Fálkinn


Fálkinn - 26.04.1940, Blaðsíða 5

Fálkinn - 26.04.1940, Blaðsíða 5
F A L K I i\ N TliG var fermdur liaustið 1893 í J Árbæjarkirkju i Holtum af sira Ófeigi Yigfússyni, nú prófasti á Fellsmúla. Var jeg fyrsta barnið, sem bann fermdi i sínum prestskap. A þeim tinia var það venja, að sveit.i- piltar færu til sjóróðra skömmu eftir ferminguna, og þá venjulega sem hálfdrættingar, eða upp á hálfan blut, þegar lóð var notuð. Jeg fór fýrst til sjós veturinn 1895 og þá út í Grindavík, að Staðar- gerði í Staðarhverfi. Gekk jeg alla þá Jeið austan úr Holtum, og bar þrjá fjórðunga á bakinu. Vorum við ferðafélagarnir sex daga á leiðinni. Fórum yfir Þjórsá og Ölfusá á ís, og svo syðri leiðina, um Þorláks- höfn, Herdisarvík og Krýsuvik. Man jeg næstum enn, hvernig veðrið var þessa daga; t. d. var asahláka þegar við vorum í Þorlákshöfn. ( Staðargerði vorum við háselarnir i sjóbúð og leið prýðilega. Þar bjuggu þá þrjú systkini er hjetu Sigriður, Þor- geir og Vernharður, og var hann formaður minn. Fjell mjer mjög vel við þau öll. Lagsmaður íninn lijet Jónatan og var frá Sveðjustöðum i Miðfirði. Man jeg eftir, hvað mjer þótti bæjarnafnið skrítið og óvið- leldið. Ekki man jeg nú, hverjir voru fjelagar minir þessa vertíð (auk bræðranna Þorgeirs og Vernharðar og Jónatans), nema Guðjón Jónsson frá Unnarholti í Hrunamannahreppi bróðir Bjarna fv. bankaútbússtjóra á Akureyri. Fyrsti fiskurinn, sem jeg dró, var allvænn þorskur; fjekk jeg að eiga hann sjálfur. Fyrsta fiskinn. sem maður eignaðist (eða dró), átti að gefa einhverjuin fátækum. Var það talið gæfumerki. Jeg markaði fiskinn vel og vandlega, svo jegskyldi þekkja liann um vorið, herti hann siðan (haus og bol) og gaf hann svo á Iestunum vorið eftir holdsveikum pilti, sem bjó i Götu i Holtum, sem er næsti bær við Marteinstungu, ]>ar sem jeg er fæddur og uppalinn. Þessa fyrstu vertið mína leið mjer prýðilega að öðru leyti eri því, að mjer hálf leiddist, einkum fyrst í stað. Hafði heldur aldrei farið að heiman fyrr. Man jeg eftir, að það glaðnaði altaf yfir mjer, þegar við rjerum svo djúpt, að jeg sá Seljalancls nuíla koma fram undan Selvogsheiði, en hann sá jeg að heiman þegar bjart var. Hefir hann ætið verið tign- arlegur í minum augnm, en aldrei meira en þá. Nú er Staðargerði komið í eyði. Sjest þar ekki annað cn tætlur, er áður voru snotur liús, sem fólki leið vel í. 1937 fór jeg fram lijá Staðar- liverfi á ieið frá Reykjanesi. Fór jeg út úr bilnum hjá Móakoti og gekk yfir að Staðargerði. Fann jeg þar tóftina af verbúðinni, sem jeg hafði verið í fyrir nærri hálfum fimta tug ára, og var erindinu þá lokið. En tómlegri var aðkoman nú að Stað- argerði, en meðan hin góðu óg gesl- risnu systkini bjuggu þar. Presthjón á Stað voru 1895 sira Brynjólfur Gunnarsson og Helga Ketilsdóttir, bæði stórbændabörn úr Höfnum. Hann sonur Gunnars bónda í Kirkjuvogi; hún dóttir Ketils í Kot- vogi. lvom jeg ofl til þeirra og þótti gott. Faðir minn hafði um mörg ár verið háseti hjá Gunnari i Kirkju- vogi föður síra Brynjólfs, svo að þcir ])ektusl vel Irá yngri árum. Og naut jeg þess. IMæSTU þrjár vertíðarnar rjeri jeg í Stokkséyrarhverfinu. Tvær þær fyrri i austurhverfinu, hjá Bjarna heitnum Þorsteinssyni í Hellukoti, en þá síðustu hjá Pálmari heitnum á Stokkseyri, bróður