Fálkinn - 30.06.1939, Side 13
F Á L K I N N
13
Setjið þið saman!
1....................
9....................
4....................
151.
1. Fjall á Suðurlandi.
2. Afturkreystingur.
3. Fengsæll maður.
4. 90 ára.
5. Borg í Frakklandi.
0. Ögn.
7. Laut.
8. Algeng.
9. Leigjandi.
10. Frægur staður.
11. Á í Englandi.
12. Kemurðu nær'?
13. Aftan á úri.
7.
8.
9.
Samstöfurnar eru alls 29 og á að
búa til úr þeim 13 orð, er svari til
skýringarorðanna. Fremstu stafirnir
taldir ofan frá og niður og öftustu
stafirnir, taldir neðan frá og upp
eiga að mynda:
10.
Nöfn tveggja fjalla á íslandi.
11......................
12......................
13......................
Útbreiðið Fálkann!
Strikið yfir hverja samstöfu um
leið og þjer notið hana í orð og
skrifið orðið á listann til vinstri.
Nota má ð sem d, i sem í, a sem á,
o sem ó, u sem ú, — og öfugt.
a—a—afl—al—arð—ast—dæld—er—
es—heng—humb—holt—i—ill—ill—
kló—leig—lið—lok—menn—nant—
nálg—ní—rætt—skál—u—u—úr
væsk.
FÍLEFLDUR MAÐUR.
Englendingurinn Jean Challard er
svo sterkur í hálsinum, að hann get-
ur látið beygja á honum gilda járn-
stöng. Hann þolir iíka að láta hjói
á fallbyssuvagni fara yfir svírann á
sjer.
í Drekkiö Egils-öl J
Nú mátti hún ráða!
Þýskur bankastjóri, sem lirökk upp
af nýlega, gerði glöggar ráðstafanir
um allar eigur sínar í arfleiðsluskrá,
sem hann ljet eftir sig. Gaf liann
þær allar, bæði fastar og lausar,
sjúkrahúsum og ellihælum — nema
einn skáp. Um hann stóð þesss
klausa í erfðaskránni: „Konan mín
vildi altaf ráða, hvar skápurinn
stæði. Það er best, að hún haldi
áfram að gera það. Jeg skal aldrei
skifta mjer af þvi framar.“
Hún vissi ráðið!
Frönsk sveitakona kom fyrir
nokkru inn á skrifstofu franska
happdrættisins og keypti sjer seðil.
En hún vildi hann ekki nema því
aðeins, að númerið á honum endaði
á tölunni 48. Seðillinn fjekk 50.000
franka vinning i næsta drætti. Þeg-
ar konan var spurð, liversvegna hún
hefði endilega viijað hafa númec,
sem endaði á 48, sagði hún, að sig
hefði dreymt einkénnilegan draum,
sem hefði gefið vísbendingu um
þetta: Hún hafði sjeð sex engla með
skildi í hendi og á hverjum skildi
stóð talan 6. Þetta skildi hún sem
boð af himnum og því keypti hún
númer, sem endaði á 48. „Því að
6x6 eru 48“, sagði kerlingin.
sjá. Okkur datt í liug, að hann hefði afhent
einliverjum skiftavini sínum liana.“
. „Jæja,“ sagði Oshorne og hrosti, „jeg
vona að þið hafið sannfærst um, að jeg liafi
ekki drepið manninn. Ef þið leggið fyrir
mig margar fleiri spurningar, sem jeg get
ekki svarað, fer jeg að liugsa um að múta
honum W,oods þarna til þess, að sanna
sakleysi mitt.“
„Það er engin þörf á því, herra. Þegar
morð eru framin, er venjulega einhver á-
stæða til þess, en jeg get ekki sjeð, að þjer
liafið neina ástæðu til að drepa veðlánara,
sem þjer skuldið ekki neitt.“
„Kæri fulltrúi, ef þjer væruð lögreglu-
maður í neðanmálssögu, þá munduð þjer
liafa tekið mig fastan fyrir löngu. Þeir
handtaka altaf vitlausan mann, og jeg hefði
» orðið að fara til einkanjósnara til þess að
láta hann sanna sakleysi mitt. Þjer gætuð
soðið saman allra bestu ákæru á mig, ef
* þjer vilduð. Hann skuldaði mjer fjörutíu
pund og jeg var nýbúinn að skrifa honum
i>ijef, þar sem jeg sagði honum hreinskiln-
islega livaða álit jeg hefði á honum. Hafið
þjer sjeð það?“
„Já“.
„Þá þekkið þjer hve leikandi og lipran
stíl jeg hefi, og hvað jeg skrifa fallega ensku.
