Fálkinn


Fálkinn - 30.06.1939, Side 9

Fálkinn - 30.06.1939, Side 9
F Á L K 1 N N 9 til dæmis. Joíí kem beint frá Hollywood. Júlía leit á hann lortryggin, og það var ekki lausl við, að hún fengi hjartslátt. Hann líkt- isl einni kvikmyndahetjunni svo ótrúlega mikið. Hún gat hara ekki munað hverri þeirra. I’að var ekki útilokað, að liann væri á f'erð í Evrópu. Hann hló framan i hana og það skein í livítar, fallegar tenn- urnar. Hann hlaut að vera ván- ur að keyra, því að hann horfði eins mikið á hana og veginn. Það er hæði rjett og rangt, sem þjer haldið. Jeg líkist honum og á því lifi jeg. Jeg er staðgöngumaður hans .... jeg stend fyrir hann, ef þjer vit- ið hvað átt er við með því. Júlía hlustaði áköf. Er þetta satt? Ungi maðurinn kinkaði kolli. ► Það er ekki sjerlega skemti- legt starf. En það er vel borgað, og jeg þurfti á peningum að halda. Eiginlega er jeg verkfræð- ingur, en fjekk ekkert að gera. Nú er jeg húinn að græða svo mikið, að jeg get sett á fót af eigin ramleik, flugvjelaverk- smiðju. Það lætur vel i eyrum, eða er ekki svo? Jeg vona, að liún gangi sæmilega hjá mjer. Jeg er metorðagjarn. Júlía horfði undrandi á hann, og andvarpaði ósjálfrátt, þegar þau óku fram á áætlunarbil. — Jeg get tekið hílinn hjeðan, sagði hún. Þakka yður kærlega fyrir. Hann leit á hana. Rigningin hafði þvegið alt púðrið af and- litinu á henni og aflagað alt hárið. Gráu augun hennar voru l)líð og ástúðíeg, en laus við alla ástleitni. Vitið þjer, að þjer eruð l'alleg stúlka, sagði hann lágt. Segið þjer mjer, er það alvegnauð svnlegt, að þjer takið þenna hil. Jeg kann ekki við, að nota mjer góðvild yðar lengur. Þjer megið ekki tala svona. Heyrið þjer mig, þjer eruð kunn- ugar hjerna í nágrenninu. Jeg hef hús á leigu hjerna skamt frá. Hvað segið þjer nú um það, að aka þangað með mjer og sjá hvernig jeg hefi búið um mig? Júlíu fanst hún eins og í draumi, þegar hún skömmu sið- ar gekk á eftir lionum inn í lág- an, snotran „hungalow.“ Hún liafði ekki náð sjer ennþá, eftir ösköpin við horðið. Ef til vill var hana að dreyma. Það var þó ó- trúlegt, að hún skvldi vera stödd hjerna með ungum manni frá Ilollywood. En Peter Clavdon var engri draummynd líkur. Hann var svo fjörugur, ákafur og áhugasam- ur um nýja lieimilið sitt. Og Júlía — liafði hún ekki ótal sinn- um skapað sjer heimili i draum- um sínum? Hún vissi hvernig liún átti að hafa það. En sjáið þjer til, sagði hún áköf, þjer ættuð að breyta svo- litlu hjerna inni. Ljósir veggir og þægileg húsgögn fer vel sam- an — og bjálkaþak og upplífg- andi litir i húsgagnaklæðinu. Og svefnherhergið yðar þar liefð- uð þjer átt að hafa .... Hún steinþagnaði, roðnaði og flýtti sjer til dyra. Eigum við ekki að líta á hinar stofurnar. Hann liló og klappaði henni á vangann. Roðna . . . . í 1939. Og hara fyrir það, að við erum að tala um svefnherbergið mitt. Hann liorfði í augu hennar. Augu þeirra mættust. Svo gengu þau út hlið við hlið til að horfa á eldhúsið. Skínandi hvítt og fág- að. Stórir, rúmgóðir skópar. Nei, lijer var ekki hægt að setja út á neitt. •— Það gleður mig, sagði hann. Því að þjer eigið að vígja J)að .... og það núna strax. .Teg ei' alveg að deyja úr sulti. Sam- þvkkið þjer það ekki? Jú áreið- anlega. Jeg veit hvernig það gengur til í hrúðkaupum. Og jeg hefi sjeð fyrir vistum til allrar