Fálkinn - 19.07.1940, Blaðsíða 10
10
F Á L K I N N
VNGSVtf
U/eN&URNIft
Þið, sem búið hjernci í Reykjavík, hafið eflaust oft gefið fugl-
unum, sem 'eru á Tjörninni. Það er gaman að sjá þegar end-
urnar flykkjast að úr öllum áittum, þegar hrauðmolum er kast-
að i vatnið, þær eru oft býsna spakar og óhræddar við manninn.
Þá er mest gaman þegar þær koma með litlu ungana þegar líður
á sumarið. Núna eru t. d. \ungar komnir á Tjörnina, og eflausi
þykir ykkur ekki síður vænt um þá en foreldrana.
Það virðist vera mjög gott samkomulag með litlu stúlkunni
á myndinni og fugtunum, hún virðist eiga eitthvað gott í körf-
pnni.
HIMINBLÁIl KJÓLL MEÐ
STJÖRNUM.
Þetta er kvöldkjóll og fellur fast
að likamanum, er mjög hátíðlegur,
án ])ess þö að vera yfirlætislegur.
Hann er mjög þægilegur, langermað-
ur og hár i hálsinn.
SKRAUTLEGUR KVÖLDKJÓLL ÚR
GULU LAME-EFNI.
Hið mjúka upphieypta efni gefur
kjólnum tígulegan svip, án þess þó
að hann sýnist þunglamalegur. Vídd
pilsins og sídd er hvorttveggja mjög
i hófi.
J ARÐEPLALEIKIR.
Það er hægt að leika sjer að ýmsu
smávegis, ef börnin bara eru hug-
kvæm og gera sig ánægð með ó-
dýra leiki og leikföng.
Hefir ykkur t. d. nokkurntíma dott-
ið í hug, að kartöflur væri skemti-
leg leikföng? Ég hugsa ekki. Iín nú
sltal jeg kenna ykkur tvo leiki, þar
sem jarðepli eru aðalleikföngin.
Jarðeplahlaup.
Teiknið með krit nokkuð stóran
hring í hvert horn á herbergi, eða á
ferhyrndan blett úti við. Leggið þrjú
jarðepli i tvo hringina. Tveir og
tveir leika i einu. Svo á að hlaupa
með jarðepli á teskeið úr einum
hring yfir í hringinn, sem er beint
á móti. Detti jarðeplið, á að leggja
það aftur á staðinn sem farið var
frá og svo er haldið áfram. Sá, sem
fyrstur kemur kartöflunum í hring-
inn, vinnur leikinn.
Jarðeplaeinvígi.
Tveir eru kjörnir til að ganga á
hólm. í hægri hönd taka þeir te-
skeið, sem í er látið stórt jarðepli,
og í vinstri hönd taka þeir matskeið
eða sleif. Nú er dregin lína eða
band milli hólmgöngumannanna og
þeir standa sitt hvoru megin við,
hvor á móti öðrum. Svo reynir liver
um sig að gera með vinstri hendinni
árás á jarðepli hins.
Reynið þið þetta og þið munuð
komast að raun um, að það er alls
ekki svo auðveit að gæta jarðeplis-
ins á skeiðinni, þegar reynt er með
hinni h'endinni að berja jarðepli and-
stæðingsins niður.
Dýrategundirnar.
Náttúrufræðissafnið í París hefir
látið gera skrá yfir þær dýrategund-
ir, sem kunnar eru og lýst hefir ver-
ið. Eu nú um 400.000 nöfn komin á
slcrána. Skordýrin taka þar mest
rúm, því að af þeim hafa verið
skráðar 280.000 tegundir. Af fuglum
hafa verið skráðar aðeins 13.000 teg-
undir, af fiskum 12.000, skriðdýrum
8.300, þar á meðal 1010 tegundir af
nöðrum. Af lindýrum eru um 50.000
tegundir á skránni.
FINSK TÍSKA.
Finska hermannahúfan er nú al-
staðar notuð. f kaldari löndum tíðk-
ast hún injög og er hún ólík margri
tísku, að 'hún kemur til gagns og
heilsuverndar, því að læknar segja,
að húfa þessi sje hollasti höfuðbún-
aður, scm kvenfólk liafi nokkru sinni
gengið með. Þeir þykjast hafa orðið
þess varir, að dregið liafi úr eyrna
og andlitstaugasjúkdómum, eftir að
þær væru teknar upp. Annars virðist
húfa þessi ekkert óáþekk lambhús-
hettunum okkar íslensku, en hvað
Karlmannafatatískan í kvenfólks-
klæðnaði er enn á ferðinni, a. m. k.
er þessi sportdragt mjög lík karl-
mannafötum. Það væri þá helst höf-
uðbúnaðurinn, sem er eitthvað frá-
brugðinn.
Útbreiðið Fálkann.
ætli kvenfólkið segði við því að taka
þær upp!