Fálkinn - 30.06.1939, Qupperneq 14
14
F Á L K 1 N N
Oscar Clausen:
Frá liðnum dögum XV.
Þegar isskipin ensku fðrust.
Það er öldungis víst, að á hverju
ári fyrra hluta síðustu aldar voru
send fleiri og færri seglskip frá
Englandi, norður í höf til þess að
sækja ís. Englendingar voru þá
farnir að nota ísinn við matvæla-
geymslu í sumarhitum og jafnvel
eitthvað við lækningar. Skip þessi
fóru að vorinu beint norður i íshaf,
þar sem borgarísjakarnir eru á
sveimi alt sumarið og voru þau fylt
þar af hreinum og lærum klaka. Það
har við, að skip þessi koniu við í
einhverri höfn hjer á landi í annari
leiðinni, eins og t. d. þegar ísskipið
lá undir Grímsey og presturinn þar
var um borð og ofsaveður skail á,
svo að það slitnaði frá legufærun-
um og hrakti vestur fyrir land, en
þaðan varð presturinn að fara fóí-
gangandi norður i Eyjafjörð og var
3 vikur á ieiðinni. — Það kom lika
fyrir, að þessi skip hreptu ofsaveð-
ur og fórusl norður í ísnum, en
menn björguðust liingað lil lands,
eins og nú skal sagt frá.
Það var 9. mai 1822, að stórt segt-
skip lagðist á Reykjavíkurhöfn.
Skipið var írskt og kom norðan úr
íshafi hlaðið klaka. Skipverjar sogðu
Ivö ensk skip hafa verið þar norður-
frá í sömu erindum og voru þau
væntanleg til Reykjavíkur, en þessi
skip komu aldrei fram, þvi að þau
báru bæði bein sin norður i höfum,
þó að menn af báðum kæmust á
skipsbátunum hingað til lands.
Skip þessi voru frá Lundúnum og
lijet annað „Hilda“, en skipstjóri
þess hjet Richard Teard. Skipið
var statt 20 danskar milur norð-
austur af íslandi, þegar ]iað lenti
í hafís og ofsaveðri, svo að það
laskaðist svo og lamdist, að það
sökk, en skipverjarnir komust í bát
og stýrðu til íslands. Þeir voru 10
i bátnum og gekk ferðin ágætlega,
og náðu þeir Vopnafirði 2. maí, eftir
4 sólarhringa hrakninga. Þó að þeir
hefðu engar vistir og yrðu að svelta
þessa 4 sólarhringa varð ekkert
verulegt að neinum þeirra, þrátt fyr-
ir talsverða vosbúð og kulda, þó að
þeir væru mjög þjakaðir og væru
lengi að ná sjer.
Sama daginn og Jiessir skipbrots-
menn lentu á Vopnafirði, urðu menn,
sem voru á selveiðum, varir við 0
menn, sem voru að rangla i fjörunni
við Glettingsnes, fyrir sunnan Borg-
arfjörð eystra. Þetta voru skipbrots-
inenn af hinu skipinu frá Lundún-
um. Það skip hjet „The Wear“ og
hafði farist í ísnum 28. mars og
voru því þessir veslings menn bún-
ir að vera rúman mánuð að hrekj-
ast á skipsbálnum, þangað til þá
skolaði þarna upp undir Glettings-
nesið, jiann 29. apríl. — Selveiði-
mennirnir tóku þá nú og fluttu þá
inn í Borgarfjörð og þar var þeim
skift niður á 3 bestu bæina i sveit-
inni og lijúkrað þar eftir bestu föng-
um. — Daginn eftir sendi svo hrepp-
stjórinn i Borgarfirði hraðboða til
sýslumannsins, sem var Páll Mel-
sted og bjó á Ketilsstöðum á Völl-
um, og tilkynti honum komu mann-
anna, en sýslumaður brá jafnskjótt
við og sendi fjórðungslæknirinn til
Borgarfjarðar með nauðsynleg með-
öl handa þeim, þvi að þeir voru
allir, meira og minna, skemdir og
skaddaðir af vosbúð og kulda.
Gagnvart þessum skipbrotsmönn-
um kom Páll Melsted sýslumaður
injög drengilega fram og hjálpaði
þeim og Ijet hlynna að þeim, sem
best mátti verða, en þrautasaga
þeirra hefir geymst í brjefi, sem
skipstjórinn Thomas Thompson
skrifaði sýstumanni. Brjef þetta hefst
á ávarpi til yfirvaldsins, sem er
svohljóðandi; samkvæmt þýðingu
samtímamanns: „Heiðraði herra!
Mannlegt eðli hryllir við frásögn
um þá fræknustu neyð og þjáningu,
sem mannskepnunni er rnögulegt að
bera.“ — Síðan segir hann frá því,
að skip sitt, sem hafi verið 217 smá-
lestir að stærð, hafi heitið „The
Wear“, sem liýði „fiskidammurinn",
og hafi hann sjálfur átt ya hluta
þess. Hann segist hafa látið úr höfn,
þann 12. mars og komist norður í
ísinn þann 27., en (laginn eftir hafi
skipið liðast í sundur og sokkið. —
Svo brátt bar þetta slys að, að skip-
stjórinn, stýrimaðurinn og 4 háset-
ar, sem voru að losa bátinn, fóru
allir í kaf með skipinu, ]m að þeim
skyti upp síðar og tækist að krafla
sig upp á ísinn, en 2 hásetanna
sukku með skipinu og drukknuðu.