Jóns og ísólfs Pálssona. Tvö aðalsund voru á brim- garðinum fram af Stokkseyri. Þeir sem rjeru ur austur-hverfinu fóru um eystra sundið, sem kallað var Músarsund, en vesturhverfingar fóru A. J. Johnson: ÚR DJÚPI um hitl sundið, Sloklcseyrarsund. Það var miklu betra, þ. e. sjór var þar miklu lengur fær. Aðra vertið- ina, sem jeg rjeri hjá Bjarna í Hellu- koti, varð stórkostlegt sjóslys á Stokkseyri, er nú skal skýrt frá. Dagana fyrir 20. mars 1897, hafði sjóveður verið gotl (norðanátt) og fiskast vel. Og þennan dag (]>. e. 20. mars) var enn gott sjóveður, þ. e. a. s. aðfaranótt hans, en venjulega voru róðrar byrjaðir þegar gæftir voru kl. 2%— 3 á næturnar, og þá vilanlega i aldimmu. Aðkomnir sjó- menn hjeldu venjulega til í sjóbúð- um, en formenn á heimilum sínum, ef þeir áttu heima í þorpinu. Skips- hölii Bjarna í Hellukoti var i sjóbúð í Eystra-íragerði, af því að það vai nær lendingunni, en að vera heima í Hellukoti, en þar var hún áður. Leið okkar á fiskimiðin var um Mús- arsund. Rjerum við snemma þennan morgnn. Skamt fyrir austan Stokks- eyri var þurrabúð er hjet Sanda. Þar bjó einn af formönnum í vestra hverfinu, Torfi Nikulásson. Hásetar hans voru í sjóbúð skamt frá, en sjállur svaf hann heima. Að sjálf- sögðu rjeri Torfi með skipshöfn sina þennan morgun eins og aðrir. Dag- ana áður hafði einn hásetanna ver- ið lasinn, og rjeri þá í hans stað unglings maður, sem ráðinn var til að beita i landi. Þegar Torfi kom i sjóbúðina i l)etta sinn til að „kalla“, tilkynti hann beitningarmannihum, að i dag skyldi hann ekki róa, því nú treysti hásetinn, er i landi hafði verið, sjer til að skipa sitt rúm. Skildi þar á milli feigs og óleigs, eins og svo oft. Er beitingarmaðhr- inn enn á lífi, og nú meira en liálf- sjötugur. ■Sú saga gekk fyrir auslan um þetta leyti, að maður úr Gnúpverja- hreppi, er nefndur var venjulega Fúsi Finns, og formenn á Stokks- eyri lofuðu að róa einn og einn róður gekk með skipum, sem kallað var hefði ætlað að róa með Torfa þennan morgun, en af þvi að enginn hásetanna hefði getað kveikt á eldspítustokk er liann kom i búðina og vakti þá, beitudreng- ur átti loksins að hafa getað kveikt hafi honum ekki litist á hlikuna, og farið út og fengið lar með öðrum. Spurt hefi jeg tvo menn hér í bæn- um, er ])á voru beitudrengir hjá Torfa, um þessa sögu, og segja báðir að lu'in sje tilbúningur einn. Og saina má segja um það, sem sagt er í sambandi við drukknun Torfa í þjóðsögum Sigfúsar Sigfússonar. Það hefir ekki við nein sannindi að styðjast. PLESTIR rjeru suðaustur á leirinu, og ekki mjög djúpt. Meðal þeirra voru formaður minn og Torfi. Þegar byrjað var að draga línuna þá var orðið albjart — var komin mikil alda, og sjó sýnilega farið að brima. Þegar sjó brimaði fljótt var sú ör- yggisráðstöfun viðhöfð, að ,,flagga“ skipuni er á sjó voru, að landi. Gamlir formenn eða sjómenn, er hættir voru að róa, höfðu venjulega þetta vandastarf með höndum. Var það gerf á þann hátt, að flaggað var i heila stöng á tilteknum þremur sloðum, með áljveðnu millibili. Aust- asta flaggiö þýddi, að þeir sem á sjó voru, áttu að flýta sjer sem unl var, þvi sjó væri að brima. Væri þetta flagg dregið niður og flaggað á miðstaðnum, þýddi það, að sund- MINNINGANNA. in væru oröin mjög varhugaverð, og