guðs lukku. Sjáið þjer. Hann opnaði kæliskápinn, þar sem kjúklingum, grænmeti og allskonar góðgæti hafði verið komið fyrir. Hana klæjaði í l'ingurna, að mega snerta á þessu. Ósjálfrátt gekk hún að eldavjelinni, þegar hún heyrði sigurhreiminn í hlátri hans. Jeg vissi það! Strax þegar jeg sá yður á veginum, þá liugsaði jeg með mjer, að þjer væruð ein af þeim liúslegu, ein af þeim, sem búa til góðan mat, svo að tennurnar i manni flóa í vatni. En hvað er að? Hversvegna. . .? Júlía snjeri sjer við, hlóðrjóð. Hvað luin liataði alt í einu augnaráð hans. Þessi vinalæti hans .... hvernig gal hún látið gahha sig svona? Átti hún þá aldrei að geta hitt nokkurn karl- mann, sem ekki var allur i matn- um? — Ef þetta hefði nú ekki verið eins og það var, hefði hún farið að skellihlæja. Hún liafði verið svo heimsk, að halda, að hann væri ástfang- inn af sjer .... og svo var það eina óskin hans éftir alt saman, að hún hyggi til góðan mat. Augu hennar skutu gneistum. ■— Yður yður skjátlast hrapalega. Jeg kann ekki einu sinni að sjóða egg hvað þá meira. Og hvernig á að matbúa kjúklinga, hefi jeg ekki hug- mynd um. Hún sá, að hann var von- svikinn. — Hjer eftir skal jeg aldrei trúa á skyndileg liugboð, sagði hann. Og jeg sem þóttist núna hafa íundið konu injer að skapi. Frá því jeg vfirgaf Hollywood já, og löngu áður, liafði mig dreymt að eignast lítið og hlý- legt heimili, yndislega litla konu, sem gæti sjálf húið til mal .... jeg hefi orðið veikur al' löngun. Þegar jeg sá yður, fanst mjer að þjer væruð konan, sem mig hafði altaf dreymt um. Hann steinþagnaði. Júlía rauk út. Hún flýtti sjer út á aðalveginn og tárin streymdu niður kinnar hennar. Faðir Júlíu var reiður mjög reiður. Hún hafði hegðað sjer eins og hjáni. Hann hafði afsak- að framferði hennar fyrir gest- unum eins vel og hann liafði getað. En hvernig er hægt að skýra það, að liúsmóðirin yfir- gefi gestina alt i einu? Ef hann hefði sagt eða gjört eittlivað það, sem henni geðjaðist ekki að .... nú þá var hann fús á að biðja fyrirgefningar. En hvað var það eiginlega, sem hann liafði sagt eða gjört? Júlía vissi, að hún varð að fara að dæmi hans. Hvað gagnaði það, að sitja og dreyma l)lá augu og viljafast andlit? Það voru marg- ii klukkutimar síðan hún liafði flúið frá lionum,- en ennþá harð- ist hjarta hennar, þegar hún mintist vonhrigðanna i augum hians, er hún sagði, að lnin kynni ekki að húa til mat. Hafði hún farið lieimskulega að í-áði sínu? Idafði hún eyðilagt hamingjuria fvrir sjálfri sjer af frjálsum vilja? Annars var kom- ið, sem komið var. Ef einn mað- ur þurfti aðeins á eldabuslui að halda, þá þurfti liann ekki að gifta sig til að fá hana. Það var komið langt fram á nótt, þegar liún ákvað loks- ins að fara í rúmið. En livað var þetta? Var ekki einliver að herja? Hún opnaði dýrnar. Hann var eins og vandræðalegur drengur, þar sem hann stóð herliöfðað- ur fvrir utan. — Júlía, hversvegna hlupuð þjer í hurtu? Jeg hefi leitað svo mikið að yður. Hefi gengið milli liúsa til þess að vita um, hvort nokkur þekti unga stúlku, sem hefði verið í hrúðkaupi í dag. Fólkið var öskuvont. . . . Hann var svo lallegur og elskulegur, að Júlía viknaði. — Þjer hafið alt of mikið fyrir því, að ná yður í eldhússtúlku. Hann tók alt í einu utan um liana. -— Þjer verðið að gleyma því, sem jeg sagði. Strax