Fálkinn


Fálkinn - 08.09.1939, Blaðsíða 7

Fálkinn - 08.09.1939, Blaðsíða 7
F Á L K I N N j;i 7 HEILNÆMI OG FEGURÐ. Fjelag meö þessu nafni starfar i Englandi undir forustu lafði Prun- elle Douglas-Hamilton. Sjest hún hjer á myndinni, og er að stjórna fim- leiksýningu 5000 kvenna úr fjelag- inu á Wembley Stadion i London. HÚSMÆÐRAÞING í LONDON. FjelagiS „Country women of the world“ lijelt nýlega alþjóÖaþing í London, að viðstöddum húsmæðrum frá 57 þjóðum. Myndin sýnir einn af fulltrúum Estlands á jjjóðbúningi sínum. Hún heilir frú Ojansoon. WERNER KRAUSS SEM LÆKNIR. Myndin er af hinum fræga leik- ara, Werner Krauss, sem leikur hinn fræga lífeðlisfræðing og lækni Virchow i kvikmyndinni „Roberl Koch“, sem Þjóðverjar hafa nýlega látið gera. Kvikmynda heimnrinn. YOUNG-SYSTURNAR. ELLINOR HAMSUN, dóttir norska skáldsins fræga, ætlar að gerast leikkona, og er nú að leika í fyrstu kvikmynd sinni i Þýska- landi. FRED MACMURRAY SEM HNEFAKAPPI. „Invitation to Happiness“ heitir ný stórmynd með Irene Dunn og Fred MacMurray í aðalhlutverkun- um. Fred leikur atvinnu-hnefakappa, en barátta lians fyrir frægð og heimsmeistaratign rekst á hjúskapar- gæfu hans. í myndinni af hnefaleikn ■ um er það hann sjálfur, sem fær löðrungana og gefur, þvi að hann viltli ekki láta annan mann leika í sinn stað, ekki einu sinni í fjar- myndunum. En afleiðingin varð sú, að hann var svo illa útleikinn á eftir, að hann gat ekki sýnt sig á almannafæri næstu viku á eftir. Yms stórmenni veraldarsögunnar liafa nú verið „endurlífguð" á kvik- mynd, svo sem Pasteur, Zola og Robert Koch. Nýjasla kvikmyndin er af Alexander Graham Bell, höfundi talsímans. Þar leika fjórar systurnar Young, sem sjást hjer á myndinni og er Loretta þeirra frægust. INDÍÁNAHÖFÐINGINN. Þessi Indíánahöfðingi mætti í full- um skrúða og með „tomahawk" í hendinni, til þess að fagna ensku konungshjónunum, er þau komu ný- lega til Saskatchewan í Ameríkuför sinni. SOLDÁNINN I' MAROKKO, er nýlega kominn til Frakklands sjer til skemtunar. Hjer sjest hann, er hann steig á land í Marseille. FORSETAEFNI? Robert Taft, senator í Ohio og sonur Taft fyrrum forseta, þykir lík- legur til þess að verða í kjöri af hálfu republikanna við næstu for- setakosningar í Bandaríkjunum. En hitt er annað mál, hvort flokkurinn liefir bolmagn til að koma að for- seta. Það þykir líklegt, að demo- kratar sigri enn við næstu forseta- kosningar í ríkjunum. Drekkið Egils-öl BÖRN í KVIKMYNDUM. Ymsar reglur hafa verið settar lil verndar börnum, sem leika i kvik- mynduin. Þau mega t. d. ekki leika iiema þrjá tíma á dag. Richard Torpe hefir bjargað sjer við þessu ákvæði með því, að ráöa tvíbura til þess að leika til skiftis i nýrri Tarzan-mynd, scm hann er að taka. Þátturinn, sem um er að ræða, gerisl í flugvjel, þar sem Laraine Day og Morton Lowry eru með ungbarn sitt. Flugvjelin hrapar og lijónin farast, en barnið kenisl eitl af. Skömmu síðar finnur Tarzan snáðann og elur hann upp hjá sjer í frumskógunum. Alt er gert tilbúið tit að byrja og nú kemur barnfóstran með hvít- voðunginn og fær Laraine Day hann. Snáðinn fer þegar að hrína og það er ómögulegt að róa liann. Svo er reynt við hinn tviburann, eli það fer eins. Ekki einu sinni Tarzan, sem er mikill barnavinur, getur fengið hann til að þegja. En þegar ljós- myndarinn, Len Smith kemur, slær öllu í dúnalbgn, og honuni tekst jafnvel að fá snáöana til að hrosa. „Hvernig stendur á þvi, að strák- arnir hrosa til yðar?“ spyr leik- stjórinn. „Ætli að það komi ekki af því, að jeg er pabbi þeirra,“ svarar Len Smith. — Myndin er af Tarzan.

x

Fálkinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fálkinn
https://timarit.is/publication/351

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.