þyrfti því fylstu aðgæslu. Kæmi vestasta flaggið upp og miðflagg- ið jafnframt dregið niður voru sundin talin með öllu ófær, og varð þá að leita lil Þorlákshafnar, og reyna að ná landi þar. Aldan hjelt áfram að stækka, og bráðlega kom upp fyrsta flaggið og nokkru síðar annað. Voru nú höfð cins liröð handtök og unt var. Þegar Bjarni formaður minn, kom upp að Músarsundi lá eitt skip við það og beið eftir „lagi“. Það var skip Torfa í Söndu. í þetta sinn ætlaði hann að fara Músársund, og svo innan skerja vestur i Stokks- eyrarlendingu, líklega lil að stytta sjer leið— eða af því að feigðin kallaði. Annars var Stokkseyirarsund hans venjulega leið. Er skipin höfðu verið þarna litla stund svo nálægt hvort öðru, að hægt var að talast við milli þeirra, segir Bjarni: „Nú held jeg, að sje að koma „Iag“. Ætlar þú að taka það? Ef þú tckur það ekki, ætla jeg að taka það“. Torfi sagðist ætla að nota ,,lagið“ sjálfur, og hann átti rjettinn, því að liann kom fyr að sundinu. Sagði hann nú sinum mönnum að taka róðurinn. í brimróðri er áralag hafl mjög fljótt, óg er mjög áríðandi, að allir róðrarmenn sjeu vel samtaka, og að engin mistök geti komið fyrir, t. d. að ár festist í sjó o. fl. Við lágum kyrrir fyrir utan sundið gættum aðeins að fara ekki of nærri boðunum —- og litum fram til að sja hvernig Torfa reiddi af inn úr sundinu. Okkur fanst einkennilegt, hvað þeir höfðu seinl „áralagið“. Þegar þcir voru komnir tæplega inn á mitt sundið, kom ólag, 1>. e. boðar, sem fjcllu alveg’ yfir það. Þegar þ.eir voru hjá farnir, sáum við skipið, lá það þá flatt lyrir boðunum í miðju sundinu. Virtist okkur ])að þá orðið stýrislaust og áralaust.og menn- irnir, sem eftir voru i því, Virtusl vera meðvitundarlausir og lágu mátt- vana út á borðstokkinn. En það var á rjettum kili. En á sama augnabliki að heila mátti, koni annað ,,ólag“, og ei það var hjá gengið, var skipið komið inn úr brimgarðinum og þá á lvvolfi og allir mennirnir komnir í sjóinn. Ekki voru nokkur lök á að bjarga. Þarna druknuðu 9 menn á fáum mínútum, er höfðu fyrir nokkr- um klukkustundum lag't á liafið glaðir og heilbrigðir, lil að sækja björg handa sjer og sínum. Að borfa upp á slíkt, er svo átakanlegl, að það liður al- drei úr minni. Þessir menn drukkn- uðu: Torli Nikulásson, Söndu, við Stokkseyri, formaður, fátækur tómt- húsmaður og 5 barna faðir. Ingi- muridur Pálsson, einnig fátækur tómthúsmaður úr Stokkseyrarhverf- inu. Bjarni Eiríksson, bóndi i Túni í Flóa. Jón Jónsson, unglingspiltur frá Minna-Núpi i Gnúpverjahreppi. Þórð- ur Þórðarson frá Arnarhóli í Land- eyjum. Jóhann Guðmundsson frá Gíslaholti i Holtum, (lisli Guðmunds- son frá Nýjabæ i Sandvíkurhreppi. Jón Jónsson frá Bjalla á Landi, og Þorsteinn Stefánsson frá Reykjavöll- um í Hraungerðishreppi. |-<,IARNI formaður minn snjeri frá ^ Músarsundi eftir að siysið hafði skeð, og fór vestur á Stokkseyrar- sund, og fengum við þar rjómasljett- an sjó, sem kallað er. Mig minn- ir að slysið hafi orðið nokkru fyrir liádegi, en stuttu cftir að það liafði skeð, tók sjó að lægja aftur og rjeru þá öll skip i annað sinn. Sjór var |)á tekinn að lalla út, og var þvi svo ákveðið, að einn mað- ur skyldi verða eftir i landi af fjór- um skipum (að mig minnir) úr aust- urhverfinu, til að leita að likuni