Fálkinn - 19.07.1940, Qupperneq 12
12
F A L K I N N
Nr. 5
Leyndardómar ---------
2________MATSÖLUHÚSSINS
SPENNANDI SKÁLDSAGA EFTIR E. PHILIPPS OPPENHEIM.
„Þjer eruð glaðar i bragði í dag, ungfrú
Packe,“ bætti hann við.
„Við höfum baft mikið að gera og jeg befi
gaman af að afgreiða,“ svaraði unga stúlkan.
,..Jeg vildi óska, að við hefðum fleiri sIík-
ar,“ sagði deildarstjórinn.
Hann stóð kyrr með liendur fyrir aftan
bak og liorfði á mannfjöldann. Ungur mað-
ur með þunga tösku kom fyrir bornið og
lírosti kunnuglega, j)egar bann sá Audrey.
Hún kinkaði vingjarnlega kolli til lians.
„Höfðuð þjer hepnina með yður í dag, hr.
Ferrison?“ spurði hún.
Hann liristi höfuðið.
„Nei, það fór eins og venjulega, mjer var
ekki veitt áheyrn.“
Deildarstjórinn liætti all í einu að liorfa
á fólkið og leit á unga manninn, sem hafði
staðnæmst fyrir framan J)orðið. Audrey
Packc tók á öllu hugrekki sinu. David Gedge
liafði verið vinur föður hennar, og í raun-
inni var það honum að þakka að lnin var
hjer.
„Hr. Gedge,“ sagði hún feimnislega, „má
jeg kynna yður fyrir hr. Ferrison, einn af
vinum minum. Hann selur þá dásamlegustu
hreingerningarvjel, sem liægt er að liugsa
sjer. Hann hefir sjálfur fundið Iiana upp, en
Iionum tekst ekki að ná tali af hr. Simpkins.
Það er verulega leiðinlegt,“ bætti hún við,
„því að við fáum oft kvartanir yfir þeim,
sem við seljum.“
Hr. Gedge hnyklaði brúnirnar, en var þó
ekki reiðilegur á svipinn. Þetta var auðvitað
á móti settum reglum, en hann var einmitt
i sólskinsskapi. Hann kinkaði kolli til unga
mannsins.
„Hr. Simpkins er mjög vant við látinn,“
viðurkendi hann.
„Svo er að sjá,“ var hið, dapurlega svar.
„Jeg reyni að ná fundi hans í hvert skifti
sem liann er til viðtals, og jeg er næstum
altaf sá fyrsti, sem kem, en mjer hefir ekki
ennþá hepnast að bitta han nað máli.“
„Hvað heitir fyrirtæki yðar?“
Ferrison tók upp nafnspjald sitt.
„Það er ekki langt siðan við settum það
á slofn,“ sagði hann hreinskilnislega. „Það
er aðeins jeg og vinur minn og svo nokkrir
verkamenn. Má jeg sýna vður vjelina hjer,
jeg skal ekki gera ónæði.“
Það verður að viðurkenna, að ungi mað-
urinn kunni að nota sjer tækifærið. Svæðið
fyrir framan borð ungfrú Packe var autt, og
eftir augnablik bafði hann tekið alt upp úr
tösku sinni. Hreingerningarvjelin fór strax
að suða. Hún var mjög undarleg útlits, með
örmum í allar áttir og með hverri sekúndu
stækkaði kringlóttur poki fyrir aftan hand-
fangið, sem ungi maðurinn hjelt i.
„Hamingjan góða!“ hrópaði hr. Gedge og
horfði undrandi á atganginn.
„Gólfin ykkar virðast vera lirein, en þau
hefðu nú samt gott af þessu,“ sagði upp-
fyndingamaður þessa einkennilega tækis.
„Hvað verður af rykinu og óhreinindun-
um?“ spurði hr. Gedge og lagfærði á sjer
gleraugun.
„Það fer í pokann hjerna á bak við hand-
fangið,“ sagði ungi maðurinn. „Það er ein-
mitt j)að sniðugasta við lækið.“
Hann studdi á fjöður og tækið lagðist
saman, síðan setti hann það aftur í töskuna.
Hr. (fedge rannsakaði gólfið og tók af sjer
gleraugun.
„Komið heldur með mjer, ungi maður,“
sagði hann og tók í handlegginn á Ferrison.
„Jeg skal fylgja yður til hr. Simpkjns eða
einhvers hinna forstjóranna.“
V.
Það var auðfundið, að frú Dewar reyndi
að gera máltiðirnar ánægjulegar fyrir leigj-
endur sina, ])á vildi bún bafa gleðskap og
samkvæmislíf. Að öðru levti skifti hún sjer
ekki af þvi, hvort þeir skemtu sjer eða ekki.
Hún ýtti mjög undir leigjendurna að skipa
sjer saman í hópa við borðin um máltíðirn-
ar, svo að liðugt samtal gæti tekist með
þeim. Enda tókst fljótt kunningsskapur með
þeim, og sátu þá þeir, sem nánast þektust
við borð fvrir sig. Sjálf sat frú Dewar við
endann á stóra borðinu og þar bjá henni
nokkrir tryggir kunningjar, m. a. Luke, ung-
frú Frida Medlincott, — ljóshærða stúlkan,
sem var að reyna að komast að við leikhús-
ið, og Reginald Barstowe, ungur maður,
dökkhærður og þögull, sem gerði sjer mjög
far um að vinna hylli Floru Quayne. Hann
var talinn að vinna einhverskonar banka-
störf. Við aðalborðið sat lika stöðugt Dennet
ofursti, fyrverandi foringi í indverska hern-
um. Hann sagði sjaldan orð og drakk lieil
ósköp af vatni með matnum.
