Fálkinn


Fálkinn - 26.04.1940, Blaðsíða 6

Fálkinn - 26.04.1940, Blaðsíða 6
c F Á L K I N N 1111 TVENNSKONAR MENN. MíIes Henslau/. ^^SBORN leil á mr. Willis, ei’ liann ^ kom órór fram úr búðargang- inum, þar sem hann hafði be'ðið. Honum fanst hann kannast svo vel við grágrænu fötin. þröngu, press- uðu brækurnar og slifsisnæluna. Og gleraugun, sem hjengu á nefinu komu honum heldur ekki ókunnuglega fyr- ir sjónir. Þau sátu á nefinu eins og fiðrildi, tilbúin tii flugs. En er hann skoðaði gullumgerðina og glerin nánar komst hann á aðra skoðun. Grönn gullfesti með krók, sem sat á eyranu, gerði það ómögu- legt, að hann gæti mist gleraugun. Og í sambandi við gabardin-fötin og gljáandi skóna hjálpaði gullfestin lil að breyta binni fyrstu hugsun Osbornes. Nei, nú vissi liann áreiðanlega, að hann hafði aldrei sjeð mr. Willis fvr. Eða þá einhvern annan Willis, því að þeir skiftu hundruðum. Og þegar hann stóð þarna og starði. gekk það upp fyrir honum, að mr. Willis væri fulltrúi hinna sjaldgæfu tigulegu manna. Það var aðeins tvent, sem svona maður gat verið — bankamaður eða seljari. Og honum fansl nærri því raunalegt, að menn skyldti bera iðju sína svona utan á sjer. Hvern- ig ættu þeir, sem báru smámenskuna utan á sjer, að komast áfram i heim- inum? Um alt þetta var Osborn að hugsa þegar mr. Willis, grannur og snyrti- legur kom iabbandi á móti honum og lyfti harða hattinum. Osborn lyfti lina hatfinum og rjetti fram hendina. „Mr. Willis?“ sagði Osborn. „Mjer þykir leitt, ef jeg hefi látið yður bíða.“ Sá granni og snyrtilegi hló. „Þetta er auðsjáanlega mi'sskilningur," sagði hann. „Eruð þjer ekki mr. Roberts?" „Nei, jeg heiti Osborn. Svo að þjer eruð þá ekki mr. Willis?“ „Nei. Jeg heiti Harvey. Þetta var skritið. Jeg.hefði þorað að sverja, að þjer væruð maðurinn, sem jeg átti að hitta. Þjer komið alveg heim við lýsinguna, sem hann bróðir minn gaf mjer af yður.“ „Sama segi jeg. Fötin, hatturinn og alt annað.“ „Þetta var ákaflega skrítin tilvilj- un,“ sagði mr. Harvey. „Já, sjerstaklega skrítin," sagði Osborn. „Jeg var i þann veginn að fara," sagfy Harvey. „Minn maður var orð- inn tuttugu mínútum of seinn." „Jeg kom víst lika of seint,“ sagði Osborn. „Jeg átti að hitta manninn stundvíslega klukkan eitt. Og nú er hún kortjer yfir. Þjer munuð ekki hafa tekið eítir neinum....?“ „Hvernig átli hann að lita út?“ Osborn hló. „Eftir lýsingunni, sem jeg fjekk, þá átti hann að vera líkur yður.“ „Nei,“ sagði Harvey, „jeg er hrædd- ur um, að jeg hafi ekki sjeð hann. Og hvað minn mann snertir, þá ætla jeg að bíða í fimm mínútur enn. Ef hann kemur ekki innan jiess tíma, þá hann um það.“ „Jeg ætti kanske að biða líka, ef ske kynni að hann kæmi," sagði Osborn. „Má jeg bjóða yður sigarettu?" sagði Harvey. „Nei, j>akka yður fyrir." „Fallegt veður í dag,“ sagði Har- vey. - „Jeg held það haldist ekki Jengi," sagði Osborn og leit kringum sig. „Það er leiðinlegt, að altaf skuli koma rigning, þegar skrifstofumenn eiga frí.“ „Jeg vona að það haldist," sagði mr, Harvey órór. „Jeg hafði vonað að geta þrifið svolítið lil i garðin- um mínum.