Fálkinn


Fálkinn - 19.04.1940, Blaðsíða 3

Fálkinn - 19.04.1940, Blaðsíða 3
F Á L K 1 N N 3 VIKUBLAÐ MEÐ MYNDUM. fíitstjórar: Skúli Skúlason. Kagnar Jóhannesson. Framkv.stjóri: Svavar Hjaltested Aðalskrifstofa: Bankastr. 3, Reykjavík. Sími 2210 Opin virka daga kl. 10-12 og 1-0. Skrifstofa i Oslo: A n t o n S e h j ö t s g a d e 14. Blaðið kemur úl hvern föstudag. kr. 4.50 á ársfj. og 18 kr. árg. Erlendis 24 kr. Allar áskriftir greiðist fyrirfram. .4uglýsingaverð: 20 aura miilim. HERBERTSpre/i/. Skraddaraþaokar. í síðustu styrjöld urðu margir rík- ir, sem áður voru fálækir. Þeir urðu rikir á kostnað ríkissjóða stríðs- þjóðanna, sem tóku lánin, og á al- menningi allra þjóða, einkum þess fólks, sem iifði á föstu kaupi eða sparifje sínu. Heildin tapaði, því að stríð skapa aldrei verðmæti en eyði- leggur jafnan verðmæti. Nú hafa hernaðarþjóðirnar selt sjer það mark, að enginn skuli græða á stríðinu. Og hlutlausu þjóðirnar lika. Þær nota sjer reynsluna úr síðustu styrjöld og i flestum tilfell- um er hægt að sjá fyrir því, að gróði safnist ekki á einstakra manna hend- ur vegna stríðsins. Nú eiga allir að tapa, ekki aðeins hernaðarjijóðirn- ar heldur hlutlausu þjóðirnar líka. Enda hefir það einkennilega skeð, það sem af er styrjöldinni, að hlut- lausu jijóðirnar liafa orðið engu bet- ur úti en herþjóðirnar. Norðnienn hat'a til dæmis mist tiltölulega fleiri menn, það s'em af er styrjöldinni, en Frakkar. Og siglingar hlutlausra þjóða, rnilli hlutlausra landa, hafa verið lamaðar eigi siður en siglingar sjálfra hernaðarþjóðanna. íslendingar geta ekki gert sjer vor um að græða á stríðinu. Þvert á móti. Þó að einhver hækkun verði á útflutningsvörunni þá kemur hækk- un á aðkeyptri vöru á móti. Og hin stórhækkuðu flutningsgjöld eru baggi, sem mun reynast þungur og lýjandi. Aldrei hefir þjóðinni verið nauð- synlegra en nú að búa sem mest að sínu. Þegar stjórnarvöldin sáu fram á styrjöld í fyrra, heittu þau sjer einkum fyrir jivi, að tryggja að- liutning á öllu þvi, sem íramleiðslan þarf á að halda — eldsneyti og veiðarfæri til útgerðarinnar og þvi um Jíku. En á hitt hefir ekki verið lögð sú áhersla sem skyldi, að reyna að spara erlendar vörur og nota inn- lendar í staðinn. Fisknotkun þjóðar- innar gæti eflaust aukistum helming, án þess að heilsu cða þreki nokkurs inanns væri misboðið, ketnotkun sönni leiðis og hagnýtari ineðferð mjólk- urafurða en nú gerist. Það er mjög mikið vafamál, hvort mjólkursend- ingar sveitabýla í mjólkurhúin sunn- anlands er til góðs á þeim timum, sem nú standa yfir, og það er öfug- streymi þegar sveitafólk hættir að húa til skyr, en jetur hfragraut á málum i staðinn. Það er sannanlegt, að fólk gat lifað góðu Iífi hjer á landi með helmingi minni matvöru- innflutning en nú. Því skyldi ]>að ekki vera hægt enn? GUNNAR GUNNARSSON skáld kominn heim Ar Þýskalandsför sinni. Viðtal við skáldið. Gunnar (itinnarsson skáld kom heim hingað nieð „Lvra“ siðast, og slapp |)ví lieim rjetl um leið og Noregur og Danmörk drógust inn í styrjöldina. „Fálir- inn“ gerir ráð fyrir, að marga fýsi að heyra eitthvað um ferðir þessa víðfræga og víðförla landa vors og fór því á fund Gunnars rjett eftir heimkomuna og spurði hann frjetta úr utanförinni. Ætli fæst orð ltafi ekki minsta ábyrgð, ekki síst á þess- um tímum, segir skáldið með hægð. Þjer liafið verið farinn frá Noregi fyrir þýsku innrásina? Já, við sigldum frá Noregs- ströndum nóttina áðtir en þeir atburðir gerðust, og á leiðinni hingað sáum við fá merki stríðs, ekkert herskip, en nveðan við áttum viðdvöl í Færeyjum