„Nei, sjáið þið hr. Ferrison, hann situr
ekki lengur einn til borðs,“ sagði Friða Mid-
lincott og leil yfir að borðinu, þar sem upp-
fyndingamaður breingerningarvjelarinnar
sat í vingjarnlegum samræðúm við Audrev
Packe. „Hamingjan má vita, livar þau bafa
kynst? Jeg hefi aldrei sjeð liann tala við
aðra en Floru Quayne.“
Frú Dewar leit kuldalega á sessunaut sinn.
„Hr. Ferrison hefir einmitt gerl það, sem
jeg vildi að allir bjerna gerðu,“ sagði hún.
„Hann hefir fengið sjer þægilegan mötunaut
og gerir nú sitt besta að til skemta henni“.
„Aldrei hefir neinn beðið mig um að flytja
vfir til sín,“ sagði ungfrú Medlincotl kvart-
andi og leit fram fyrir sig. „Stundum finst
mjer l)orðin tvö þarna við vegginn mjög
freistandi.“
Hafi þetla átt að vera áskorun, ljet br.
Luke að minsta kosti, sem liann skildi það
ekki.
„Mjer er sönn ánægja að liafa yður við
borð mitt,“ sagði frú Dewar huggandi. „Jeg
get heldur ekki verið yður sammála, hvað
það snertir, að enginn liafi beðið yður að
sitja til borðs með sjer. Seinast í gærkvöldi
heyrði jeg Padghamhjónin bjóða yður að
sitja við þeirra borð.“
Frida Medlincolt horfði beint vfir herberg-
ið að borði, þar sem sat miðaldra maður á-
samt laglegri konu. Hann var sá eini, auk
Dennet ofursta, br. Luke og Reginald Bar-
stowe, sem var í smoking.
„Hr. Padgham gerir mig altaf órólega,"
játaði hún. „Jeg er viss um, að hann hefir
hræðilega fortíð að baki sjer. Nei, helst vildi
jeg hitta hjer ríkan og viðfangsgóðan leik-
hússtjóra eða leikritahöfund.“
„Hvernig vitið þjer að jeg skrifa ekki leik-
rit?“ spurði hr. Luke.
Unga stúlkan horfði með eftirtekt á liann.
Dökk augu hennar, sem stungu svo í stúf
við ljósa hárið, sögðu margt. Því lengur sem
bún borfði á lir. Luke, þvi athugulli lirðu
þau.
„í sannleika sagt,“ sagði hún, „hefir mjer
aldrei dottið það í hug. Flora Quayne sogir
altaf, að það sje eitthvað dularfult við yður.
Þjer eruð ef til vill mikill rithöfundur. Tvö
nýjustu og bestu leikritin i West End hafa
Iíka verið nafnlaus.“
Hann borfði köldum, gráum augunum á
bana. Rödd hans var altaf jafn róleg.
„Þarna sjáið þjer, bve varasamt það er
fvrir yður, að veita mjer svona litla athygli.“
„Ef þjer eruð eins hygginn og jeg held,“
sagði hún ísmeygilega, „hljótið þjer að skilja,
bvers vegna jeg befi neitað fjölda boða um
að skifta um sæti. í rauninni kæri jeg mig
alls ekki um að fara frá þessu borði. Það
Það eina, sem jeg stundum vildi óska “
„Er það nokkuð, sem á mínu valdi er að
breyta, ungfrú Medlincott?“ spurði frú
Dewar.
Frida Medlincott, sem sat og horfði upp
i loftið, hristi aðeins höfuðið.
„Jeg vildi óska að Palacc Crescenl væri
ekki svona algengur staður, og við værum
ekki öll nákvæmlega það sem við sýnumst
vera.“
„Jeg beld að við sjeum það ekki,“ tautaði
Dennet ofursti. „Næstum alt fólk, sem
jeg liefi kynst, hefir verið hjegómlegir
hræsnarar. Jeg lield, að við sjeum ekki mik-
ið öðruvísi.“
„Já, en jeg á við eitthvað skáldlegt," sagði
unga stúlkan til skýringar. Til dæmis, að hr.
Luke væri, eins og hann áðan stakk upp á,
frægur rithöfundur. Reginald Barstowe væri
alræmdur glæpamaður, jafnvel morðingi.
Dennet ofursti starfaði i leyniþjónustu og
byggi hjer undir fölsku nafni. Hr. Padgham
yæri eins slæmur og liann lítur út fyrir.
Flora Quayne með hinar tilfinningaríku, titr-
andi várir, dulbúin Louise de Valliere. Alt
fólkið væri annað en það sýndist, og Palace
Cresenl væri einn af þeim stöðum, þar sem
allskonar harmleikir væru upphugsaðir og
leiknir."
„Ákal'lega litið ]>ægileg tilhugsun,“ sagð
Luke þurrlega.
„Ef til vill á þetla við um einhvern okkar“,
bælti Reginald Barstowe við.
„Þjer baldið þá,“ sagði frú Dswar, „að
við sjeum öll eins og fólk er flest, og líf
okkar sje eins fábrotið og það lítur út fvrir.“
„Hvernig er hægl að halda annað,“ sagði
Frida Medlincott. „Handbók hersins veitir
okkur allar upplýsingar um Dennet ofursta.
Við vitum líka að hr. Padgham, í stað ])ess