Fálkinn


Fálkinn - 26.01.1940, Blaðsíða 12

Fálkinn - 26.01.1940, Blaðsíða 12
12 F A L K I N N ^©D SUNDRUÐ HJÖRTU j Skáldsaga eftir Blank Eismann 12. Það eina, sem hún hjelt eftir, voru nokkr- ir gripir, sem móðir hennar liafði átt. Frú Sagana gerði sjer samvisku út af |)essu, og reyndi fjrrst að ná sjer i pening- ana á annan hátt, en þar sem jörðin var fullhlaðin skuldum fyrir og enginn vildi lána henni fje, neyddist hún loks til að taka hoði Natösju. Það var móðurást liennar, sem vann hug á henni að síðustu. Lutz var svo veikur i lungunum, að hann þoldi ekki vorloftið og læknarnir rjeðu eindregið til, að hann færi á heilsuhæli í Sviss. Svo voru skartgripirnir seldir. Skuldin var greidd og afgangurinn af peningunum fór lil hælisvistarinnar í Sviss. Loks var Vera Sagana rórri. — Ef upp- skeran verður góð í haust, vona jeg að jeg geti borgað þjer þetta aftur fyrir jól, sagði hún oft og klappaði Natösju á öxlina. Hún fór meira að segja að gera framtíð- aráætlanir, því að frjettirnar, sem liún fjekk af syni sínum á hælinu, voru mjög góðar. En vonin um hetri tíma tók skjótan endi. í slagveðri eyðilagðist kornið á ökrunum hjá henni af hagli, eldingu sló niður i fjósið og eldurinn hreiddist óðfluga út. Rokið var svo mikið, að eldurinn komst í íbúðarhúsið og þó slökkviliðið kæmi furðu fljótt, gat það ekki við neitt ráðið, og húsið brann til kaldra kola. — Frú Sagana, sem hafði verið hjartveik i mörg ár, stóðst ekki þetta áfall. Þegar hún leit yfir brunarústina, f jekk hún slag og f jell niður örend. Nú tóku hörmungarnar við hjá Natösju, þó að grannarnir reyndust henni vel og vildu alt fyrir hana gera. Þeir huðu lienni húsa- skjól, þangað til búið væri að skifta búinu. Það kom á fljótt daginn, að lítið kom til skiflanna — ekki einu sinni vátryggingar- fjeð, því að frú Sagana hafði ekki greitt ið- gjaldið. Lánardrottnarnir voru hamslausir, en hvað stoðaði það? Enginn varð eins hart úti og Natasja. Lánið, sem hún hafði veitt frænku sinni var tapað, og hún bjargaði ekki öðru en föt- unum, og gripum móður sinnar, sem hún hafði haldið eftir. Áður en skiftum búsins var lokið kom skeyti frá heilsuhælinu til sóknarprestsins, um að Lutz væri dáinn. Þegar hann hafði frjett um brunann og lát móður sinnar, fjekk hann svo ákafan blóðspýting, að hatin lifði hann ekki af. Natasja seldi einn af skartgripunum, sem hún átti eftir, dýra gullnælu, setta brilliönt- um og rúbínum, til þess að fá peninga til að flytja lík Lutz lieim og jarða hann hjá móður hans. Undir eins og jarðarförinni var lokið lijelt hún á ný alein út í óvissuna. Sóknarpresturinn gaf henni heimilisfang ýmsra, sem hann þekti, auk bestu meðmæla sinna, og vonaði, að það gæti lijálpað henni til að ná i einhverja atvinnu, en því var henni orðin brýn þörf á. Því að heila mátli, að hún stæði með tvær hendur tómar. í samráði við prestinn fór hún til Berlín, því að hann áleit, að helsl mundi atvinnu að fá í stórborginni. En hún átti eftir að bíta úr nálinni. Þrátt fvrir meðmælabrjef prestsins var állsstaðar spurt um meðmæli frá fyrverandi vinnu- veitendum liennar, fór ýmist svo, að henni var gefinn ádráttur um að fá eitthvað síðar, eða hún var blátt áfram rekin út. Til þess að firra sig svelti, varð hún að selja grip móður sinnar, hvern eftir annan. Fyrst framan af bjó hún í sæmilegu inat- söluhúsi, en þetta varð of dýrt til lengdar og fluttist hún þá í þakherhergi i fátækra- hverfinu. Frá því snemma á morgnana, þangað lil seint á kvöldin var hún á sifeldu erli um borgina að spvrja eftir vinnu. Nokkrum sinnum fjekk hún stutta vinnu — á bruna- útsölu fjekk hún að afgreiða nokkra daga og lengi bar hún út blöð fyrir unga konu, sem lá veik, og fáeinar vikur var hún á niður- suðuverksmiðju. En hvergi fjekk hún varan- lega atvinnu. Hún, barónessan, sem hafði lifað við auð og allsnægtir, stóð nú á hverjum degi i hópi annara atvinnuleysingja fvrir utan sýni- skála dagblaðanna og las auglýsingadálk- ana. Og sæi hún eitthvað, sem hún hjelt að gæti komið til mála, hljóp