Fálkinn


Fálkinn - 31.05.1940, Blaðsíða 8

Fálkinn - 31.05.1940, Blaðsíða 8
8 F Á L K I N N Huep Iagði hEndurnar á húsbóndann á DzuEriII — Elæpagáfa skjalfEsf aí einum af írægusfu sakamálafræðingum hzimsins, AÐ var vandi að hugsa sjer ó- líkari fnenn en ])essa fjóra, sem sátu kringum bridgeborðið á Dev- erill Hall. Enginn furða þótt brytinn vœri að brjóta heilann um, hvaða sameiginleg áhugamál þessir fjórir menn ættu, svo að þeir settu liverjir öðrum mót þarna á afskektu sveita- setrinu. Eigandi Deverill Hali var mr. Stur- dy, sem allir könnuðust við í City vegna þess, að honum liafði heppnast ýmis smákaupmenska svo vel, að hann hafði orðið forríkur maður á skömmum tíma. Það var stutt síðan hann hafði keypt þelta gamla sveita- setur, og hann hafði verið svo for- sjáll, að iáta ekki hagga við neinu þar. Því að mr. Sturdy treysti ekki meira en svo eigin smekk — liann hafði keypt Deverill Hall með öll- um innanstokksmunum, alveg eins og ]>að var meðan Deverill iávarður lifði, og hann hafði meira að segja fengið brytann sem einskonar inn- stæðukúgildi. Hinn siðafasti James hafði svo að segja fylgt með í kaup- unum, og nærvera hans var trygging fyrir þvi, að andrúmsloftið í sala- kynnunum yrði það sama og það var á tímum lávarðarins. Fellingarn- ar i andlitinu á James voru líka al- veg óbreyttar. Jafnvel æfðasti atliug- andi hefði átt ómögulegt með að gera sjer grein fyrir livaða hugsjón- ir bærðust bak við sljett og hvítt ennið á James. Og enginn huglesari gat rent grun í hvílíka fyrirlitningu hinn virðulegi bryti hafði á hinum nýja liúsbónda sínum. Svörtu fötin á James voru jafnvel pressuð og bUrst- uð og á dögum Deverills lávarðar, gráa vangaskeggið eins vel greitt og hneigingarnar alveg jafn djúpar og augun jafn geðhrifalaus. Ekki eitt augnatillit, ekki ein taug — bar vott um þá fyrirlitningu — að maður ekki segði hatur —- sem liinn siða- fasti James hafði á mr. Sturdy. Það virtist ekki liggja neitt vel á þeim fjórum þarna við bridgeborðið. Ungi Askew lávarður stokkaði spilin ósköp flaumósa með löngum og mjó- um fingrunum og reyndi ekki að dylja gremju sina þegar liann tap- aði. Oliver prófessor — hinn frægi fornfræðingur — reyndi árangurs- laust að dylja geispana sina og þriðji gesturinn, Ramsey ofursti, sýndist hafa gleymt öllu nema whiskyglas- inu sínu, sem hann fylti áberandi oft. Hið sólbrenda andlit ofurstans varð sí og æ rauðara og við það ber enn- þá meira á, hve yfirskeggið á honum var hvítt. Augun í honum voru eins og gljáandi gler, og heildin skalf talsvert i hvert skifti, sem hann lyfti glasinu. Samtalið gekk ósköp slitrótt, enda virtist mr. Sturdy ekki gera sjer neitt l'ar um, að vera skemtilegur við gestiiia. Hann var lítill maður og feitur og hörundsliturinn veiklu- legur. Hann var með nokkra hringi á fingrunum, sem James þótti mikils til of áberandi og demanturinn í slifsisnælunni hans var of glamp- andi. Hann var píreygður og augun ísmeygileg og hann reyndi ekki að fara i launkofa, þegar hann var að athuga gestina. Þegar hann leit á á ofurstann, sem var að hella á glasið sitt enn einu sinni; sá liann, að ])að var koniinn tími til að hætta. Stóra klukkan í anddyrinu var tiu mínútur yfir ell- efu, þegar mr. Sturdy fylgdi gest- unum sínum til rekkju. Sjálfur svaf mr. Sturdy í vestur- álmunni — í herbergi með útsýni yf- ir garðinn. Gestaherbergin þrjú voru i röð, og dyrnar út að sama ganginum. í endanum á ganginum voru dyr inn í íbúð .Tames, Það voru tvö lítil herbergi, sem stóðu með um- merkjum eins og þau höfðu verið i tíð DeveriII lávarðar. Klukkan var sem sagt tíu minútur yfir ellefu, ])egar Sturdy og gestir hans tóku á sig náðir. James skipaði fólkinu í eldhúsinu fyrir um liitt og annað viðvíkjandi morgundeginum. Klukkan liálf tólf slundvislega lagðisl hinn virðulegi bryti fyrir í þröngu og hörðu bólinu sinu. |—I AFI kviildið verið ömurlegt, ])á var morguninn eftir satt að segja drepandi. Allir þrír gestirnir, sem settust við morgunverðinn voru náfölir og einhver skelfing rist í andlitið á þeim. Og jafnvei hirin ó- umbreytanlegi James var fqlari en liann átti að sjer. Enginn þeirra hafði nokkra mat- arlyst. Oliver prófessor reyndi árang- urslaust að kyngja fleskinu og egg- inu. En ofurstinn bandaði hendinni þegar maturinn kom að honum, en sagði bara við James: — Ofurlítið whisky .... gerið þjer svo vel. Askew lávarður hinn ungi skálm- aði eirðarlaus fram og aftur um gólfið og njeri langa fingurna, svo að það brakaði í liðunum. Þetta var eiginlega eina hljóðið, sem heyrðist þarna. Enginn sagði orð, eii allir voru að brjóta heilann um skelfing- una, sem við liafði borið. Engum gat horfið það úr huga, að á þessari stundu lá gestgjafi þeirra, Sturdy, steindauður í rúminu sínu. Dauður, — myrtur — kyrktur, án þess að frá honum liafði heyrst stuna eða hósti. Og engum gat blandast hugur um, að morðinginn hlaut að vera þarna á Deverill Hall — já, að öllum lik- indum þarna í stofunni .... Það var ofurstinn, sem þegar í stað liafði skipað James með rólegri hermannarödd að hringja á lögregl- una i næsta þorpi fyrsl, og síðan á Scötland Yard. Lögreglumaðurinn úr nágrenninu hafði komið þegar í slað, og úrskurðað með ósviknum spek- ingssvip, að enginn mætti fara út úr húsinu. Og nú biðu allir þess eins og milli steins og sleggju, að mennirnir frá Scotland Yard kæmu og liinar óhjákvæmilegu yfirheyrslur færu að byrja. Það var enginn, sem ekki liafði heyrt í bifreiðinni, er ók upp að að- aldyrunum. Thomas fulltrúi, aðstoð- armaður hans, læknirinn og ljós- myndarinn fóru beint upp i morð- herbergið, án þess að hcilsa gestun- um þremur, sem hiðu niðri. í röska tvo tíma voru þeir uppi í herberg- inu. Þeir mældu, tóku ljósmyndir, rannsökuðu hverja skúffu og hillu. Stráðu fínu dusti allstaðar þar, sem von gat verið um fingraför, heltu •vökva á gólfið til þess að ná í fóta- för. Þeir kunnu lagið liver á sinu verki og flýltu sjer eins og þeir gátu. Thomson mælti fyrirskipanir sín- Th. HEyu/DDd: Hver gerði það 1

x

Fálkinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fálkinn
https://timarit.is/publication/351

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.