Fálkinn


Fálkinn - 08.09.1939, Page 14

Fálkinn - 08.09.1939, Page 14
14 F Á L K I N N TCHAIKOVSKY. Framh. af bls. !). liáttað skapgerð hans, að honum hafi raunar verið það lífsnauðsyn, að njóta samúðar og viðurkenningar og vingjarnlegrar uppörvunar — hann liafi sífelt þráð þessi gæði, „eins og viðkvæm kona“ (segir H. T. Finck). Hann hafi þráð að mega elska og vera elskaður. En það litið, sem honum fjell í skaut af þessurn hlutum, reyndist honum jafnan von- hrigði. Og konur voru honum yfir- leitt lítt að skapi, þær sem hann kyntist. Þó að hann þráði konuástir, þá var þó listin honum alt í öllu, og hann óttaðist það þá jafnan, að ef hann hætti sjer út í ástaræfintýri, myndi ])að verða til þess, að draga úr listar-þrótti hans. Einu sinni misti hann þó alveg tök á þessari hugsun, og varð mjög ást- fanginn af frægri söngkonu einni, Desireé Artot að nafni. En hún gat ekki þýðst hann og giftist öðrum manni. Síðar gerðisl all einkennilegt samband milli hans og annarar konu. Var það ekkja vellauðug, sem álti ellefu börn og hafði dregið sig út úr glaumi samkyæmislífsins, til þess að geta gefið sig óskifta að uppeldi þeirra. Hún dáði mjög tón- smiðar T. og liafði heyrt ávæning af því, að hann þráði mjög, að fá aðstöðu til þess að geta losnað við kennarastörfin, svo að hann gæti lagt sig allan fram við tónsmíðarnar. Ljet hún þá ánafna honum 6 þúsund rúbla (ca. 12 þús. kr. i þá tíð) árleg- um styrk, og var þessi gjöf gefin með mestu varfærni, til þess að gera T. sem auðveldast að þiggja hana. Þó fylgdi það skilyrði, að hann mátti aldrei gera tilraun til þess að kynn- ast þessari konu frekar, eða hafa tal af henni. Og þau sáust aldrei. Þó varð það úr, að þau fóru að skrifast á, og urðu úr því tíð og innileg brjefaskifti. Er mælt að T. hafi verið ómetanlegur styrkur að þessum kynnum, því að konan hafði verið gáfuð vel og heilbrigð í hugsun. Og enn kemur kona við sögu T. — Hann fær einu sinni hrjef frá stúlku, sem alveg er að ganga af göflunum •— liún er svo ástfangin af honum. Hann heimsækir stúlkuna, kemst við af ákafa hennar og ástúð, en tjáir henni, að hann geti ekki elskað hana og ekki endurgoldið ást hennar með öðru en samúð og þakk- læti. En hann giftist þessari stúlku samt, „í fússi“. Og auðvilað fór þetta hjónaband „upp í loft“ svo að segja strax. Þau skildu eftir C vikur og T. gerði tilraun til að fyrirfara sjer á þann hátt, að hann óð upp undir hendur út í á, og stóð þar i ísköldu vatni langa stund, í þeirri von, að liann fengi lungnabólgu, sem yrði honum að bana. En þetta mistókst, — sem betur fór. Og þetta áslaræfintýri Tchaikpvsky er eflaust einfaldast dæmi til að lýsa skapgerð þessa mesta og merkasta tónsnillings Rússa. Um tónsmíðar hans er það að segja, að fyrst framan af fengu hin stærri verk hans fremur dauflegar undirtektir. T. d. var hinum fyrsta söngleik hans, „Wojewoden“ (liöfð- inginn) tekið mjög fálega. — Tón- skáldið heimtaði ])á handritið aftur og brendi það. Handrit næsta söng- leiks hans, „Undina“ lá lengi hjá leik hússtjóra, sem hvað eftir annað gaf vonir um að hann yrði leikinn. En framkvæmdir drógust svo lengi, að T. eirði því ekki, heimtaði handritið og hrendi það líka. En göngulag úr þeim söngleik er að finna í An- dante Marziale í C-moll hljómkviðu Tchaikovsky. Eftir þessi vonbrigði gaf hann sig um hríð einkum að svonefndri ,,kammermúsik“, og samdi hverja tónsmíðina annari fegurri. Má nefna