Fálkinn


Fálkinn - 08.03.1940, Blaðsíða 8

Fálkinn - 08.03.1940, Blaðsíða 8
8 F Á L K I N N Vegna _dóttur sinnar ATlNDURINN kom í snörpum * rykkjum eftir srætinu, ýlfr- aði og vældi í reykháfnum, lamdi nöktum greinunum á trjánum i gluggarúðurnar, alveg eins og einhverjir vansælir og eirðarlaus- ii' andar væri að reyna að komast inn. Bærinn svaf, það var dimt i flestum gluggum og autt og tómt á götunum. í öllu stóra húsinu beint á móti (lómkirkjuni, var aðeins ljós í einum glugga. Þar sat ekkjufrú Sergeev og var að sauma. Það var kalt í herbergiskytrunni, hús- ið var gamalt og gisið og hjelt ekki liitanum — kaldur haust- vindurinn næddi gegnum margar smugur. Ekkjan hafði vafið ullarteppi um fæturna á sjer, hún sat kengbogin yfir saumavjelinni og saumaði og saumaði. Hún varð að vera búin með þessa pöntun í fyrramálið, því annars mundi frú Petrov verða reið. og þá átti hún á hættu að missa besta við- skiftavininn sinn. Svona .... loksins var það bú- ið. Hún stóð upp frá saumavjel- inni, rjetti úr sjer og stundi, þvi að bana verkjaði svo mikið i bakið. Hún fór út í liornið að ofninum og það lá við að hún þjappaði sjer upp að honum, hún njeri hendurnar. En hvað hún var þreytt, hvað henni fansl liún vera lúin og ör- magna! Hún fór að rúminu og horfði á stúlkuna, sem lá þar sofandi. Litla Vera, dóttir henn- ar — augasteinninn hennar. Það var eins og henni hyrfi öll þreyta þegar hún leit á stúlkuna. Hún hnje niður á rúmstokkinn og sal þar og horfði á barnið. Varirnar hrevfðust, hún muldr aði hljóðlaust: „Sofðu, Vera litla, sofðu vært! Elsku litla ástin mín.“ Hún þrýsti saman höndunum og bað innilega: „Góði guð, láttu engar sorgir mæða á barninu. Gerðu lif henn- ar bjart og ljúft og ljett ....“ Hún laut varlega niður að henni og kysti hana á kinnina. KerJingarnar í stóra húsinu brostu stundum í kainpinn að frú Sergeev. „Hún heldur víst, að stelpan hennar sje prinsessa. Hvernig hún dekrar við hana og gælir við hana og hvernig hún klæðir hana!“ En aðrar tóku svari hennar: „Láttu hana sjálfa um það. Þetta er nú eina ánægjan henn- ai’ í lifinu, veslingsins. Og dóttir liennar er ljómandi elskuleg stúlka.“ A hverjum sunnudegi á sumr- in, þegar veðrið var nokkurn- veginn sæmilegt, gengu ekkjan og dóttir hennar langa göngu. Alla leið út að kirkjugarðinum í útjaðri borgarinnar. Þær sátu þar á gröf pabba liennar Veru, og ekkjan sagði dóttur sinni frá lionum. Hann hafði verið svo glaður og góður, altaf svo nærgætinn og altaf i svo góðu skapi. Það var engíiin furða þó að hann dæi snemma þeir, sem guð elskar deyja ungir. ()g árin liðu - liðu. Altaf brann lampinn hjá frú Sergeev Iangl fram á nætur og' hjólið á saumavjelinni snerist í sifellu. Stritið risti snemma rúnir sínar á andlitið á henni, hún varð mögur og bogin i baki, með djúpar hrukkur í andlitinu og gleraugu. En Vera óx og dafnaði og varð falleg stúlka. Það ómaði í hjarta ekkjunnar i hvert skifti, sem hún leit á dóttur sína. „Hún verður áreiðanlega gæfu- manríeskja. Giftist góðum og dugandi manni, eins og hann faðir hennar var.“ Þégar Vera varð átján ára í'jekk hún vinnu í hattaverslun. Hvernig atvikaðist það eigin- lega, að hún hitti Lidin? .Tú, það var eitt vorkvöldið, það var enn svell á gangstjettunum og liún rann og datt. Böggúllinn hennar brunaði langar leiðir og sjálf lá hún kvr og stundi. Þá kom ungur maður til hennar og l.jálpaði henni á fætúr og tók upp böggulinn. „Méidduð þjer yður, ungfrú?" spurði hann. Röddin var svo vingjarnleg. „Já, jeg hefi víst snúist um öklann,“ sagði Vera. „Þá skulum við ná í leig'uvagn heim til yðar,“ sagði liann. „Nei, þakka yður fyrir, jeg hefi ekki efni á því,“ sagði Vera og roðnaði. „Mjer er ánægja að því, að bjóða yður, að aka heim til yðar.“ Og áður en hún hafði fengið ráðrúm til að svara hafði hann stöðvað leigubifreið, lyft henni upp í sælið, settist sjálfur við hliðina á herini og þau óku af stað. Þegar vagninn nam staðar fyrir utan stóra liúsið, vissi Vera þegar, að hann hjet Juri Lidin og var svo til nýlega kominn til borgarinnar. „Jeg hefi atvinnu á skrifstofu lijérna,“ sagði hann. Hann hjálpaði henni upp stig'- ana og sagði skelkaðri ekkjunni frá óhappinu, en áður en þær höfðu þakkað honum almenni- iega fyrir hjálpina var hann horfinn þær heyrðu, að hann hljóp blístrandi niður stigana. „Einstaklega var þetta alúðleg- ur maður,“ sagði frú Sergeev. „Já, hann var mjög liugsunar- Sainur og viðfeldinn,“ hvíslaði Vera. Það leið heill mánuður þangað til Vera hitti Lidin næst. Það var komið fram í miðjan maí. Hún sat í skemtigarðinum síð- degis einn sunnudag og vár að hlusta á hljómsveitina. Fólk gekk hlæjandi og hjalandi lijá og alt í einu fann hún til þess, hve einmana hún var sjálf. Þá var það, að hann kom til Iiennar, lyfti hattinum og sagði: „Góðan daginn, ungfrú Ser- geev. Munið þjer nokkuð eftir mjer?“ ()g áður en Vera liafði áttað sig sátu þau saman við borð á veitingastaðnum í skemtigarðin- um og voru að drekka te. Það var komið t'asl að mið- nætti þegar þau skildu fvrir utan hliðið. t <

x

Fálkinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fálkinn
https://timarit.is/publication/351

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.