Jeg skrifaði það í ekla viðskiftabrjefstón
„hjer með“ og svo framvegis. Ekkert
viðskiftabrjef er fullkomið, nema í því
standi hjer með. Æ, svei því — jeg stein-
gleymdi að skrifa „fylgiskjal“ neðst á hlað-
ið, en fylgiskjal var þarna, því að jeg end-
ursendi honum reikninginn minn. Jæja, ef
manngarmurinn lifir, þá missi jeg harin úr
sjúklingaliópnum og fjörutíu pundin missi
jeg líka, því að jeg nenni ekki að lögsækja
hann. Ef hann er dauður borgar skiftaráð-
andinn mjer reikninginn, því að skiftaráð-
endur eru eins og hlutfjelög og hafa enga
sál, og þessvegna er ekki liægt að móðga
þá. Svo eiginlega græði jeg á fráfalli hans.
Jæja, komið þið nú með handjárnin.“
„Það gæti viljað til, að þjer liefðuð verið
tekinn fastur í skáldsögu, en jeg er hrædd-
ur um, að okkur gengi illa að fá kviðdóm
til að viðurkenna, að maður í yðar stöðu
hefði drepið mann út af fjörutíu dollurum.
Svo að ef þjer viljið endilega láta laka yður
fastan, þá verðið þjer að finna eitthvað
hetra en þetta. En annars er það skrílið, að
jiegar um lögreglunjósnir er að ræða, skuli
viðvaningurinn altaf vera haldinn kræfari
en atvinnumaðurinn.“
„Það er alveg eins og hjá okkur. Skottu-
læknirinn er talinn miklu færari en lækn-
irinn.“
„Það er víst svo.“Ridley leit á klukkuna
og stóð upp. „Nú verðum við að fara, lækn-
ir. Afsakið þjer töfina.“
VI. kapítuli:
MAÐURINN, SEM VAR DAUÐUR.
Jai’ðarför Laidlaw fór fram í kyrþey.
Likfylgdin var fámenn, en þeir sem gægð-
ust út um gluggann í Castle Road, sáu, að
úlfararstjórinn liafði ekki sparað neitt til
kistunnar eða ytri iburðar. Hinn látni var
framandi og virtist ekki eiga marga vini,
svo að eini syrgjandinn í hópnum var ekkj-
an lians. — En útfararstjórarnir báðir,
Jolmson eldri og yngri voru með pípuhatta,
sem gljáði á ekki síður en hestana fvrir lík-
vagninum.
Eins og vant var, hafði hópur af náætum
og iðjuleysingjúm safnast saman við hliðið,
fyrir utan húsið, og eins við kirkjugarðinn,
en aðeins athugull sjónarvottur gat tekið
eftir því, að það var ekki nema einn af
þessum áhorfendum, sem liafði verið svo
forvitinn, að vera á báðum stöðunum.
Þessi maður var James Purley lögreglu-
spæjari og hann var snillingur í því, að
láta ekki hera mikið á sjer. Meðan verið
var við gröfina, stóð hann við garðshliðið
andspænis kirkjugarðinum og var að skegg-
ræða við bónda einn. Síðan hjelt hann í
tilbærilegri fjarlægð á eftir ekkjunni, er
hún hjelt heim til sín, en staðnæmdist á
horni um hundrað metra frá húsdyrunum.
Þaðan gat hann sjeð báðar dyrnar á Holm
Lea og staðurinn var vel valinn. Rjett hjá
var ölknæpa, þar sem hægt var að fá ljeð-
an síma og svo liafði staðurinn þann kost,
að maður gat slæpst þar tímunum saman,
án þess að það vekti nokkra athygli.
Þegar fór að dimma lijelt hann úr þess-
ari höfn og færði sig smátt og smátt nær
húsinu. Þegar aldimt var orðið, fór hann
inn í garðinn og læddist eins og köttur að
horðstofuglugganum. Tjöldin voru dregin
niður, en af ljósrák, sem sást vel í myrkr-
inu, mátti sjá, að tjaldið fjelli ekki vel að
karminum. Purley gætti betur að og sá,
að gegnum ofurlitla rifu var hægt að sjá
inn í stofuna. Nýbakaða ekkjan sat við
horð og var að skrifa. Hún var alls ekki
beygð eða lotleg og af því ályktaði Purley,
að hún væri ekki sjerlega sorgum hlaðiu
yfir fráfalli bónda síns. Þvert á móti var
ánægjubros á vörum hennar og það virtist
eins og þungri byrði befði verið ljett af
henni.
Purley sá nú, að hún hafði lokið við brjef-
ið og sneri sjer að prentuðu eyðublaði, sem
lá hjá henni. Hún útfylti eyðurnar hægt
og vandlega, eins og þetta væri áríðandi
skjal, skrifaði loks undir það og lagði það
i arkarbrots umslag. En livernig, sem Pur-
lcy reyndi, gat hann ekki sjeð, hvað hún
skrifaði utan á það.
Svo tók hún bæði brjefin, slökti á ljósinu
og fór út. Maðurinn undir glugganum heyrði
hvatlegt fótatak hennar og óminn af glað-
legu blístri.
„Hm! Jeg vona að kerlan mín verði ekki
svona kát, þegar hún kemur úr jarðarför-
inni minni,“ tautaði Purlev um leið og bann