og };jer voruð farnar, fann jeg það ofur- vel, að jeg gat ekki eignasl heim- ili án yðar. — jafnvel þó að þjer kynnuð hvorki að sjóða egg eða l)úa um rúm eða — eða. — Einn maður getur ekki krafist alls. Og jeg sje í augum yðar, að þjer eruð góð kona. Verið þjer nú ekki að hlæja að mjer. I þetta skiftið skjátlast mjer ekki. Við eigum saman fyrir lífið. Finst þjer það ekki líka, Júlía? Hann lvfti andliti liennar upp að sínu, horfði inn i augu henn- ar og kysti hana. Silki úr Konsulóarvef. Innfæddir menn i Paraguay höfðn á 17. öld komist upp á að nota kongulóarvef til ])ess að vefa úr dúka, og lík dæmi eru til frá Kína, Indlandi og Vestur-Afríku. Frönsk- um manni, Roltou að nafni, tókst að prjóna hanska og sokka úr kongu- lóarvef árið 1708, og enskur maður gerði tilraun til, að „rekja úr kongu- lónni silki", með því, að vinda þráð- inn út úr kongulónni upp á spólur. Á milli ljet hann kongulærnar hvíla sig i 8—10 daga og rakti svo görn- ina á ný. Þráðurinn var svo mjór, að það þurfti að snúa tuttugu og fjóra saman, ef þeir áttu að vera nægilega sterkir til að vefa úr þeim. Skrítin ættarnöfn. íslendingar hafa ekki getað van- ist ættarnöfnum eins og aðrar þjóð- ir, og þá loksins að þeir fengu ætt- arnafnalöggjöf, var hún ónýtt nokkr- um árum síðar, fyrir frumkvæði Bjarna frá Vogi. íslendingar eru nú eina þjóðin i Vestur-Évrópu, sem einkenna sig sem son og dóttur, en i hágrannalöndunum leið sá siður að fullu undir lok á síðustu öld. Svo má illu venjast að gott þyki, má segja um ættarnöfnin. Okkur mundi þykja hjákátlegt, að heita Skósmiður eða Skógardjöfsi, en Schumacher og Waldteufel þýða það sama og þykja góð í Þýskalandi. Og liver mundi vilja taka sjer ættar- nafnið bleyðan? Það er algengt nafn í Englandi (Coward). Eða hvað segja menn um norsku ættarnöfnin, sem flest eru dregin af bæjarnöfn- um og bústaða, eins og t. d. Oppi- garen (Hákot), Östenfor (að austan- verðu), Ödegard (eyðibýlið), Bukse- inoen (Brókarteigur) ? Evrópisk ætt- arnöfn, sem Gyðingar liafa tekið sjer, eru að vanda íburðarmikil: Goldstein, Goldsmith, eða þá kend við atvinnugreinar. Englendingar skara þó fram úr í ósmekklegri nafnagerð. Áður var minst á bleyð- una. Nýlega sagði blað í Ohio frá því, að nýlega hefðu gengið í hjóna- band Jack Tomb (gröf) og Edna Coffin (líkkista). Tilviljunin var neyðarleg, og ekki hætti það úr skák, að Jack er kirkjugarðsvörður að atvinnu! Vafningaleið. Árið 1908 sóltu spönsk hjón um skilnað. En vegna ýmislegs skyld- teika og annars, varð erindi þeirra að fara til umsagriar til ýmsra opin- berra stofnana, áður en skilnaður- inn fengist. Eoks kom tilkynning um, að skilnaðurinn væri veitlur árið 1934 eftir 2G ár. En þá hafði samkomulagið hatnað svo milli lijón anna, m. a. fyrir það hve sammála þau voru um, að yfirvöldin væru örgustu slóðar, að þau voru orðin alveg afhuga því að skilja. Og nú er beiðni þeirra um að fá að vera saman áfram, einhversstaðar á leið- inni um opinberu skrifstofurnar. Ef til vill fá þau svarið í gullbrúðkaups- gjöl’, el' um gullbrúðkaup verður hægt að tala, þar sem þau hafa lifað i „hneykslanle/gri sambúð“ siðan 1934. ^C^re'^maSC^'n8ri

x

Fálkinn

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Fálkinn
https://timarit.is/publication/351

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.