flugu tvær breskar flugvjelar yfir Þórs- höfn. En við vorum líka farnir þaðan þegar Bretar tóku eyj- arnar. Við gátum því komist leiðar okkar án nokkurs trafala. Sáuð þjer þess nokkur ínerki á Norðurlöndum, að fólk- ið byggist við því, sem nú hefir komið á daginn? Nei, alls ekki, það fólk, sem jeg talaði við, virtist sliku alger- iega óviðbúið. Nú víkur talinu að Þýskalands- för Gunnars, en ])ar ferðaðist hann um og las upp úr verkum sinum í eigi færri en 14 borg- nm. Ivvað hann sig hafa furðað á, hversu góð aðsóknin hefði ver- ið, þrátt fvrir yfirstandandi slríð. Enda virtist sjer mentaðir Þjóð- verjar, flestum útlendingum fremur, þekkja til íslands og ts- lendinga. G. G. kvaðst ekki, sem ferða- maður, hafa orðið var við skort í Þýskalandi. Að vísu hefði verið litið um eldivið, og flutnings- vandræði væru nokkur, en ann- ars virtist fólkið hafa nóg. Nú fer jeg að fara í kringum þáð við Gunnar, að marga langi til að forvitnast eitthvað um fundi hans og Hitlers ríkiskansl- ara. Gunnar brosir \ið. Jæja, einmitt það. Annars hefi jeg svo sem ekki margt að segja um það. Þið hafið væntanlega eitt- livað minst á íslensk efni. — Já, meðal annars sagði jeg Hitler frá því, að nú væru 37 ár liðin síðan íslenskur hóndi bar fram á Alþingi frumvarp um þegnskylduvinnu. En ekki var liitler kunnugt uin það. Kvaðst liann hafi fengið ýmsar hug- myndir að þýsku þegnskyldunni frá Búlgariu. Héfir Hitler ekki mikinn persónulegan kraft til að bera, eða sýndist yður liann vera þreytulegur ? Kringum slíka menn er auðvitað mikið aflsvið. Nei hann sýndist ekki vera þreyttur. En hann sagðist ekki luifa húist við striði. Hefði hann verið byrj- aður á mörgum stórvirkjum víðsvegar uin landið, en nú yrði þau að biða vegna ófriðarins. Hitler sagðist i raun rjettri ekki mega vera að því að standa í stríði, hann væri orðinn fimtug- ur og hefði nógum öðrum störf- nm að sinna. Gunnar var 'Al/> mánuð í ferða- lagi sínu og fór hratt vfir. Seg- ist hann ekki hafa dvalist nema kvöldið og blánóttina í mörgum borgunum, sem hann gisti. En Norræna fjelagið í Þýskalandi undirbjó ferðir hans þar í landi. Og nú liaí'ið þjer í hvggju að setjast að húi vðar evstra? Já, jeg fer austur með fyrstu ferð, segir Gunnar Gunn- arsson. Og nú er mál til komið að fara að skrifa eitthvað fyrir sjálfan sig, eftir alt þetta ferða- lag, bætir liann við. r.j. Útbreiðið Fáikann! HANDSPRENRJURNAR TIL! Þó að lengstum sje „tíðindalausl á vesturvígstöSvunum“ eru hermenn- irnir altaf reiSubúnir. Hjer sjest þýskur hermaður í gryfjudyrunum sínum með handsprengjurnar hjá sjer. Dagleg iðkun lyginnar: Þjónninn: —- Nú skal jeg koma eftir augnablik. Búðarmaðurinn : Jeg get óhikað mælt með þessum nærfötum. Það er sama tegundin og jeg nota sjálfur. Tannlæknirinn: Yður kennir ekki vitund til. Þulurinn: Nú hefsl skemtiþát.t- ur. — Ungi maðurinn: Jeg liefi aldroi elskað nokkra stúlku fyr en þig. Drengurinn við Bió: ,Ieg er ekki nema 12 ára. Verjandinn: — Mundi jeg standa hjerna, ef jeg væri ekki sannfærður um sakleysi þessa manns? Veðurfræðingurinn: — Veðurútíi't á morgun: gott veður. Vinkonan: Góða niín, það er eins og þessi hattur sje steyptur á þig. Ritstjórinn: Vegna rúmlevsis er oss því ómögulegl.... (Der Querschnitt). PÁFINN HJÁ nýárið, að páfinn heimsótti en enginn páfi liefir heimsótt Ítalíu- konung' síðan 1870. Hjer sjest páf- inn í vagni sínum fyrir utan hallar- dyrnar.

x

Fálkinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fálkinn
https://timarit.is/publication/351

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.