“ Osborn brosti. Mr. Harvey tók af sjer gleraugun og þerraði af þeim með vasaklútnum og tylti þeim á nefið aftur. Svona stóðu j)eir dálitla stund, án liess að segjá nokkuð, en horfðu á alla, sem framhjá gengu með jieirri athygli, sem tilefni var til. Síðan fór mr. Harvey að grand- skoða Osborn frá toppi lil láar. „Nálægt hálffertugu,“ hugsaði hann, „eða máske 38. Lögreglumað- ur. Þrekinn og eins og fæddur til að ráða. Merkilegt, hve slíkir menn eru skeytingarlausir um klæðaburð sinn —- þeir eru altaf svo ósnyrti- legir, en koma manni vel fyrir sjón- ir samt. Þessi hattur, sem hann er með, hlýtur að vera að minsta kosti tveggja ára gamall: ekki beinlínis skítugur, en gamall og jivældur. „Og skórnir. Þeir voru liægilegir, en höfðu verið sólaðir bæði einu sinni og tvisvar" Hann leit á gljáskóna, sem hann var með sjálfur og öfundaði hinn hálfpartinn af gömlu golfskónum hans. Sumir menn eru |>eirri gáfu gæddir, að kunna að koma vel fyrir sjónir með lrví að vera skeytingar- lausir. Það var aðeins sjerstök mann- tegund, sem kunni það. Osborn var einmitt einn úr þeim flokki. Einn af þeim, sem koma á skrifstofur og geta leyft sjer að setjast upp á brúnina á skrifborðinu og fara að rabba um viðskifti. Annaðlivort er hann miðlari eða húsameistari, hugs- aði mr. Harvey. „Viljið þjer ekki fá yður glas með mjer?“ spurði Osborn upp úr þurru. „Það litur út fyrir, að menn- irnir okkar ætli ekki að koma.“ „Það er vel boðið,' sagði mr. Har- vey. „Hvert ættum við að fara?“ „Það er góður staður j>arna á horninu," sagði Osborn. „Jeg kem ofi þangað.“ „Hvað má jeg bjóða yður?“ sagði hann, er þeir nálguðust krána. „Dropa af whisky, held jeg,“ svar- aði mr. Harvey. „Nokkra sjerstaka tegund?“ „Hm jeg drekk oftast Blue Label." „Einn Blue Label og eitt glas af pilsner," sagði Osborn við stúlkuna fyrir innan diskinn. „Whisky,“ hugsaði hann og brosti. „Jeg gat svo se'm vitað það. Einmitt drykkurinn, sem siðfágaðir menn kjósa, J>égar j>eim er boðið i staup- inu. Útlitið ber j>að með sjer.“ „Öl,“ hugsaði mr. Harvey með aðdáun. „Jeg hefi oft óskað j>ess, að mjer þætti öl betra, þeim þykir j>að þessum skeytingarlau.su. Já, jeg vissi, að hann mundi biðja um öl.“ ,,Nú verð jeg að fara," sagði Os- born eflir fáeinar mínútur, er þeir höfðu rent út úr glösunum. „Það var ganían að hilta yður." „Já, jeg segi sama,“ svaraði mr. Harvey.“ Hann náði i veskið sitt og tók fram nafnspjald. „Kanske þjer vilduð líta inn til mín einhvern- tíma, þegar |>jer eigið tómstund. Það hjerna rjett hjá.“ Hann rjetti Osborn spjaldið. „Það er mjer mikil ánægja, mr. Harvey." Hann tók spjaldið <>g lagði það í vinstri hendi um leið og hann kvaddi llarvey með j>eirri hægri. „Verið þjer sælir.“ „Verið þjer sælir,“ svaraði Har- vey. — „Osborn er viðfeldinn náungi." Það var diskstúlkan, sem tala'ði. „Ha þekkið þjer hann?“ spurði mr. Harvey forviða. „Hvort jeg j>ekki hann! Hann kem- ur svo oft hjerna. Hann er ármaður á gistihúsinu hinum megin við göt- una.“ „Hvað segir þjer?“ sagði Harv.éy. Hann rykti höfðinu svo snögt, að gullfestin i glefaugunum dinglaði. „Er það mögulegt?