Fálkinn - 19.07.1940, Blaðsíða 7
F Á L K I N N
7
bbCSEBCse
Mark Hellinger:
- EÓÐfi 5 T fi Ð fi H -
TlM hallaði sjer áftur i skrif-
^ borðsstólmun, svo að fæturn-
ir komu varla við gólfið. Hann
spenti greipar um magann á sjer
og horfði hrosandi á litla skiltið
á borðinu. á því slóð: VERSL-
UNARSTJÓRI.
„Þetta litla skilti þýðir 10.000
á ári, kanske meira,“ sagði liann
í hálfum hljóðum.
„Laglegur skildingur, Spenc-
er,“ sagði hann. „Laglegur skild-
ingur.“
Spencer sat á stól við endann
á borðinu. Hann var lílill vexti
og ósköp veimiltitulegur og eins
og hann hyggist við, að eldingu
mundi slá niður í sig á hverri
stundu. Hann kinkaði kolli.
„Það er satt,“ sagði hann
mæddur. „10.000 eru miklir pen-
ingar nú á tímum.“
Jim lygndi aftur augunum og
gerðist spekingslegur.
„Já, Spencer,“ sagði hann. „Við
höfum báðir liaft augastað á
þessu skilti lengi. Hvað lengi eig-
inlega, bíðum við. Þrettán ár?
Fjórtán? Annars gildir það einu.
Við höfum verið kunningjar þó
að við höfum verið keppinautar
og háða langað til að verða versl-
unarstjóra. En við höfum ekki
barist með sömu vopnum
það játa jeg.“
Jim brosti aftur og sneri skrif-
borðsstólnum, svo að hann sneri
beint að Spencer. „Og nú“, sagði
hann, „nú er kappleikurinn úti.“
Spencer sagði ekki neitt. Jim
hafði rjett að mæla, kappleikur-
inn var úti. Eigandinn hafði gert
út um málið um morguninn, og
því varð ekki breytt.
Jim leit til Spencers, eins og
honum lægi eitthvað á lijarta.
„Heyrðu, Spencer, við getum
haldið áfram að vera vinir fyrir
þvi. Jeg meina — við berurn ekki
kala hvor til annars?“
Það birti svo yfir andlitinu á
Siiencer, að það lá við að hann
brosti.
„Nei, Jim, það veistu vel. Þess-
konar getur ekki spilt vináttu
okkar. Emma rnundi kasta mjer
út, ef jeg segði lienni, að nú yrð-
um við að hætta að umgangast
þig og Millu. Nei, Jim, þú verður
þvert á móti móti að hjálpa
mjer, og þvi má jeg vonandi
hyggja á.“
Jim færði lil silfurblekbyttuna,
sem stóð á borðinu.
„Vitanlega,“ sagði hann. „Mjer
finst það alt saman hálf hlægi-
legt, núna þegar það er um göt-
ur gert. Eins og jeg sagði áðan:
Þú hefir notað þinar aðferðir og
jeg mínar. Þú hefir púlað eins og
hestur og vonað að húsbóndinn
kynni að meta það .... en jeg
liefi boðið honum whisky i
kránni á horninu. Og nú sjer
maður livort betur má.“
Spencer andvarpaði.
„Jeg hefi aldrei liaft efni á að
kaupa whisky,“ sagði Iiann lágt.
„Hver hefir liaft það?“ svar-
aði Jim. „Ekki jeg. Jeg hafði
ekki meira kaup en þú. En jeg
laldi þetta einskonar atvinnu-
rekstur. Maður kemst ekki áfram
i henni veröld með stritinu einu,
Spencer. Það skildi jeg. Þess-
vegna hugsaði jeg með mjer, að
jeg yrði að fara aðrar leiðir, ef
jeg gæti nokkurntíma liugsað til
að verða verslunarstjóri. Svo
lagði jeg höfuðið í bleyti og
komst að þeirri niðurstöðu, að
jeg yrði að komast í kunnings-
skap við liúsbóndann. Jeg beið
eftir honum, eftir að lokað var
á daginn. Jeg eyddi i hann. Jeg
bauð honum lieim til Millu, og
þú mátt trúa, að liún Ijet hvorki
vanta mat eða drykk!“
„Já, Milla býi’ til góðan mat,“
sagði Spencer og andvarpaði.
