Fálkinn


Fálkinn - 19.07.1940, Síða 3

Fálkinn - 19.07.1940, Síða 3
F Á L K I N N 3 VIKUBLAÐ MEÐ MYNDUM. Ritstjórar: Skúli Skúlason, Ragnar Jóhannesson. Framkv.stjóri: Svavar Hjaltested Aðalskrifstofa: Bankastr. 3, Reykjavík. Simi 2210 Opin virlca daga kl. 10-12 og 1-6. Skrifstofa í Oslo: Anton Schjötsgade 14. Blaöið kemur út hvern föstudag. kr. 5.25 á ársfj. og 21 kr.. árg. Erlendis 28 kr. Allar áskriftir greiðist fyrirfram. Auglýsingaverð: 20 aura millim. HERBERTS prent. Skraddaraþankar. Styrjöldin bitnar ekki siöur á hlut- lausu þjóðunum en sjálfum hernað- arþjóðunum, og allar verða þær að taka á sig auknar byrðar vegna af- leiðinga vitfirringarinnar, sem bloss- að hefir upp á nýjan leik í Evrópu. Þessar byrðar koma viðast hvar i'ram sem auknir skattar og álögur, auk þess sem sjómannastjettir hlut- lausu þjóðanna fórna lifi og blóði vegna hernaðarins. Hjer á landi hafa álögurnar vaxið nokkuð vegna stríðs- ins, en þær voru svo miklar fyrir, að illa mátti á þær bæta. Og þess- vegna koma fram tillögur um, að skera niður verklegar framkvæmdir til þess að spara ríkissjóði fje. Það er vissulega sárt, að þurfa að láta verða hlje á því, að rækta jörðina, byggja hafnir, vegi og brýr, í landi, sem hefir jafn mikla þörl' á öllu þessu og ísland hefir. En það er eflaust knýjandi nauðsyn til þess, einkum að því er snertir fram- kvæmdir, er ekki verða gerðar án aðkeypts efnis. Vegagerðir hafa sjer- stöðu hvað þetta snertir. Það má leggja vegi með innlendu vinnuafli eingöngu og úr innlendu efni að öllu leyti, nema sementinu í brúar- holin á vegunum. Það er mikið talað hjer um þegn- skylduvinnu og vinnuskóla. Er nú ekki hægt að bæta upp spöruð fram- lög ríkissjóðs til vegagerða, á þanu hátt, að ýmsir ungir menn, víðs veg- ai um land, bjóði fram vinnu sína ókeypis um ákveðinn tíma og sýni liverju þetta geti áorkað. Það væri vel til fallið, að sveitar- eða sýslu- fjeiag vildi gera tilraun hjá sjer, eða að ungir menn í kaupstöðum, sem litla liafa atvinnuna vildu bjóða sig fram til slíkra verka. Því miður er fólkseklan svo mikil í sveitum, að hún mundi verða notuð sem við- bára, en mikið má ef vel vill, og þau sveitaheimili eru víst fá, sem ekki gælu sjeð af nokkrum dags- verkum á sumri, til þess að slá sam- an í vinnufyrirtæki, sem gæti orðið sveitinni til sóma. í Noregi, Sviþjóð og Ðanmörku hafa ýmis atvinnufyrirtæki tekið upp þann sið, að vinna dag og dag ó- keypis og láta kaupið fyrir daginn renna til Finnlands. Úr þessu hefir orðið ótrúlega mikið fje. Og það er víst, að ekkert af þessum fyrirtækj- um liefir munað verulega um þetta. Á þeirri samtaka og samvinnuöld, sem nú er uppi, er þörf á, að sánna í verkinu, að samtök eru holl um fleira en að kaupa vörur eða selja mjólk og kjöt. Samtök þarf líka um, að skapa sameiginleg verðmæti. Jakolb Mbller fjármálaráðherra sextugur. Jakob Möller fjármálaráð- herra varð sextugur 12. júlí s.l. Hann er öllum lslendingum fyr- ir löngu kunnur fyrir afskifti sín af þjóðmálum. Hefir harin líka haft margskonar opinber störf með höndum. Árið 1919 varð hann þingmaður Reykvík- inga, en samfleytt hefir hann setið á Alþingi síðan 1934. Bankaritari í Landsbankanum var hann 1909—1915, síðan rit- Flngvjelin T.F. Mánudaginn 8. þ. m. gat