Fálkinn


Fálkinn - 31.05.1940, Blaðsíða 9

Fálkinn - 31.05.1940, Blaðsíða 9
F Á L K I N N 9 ar lágt og s'tilt af munni fram og að- sto'ðarmaðurinn skrifaði niður lijá sjer alt það, sem Thomson fanst á- stæða til að muna. Þegar þeir höfðu lokið þessu læsti Thomson sig inni á skrifstofu Sturdys og rannsakaði þar þykkan hlaða af brjefym og skjölum. Það var eigi fyr en eftir miðdegisverðinn, að liann kom til gestanna þriggja og byrjaði einskon- ar yfirheyrslu. T1 HOMSOX fulltrúi var alls ekki úllits eins og menn hugsa sjer lögregluspæjara. Hann var litill og hnubbaralegur, rjóður í andliti og hrosandi út undir eyru. Og þegar hann var að vinna, þurfti hann að hafa vasaklútinn á lofti í sífellu til ]>ess að þurka svitann framan úr sjer. Þegar gefið var í skyn, að hann liefði hugboðsgáfu hinna snjöllu spæjara, þá andmælti hann því og brosti. Hann var fulltrúi hinn- ar skipulagsbundnu rannsókuar, lús- iðinn vísindamaður, sem hýr sjer til gestaþraut úr þúsund óveruleg- um smáatriðum og. leysir gátuna á ])ann liátt. Hann heilsaði stutt og kuldalegá: — Mjer þykir leitt, að liafa orðið að láta ykkur hiða, herrar mínir. Því miður verð jeg að tefja ykkur stund- arkorn ennþá, og þið verðið að gera svo vel, að svara nokkrum spurn- ingum. Þjer verðið að bíða hjerna líka. — Síðustu orðin voru töluð til James, sem ætlaði að hypja sig á hurt i kyrrþey. James varð enn tog- inleitari en áður og stóð þar sem hann var kominn og beið átekta. — Læknirinn liefir komist að þeirri niðurstöðu, hjelt mr. Thþm- son áfram, — að mr. Sturdy liafi dáið um miðnætti. Hann hefir verið kyrktur. Morðinginn liefir spent greiparnar um hálsinn á honum, svo að barkinn liefir lagst saman og háls- æðarnar. Maðurinn hefir kafnað á mjög stuttum tima. — Hefir nokkur ykkar tekið eftir nokkru kynlegu í nótt — undirgangi eða þvílíku? Allir hristu höfuðið. — Og þjer ekki heldur? Thomson leit á James bryta. — Jú-ú. Eftir að jeg var háttaður heyrði jeg fótatak á ganginum og heyrði að liurð var látin aftur, ofur hljóðlega. En mjer datt ekki í hug, að ígrunda þetta nánar. Það er svo oft, að maður heyrir umgáng hjer á Deverill Hall, án þess að nokkurri dauðlegri inanneskju sje lil að dreifa. — Þjer álílið þá, að það sje drauga gangur hjerna? sagði Thomson og brosti. James ypti öxlum. — Jeg hefi átt heima hjerna í meira en þrjátíu ár. Og jeg hefi heyrt skóhljóð og fóta- tak lijer hunduðum skifta, sem ekki verða skýrð á venjulegan hátt. Spyrjið þjer vinnufólkið, hvort það hafi ekki heyrt ])etta líka. — Þakka yður fyrir — lögregl- una varðar ekkert um afturgöngur. Getið þjer ekki sagt mjer neitt fróð- legra? Hvernig var viðskiftum yð- ar og Sturdy liáttað? — Jeg er bryti hjer á heimilinu. — Já, það veit jeg. En jeg á við — hvernig ykkur kom saman. Var yður vel til mr. Sturdy — kunnuð ])jer vel við hann? James ljet enga svipbreytingu á sjer sjá, en svarið kom með semingi. — Mr Sturdy var, ef jeg má svo segja, ekki gentleman á við hans náð, Deverill lávarð. Sturdy hafði ýmsar tiktúrur, sem maður á bágt með að fella sig við, en það situr illa á manni, að setja út á húsbændur sína — Það er skylda yðar að svara því, sem jeg spyr um. Þjer felduð yður ekki við mr. Slurdy? — Nei. — Þjer fyrirlituð liann? — Já. — Þjer hötuðuð hann máske? — Mm! Já, ef til vill. — Hafið þjer farið út úr herberg- inu yðar í nótt? — Nei. — Hefir nokkur ykkar hinna far- ið út úr herberginu sínu í nótt? Thomson leit á þá hvern eftir annan. Allir litu þeir undan og allir hristu þeir höfuðið. — Og þó telur brytinn sig liafa heyrt umgang á ganginum um mið- nættið. Meira að segja oftar en einu- sinni — var ekki svo? — Þetta fótatak heýrist altaf þrisv- ar sinnum, og altaf um miðnættið. James horfði fast og rólega framan i fulltrúann. — Nú. Og hjer eru þrir gestir. Þjer haldið þá, að þeir hafi allir verið á ferli um