„En ekki þar með búið! Eitt
kvöldið bauð jeg húsbóndanum í
leikhúsið, Spencer. Bestu sæti!
Þeir kostuðu nú skilding, að-
göngumiðarnir þeir! Og svona
gekk það slag í slag. Eftir
skanima stund var jeg orðinn
skuldugur, en mjer var alveg
sama, jeg hugsaði aðeins um
markið, sem jeg var að keppa
að! Svo var jeg í golf með hús-
bóndanum — og við lögðum ,und-
ir. Auðvitað gat jeg ekki yerið
þektur fyrir að sigra hann, svo
að liann vann altaf. En það bar á-
vexti. Hann sagði oft, að jeg væri
duglegasti maðurinn, sem hann
liefði kynst, og konan lians sagði
við Millu, að húsbóndanum þætti
jeg vera ómissandi maður.“ Jim
Iiallaði sjer aftur í stólnum.
„Svona liagaði jeg minni her-
ferð, skilurðu!“
Það komu hrukkur í ennið á
Spencer.
„Já, jek skil, en þú skilur víst
lika, að þesskonar aðferðir get
jeg ekki liaft. Þjer eru allaf allir
vegir færir. Þessvegna getur þú
gert svona. Ef jeg liefði reynt
það, mundi jeg bara liafa orðið
til atlilægis.
Hann ypti skökkum öxlunum
ofur vandræðalega og hjelt áfram
eftir nokkra þögn:
„Jeg veit það vel, Jim, og þú
veist það líka .... jeg er alt
öðruvísi en þú ert. Þegar jeg liefi
verið i samkvæmi fer jeg lieim
og liugsa um alt það snildarlega,
sem jeg liefði getað sagt .... en
jeg get aldrei sagt þetta, þegar
tækifæri er til. Og svo höfum
við Emma aldrei liaft efni ú að
lialda samkvæmi og sist af öllu
efni á að stofna skuldir. Hvað
gat jeg þá gert? Það eina sem jeg
gerði: að þræla eins og hestur.
Jeg vann yfir tímann annanhvem
dag — já, jeg veit vel, að þið
hinir hlóguð að mjer fyrir það.
En jeg skildi ykkur vel.“
Hann varð aumingjalegri en
nokkurntíma áður.
„Maður eins og jeg, Jim, getur
ekki gripið til annarra ráða en
liann ræður við. Jeg vann eins
eins og jeg gat. Jeg hugsaði sem
svo„ að ef jeg kæmist áfram —
ef jeg yrði verslunarstjóri — þá
væri það hepni, sem jeg liefði á-
stæðu til að gleðjast yfir. Og ef
jeg yrði það ekki þá mætti jeg
vera ánægður samt, að liafa þó
allajafnan fasta stöðu. Svona hefi
jeg altaf litið á það, Jim. Það er
máske bjánalegt, en maður getur
nú ekki að því gert, livernig mað-
ur er gerður.......“
Jim svaraði ekki. Hann sat og
hrosti út í bláinn.
„En hvað jeg var forvitinn í
gærkvöldi,“ sagði hann svo. „Jeg
Er ljótt að skopast að farandsöl-
um í gamanleikjum?
í fyrra urðu í Lundúnaborg mála-
ferli milli sambands enskra farand-
sala og leikara nokkurs.
Einn góðan veðurdag hafði leikstjór
inn fengið svohljóðandi símskeyti:
„Höfða mál gegn yður fyrir ó-
sœmilegar dylgjur um farandsala i
leikritinu i gærkveldi. Gerið svo vel
að varast slikt í framtíðinni." —
Leikhússstjórnin fjekk samskonar
skeyti.
Rjettarhöldin í máli þessu þóttu
mjög skemtileg.
Málaflutningsmaður leikarans upp-
lýsti fyrir rjettinum, að eftir þess-
ar skeytasendingar hefði farandsal-
anum verið kipt út úr skopleikritinu,
en fátækur leikari hefði verið sett-
ur i staðinn?