hún af stað lil þess að verða á undan öðrum. En hana vantaði meðmælin og aðrir voru teknir frain yfir hana. Einn daginn har það við, að hún stóð hug- tekin fyrir framan auglýsingaskáp og tók ekki eftir olnbogaskotunum, sem hún fjekk. Það voru ekki atvinnuauglýsingar, sem hún liorfði á, heldur auglýsing um, að Don-kó- sakkarnir ætluðu að lialda hljómleika. Og neðan undir auglýsingu las hún, að út- lægir rússneskir liðsforingjar og stúdentar hefði myndað þennan Don-kósakkasöngflokk og ætluðu nú að ferðast um heiminn og lifa á því að syngja ættjarðarsöngvana sína. Þeim hefði verið tekið ágætlega, allsstáðar, þar sem þeir liefðu látið til sin heyra. Natasja stóð þarna og las þangað til hana sveið í augun. Hávaði og skarkali stórborgar- innar hvarf — raunir hennar gleymdust hún gleymdi baráttunni fyrir daglegu brauði líka. Ættjarðarlögin rifjuðust upp í huga lienn- ar hljómuðu rótt og liljótt ... angurblíðir söngvar ættjarðarinnar, sem hún hafði svo oft heyrt stúlkurnar og piltana í þorjiinu svngja. 0, að hún gæti fengið að heyra þau aftur, þó ekki væri nema einu sinni látið sig dreyma um hernskudagana við liljómnið jiessara kæru tóna — dreyma um áhvggju- lausa æskudaga um heimilið og ættjörð- ina. Tárin komu hægt og hægt fram í augu hennar. Og hún fikraði sig liægt á hurt frá auglýsingunni með kvöl i hjarta. Hve nístandi var hún ekki fátæktin, sem lokaði hana úti frá liljómleikasalnum, þar sem söngvar ættjarðar hennar áttu að hljóma! óstyrk í fótunum lahhaði hún lieim í þak- herbergið sitt. Heimþráin nagaði sál liennar. II. KAPÍTULl. Ilvar sem Donkósakkarnir komu fengu þeir liinar glæsilegus.tu viðtökur. Þeir liöfðu sungið í Budapest, í Wien og London og voru nú staddir i París, en til Berlín var næsti áfanginn. En Parisarbúar vildu ekki sleppa þeim. Þeir voru aðal umræðuefnið í horginni. Allir töluðu um þá — allir vildu hlusta á þá — og kvöld eftir kvöld dundi lófaklapp- ið í salnum eins og brimhljóð við kletta- strönd. Fararstjóri kósakkanna hafði orðið að framlengja dvölinni í París og fresta Ber- linarförinni. A hverju einasta kvöldi þegar fyrstu ljós- in voru kveikt í salnum stóð einn af Don- kósökkunum bak við liurðina inn að pallin- um og gægðist fram í salinn gegnum gætt- ina. Þarna stóð hann grafkyr þangað til hljómsveitarstjórinn gaf merki um, að hljóm leikarnir skyldu byrja. — I sífellu rendi liann augunum yfir bekkjaraðirnar og grand- skoðaði livert einasta kven-andlit í salnum. Stundum bar það við, að gleðin leiftraði úr augum bans, en það stóð aldrei nema eina sekúndu — svo kom skuggi yfir and- litið á ný, og augun bjeldu áfram að leita. Fjelagar hans hristu höfuðið og furðuðu sig á þessum tiltektum og spurðu hvað eftir annað: „Hversvegna ertu altaf að stara fram i salinn, Boris Petrovitsj? Líst þjer svona vel á Parísarstúlkurnar, að þú færð þig aldrei fullsaddan á að skoða þær?“ En hái ungi maðurinn axlabreiði beit þá altaf af sjer með daufu brosi og tautaði eitt- livað á þá leið, að það væri gaman að sjá fólk ganga til sætis. „Ekki hefir þú gert þetta í hium horg- unum, sem við höfum sungið í, Boris.“ „Nei, en hjerna í París hefi jeg gaman af því.“ Svo hlógu fjelagarnir og ertu lnmn á því, að hann mundi hafa orðið ástfanginn af einhverri Parísardrósinni. „Eða mörgum, kanske!“ sagði einn og hló góðlátlega. „Þær eru svo margar, og laglegar eru þær allar.“ Boris Petrovitsj lokaði augunum i nokkr- ar sekúndur og hugsaði um þá einu þá sem hann hafði vafið örmum og kysl einu sinni, aðeins einu sinni. Síðan daginn sem hann liafði reynt að ná hraðlestinni, sem flutti Natösju barónessu von Franzow á burt frá landamærum Rúss- lands, hafði liann ekki liaft stundlegan frið. Hann var gagntekinn af þrá til liennar. Hann talaði við sjálfan sig og kallaði sig flón og heimskingja, sem væri enn að vona, þó að öll von væri úti fyrir löngu.

x

Fálkinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fálkinn
https://timarit.is/publication/351

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.