frá því tímabili hinn dásainlega D- moll strok-kvartett og stórbrotinn tríó í A-moll, sem hann tileinkaði minningu Nicolai Rubinstein. Fyrsti pianó-konsertinn, í B-moll, sem Hans von Búlow flutti fyrst opinberlega í Boston, er ennfremur eitt af merk- uslu snildarverkum T. Af orkester- tónsmíðum má nefna mjög tilþrifa- mikinn forleik að „Romeo og Júlía“ og „Ouverture triomphale“, sem Dan- ir fögnuðu einkum mikið, því að þar er uppistaðan lagið við „Kong Christian stod ved höjen Mast“. Sex hljómkviður (symfóníurl samdi T. auk „Manfred“-hljómkvið- unnar (við kvæði Byrons). Sjöltu symfóníuna, „Symph. patlietique'", samdi hann skömmu áður en hann ljest. Henni var tekið fremur kulda- lega fyrst í stað, en sjálfur sagði T. um þá tónsmíð: „Jeg hefi aldrei samið neitt betra“. Hann hafði rjetl fyrir sjer í þessu, því að nú nýtur þessi hljómkviða almennrar aðdáun- ar, alt að því á borð við „Eugen Onegin“, — en með þeim söngleik varð hann fyrst heimsfrægur, og mun hann vera vinsælastur allra verka höfundarins. Hann hafði „Eugen Onegin“ all- lengi í smíðum, en þegar hann var búinn að ganga endanlega frá hand- ritinu, sendi hann það til Moskva, til Nicolai Rubinstein, með ósk um, að nemendur tónlistarskólans — hans fyrri „lærlingar", reyndu að fara með söngleikinn á hinu litla leiksviði skólans. Rubinstein varð stórhrifinn af verkinu, og nemend- urnir komust allir á loft og lögðu sig alla fram um að gera þvi sem best skil. Enda hafði það tekist prýðilega hjá þeim, — og fór síðan sigurför um alla Evrópu. Ótal þjóðlög samdi T. og tónsmíðar „í öllum stærðum“ fyrir píanó, — en ekki verða verk hans frekar rakin hjer. Hann fór ýmsa Ieiðangra, ýmist til að líta eftir undirbúningi tónsmíða sinna, sem flytja átti opinberlega, cða til þess að stjórna sjálfur. Þannig fór hann til Bandaríkjanna árið 1891 og hjelt hljómleika í New York og öðrum stórborgum. Og 1893 kom hann til Cámbridge á Englandi og stjórnaði ])ar meðferð ýmsra orkest- er-tónsmíða sinna. — Var hann bá sæmdur doktorsnafnbót af háskólan- um þar i borg. Hann Ijest i Pjetursborg 6. nóv. 1893, úr kóleru. Misti augað en fjekk tugthús. Undanfarið hefir maður einn verið f.vrir rjetti í Köln út af. vátrygginga- svikum. Hann hafði trygt sig gegn örorku í fyrra i enskum og þýskum fjelögum, fyrir samtals 850.000 mörk. Fyrir nokkru fór hann fram á að fá bætur — han nliafði dottið og skadd- ast á öðru auganu, sagði hann, svo að hann misti sjónina á þvi. Vá- tryggingarfjelögunum þótti framburð- ur mannsins grunsamlegur og ljetu alhuga málið. Kom þá á daginn að hann hafði borið kókain í augað í langan tíma og síðan skorið sig i það með hníf. í stað skaðabótanna fjekk manngarmurinn fjögra ára tugthús, auk kostnaðarins við að láta taka alveg úr sjer augað, sem hann hafði skemt. GRÁIR FYRIR JÁRNUM. Framh. af bls. 3. ast er ætlandi, að slíkt yrði okkur að fjörtjóni, ])ví að hjer er búsæld á landi og gnægð fanga við sjó, ef ekki spilla hamfarir náttúrunnar. Þær þrengingar, sem frekast er hægt að ætla að steðji að íslend- ingum vegna stríðsins, verða altaf lítihnótlegar í samanburði við þær, sem stríðsþjóðirnar verða að kljást við. — íslendingum er ætlandi að taka áhrifum stríðsins með hugarró. Þeir munu eflaust margt af því læra og sumt hagnýtt, þótt einkennilegt megi virðast. Um eitt skeið var brerinisteinn ein aðalútflutningsvara þjóðarinnar og þótti ])á injög ábatasamt að reka