Síðan höfðust þeir við 12 daga
Framh. á bls. 15.
Hjónin Maryrjet Hinriksdóttir oy Gissnr Guðmnndsson, Mcrkur-
yötu 8 Hafnarfirði, eiya yullbrúðkaup 't. júlí.
komst í Dómkirkjuna. Meðan á
skrúðgöngunni stóð var alt fult al'
fólki, þar sem hún fór um.
Það mun margra niál er þarna
voru, að hjer hafi verið um að ræða
sanna kirkjuhátíð, og studdi margt
að því að gera daginn hátiðlegan,
m. a. hið milda veður og hin inikla al-
n. enna þátttaka prestastjettarinnar.
.4 sunnudagskvöldið hafði kirkju-
málaráðherra hoð í Oddfellowhöll-
ir.ni fyrir prestastjettina, og nokkra
aðra embættismenn, i tilefni af
biskuþsvígslunni. Fór boðið ágætlega
fram undir forystu ráðherrans. -—
Voru margar ræður fluttar, en sung-
ið á milli. Dvöldu gestirnir saman
i „eindrægni andans og bandi frið-
arins,“ eins og vera bar.
Hið nýja skip
Eimskipaf j elagsins.
Rætt hefir verið um það undan-
farin ár á aðalfundum Eimskipa-
fjelagsins, að fjelagið Ijeti smíða
stórt og hraðskreytt farþega- og
fc.rmskip. Snemma í vetur var máli
þessu komið svo, að leilað var til-
boða í smíði nýs skips hjá 25 skipa-
smíðastöðvum i 8 löndum. Fengust
8 tilboð og voru þau frá Stóra-Bret-
landi, Hollandi og Danmörku. Lang
hagkvæmasta tilboðið var frá skipa-
smíðastöð A. S. Burmeister og Wain,
og var það rösklega 4 % miljón isl.
krónur. Ákveðið hefir verið að
tcka þessu tilboði og er gert ráð
fyrir að smiði skipsins verði lokið
í mars—apríl 1941.
Skip þetta á að verða 342 feta
langt á þilfari, breidd 46% f. og
dýpt 27 fet. Þess má geta til saman-
burðar að ,GulIfoss“ og „Goðafoss"
(ru 230 fet að lengd, en „Brúarfoss“
og „I)éttifoss“ 237 fet. Gert er ráð
fyrir að meðalsiglingarhraði þess á
hafi verði 16 milur á vöku. Verður
skipið ]>á rúma 2 sólarhringa milli
BLINDUR, EN ÞEKTI RÖDDINA.
Herdeild ein ensk hjelt árshátið
sína fyrir skömmu í London og
hittust þar tveir menn, sem ekld
höfðu sjest í 28 ár. Annar þeirra
var kapteinn, E. A. Pauly að nafni,
og misti hann sjónina í gasárás við
Festubert í Frakklandi, árið 1915.
Reykjavikur og Leith og 1% sólar-
liring milli Leith og Kaupmanna-
hafnar. Ferð milli Reykjavíkur og
ísafjarðar mun t'aka 11 tíma.
Á 1. farrými skipsins verður pláss
fyrir 114 farþega, á 2. farrými 62 og
á 3. farrými 48, eða alls 224 far-
þega. Við öll rúm á 1. farrými verða
útvarpshlustunartæki og ])ar verða
einnig firðtalsáhöld i öllum eins
manns herbergjum, en auk þess firð-
talsklefar á hverju þilfari, bæði á i.
og 2. farrými. Skipið verður yfir-
lcitt húið öllum nýtísku þægindum,
sem fyrir finnast í fyrsta flokks far-
þegaskipum.
I lestum skipsins verða frystirúm,
þar sem koma má fyrir ca. 750 smál.
af flökuðum fiski eða 26.000 skrokk-
um af dilkakjöti. Stærð skipsins
verður ca. 3.300 brúttó-smálestir.
íslendingum er mjög mikil þöi I'
á stóru, vönduðu og hraðskreiðu
farþegaskipi, ef þeim er það nokkur
alvara, að strauinur erlendra ferða-
manna aukist hingað til lands.
Smiði þessa nýja skips, verður ef-
laust mikilvægur hlékkur i þeirri
viðleitni, að gera fsland að ferða-
man n alandi.
Eigi að síður þekti hann undir eins
hinn gamla kunningja sinn, á rödd-
inni. Pauly segir, að það sje mjög
auðvelt, ef maður temji sjer það,
því að raddir manna sjeu hver ann-
ari ólíkari en útlitið. Allir hafa mis-
munandi raddhreim og svo verða
áherslur og ýmislegt annað til þess
að sjerkenna raddirnar.
■S kr áðgan ga pres I -
anna til kirkju.
BISKUPSVlGSLAN.
Framli. af bls. 3.
Þorsteinn Briem á Akranesi og Jósef
Jónsson á Setbergi.
Vígslunni lauk með því, að biskup-
arnir þrír og vígsluvottar lögðu
hendur yfir hinn nýja biskup.
Gengu ])eir síðan allir til skrúðhúss.
En hinn nývígði biskup steig i stól-
inn. Hafði hann að texta dæmisögu
Jesú um týnda soninn.
Að lokínni ræðu Sigurgeirs bisk-
ups og sálmasöng fór fram altaris-
ganga, og framkvæmdu hana þeir
síra Friðrik Friðriksson og síra
Friðrik Hallgrimsson.
Óliemju mannfjöldi var við-
staddur vigsluna, en aðeins litill
hluti þeirra, sem vildu vera við,