nóttina. — Nei, jeg meina, að það sjeu ekki venjulegir dauðlegir menn, sem eru á ferli á Deverill Hall um miðnættið. — Höfðuð þjer nokkra ástæðu til að hata mr. Sturdy? Thomson leit bláum augum á Askew lávarð. Hann hrökk í kút. — Jeg, lutta — nei — hversvegna? — Mjer fyndist ekki það hatur vera neitt óskiljanlegt, lijelt Thom- son rólega áfram. — Hjerna í um- slaginu eru skjöl, sem snerta mjög viðkvæmt mál — mál, sem líklega hafa ekki aðrir vitað um en þjer og liinn látni. Ungi lávarðurinn var orðinn ná- fölur. —- Þjer vitið hvað jeg á við. Lávarðurinn kinkaði kolli og njeri fingurnar svo að brakaði i. Jeg ætla að biðja yður um að .... ekki í viðurvist þessara manna. — Verið þjer rólegur. Það ,er eng- in þörf á því. En jeg sje aðeins þetta, að mr. Sturdy var kunnugt um mál, sem mundi verða yður til Ixneisu, ef það yrði gert opinbert. Askew távarður kinkaði kotli. — Fóruð þjer út úr herberginu yðar í nótt? — Nei. — Þekkið þjer þetta? Thomson fteygði línsmokkshnapp úr gulli á horðið. Við fundum þetta i svefn- herbergi mr. Sturdy. A SKEW lávarður skalf eins og ■^ *" hrísla. — Það er ekki jeg stamaði hann. — Jeg hefi ekki .... jeg hefi ekki myrt .... Jeg skal við- urkenna, að jeg .fór inn til rnr. Sturdy í gærkveldi — það var rjett fyrir klukkan tólf, og að jeg hlýl að hafa nxist hnappinn inni hjá hon- um — en jeg hefi ekki, jeg hefi ekki .... Lávarðurinn fjekk ágaf- an krampagrát og hristist allur. — Þjer ætluðuð að biðja hann um þeíla skjal, var ekki svo? Þjer ætl- uðuð að ógna hoiium til að láta það af tiendi við yður? — Já, já, það er satt. En jeg liefi ekki rnyrt hann. Jeg er saklaus. Þetta er hryllilegt! Hann tók báðum höndum fyrir andlilið. Thomson tjet lxann nú afskiftalausan og sneri sjer að Oliver prófessor. — Þjer dvölduð í Egyptalandi ár- ið 1921, prófessor. — Já, jeg var við uppgröft, senx sljórnin ljet framkvæma. — Og þjer funduð umgerð — afar fágæta, sem safnið i Kairo borgaði yður stórfje fyrir? Oliver prófessor kinkaði kolti. Hann varð kafi’jóður i framan. — Það hefir verið dregið í efa, livort ]xessi uingerð væri ekta. Sunxir hafa staðhæft, að hún væri ekki ann- að en ágæt eftii’líking. Og þessi skjöl hierna sýna, að mr. Sturdy var kunn- ugt um þetta. Hjer er meðal annars brjef frá Sctxnxidt prófessor i Ber- lín. Hann telur sig geta sannað, að þjer liafið sjálfur falsað gripihn. Prófessor Oliver reyndi að taka til máls, en kom ekki upp nokkru orði. Thomson liafði tekið upp lítinn gúmmívaltara og litarpúða. — Þjer afsakið, prófessor, að jeg bið uni fingraförin yðar. Oliver prófessor rjetti fúslega fram hendina. Thomson tók upp hjá sjer ljósmynd og bar hana saman við fingraförin. v— Þjer eruð vísindamaður. Eruð ])jer i vafa unx, að þessi fingraför sjeu eins? — Jeg játa, að jeg var inni lijá honum .... Prófessorinn var hás. — Jeg kom inn til hans — rjett fyrir miðnætti. Jeg ætlaði að fá brjefið hjá honum. Jeg bað hann og grát- bændi liann - bauð honum pen- inga, en liann heimtaði meira. Jeg er í afarslæmri klipu, en jeg hefi ekki' myrt hann — — Þakka yður fyrir. En þjer? Thomson leit nú spyrjandi á ofurst- ann. Heimsóttuð þjer mr. Sturdy tíka um miðnættið? — Nei, jeg sef á nóttinni. — Vissi mr. Sturdy ekki eitthvað ljólt um yður líka? — Vai'la. — Ekki heldur neitt um atburð, sem gerðist í Tndlandi látum okk- ur sjá — árið 191(5. Eitthvað um herdeildarfjesjóð sem hvarf. Eilt- hvað um .... — Hættið þjer! Viljið þjer þegja. Ofursinn liafði staðið upp. Hann var rauður í andliti að venju, en varð enn þrútnari nú. '— Hjerna eru skjöl, sem segja ýni- islegt fróðlegt af þessu, ofursti. I dagbók Everstons höfuðsmanns er ýmislegt, sem mundi gera það sjátf- sagt að handtaka yður þegar í stað, jafnvet þó að Everston hafi verið dauður siðan 1917. —, Meðat annara orða: Hvernig dó Everston? — Það veit jeg ekki. Ætli hann liafi