brennisteinsvinslu. En í lok 10. ald- ar lauk blómaöld brennisteinsvinsl- unnar á íslandi. Á 18. öld hófst svo aftur brennisteinsvinsla hjer á landi og var á tveim stöðum, hæði i Húsa- vik og Krísuvík. Stóð þessi námri- rekstur um alllangt skeið, en er nú lagður niður fyrir nokkrum ára- tugum. Þessi atvinnurekstur hefir nú ver- ið hafin á ný og hefir verið reist brennisteinsverksmiðja í Náma- skarði. Er það Jón E. Vestdal efna- fræðingur, sem hefir verið aðal- hvatningamaður þess og hefir hann ásamt nokkrum öðrum mönnum slofnað hlutafjelag um reksturinn, er heitir h.f. Brennisteinn. 1‘latínarefurinn norski. Vorið 1933 fæddist skrítinn hvolp- ur út af silfurref á refabúi í Norður- Noregi Þelið á honum var hvít- grátt, vindhárin hlágrá, hvítur kragi um hálsinn og hvítir gárar á vöng- unum. Þetta er ný breytiætt á siifur- ref. Hans nokkur Kjær í Rossfjord keypti hvolpinn, sem var karldýr, og notaði hann til undaneldis og hef- i'- reynslan orðið sú, að um helm- ingur afkvæmanna er eins og faðir- inn í útliti. Það er þetta afbrigði, sem fengið hefir nafnið platimirefar og nú þykir eftirsóknarverðastur allra refa. Fyrst í stað vöktu þessi nýju skinn ekki mikla athygli, en á skinnaupp- boði haustið 1937 voru seld 9 svona skinn og varð meðalverðið 1180 krónur, en tvö þeirra fóru yfir 2000 krónur stykkið. Nú fóru merin að finna peningalykt af þessum nýja ref og verðið fór upp úr öllu valdi. Platínuhvolpar eru seldir á 10 til 12 þúsund krónur (il undaneldis og sala á lifandi hvolpum úr landi er bönnuð, svo að Norðmenn geti einir setið að þessari gullnámu. I sumar hefir verið unnið að því að viða að óhreinsuðum brenni- stéini úr námunum i Námaskarði. — Laust fyrir síðustu helgi hófst brenriisteinsvinsla i verksmiðjunni. Gekk ágætlega að hreinsa hrenni- steininn. En siðaslliðið laugardags- kvöld kviknaði í verksmiðjunni og brann hún til kaldra kola. Allar lík- ur benda til að kviknað hafi í hrennisteininum af sjálfsíkveikju, því að eldsins var fyrst vart í hin- um hreinsaða hrennisteini. Húsið var 11 X 27 m. að flatarmáli og var það vátrygt ásamt hinum ó- unna brennisteini. Verksmiðjuhúsið verður rcist að nýju í haust, ef unt verður að fá byggingarcfni. Nú liefir platínurefum fjölgað svo mikið í landinu, að í vor fæddusl á Norðmæri einu samaii 200 hvolpar, þar af 140 karldýr. Hvolpar ])essir voru undan 140 tíkum venjulegrim silfurref, en feðurnir voru 11 plat- inurefir, svo að 24 platínuafkvæmi komu á hvern föður, en tvær á hverja móður. Margar áttu þó ekki nema einn platínuhvolp, en sumar 7 eða 8. Aðeins ein tíkin átti eintóma silfurrefshvolpa, þó að faðirinn væri lilatínurefur. Undan einum platínu- refnum komu 08 plafínuhvolpar og 55 silfurhvolpar, og þegar á það er lilið, að platínuhvolparnir eru seldir fyrir uni 10.000 krónur, liggur yfir hálf miljón króna í afkvæmum eftir þennan eina ref. Ársframleiðslan af platínuref á Norðmæri er metin á hálfa aðra milj- ón króna, því að það sem eigend- urnir ekki ætla að nola sjálfir, hafa þeir selt til undaneldis fyrir 8— 10.000 krónur hvern ref. Egils ávaxtadrykkir Klemens Samúelssoti, kennari, Gröf, Miðdölum varð 60 ára 27. ágúst, cg kona hans Sesselja Daðadóttir verður 50 ára 13. sept. Þau hjónin áttu silfurbrúðkaup í sumar.

x

Fálkinn

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Fálkinn
https://timarit.is/publication/351

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.