Fálkinn


Fálkinn - 23.06.1939, Qupperneq 10

Fálkinn - 23.06.1939, Qupperneq 10
10 F Á L K I N N 4 Nr. 553. Adamson í heimsókn á náttíirugripasafni. S k r í 11 u r. —- Ó, Leopold — vertu ekki að káfa þetta á mjer. Dáti nr. 97 hafði drukkið sig svín- fullan og var kallaður fyrir höfuðs- manninn daginn eftir, til þess að svara til sakar. Kokkurinn hafði kært hann fyrir að hafa stolið sex heilflöskum af öli. Þegar nr. 97 hafði meðgengið þjófnaðinn og fengið þriggja daga fangelsi spurði höfuðsmaðurinn: — Var það gott, þetta öl, nr. 97. Þjer voruð dauðadrukkinn þegar vörðurinn fann yður. — Já, hvort það var gott. Það var svo dæmalaust lyftandi. Þegar jeg liafði drukkið fyrstu flöskuna var jeg bara óbreyttur dáti, en þeg- ar jeg var búinn með tvær til fanst mjer jeg vera ofursti. Og þegar jeg var með þá sjöttu var jeg orðinn yfirherstjóri, og það var jeg, þegar jeg sofnaði. Guðjón er á gangi með vinkonu sinni. Gamall maður gengur hjá og horfir lengi á þau, og Guðjón segir hróðugur: — Sáuð þjer hvernig öfundin skein út úr honum? — Nei, jeg held það hafi verið reiðin. — Hvernig dettur yður það í hug? — Það var hann faðir minn.... — Hvað þarf maður mörg niúl i eina miljón? — Hafið þjer ekki gott meðal við hósta? — Jú, við höfum mörg meðul, — hvað á það að vera? — Kanske jeg eigi að hósta einu sinni, svo að þjer heyrið hvað helst á við. — Heyrðu, Óli. Hversvegna held- urðu að hann Kain hafi flúið, eftir að hann drap hann Abel bróður sinn? — Skyldi hann ekki hafa verið hræddur við Jögregluna. Jón frændi kom í heimsókn og ÓIi litli, 7 ára, sýnir honum blýants- mynd, sem liann hefir gert. — Jeg teiknaði þig og stóra grís- inn hlið við hlið. Sá, sem er með hattinn, ]>að ert þú, frændi. — Hvað á barnið að heita? —- Þorvaldur, Adolf, Hinrik, Pjet- ur, Andrjes, Jóhannes, Bárður. — Æ, komið þjer með meira vatn, hvíslaði presturinn að með- hjálparanum. Alll með islenskum skrpum1 «f> VNGSVW U/eNbtffiNIR Neö ílugujel aö nazturlagi. (Framhaldssaga með myndum). 4) „Jón, til hamingju með 16 ára afmælið“. Mick Jones flugmaður klapþaði svo fast með tröllauknu krumlunum sínum á axlir Jóns, að drengurinn kiknaði i hnjánum. „Jæja, það var víst í dag, sem jeg ætlaði að koma þjer á óvart. Komdu nú með mjer til hans pabba þíns. 5) Góði Smith, hafið þjer nokkuð á móti því, að jeg bjóði syni yðar með póstflugvjelinni til Parisar og aftur til baka í nótt?“ Augu Jóns ljómuðu af aðdáu:. 6) „Þjer vitið Mick, (svo var flug- maðurinn allaf nefndur) að jeg er óhræddur að senda Jón upp í loftið með yður. En það er annað, sem jeg er hræddur um, og það er að hann verði svo hrifinn af að fljúga, að jeg fái hann ekki til þess að halda sig við jörðina á eftir. Hvað verður úr? Lesið um það i nœsta blaði. — Það hlýtur að vera raunalegt fyrir söngkonur að heyra þegar þær hafa mist röddina. — Verra er það, þegar hún heyrir það ekki. RAFMAGNS-„STOP“-LUKT Á REIÐHJÓLINU. A sýnir beygjuna á brems'uhand- fanginu og að það verður að vera í sambandi við hjólgrindina. B sýnir þunnan fjaðurkendan málmhring, sem er fcstur utan um stýrisstöng- ina, en undir honum er gúmmí- ræma sem einangrari. Frá hringn- um gengur lítið handfang, sem ligg- ur eins og bremsuhandfangið og snertir það aðeins, þegar bremsað er. Frá naglanum, sem feslir hring- inn, liggur einangrnð leiðsla aftur að gleri luktarinnar. „Fatning“ per- unnar á að vera i sambandi við hylki luktarinnar, þannig að það verði rafmagnssamband við hjól- stellið. Gler luktarinnar á að mála að innanverðu með þunnri, rauðri málningu. Þegar málningin er orðin þur á að teikna greinilega stafina STOP (öfugt)! Þegar bremsað er roeðan hjólið er á ferð lýsir rauða afturluktin og sýnir „STOP“. FLUGVÆNGUR. Nagíi er rekinn i annan endann á sivölu priki og þess gælt, að af honum standi út úr 3—4 cin. Ein- um metra af seglgarni er vafið upp á tómt tvinnakefli og fyrri endan- um fest með smápinna. Tveir smá- naglar eru reknir í annan enda keflisins, sín hvorumegin við gatið og hausarnir teknir af þeim og þess gætt, að naglarnir standi 1% cm. úl úr keflinu. Flugvjelavængur er siðan búinn til úr þunnu blikki. •— Loks eru búin til tvö göt á vænginn með hamar og nagla, og eiga þau að vera nógu stór fyrir naglana i kefl- isendanum. Keflið er sett upp á nagla priks- ins. Þegar þú heldur á prikinu í annari liendinni og kippir mjög skarpt í seglgarnið með hinni hend- inni, flýgur vængurinn upp í loftið og endar með renniflugi.

x

Fálkinn

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Fálkinn
https://timarit.is/publication/351

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.