Fálkinn


Fálkinn - 23.06.1939, Side 7

Fálkinn - 23.06.1939, Side 7
P Á L K I N N 7 MARY TAVERMAN leikkonan, sem verið hefir í „svart- stakka“-flokkinum enska, hefir nú stefnt formanni flokksins, sir Oswald Mosley, fyrir að bera út um hana ó- hróður. Hjer sjest hún í garði Mary Stuart. GERALDINA DROTNING í Albaníu, sem um páskaleytið varð, eins og kunnugt er, að flýja til Grikklands, er lalinn fallegasta núlif- andi drotning i heimi. MARION DANIELS ameríkanska dansmœrin, hefir undan- farið sýnt listir sínar í Cannes í Suð- ur-Frakklandi. Hitler ljet senda eftir henni þangað til þess að láta hana dansa fyrir sig. SCARLETT O’HARA heitir aðalpersónan í sögu einni eftir ensku skáldsöguna Margaret Mitchell. er heitir „Feykt á burt“. Saga þessi hefir nú verið kvikmynduð og leikur enska leikkonan Vivian Leigh aðai- hlutverkið. Sjest hún hjer á myndinni. ÞJÓÐVERJAR LEGGJA LAND UNDIR SIG. Hjer sjest ein af brynreiðum Þjóð- verja á leið suður í Tjekkíu. Til vinstri sjást leyfar af girðingum, sem reynt liafði verið að hindra för þeirra með. Líkamsræktarfjelag enskra kvenna hafði nýlega fegurðarsamkeppni i London, og dæmdist þar rjett vera, að ungfrú Chrystabel Leighton-Porter frá Birningham væri fallegust af öll- um stúlkunum, Hún sjest hjerna til hægri að taka á móti sigurlaununum. BRÚÐKAUP í KAIRO. Myndin er af krónprinsinum i Iran og Fawsiu Egyptalandsprinsessu konu hans, ásamt Farúk Egyptakonungi. Krónprinsinn og prinsessan liöfðu aldrei sjest fyr en þau voru gefin saman. Litlu vjelbátarnir með tundurskeytun um, sem Bretar hafa látið smíða sæg af undanfarið, eru kallaðir „moskito- flugur" — og stafar nafnið væntan- lega af þvi, að „bitið“ þykir slæmt eftir tundurskeytin, sem þeir senda frá sjer. Allar götur í Ítalíu, sem borið hafa heiti Gyðinga, verða nú skírðar upp. Þannig hefir gata i Milano, sém hjet eftir Lazar Zamenhof, verið skírð „Via Frecce Azzura“, en það er viðhafnar- heiti á ítölskum sjálfboðaliðum á Spáni. SÍAMSKONUNGUR, sem áður ríkti yfir 14 miljónum íbúa, en sagði af sjer þegar átti að fara að rýra völd hans, lifir nú ró- legu lífi í enska smábænum Bidd- enden í Kent. Hjer sjást konungs- hjónin í garðinum sínum. SKJALDARMEItKI SPÁNAR. Franco hefir löggilt nýtt skjaldai- merki fyrir spánska ríkið og sjest það hjer á myndinni. Örninn mikli bak við skjöldinn, á að tákna frelsi það, sem Spánverjar hafa fengið eftir nær 900 daga borgarastyrjöld. VöIfN GEGN SPRENGJUNUM. í London setja menn upp skúra úr stálþynnum við húsin, til þess að flýja inn á undan sprengjuárásum. Stál- þynnurnar eru líkastar bárujárnsplöt- um.

x

Fálkinn

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Fálkinn
https://timarit.is/publication/351

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.