þeirra drukknuðu um fjöruna, fram undir brimgarðinum. Varð jeg fyrir því að inna þetta verk af hendi, af okkar skipi. Höfðum við stóran bát til að láta likin i jafnóðum og við fiindum þau, og höfðum hann aftan i öðrum minni, er við rjerum. Vorum við alla fjöruna að leita, og fundum, að mig minnlr, (i lík. Sum voru skorðuð milli stórra kletta, eitl stóð á höfði þannig skorðað — en önnur voru i lónum milli skerjanna. Til l>ess að komast með þennan ömurlega larni i land, urðum við að híða stundum all-lengi eflir því að nóg fjelli að, til þess að bátarnir flytu yfir þröskulda, sem eru á milli lónanna. Var orðið aldimt er við kom- um upp í Stokkseyrarlendingu. Bárum við likin svo með aðstoð annara, er koniu til hjálpar, inn í Stokkseyrar- kirkju, og flettum ;if þeim sjóklæð- unum. Ekki man jeg nú orðið, hverj- ir voru með í leitinni, en hitl man jeg, að þetta er það ömurlegasta verk, sem jeg heli gert iiiu dagana, og að þessir blessaðir sjódruknuðu menn toru aldrei úr draumum mín- Úm nóttina á eftir og jafnvel fleiri nætur. T7kKI man jeg nú nema fátl eitl af ■*—* því er á dagana dreif þessar ver- tiðir á Stokkseyri. í landlegum gerðu sjómenn mikið að þvi að spila á spil, og var „Köttur" lang mest spil- aður. Hann gátu svo margir spilað í einu, þetta frá 5—8, og kunnátta kom lítið til greina. Grandvist var stundum spiíuð, en aldrei sá jeg spilaðan lomber, eða önnur spil, sem reyna á mikla eftirtekt og kunnáttu. Einstaka sinnum voru haldnar stór- ar bændaglímur. Einhver mesti glímumaður í austurhverfinu var Einar á Geldingalæk, sem rjeri hjá Benedikt i Vestra-tragerði. A þessum árum hjelt Jón Pálsson (síðar bankafjehirðir) skóla fyrir sjómenn á Stokkseyri. Notfærðu margir sjómenn sjer hann i landleg- um, einkum þó þeir, sem höfðu með- fædda hvöt til að menta sig. Kom skóli Jóns mörgurn að góðum not- um. Af mönnum er síðar urðu þjóð- |)ektir, og stunduðu sjó á þessuín ár- um á Stokkseyri, man jeg eftir þess- um Ijórum: Jóni Ólafssyni (síðar alþm. og bankastj.), Einari Jónssyni á Geldingalæk (síðar alþm.) og bræðrunum Jóni og ísólli Pálsson- um. Engum þessara nianna kyntist jeg þó á þessum árum kyntist þeim öllum síðar nema ísólfi. Hjá l’.onum lærði jeg að spila á orgel veturinn 1897, þegar landlegur voru. Hann bjó þá i Simonarhúsi, hjá tengdaforeldrum sinum. Er mjer enn minnisstætt er jeg sat á einu rúm- inu i baðstofunni i Símonarhúsi og var að æfa mig á gamla orgelið, þeg- ar sonur hans varla álnar hár en nú færasti orgelsnillingur þjóðar- innar var að lcika sjer á gólfiuu og tcygja sig upp i orgelið, og styðja á eina og eina nótu, lil l>ess að heyra hljóð koma undan sínum lingri. Syninum kipti náttúrlega lljólt i kynið, og krókurinn beygð) isl snemma til þess, er verða vildi. ísólfur var þá organleikari i Stokks- eyrarkirkju. Jeg er sannfærður um, að hefði hann lifað með slærri þjóð, og notið fullkominnar mentunar, þá liefði hann orðið þektur viðar en í sínu heimalandi, sem læknir, tón- skáld og hugýitsmaður, þvi hann er þctta alt, þó hann sje kunnastur fyr- ir lögin sin ljúfu og fögru, sem orð- in eru alþjóðareign. Frh. á bls. 14.

x

Fálkinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fálkinn
https://timarit.is/publication/351

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.