Fálkinn


Fálkinn - 17.11.1939, Qupperneq 8

Fálkinn - 17.11.1939, Qupperneq 8
8 F A L K I N N MAMMA GIFTIR 5másaga eftir JunE fÍDuyard. p ERDL' WRAA svimaði þegar hún stóð upp og fór að skoða á sjer andlitið, 42 ára gamalt. Það vottaði fyrir varfærnu brosi á failega munninum. Hún hafði verið í snyrtistofu og fengið höfuðbað, and- litsnudd og naglafágun — og árang- urinn var góðúr. Hún horfðist í augu við snyrtikon- una í speglinum, augu liennar voru köld, grá og gagnrýnandi. „Jæja, þakka yður fyrir, sagði hún án þess að líta af speglinum og enn rneð svima yfir höfðinu, „þá er jeg vist búin'?“ „Frúin hefir yngst um tíu ár að minsta kosti. Svona meðferð gerir kraftaverk." Það mátti Jesa vafa á jjessari stað- hæfingu úr augum Gerdu Wraa. Hún tók töskuna sína, sem lá á borðinu, með liægð. „Maður verður að hugsa um útlitið öðru hverju,“ sagði hún og lagði borg unina í lófann á snyrtistúlkunni, ,.bæði vegna sjálfra okkar og annara“. „Já, auðvitað. Það er eins og liver önnur skylda.“ Gerda fjekk loðkápuna sína og fór. Hún andaði djúpt þegar hún kom úl í nollkalt vorloftið. Henni fanst það svo hressandi. Hún hafði fengið þennan svima, sem kvaldi hana enn, af kæfandi ilmvatnalyktinni inni í snyrtistofunni og öllu nuddinu. Hún afrjeð að ganga heim í stað þess að aka. Hún hafði ekki gengið margar mín- útur þegar sviminn leið frá, og nú fór heilinn að starfa reglulega. Og hún fór að hugleiða, hvers vegna hún væri nú eiginlega að þessu. Það kom roði í kinnarnar á henni og hún varð að viðurkenna með sjálfri sjer, að hún gerði það vegna hans Harry Holk. Hún hálfsneyptist um leið og hún gerði sjer þessa játningu, og fanst, að allir hlytu að sjá l>að á henni. Staðnæmdist við búðarglugga og horfði úti á l>ekju á varninginn — það voru allskonar smíðatól, sagir, tengur og axir — aðeins til þess að forvitið fólk sæi síður framan í hana. En svo ljetti henni þegar hún leit á það frá broslegu hliðinni og hún fór að hlæja. Hugsa sjer, að hún skyldi vera svona barnaleg og bjánaleg. Voru þetta vortilfinningarnar og töfrar vorsins, sem gerði fólk meira eða minna brenglað? Hún tók upp vasaklútinn sinn. Hún hafði fengið tár í augun af hlátrin- um og litli silkivasaklúturinn varð votur. Karlmaður gekk framhjá, stað- næmdist og horfði spyrjandi á hana. Hann hjelt að hún væri að gráta. Hún var fljót að snúa sjer frá hon- um og lialda áfram. Úti á Strandvegi, þar sem kalda austangoluna lagði inn frá sundinu, mætti hún hóp af ungum stúlkum. Þær hlóu og hjöluðu og ljómi og þokki æskunnar stafaði frá þeim. Þegar hún sá þær, gat hún ekki var- ist að liugsa til Eíly, dóttur sinnar, sem sat á skrifstofu einhversstaðar í London og hamraði á ritvjel innan um bráðókunugt fólk, og hún varð alt í einu svo angurblíð. Það hafði aldrei hent hana fyr og þó hafði Elly verið að heiman i nærri þvi tvö ár. Hver var ástæðan til þessa? Aftur birtist Harry Holk. hnarreistur og svipmikill, fyrir innri sjónum hennar. Já, hvað mundi Elly segja um þetta með Harry, þegar hún kæmi hcim. Og Gerda roðnaði aftur. Alt það, sem henni hafði fundist svo einfalt og eðlilegt i morgun, óx henni svo nú í augum, að henni fanst það ógerningur og fast að þvi ger- ræði. Það var hreinasta brjálsemi af henni að hyggja á nýtt hjónaband, hún sem átti tvö uppkomin börn. Þegar hún kom heim til sin, i fallegan einkabústað við hliðargötu á StrandveginÚm, flýtti hún sjer upp í svefnlierbergið sitt, þreif af sjer hattinn og hneig ofan á stólinn fyrir framan snyrtispegilinn. Þar sáu kvíð- in