“ Þegar Osborn settist i sporvagninn skömmu síðar varð honum iitið á nafnspjaldið, sem hann hjelt á i hendinni. Hann horfði á j>að og um leið og hann las nafnið, skaut liann gamla hattinum sínum aftur i hnakka. „G. Harvey“, las hann. „Defiance- vátryggingafjelagið, Strand, London. Og i einu horninu með smáletri: Framkvæmdastjóri." „Ja, hver skrambinn!" tautaði hann. ■£ Allt ineð islenskum skrpum' •§* er miðstöð verðbrjefavið- skiftanna. fiOB SAMTÍBABINNAB pDrbes aðmipáll. Þo að Charles Morton Forbes sje 'kki æðsti maður enska berflotans l>á er hann samt sá maður i ensku flotastjórninni, sem almenningur mun veita einna mesta athygli með- an stríðið varir. Ef sjóorustu verð- ir i Norðursjónum milli Þjóðverja og Breta, verður Forbes áreiðanlega fremur getið i sambandi við hana en yfirmanna hans, Winstons Cliur- c.liill flotamálaráðherra og sir Dud- ley Pound hæstráðanda alls enska herflotans. Þvi að þeir stjórna báðir af skrifstofunum, en Forbes af fána- skipi sinu. Hann situr i sama sessi <>g Jellicoe gerði i hejmsstyrjöldinni miklu. Sir Cbarles stendur nú á sjötugu, < n hefir verið meira eða minna við flotann riðinn i 57 ár, j>ví að hann var ekki nema jirettán ára l>eg'ar liann gerðist ljettadrengur á ensku herskipi. Eftir nokkra dvöl l>ar fór hann á sjóhernaðarskólann og varð lautinant 22 ára gamall og tók ]>á að kynna sjer stórskotatæki og r.otk- un þeirra. Hann er sjerfræðingur í fallbyssum og kjörorð hans hefir jafnan verið þetta, þegar rætt var um flotann: Stærri og langdrægari fallbyssur, stærri og hraðskreiðari herskip. Og liann hefir haft sitt mál fram. Churchill var honuin sammála og þegar liann var flotamálaráð- herra fyrir heimsstyrjöjdina ijet hann smíða nýja skipateguixl sain- kvæmt ráðum Charles, „Queen Elisabeth-flokkinn" svonefmla. Arið 1917 var sir Gharles Forbes orðinn höfuðsmaður, en 1928 varð hann vara-aðmíráll og hafði jafn- framt eftirlit með vopnaútbúnaði enska flotans. Árið 1932 varð liann 3. „sealord“ og sat í því embætti til 1934. Loks varð hann yfirmaður „the Home-fleet“ árið 1938. Sir Charles tók virkan þátt í síð- ustu styrjöld. Hann var yfirmaður á „Queen Elisabeth“ þegar skipið var sent til Dardanellasunds og foringi Jellicoe aðmíráls á bryndrekanum „Iron Duké“ og tók þátt í orustunni við Jótlandssíðu. Eftir það varð hann hæstráðandi á ýmsum skipum alt fram að striðslokum <>g var í Helgolandsorustunni. Siðan hefir hann annað veifið unnið á skrifstof- um hermálastjórnarinnar þangað til fyrir hálfu öðru ári, að sýnt þótti að til nýrrar styrjaldar muni draga. Síðan hefir hann verið önnum kaf- inn við að búa flotann undir styrj- öldina, sem nú hefir staðið nokkra mánuði, þó að eigi hafi ennþá orð- ið nein sjóorusta milli heimaflotans og Þjóðverja. Þegar fyrsta talsímalínan var lögð í Arabiu, fyrir Ibn Saud konung, mótmæltu múhameðsprestarnir því eindregið og sögðu þetta vera djöf- ulsins verk og vantrúaðra vestur- landabúa. Ibn Saud var i vanda, en er liann hafði hugsað málið svaraði hann: „Ef síminn er djöfulsins verk þá munu liin heilögu orð kóransins ekki heyrast gegnuni hann. En ef orðin heyrast þá er síminn ekki frá <ljöflinum. Þessvegna tilnefni jeg nú tvo presta og skulu þeir tala sam- an í síma og lesa upphátt úr kóran- inum og svo sjáurn við hvernig fer.“ Prestarnir ge^igu að þessu, og mál- um lauk svo, að þeir viðurkendu símann. (National Geograph Magazine).

x

Fálkinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fálkinn
https://timarit.is/publication/351

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.