Fálkinn


Fálkinn - 08.03.1940, Blaðsíða 15

Fálkinn - 08.03.1940, Blaðsíða 15
F Á L K I N N 15 Árni Björnsson. Karl O. Runólfsson. Nýjar íslenskar tónsmíðar 12. jnars n. k. fara fram eftirtekt- arverðir hljómleikar í Gamla Bió. har flytur Hljómsveit Reykjavíkur ný tónverk eftir tvö íslensk tón- skáld, þá Karl O. Runólfsson og Árna tíjörnsson. Verkin eru: Is- iensk svíta eftir Árna og önnur svíta eftir Karl, sem nefnist ,,Á krossgötum". Þessir hljómleikar eru að þvi leyti athyglisverðir, aS þetta er í fyrsta sinn, sem hér eru Jeikin eingöngu íslensk tónverk af stórri hljómsveit. Fálkinn hefir þvi snúið sjer til hljómsveitarstjórans dr. Urbant- scliitscli og fengið upplýsingar um hljómleikana. „Jeg hlakka til þessara liljómieika og mjer er mikil ánægja að starfa að flutningi þessara tveggja nýju lónsmíða“, segir dr. Urbantschitsch. „íslenska svítan ‘eftir Árna Björns- son er samin fyrir stóra hljómsveit, en er í fjórum köflum yfir gönnd islensk lög i frjálsum, nútíma liljóm- búningi. Sjerstaklega vil jeg vekja athygli á öSrum kaflanum „Noc- turne“, sem er stærsti kafli svít- unnar. SömuleiSis vil jeg nefna „Rímnascherzo“, í nýju mjög skemti- legu íslensku formi. Karl Runólfson notar í verlci sínu eigin temu, en þó er heilt stykki efalaust hreint íslenskt efni. Hann reynir yfirleitt aS sýna, hvernig tónlistin hjer á landi stendur á krossgötum ýmislegra stíltegunda“. „Þess er að vænta“, segir dr. Urbantscitsch að lokum, „að reyk- vískir tónlistarvinir taki þessum nýju tónverkum vel. Þær eiga það báðar skilið og sömuleiðis höfund- ar þeirra." Árni Björnsson kom hingað til bæjarins 1928 og hóf þá organista- nám hjá Páli ísólfssyni. Hann gekk síðar i Tónlistaskólann og tók brott- fararpróf í píanóleik 1935. Jáfnframt námj vann liann fyrir sjer með hljóðfæraleik á skemtisamkomum og svo nótnaskrifum. Hann hefir og nokluið fengist við tónsmíðar og er þessi svíta, sem nú verður flutt, árangur þeirrar starfsemi. Karl (). Runólfsson er löngu orð- inn þektur sem tónskáld og liggur mikið af lögum eftir hann, bæði fyr- i: einsöng, kóra og hljómsveit. ,,Á krossgötum“ er íslensk nú- timahljómlist, skáldskapur og hug- arflug sett frarn með tækni islensks nútimatónskálds. Án efa biða margir þessara hljóm- leika með eftirvæntingu. Auk Hljóm- sveitar Reykjavikur, sem flytur verk- in, syngur karlakórinn „Kátir fje- lagar“ á hljómleiknum íslensk kór- lög. VIÐ SIEGFRED-LÍNUNA. ÚR STRÍÐINU. Þýskir hermenn að setja upp gaddavírsgirðingar við Siegfried- línuna, lil þes's að Frakkar gerisl ekki of nærgöngulir. Svona líta sprengjurnar út, sem þýsku flugvjelarnar hafa. Á mynd- inni er verið að koma sprengjunum fyrir neðan i flugvjelina. Jóu Þorvarðarson, kaupm., varð fimtugur 7. þ. m. Voltaire í Englandi. Spekingurinn Voltaire kom til Englands árið 1727. Þá var fjand- skapur mikill i Englandi í garð Frakka og þegar fólk vissi að Volt- aire var franskur, hópaðist það kringum hann og lirópaði: Þetta er Frakki. Við skulum drepa hann! Voltaire reyndi að halda áfram ferð sinni, en þegar Jsað reyndist ókleift staðnæmdist hann og hrópaði: Gentlemen! Þið viljið hengja mig af því að jeg er franskur. En finst ykkur ekki að örlögin hafi leik- ið mig nógu grimmilega, er |)au gerðu ekki úr mjer Englending! Tilsvarið þótti svo gott, að fólkið skellihló, og það inunaði minstu, að Voltaire va‘ri borinn í gullstól. Ý Alll ineð islenskum skrpum1 Skíðafólk Það er nauðsynlegt að hafa með sjer hið nýja mýkjandi Rósól-cream (í bláum dósum). Það ver húðina fyrir sólbruna og ó- þægindum af regni, stormi og kulda. Berið Rósól-cream á andlitið áður en farið er í skíðagöngu og nuddið þvi vel inn i húðina, svo að hún verði fallega brún og útlitið hraustlegt. Þannig lítur RÓSÓL- CREAM dósin út Happdrætti Háskóla íslands Piú eru aÖEins eftir Z söludagar í 1. flakki. 5000 vinningar 1050000 kr. Látifl gkki happ úr hendi sleppa

x

Fálkinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fálkinn
https://timarit.is/publication/351

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.