Fálkinn - 30.06.1939, Page 10
10
F Á L K 1 N N
Nr. 554. Skeifan er lukkumerki!
S k r í 11 u r.
Söngkonan, sem vildi ekki aflýsa
hljómleikuniim, þó að hán snerist urn
öklann.
Maður nokkur, sem var með
meiðsli í auga, kom tii læknis.
-— Hvernig fórstu að meiða þig í
augað? spurði læknirinn.
— Það var kastað í mig steini.
— Hver kastaði honum?
— Konan min.
Þetta er í fyrsta skifti, sem
jeg hefi heyrt frá þvi sagt, að kona
hafi hitt, það sem hún iniðaði á.
— Já, en hún ætlaði að kasta
steininum i köttinn, en til bölfaðrar
ólukku stóð jeg fyrir aftan hann.
r— Þjer fáið 100 kr. i laun á
mánuði tii að byrja með og eftir
þrjá mánuði verða þau hækkuð up\)
i 150. —
— AUright, þá kem jeg eftir þrjá
mánuði.
— Niels, hvað er hún systir þín
gömul?
— 27 ára.
— Jæja? Hún sagði mjer i gær,
að hún væri 20 ára.
— Á, — en það stafar vist af þvi,
að hún var orðin 7 ára, þegar hún
lærði að reikna.
Auglýsingamaðurinn: — Þarna er
illa farið með auglýsingapláss.
Móðirin: Óli, hefurðu nú aftur lent
i áflogum og mist tvær framtennur?
ÓIi: Nei, jeg hefi ekki mist þær,
jeg er með þær hjerna i buxna-
vasanum.
Stella (sex ára): Pabbi, verður
ekki gíraffanum ilt í hálsinum, þeg-
ar hann vöknar í fæturna?
Faðirinn: Jú, en ekki fyrr en viku
seinna.
Kennarinn, sem ætlaði að leika a
nemandann:
— Ef jeg kaupi 3 metra af silki
fyrir 5 kr. meterinn, hvað gamall
er jeg þá?
Nemandinn: 26 ára.
Kennarinn (hissa): Hvernig fórstu
að vita það?
Nemandinn: Jú, það er strákur
lieima hjá mjer, sem er hálfbjáni,
og hann er 13 ára.
Kenslukonan, við smátelpu:
— Er það satt, að þú hafir sagt,
að jeg væri eins og gömul hæna?
— Já.
— Það er gott, barnið mitt —
það gleður mig að heyra, að þú
kannast við sannleikann.
VNCifW
U/SNbUKNIR
Neö ílugujel
að næturlagi.
(Framhaidssaga með mgndum).
Skemtilegar tilraunir.
Það er gaman að kanna andlega
og líkamlega hæfileika manna. —
Hjerna hafið þið tvær tilraunir, sem
|.’ið getið framkvæmt sjálf.
7) En þegar Smith sá, hvað Jón
varð alt i einu daufur i dálkinn,
varð hann viðkvæmnin sjálf. „Jæja,
fyrst Mick og þú eruð báðir á móti
mjer, verð jeg víst að láta undan.
En þú verður strax ;ið fara heim
og lesa undir morgundaginn.“
„í kvöld klukkan 9," hrópaði Mick
á eftir Jóni, sem þegar var hlaupinn
af stað heim.
8) Það var albjart i Croyden, þvi
að ljósin frá ljóskastaranum voru
mjög sterk. Mick var búinn að hita
upp vjelina og ljet hana ganga með
fullum snúningshraða, en beið bara
eftir að sjer yrði gefið merki um að
leggja af stað. Alt í einu blikaði á
rafmagnsluktinni og flugvjelin hof
sig á loft og hvarf með miklum
hávaða út i myrkrið.
9) Jón sat á ferðastól í stýrisrúm-
inu, milli Mick og loftskeytamanns-
ins. „Nú set jeg sjálfvirka stýrisút-
búnaðinn á stað,“ sagði Mick, „og
þá þarf jeg ekki að líta eftir vjelinni
og get því gefið mjer tíma til að
sýna þjer tækin og fræða þig um
þau. Taktu nú vel eftir.“
1/
<b
HUr))
Hver er summan af tölunum a
páskalambinu? Keppið nú við fje-
laga ykkar. Hver er fljótastur að
finna rjetta svarið.
'6fi : usmi'i
— Nei, mamma, en hvað þessi
maður er svartur í andlitinu, sagði
Óli litli i strætisvagninum.
— Já, óli minn, þetta er svertingi.
Hann er líka svartur á öllum líkam-
anum.
— Hvernig getur mamma vitað
það, spurði Óli.
Búðu út þrjár nálar með pappírs-
flöggum. Settu tvær þeirra á borð-
plötu með 30 cm. millibili. Haltu
hendinni fyrir öðru auganu. Reyndu
nú að setja þriðju nálina í beina
línu milli hinna. Sje skekkjan ekki
meiri, en tveir sentimetrar, er úi-
koman ágæt.
Stattu 4—5 metra frá fjelaga þin-
iim. Lokaðu augunum. Biddu hann
að láta ýmsa hluti, svo sem tappa,
linifa, viskaleður eða eitthvað ann-
að, detta ofan á bók, en þó einn
hlut í einu. Segðu jafnóðum til
hvaða hlutur hefur dottið. Ef þjer
skeikar ekki nema tvö skifti af tiu,
er heyrnarskynið í besta lagi.
4