íslendinga, ef vjer kynnum ekki
betur að meta gjöf þessa en svo, að
hætta yrði við verkið i miðjum
kliðum, vegna fjárskorts.
Það er ekki ný bóla, að erlendir
menn verði til þess að vekja ís-
lendinga til umhugsunar fyrir því
að varðveita það, sem er sjerstætt og
merkilegt á þjóðmenningarlega visu.
Mark Watson kom auga á gildi bæj-
arhúsanna í Glaumhæ fyrir fram-
tíðarmenningu íslendinga. Honum
jiykir leitt að bæjarhúsunum verði
jafnað við jörð og hann telur það
illa farið, að ekki varðveitist neitt
fyrir ísl. bæjarstíl, er mikils um
vert að gert verði við þau og þeim
lialdið við, svo sem best má verða.
En til þess þarf allmikið fje, sem
sennilega mun ekki laust fyrir í
hirslum ríkissjóðs. Þangað mun þó
eigi þurfa að leita í bili, því að
óvænt aðstoð liefir boðist, sem vit-
anlega hefir verið þegin með bestu
þökkum.
Sumarið 1937 var hjer á ferð
ungur, ienskur aðalsmaður, Mark
Watson. Hann kom einnig hingað
til lands síðastliðið sumar og ferð-
aðist all mikið, og þá er það, sem
hann sjer bæinn i Glaumbæ. Wat-
son mun hafa frejgnað að síra
Tryggvi Kvaran á Mælifelli hefði
eitthvað með bæinn að gera
enda var sonur sr. Tryggva fylgd-
armaður hans. — Þessvegna skrifar
hann honum og býðst til að leggja
fje af mörkum til þess að gera
við bæinn, ef þvi verði komið
við. Matthías Þórðarson fornmenja-
vörður fjekk brjef þetta síðan í
hendur og svaraði hann Watson
og vitskýrði fyrir lionum ýmislegt,
er við kom bæjarlvúsunum. Skörnmu
síðar skrifaði Watson á ný og sendi
þá 100 sterlingspund. Nú nýverið
hefir hann aftur gefið jatn liáa upp-
hæð, svo að alls hefir liann þegai
lagt af mörkum til viðgerðar á
bæjarhúsunum í Glaumbæ lidtt á
fimta þúsund krónur. — Fyrir at-
beina fornmenjavarðar liefir rikis-
sjóður og síra Tryggvi á Mælifelli
iátið bæinn af hendi, en þeir vóru
eigendur hans.
Nú i sumar verður gert við bæinn
fyrir þetta fje, að svo miklu leyti
sem tími vinst til. Ekki er enn
vitað, hvort peningar þessir nægja
til fullnaðar viðgerðar á hænum,
af hinum gömlu bæjum. Til þess að
koma í veg fyrir að svo megi verða,
hefir hann lagt af mörkum myndar-
legan skerf, sem honum mun seint
fullþakkaður. — íslendingum hefir
um ieið verið gefin rjettlát áminn-
ing um að vernda betur sínar forn-
menjar en nú er gert og ættu þeir
að taka hana með þökkum, og bæta
í þessum efnum ráð sitt svo um
munaði.
Lifið eftir dauðann.
Flestum trúarbrögðum er það
sameiginlegt, að fólk trúir á annað
líf. En samkvæmt reynslu stofnun-
ar einnar í Englandi eru ]ió margir
blendnir í trúnni þar i landi. Stofn-
unin sendi fjölda fólks fyrirspurn
um, hvort það tryði á lifið eftir
dauðann og svöruðu 49% já, en
33% nei, en 18% svöruðu, að þeir
hefði ekki myndað sjer neina skoð-
un á málinu. Af þeim, sem kváðu
sig trúa á annað líf, voru flestir
komnir yfir fimtugt; það voru 53%
af fimtugu fólki og þar yfir, sem
svaraði játandi, en 47% af fólki
frá 30 til 49 ára og 42% af fólki
20—29 ára.
BRÚÐKAUP í KAIRO.
Shahpur Mohamed Riza, krónprins i
Iran, sem er 19 ára gamall, kvæntist
í mars Fawziu, systur Franks Egypta-
konungs. Hún er 18 ára.
Sutherlandsfossinn á Nýja Sjálandi
er talinn liæsti foss í heimi. Er 577
metra hár. í Yosemitedal í Cali-
fornia eru tveir fossar, annar tæpir
500 metrar og hinn 430 metrar. —
Iíalambofoss er hæsti foss Afríku,
420 metrar, en hinn annálaði Victor-
iafoss í Zambesifljóti er á hæð við
Háafoss í Þjórsárdal. Niagarafossar
eru aðeins 50 metra háir og fossarn-
ir í Rín, við Schaffhausen, ekki
nema rúmir 30 metrar.
Konunglegt blóm.
Þegar kartöflurnar komu fyrst til
Frakklands, fjekkst enginn maður til
þess að jeta þær — ýmsir liöfðu
nefnilega bragðað þær hráar og
þótti skítur til koma. Til þess að
auglýsa kartöflurnar bar Lúðvik
konungur XVI. kartöflublóm í
hnappagatinu við hátíðleg tækifæri.
\