Fálkinn


Fálkinn - 30.06.1939, Síða 7

Fálkinn - 30.06.1939, Síða 7
F Á L K I N N ELYSEE-HÖLLIN í París er bústaður forsetans í Frakk- landi. Þar hefir Leburn forseti átl heima i næstum sjö ár, og nú var hann endurkosinn 5. april, svo að hann situr þar næstu sjö árin, el' honum endist líf og heilsa. SIGURSÚLAN FLUTT. Myndin er af sigursúlunni miklu i Berlín, sem nú hefir verið flutt frá Iíönigsplatz og sett upp í Tiergarten i Berlín. Meðan á heimssýningunni í New York stendur, er búist við því að fjöldi gesta heimsæki Frelsisstyttuna frægu, við innsiglinguna til borgar- innar. Þess vegna hefir verið senl þangað starfsfólk frá Rauðakrossi og margir ferðamannaleiðbeinendur. „HRAÐINN“ heitir þetta nýtísku listaverk, og sýnir nakta konu á vængjuðum hesti. Listaverk þetta er á samgöngutækja- deild New Yorksýningarinnar. FRÁ SHANGHAI. Japanar hafa flytjanlegar póststofur á hjólum i Shanghai og viðar i bæj- um, sem þeir liafa hertekið. Hjer sjást hermenn fá afgreiðslu á póststofunni. HLINKA-HERINN í Slovakíu, sem stofnaður var af hin- um kaþólska presti og Tjekkahatara Hlinka, átti sinn þátt í því, að Slóvakía sagði skilið við Tjekkíu, en við það glötuðu bæði löndin sjálfstæði. Þessi uppgötvun, sem menn sjá hjer a myndinni, er ein af nýjungunum á sýningunni í Leipzig. Hún er aðallega fyrir dráttarvjelar til að nota á vot- lendi eða í lausri mold, en getur líka komið að haldi í stað keðja, í hálku. VERDIER KARDÍNÁLI. Erkibiskupinn í París, Verdier kardináli, er hjer að bera fram mal fyrir gamalmenni í St. Denis. Er fá- tæklingunum gefið að borða á St. Jósefsmessu. Á SKÍÐUM í SANDI. Þessir tveir Arabar hafa aldrei sjeð snjó. En þeir eru á skíðpum samt — í eyðimerkursandinum skamt frá Kairo. SHIRLEY TEMPLE. Hún leikur litla prinsessu i nýjustu myndinni sinni, en kvað sýna nýja hlið á leikgáfu sinni í þessu hlutverki. /w /w /**/ /s Hjer er Slóvakisk stúlka í þjóðbún- ingi sínum. Hann er jafnan notaður við öll hátíðleg tækifæri og er mjög iburðarmikill, eins og af myndinni má sjá. HESTUR HNEFAKAPPI. ■Suður í Sidney í Ástraliu hefir maður nokkur kent hestinum sinum hnefaleik. Sýna þeir sig opinberlega og þykir góð skemtun.

x

Fálkinn

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Fálkinn
https://timarit.is/publication/351

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.