— Ekki málfærslumaður? spurði
dómarinn.
— Nei.
—- Teljið þjer virkilega, að rjett-
urinn eigi að trúa því, að það skaði
mannorð leikara, að liann dregur
dár að farandsölum í sjónleikjum,
sem hann leikur í
— Já.
— Hafið þjer nokkurn tíma heyrt,
að gert hafi verið grin að tengda-
mæðrum, á leiksviði, á jeg við?
— Já.
— En dómurum ?
— NPei, aldrei.
— Jæja, vonandi lifið þjer lengi,
svo að þjer heyrið það einhvern-
tima.
— Þakka yður fyrir.
Þjer hafið þá vist ekki heyrt
það i skopleikriti, að vitnið segir,
að ákærður liafi verið „fullur eins
og dómari"? Ekki það? Jú, þvi að
þá sagði dómarinn: „Eins og lávarð-
ur, eigið þjer vist við“. „Já, lávarð-
ur minn“, svaraði þá vitnið!
--------Þetta líta út fyrir að hafa
verið óvenjulega fjörug og hugnan-
leg rjettarhöld. En því miður getum
vjer ekki birt meira af þeim hjer.
meina, þegar jeg frjetti, að slcip-
unin ætti að fara fram i dag.
Jeg gat ekki sofið — og jeg skal
veðja nni, að þú hefir ekki gert
það heldur! Annars sagði Bill
mjer, að skrifstofufólkið hefði
veðjað níu á móti fimm, að það
yrði jeg.“
Spencer mjakaði sjer til í stóln
uni.
„Já, jeg lieyrði það,“ sagði hann.
„Jeg var sannfærður um, að þú
mundir verða hlutskarpastur. En
jeg' veðjaði ekki. Jeg veðja al-
drei.“
Jim stóð upp og klappaði á
öxlina á starfsbróður sinum.
„Þú ert altaf jafn íhaldssamur,
Spencer!“ sagði hann.
„Já,“ svaraði Spencer og brosti.
„Og það verð jeg áfram . .. . “
Þeir tókust í hendur.
„Já, já, Spencer,“ sagði Jiin,
„jeg óska þjer til hamingu. Og
þakka þjer fyrir, lierra verslun-
arstjóri, að þú lofaðir mjer að
prófa hvernig það er, að sitja í
stólnum þínum.“
Þegar enski rithöfundurinn Bruce
Lockhart, sem margir munu kann-
ast viö, dvaldist í Berlín, heyrði
hann margar smásögur um uasista-
foringja. í bók sinni „Smjör eða
fallbyssur“ segir hann t. d. þessa
sögu, sem var mjög vinsæl. Þetta
er einskonar gáta:
„Hver er munurinn á Marteini
Lúther, Hitler, Göbbels og dr.
Schact?“
Svarið er svohljóðandi:
„Marteinn Lúther sagði það, sem
hann trúði, Hitler trúir þvi, sern
hann segir, Göbbels trúir ekki þvi,
sem hann segir, að dr. Schact segir
ckki hverju hann trúir.“
Sjera Habakúk hafði mjög gaman
af laxveiðum, en var auðvitað altaf
orðvar, eins og herrans þjóni ber
að vera. Einu sinni sem oftar var
hann að veiðum og var Láfi vinnu-
maður hans með honum. Kom nú
lieljarmikill lax á öngulinn hjá klerki
og færðist nú mikill vígahugur í
guðsmanninn. Barðist hann nú lengi
við stórfiskinn eftir öllum kúnstar-
innar reglum, en Láfi horfði á með
eftirvæntingu. Loks fór laxinn að
dasast og dró prestur hann til lands,
hróðugur á svip. En — þegar laxinn
var kominn upp undir landssteina
tók hann snögt viðbragð, losnaði af
Önglinum og hvarf í hylinn. Prestur
og Láfi litu höggdofa hvor á annan.
en síðan sagði klerlcur:
— Jæja, nú verður þú að segja
það, sem við á að segja!
er miöstöð verðbrjefavið-
skiftanna.
S k r f 11 u r.