ekki verið skotinn? Jú, nú man jeg .... lxann var sakaður um njósn- ir .... — Og þjer voruð sjálfur í herrjett- inum, sem dæmdi hann. OFURSTINN lxorfði blóðhtaupn- ^ um augum á spæjarann. — Mr. Sturdy vissi margt. Skjöl tians gefa upplýsingar um marga ó- geðslega hluti — líka ýmislegt, sem ekki varðar ykkur þrjá. Og mr. Sturdy var ekki aðeins maður, sem ' vissi margt. Hann kunni að nota sjer það, sem liann vissi. Hann var fjár- þvingari í stórum stil. Þið hafið all- ir orðið að borga honum stórfje — meira en þið gátuð aflað með frjálsu móti. Allir vilduð þið liann feigan. ATlir komuð þið inn i herbergið hans j nótt. Ofúrsinn greip whiskyglasið og tæmdi það í botn, án þess að bregða svip. Hann liafði teygt úr sjer, og einblíndi nú á lögreglumanninn. — Það er rjett. Við vilduin lxann allir feigan. Við komum allir til hans í nótl. Við gætum allir verið sekir. Þjer eruð duglegur maður, herra fullti’úi. Öfurstinn liafði haft liægri hendina í jakkavasanum, og áður en nokkurn varði heyrðist skothvellur. Thomson hljóp til, en gat ekki grip- ið hann í fallinu. Ramsay ofursti hafði skotið sig í höfuðið og var ' dauður. LæknirTnn og aðstoðarmaðurinn komu hlaupandi, er þeir heyrðu skot- ið. — Það er ekkei’t handa yður að gera hjerna, læknir. Hann er dauður. Hann liefir afplánað sína refsingu. Og þjer, Morton .... hann snjeri sjer að aðstoðarmanninum, — viljið þjer taka ])ennan mann fastan! Hann benti á James, sem tiafði staðið ró- legur, svo að hvorki datt af honum nje draup. — Það er liann, sem myrti mr. Sturdy. Það var hyggindabragð af yður að nota lxanska, en þjer lxefð- uð ekki átt að skilja þá eftir inni hjá yður. Það var bæði blóð og hráki á hvitu hönskunum, sem við fundum, og við höfum rannsakað, að það er frá mr. Sturdy. Þjer myrt- uð hann til fjár. Þ.jer vissuð, að hann geymdi peningana undir höfðalag- inu sínu. Og þjer liafið haft nxorðið i hyggju lengi og kusuð nóttina, sem fórnardýr fjárþvingarans voru i hús- inu. ÍAMES sagði ekki orð, þegar lög- ** regluþjónninn fór nxeð hann út í bifreiðina. Thomson vissi, að liann mundi þræta, en sannanirnar voru einhlítar. — Verið þið sælir, herrar mínir. Þið getið farið hverl sem þið viljið. Jeg hefi kynst ljótum þætti mann- legrar spillingar, en það er ekki mitt verk að fara að hræra í því. Og um teið og Thomson sagði þetta fleygði hann skjalahrúgunni á eldinn, hneigði sig og brosti um teið og hann fór út úr stofunni. Frímerkið 100 ára. c. VITIÐ ÞIÐ — að frímerkið er 100 ára í ár. Það var Englendingurinn Rowland Hill, sem fyrstur ljet sjer konxa i liug, að nota frímerki á brjef, og Victoria drotning, sem þá var svo tit nýkom- in til valda í Englandi, fjelst á að myndin af henni yrði sett á frí- merkið, þó að ýmsum þætti það lít- ilsvirðing. Það er myndin af Vict- oríu, sem ])ið sjáið á frínxerkinu hjerna á myndinni. Fyrstu frímerkin voru ekki göt- uð í jaðrana -eins og nú tíðkast, og það var tilviljun ein, að mcnn fóru að gata frímerkin. Blaðamaður einn sat á kaffiliúsi og þurfti að frímerkja mörg brjef. Hann hafði að vísu frí- merkjaörk en hvorki hnif nje skæri tii að klippa eða skera merkin í suiidur. Þá lnigkvæmdist honum að taka títuprjón og gera röð af götum kringum merkin og gat svo rifið þau hvert af öðru. Annar rnaður, sem sat við næsta borð, tók eftir þessu og sá þegar, að lijer var um upp- götvun að ræða. Hann fjekk einka- leyfi á aðferðinni og seldi það fyr- ir 4000 krónur. En áður en fyrstu frímerki voru gerð höfðu Sardiníumenn byrjað að nota frímerkjastimpla, svo að stimþilvjelarnar, sem nú ryðja sjer í’úms, eru alls ekki nýtt fyrirbrigði. Elsti frimerkjastimpillirin frá Sard- ■iniu er frá 1819. Utbreiðið Fálkann.

x

Fálkinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fálkinn
https://timarit.is/publication/351

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.