að líta hárauða flugvjel á sveimi yfir Reykjavíkurbæ. Litu menn til hennar hýru auga, því að þeir vissu, að hjer var um islenska flugvjel að ræða. Eins og menn muna fór TF- örn hraparlega illa hjer í Skerja- firði í vetur. Var hún talin með stjóri Vísis til 1924, og þá eftir- litsmaður banka og sparisjóða til 1934. Formaður Sjúkrasam- lags Reykjavíkur var hann 1936 —1939 og loks fjármálaráðherra þegar þjóðstjórnin var sett. — Auk þess hefir hann starfað að ýmsu öðru ,t stjórnmálum og málefnum Reykjavíkurbæjar. Jakob JMöller-er tvímælalaust einn af áhrifaríkustu mönnun- um í íslenskum stjórnmálum. Orn endurbyogð. ! öllu ónýt. En Flugfjelag íslands lceypti þó flakið. Síðan hófust þrír menn hjer í borg handa um að endui-byggja flugvjelina, og liefir þeim tekist það starf svo giftusamlega, að nú er hún loft- fær, eins og sjá mátti umrætt kvold. Bessastaðir seldir. Það vekur altaf eftirtekt, er eig- endaskifti verða á Bessastöðum. Staf- ar það bæði af því, að Bessastaðir eru eitt hið elsta og mesta höfuðból á íslandi, og svo hafa líklega sjaldn- ar orðið þar eigendaskifti en flest- um öðrum íslenskum höfuðbólum. Bessastaðir hafa nefnilega flestum stöðum lengur verið í konungseigu. Þeir voru á sínuin tima ein af stór- jörðum Snorra Sturlusonar, þegar mest var veldið á honum og auð- æfin. En sem kunnugt er ljet Giss- ur Þorvaldsson, fyrverandi tengda- sonur Snorra, vega hann i Reykholti liaustið 1241. Var verk þetta unnið að tillilutan Hákonar gamla Hákon- arsonar Noregskonungs, sem þá var tekinn að vinna markvisst að því að koma íslandi undir Noregsveldi. — Konungur kallaði Snorra landráða- mann og eignir hans því rjettilega fallnar undir sig eftir víg hans. —• Þannig komust Bessastaðir í kon- ungseigu. Komust þeir ekki í eigu islensks manns um margar aldir, eða frá dauða Snorra Sturlusonar og þar til Grímur skáld Thomsen keypti staðinn á siðastliðinni öld. En árið 1866 ljet Grímur af störfum í Dan- mörku og fluttist síðan heim til ís- lands. Fjekk hann þá Bessastaði í sljettum kaupum við Belgsholt i Borgarfirði. Virðist gamli maðurinn hafa leikið býsna laglega á dönsku stjórnina í þeim kaupum. Saga Bessastaða er geysi merki- leg og kemur mjög við landssöguna. Þar sátu lengi umboðsmenn dönsku stjórnarinnar, amtmenn og fógetar, og öldum saman hvíldi Bessastaða- valdið eins og farg á kotbændunum hjerna á nesjunum. En saga Bessastaða er þó ekki ein- tóm raunarolla. Hún liefir líka sín- ar björtu hliðar. Þar var t. d. á öld- inni, sem leið, merkilegur skóli, og dvöldust ]>ar margir af merkustu andans niönnum þeirra tíma við nám, t. d. Fjölnismenn allir. Þar starfaði Sveinbjörn Egilsson, hinn mikli málsnillingur, og loks sat kraftaskáldið Grimur Thomsen sið- uslu æfiárin og hvildi sig eftir að hann slapp „kalinn á hjarta“ frá konungsmönnum, köldum undir rifj- tim. Fyrir nokkrum árum keypti Björg- úlfur læknir Ólafsson Bessastaði, þegar hann fluttist heim eftir langa dvöl austur í Malajalöndum. Nú hef- ir hann nýlega seít jörðina Sigurði Jónassyni forstjóra. Egils ávaxtadrykkir Frh. á bls. /4.

x

Fálkinn

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Fálkinn
https://timarit.is/publication/351

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.