Fálkinn


Fálkinn - 31.05.1940, Blaðsíða 10

Fálkinn - 31.05.1940, Blaðsíða 10
10 F Á L K I N N VNCWW U/KNbURNIR SNJÓBÍLL BYRDS AÐMÍRÁLS. Amerík(anski aðniírállinn Byrd, sem betur hefir kannað suðurheim- skautalöndin en nokkur maður ann- ar, er nú enn á ný kominn til bæki- stöðva sinna, „Litiu Ameríku“ i suðurhéimskautslöndunuin, í nýjan leiðangur. í þetta skifti hefir hann spánýtt samgöngutæki með sjer, sem hann býst við að komi að góðu haldi. Það er risavaxinn snjódreki, sem á að komast leiðar sinnar um suður- hjeruðin betur en nokkur hunda- sleði. Þið sjáið hjerna mynd af þessu ferlíki, sem vegur 37 tonn og 'stærðin er eftir því, enda m'undi ekki liægiiegt að eiga að aka þess- um snjódreka yfir götuhorn í borg- um, eða svo hefir það reynst. Snjó- drekinn er smíðaður í Chicago ,og þaðan átti að aka honum á skips- fjöl í Boston. Á leiðinni urðu ýms óhöpp, drekinn rakst á vörubifreið, mölvaði undan sjer brú og datt í ána, braut ljóskerastólpa, stöðvaði alla umferð í einum liæ, sem hann fór og loks kviknaði í honum. Þegar drekinn svo komst tii Boston, ellefu dögum á eftir áætlun, kom það á daginn, að hann komst ekki um borð í Ieiðangursskipið „Northstar" fyr en tekið hafði verið aftan af honum. Snjódrekinn er þannig gerður, að hann á að geta sigrast á öllum tor- færum í heimskautalöndunum. Hann hefir Ivö hjól til vara og vega þau 500 kíló hvort, og sjerstakt lyftuá- hald til þess að skifta um hjólin. Á þakinu er komið fyrir lítilli flug- vjel til þess að nota í snattferðir, en í drekánum er in. a. útvarpsstöð, athugunarklefi fyrir stjörnufræðing og veðurstofa. Drekinn getur flutt með sjer eldsneyti og matvæli til útilegu i heilt ár, ef því er að skifta. Ef þið lítið á litlu myndirnar til liægri, þá sjáið þið, að hægt er að lyfta upp hjólunum og kemur þetta sjer vel þegar drekinn þarf að fara yfir sprungur í ísnum. Byrd hefir áður notað flugvjelar i suðurferðum sínum. Nú er eftir að vita hvernig þessi. nýja vjel reynist. Nr. 601. Adumson á matsöluhúsinu. S k r í 11 u r. — Þu ferð bráðum að fara i laiir/arnar á mjer, Frissi --! Sparsemi. Maður nokkur hjer í Austurbæn- um er ákaflega sparsamur. Skömmu eftir að stríðið braust út týndi hann framan-í-hnappnum sínum, en timdi ekki að kaupa sjer nýjan, svo1 að nú notar hann í þess stað vörtu eina mikla, sem hann hcfir á hálsinum, rjett undir hökunni. Afgreiðslustúlkan: Er einn flibbi nóg, frú? Frúin: — Haldið þjer kanske, að jeg eigi tvo menn. Ungfrú A: Óska til hamingju! Jeg sje að þú hefir trúlofast honum Dóra. Ungfrú B.: Hvernig fórstu að vita það? Ungfrú A.: — O, jeg þekki hring- inn. — Hjer er komin stúlka, sem seg- ist liafa átt að hitta forstjórann kt. 1....! Halló, er j>að aðalforstjórinn sjálfur —? Húsmóðirn: „Hringdi nokluir með- an jeg var úti.“ Þernan: ,,Já breski sendiherrann liringdi." Húsmóðirin: „Hvílíkur heiður! Hvað vildi hann?“ Þernan: „Ekkert, frú mín, það var skakkt númer.“

x

Fálkinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fálkinn
https://timarit.is/publication/351

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.