Fálkinn


Fálkinn - 08.03.1940, Blaðsíða 14

Fálkinn - 08.03.1940, Blaðsíða 14
14 F Á L K I N N Síru Jóhdnn Þorkelsson. Gunnar Gtinnarsson. Ekknasjóður Reykjavíkur 50 ára. „Mjór er mikils vísir,“ segir mál- tækið. Þegar Ekknasjóður Reykja- víkur var stofnsettur var hann að- eins kr. 34,50, en nú er eign hans kr. 96.500.00. Vjer höfum sennilega mörg ekki heyrt margt um starfsemi þessa sjóðs á undanförnum árum og þó hefir hann starfað og orðið mörgum bág- stöddum til gagns og aðstoðar. En svo er um mörg jjjóðþrifafyrirtæki, þau láta lítið yfir sjer, en vinna sitt þarfa starf í kyrþey. i. mars, 1890 var Ekknasjóður Reykjavíkur stofnaður í Ánanaust- um hjá Guðmundi Gíslasyni. Aðal- hvatamaður að stofnun sjóðsins var Pjetur Gíslason útvegsbóndi. Áður hafði hann hreyft málinu á fundi í Framfarafjelagi Reykjavíkur; Pjetri var alvara, sjóðurinn var stofnaður, með litlu fje í fyrstu, en hann jókst eftir því sem tímar liðu, með aðstoð góðra manna. Tilgangur sjóðsins lýsir sjer í nafni hans. Hann á að styrkja þær konur og þau heimili, sem svifl hafa verið fyrirvinnu sinni. Að þvi hefir sjóðurinn ósleitilega nnnið. Gunnar sál. Gunnarsson kaupmað- ur var lengi gjaldkeri sjóðsins og Ij'et sjer mjög anl um hag hans. Og i stjórn sjóðsins liafa ekki orðið margar breytingar; frá upphafi vega hafa formenn hans verið aðeins tveir, þeir síra Jóhann Þor- kelsson og sira Bjarni Jónsson, vígslubiskup, sá fyrnefndi i 35 ár, sá síðarnefndi í síðustu 15 ár. Síra Jóhann var gerður heiðursfjelagi á 50 ára afmælinu. Gjaldkeri sjóðsins cr Sigurjón Jónsson kaupm. Sigurðtir Jónsson útvegsbóndi, Görðum, ve.rður 75 ára 11. J>. m. Ingvar Kjaran, skipstjóri á 1 gær (7. /j. m.) áittu 50 ára afmæli þeir bræðurnir Guðni „Súðinni“, varð 45 ára 1. J). m. Arnason, verslunarstj. hjá Sláturfjel. Suðurland og Ingvar ~~ ~ — —~~~ Árnason bóndi á Bjalla, Landi. 9 Hver er maðurinn Verðlaun í jólablaði Fálkans var heitið verð iaunum fyrir best gerða litmyiid, sem birt var í barnadálki. Fjöldi mynda barst, cn verðlaunin, 5 krón- ur, hiaut Eiríkur Þórðarson, Lauga- vegi 81. Það leiðrjettist hjer með, að númerið á myndinni í síðasta hlaði, — í myndaröðinni „Hver er mað- urinn“ átti að vera 21 en var sett 20. Útbreiðið Fálkann! Maðurinn er — Barnið mitt, livað er að sjá jiig. Andlitið á þjer er makað í rauðum, bláum og svörtum lit. Hvað mundir þú segja um mig, ef þú sæir mig svona? — Að þú ætlaðir í samkvæmi. Pjetur Jónasson, kaupmaður. Hjalteyri, varð 60 ára 6. [/. m. Söngur og kjöt. Kunnur vísindamaður hefir nú komist að þeirri niðurstöðu, að það sje mjqg skaðlegt fyrir söngröddina að jeta ket. Hann færir það meðal annars máli sínu til lramdráttar, að hvergi sje jetið eins mikið ket og í Englandi, enda sje litið um góða söngmenn þar. Hinsvegar lifi fóik mestmegnis af grænmeti, ávöxtum og mjölmat í Ítalíu, en þar er jafnan úr- val af góðum söngvurum. Loks bend- ir hann á, að allir fuglar, sem syngi vel lifi eingöngu á jurtafæðu, en ránfuglarnir sem lifi á keti kunni ekki að syngja, heldur gargi þeir. Heyrnarlaus bílstjóri. I Aarlius helir daufdumba maður nýlega fengið ökuskírteini, sem leyf- ir honum að stýra bifreið. Hann er 32 ára gamall og bókbindari. Þetta er þriðji daufdumhamaðurinn sem fær bifreiðarskírteini i Danmörku.

x

Fálkinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fálkinn
https://timarit.is/publication/351

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.