augu liennar fallegt andlit með æskuroða í kinnum, og kastaníubrúnt hár, sem liðaðist fallega yfir enni, sem ekki sá nokkra hrukku á. Og nú ljómuðu bæði bláu augun, enda var það í betra samræmi við myndina í speglinum, og skein í ó- slitna röð af gljáhvitum tönnum bak við rauðar varirnar. Gerda endur- heimti hugrekki sitt og sjálfstraust í einu vetfangi. Hversvegna i dauðan- um ætti hún að afsala sjer öllum rjetti til ásta og gæfu i framtíðinni'? Hún var enn ung og tilfinningar hennar ungar og heitar. Elly! aftur ómaði nafnið með ógn- andi liljóm fyrir eyrum hennar, en hún vísaði öllum kvíða á bug. Heimska! Elly var ekkert barn lengur heldur uppkomin stúlka, sem lilaut að skilja óskir og þrár annara kvenna, jafnvel þó að móðir hennar ætti i hlut. Hún hafði fullnægt skyld- unUm við börn sin. Nú þóttist hún hafa'leyfi til, að hugsa ofurlítið um sjálfa sig. Máske var það eigingirni. En var ekki afsakanleg eigingirni til, alveg eins og afsakanleg ósannindi eru til? Hún vildi hafa leyfi til að trúa því. Hún var þægilega þreytt eftir all- ar þessar geðshræringar, sem hún hafði orðið fyrir, Ijet hendurnar falla ofan i kjöltuna og hallaði sjer aftur á bak i stólnum og lokaði aug- unum. Hún heyrði umganginn í hús- inu eins og í fjarska. Núna var vinnu- konan að bera fram te niðri í setu- stofunni. Henni fanst lyktina af steiktu brauði leggja að vitum sjer. Tveir af leigjendunum hennar, dansk-indverska frúin Isabel Brown og Höjer gamli ljetu sig aldrei vanta i þessar góðgerðir. Sá þriðji, Harry Holk verkfræðingur, sem vann inni í borginni, kom aldrei heim fyr en undir miðdegisverðinn. Gerða brosti. Ótrúlegt, að henni skyldi takast að komast svona vel á- fram, eftir að maðurinn hennar dó, fyrir tíu árum. Þegar hún hugsaði til þeirra tíma, er hún var dáð mála- flutningsmannsfrú og borin á hönd- um sjer og skildi hvorki alvöru lífs- ins nje skyldur, gat hún varla skilið, hvernig hún hefði fengið þor og orku til þess að taka byrðar lífsins á veik- ar herðar sínar og brjótast áfram með bæði börnin sín. Maðurinn lienn- ai hafði haft miklar tekjur, en eitt þeim jafnóðum og þær komu. Hann hafði ánægju af því að halda sig rik- mannlega, hjarta hans og vasabókin stóðu altaf opin þeim, sem á þvi þurftu að halda. Þessvegna ljet hann ekki annað eftir sig en skuldlaust hús og tvö þúsund krónur í sparisjóðsbók þegar hann dó. En neyðin kennir naktri konu að spinna og Gerda sem hafði aldrei drep- ið liendi i kalt vatn, breyttist í ráð- hygna húsmóður og breytti fallega / heimilinu sínu í matsölu. Hún var svo heppin að fá þegar í stað ágæta Ieigjendur, og með sparsemi hafði henni lekist að ala börnin upp og kosta þau til náms. Bæði Elly og Robert höfðu tekið stúdentspróf með ágætum vitnisburði og Elly hafði starfað á ferðaskrifstofu í þrjú ár, þar af tvö síðustu árin i London, en Robert var að Ijúka námi á verk- fræðingaháskólanum. Svo að nú gat Gerda dregið andann. Þessi ár höfðu alls ekki verið neinii leikur. Erfiðleikarnir höfðu þó ekki verið fjárliagslegs eðlis, þar hafði hún haft hepnina með sjer og hagur hennar hafði batnað. Það hafði verið uppeldi barnanna, sem liafði kostað hana mesta fyrirhöfn. Það hafði verið auðvelt að tjónka við Robert. Hann var hægur og stilt- ur og þýddist góð ráð og flanaði aldrei að neinu. En Ellv var óút- reiknanleg — áköf og frek og rataði

x

Fálkinn

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Fálkinn
https://timarit.is/publication/351

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.