Fálkinn


Fálkinn - 19.07.1940, Side 14

Fálkinn - 19.07.1940, Side 14
14 F A L K I N N SYNDIR FEÐRANNA. Frh. á bls. 9. „Já, auðvitað liefi jeg hitt liann son yðar, Lowry. En hvernig stendur á þessu. Er hann ekki ......?“ Lowry heyrði á röddinni, að lögreglustjóranum var ekki um sel. „Hvað segið þjer, liefir sonur minn verið i Kairoti?“ „Já, í gærkvöldi. Hann kom lijer síðdegis og stóð við í nokkra klukkutíma. Jeg fylgdi honum sjálfur dálitið áleiðis þegar hann fór. Hann hlýtur að hafa vilst, en það er engin ástæða til að vera hræddur um hann fyrir því, Lowry. Jeg skal senda menn á stað til að leita.“ Tuttugu og fjóra tíma með þriggja tíma leið! „Jeg — jeg skal hringja til yð- ar eftir klukkutíma,“ sagði Low- ry loðmæltur. Þegar hann sneri sjer frá sím- anum sá. liann, að Ndulo stóð á svölunum og beið óþolinmóður. Það var kynlegur svipur á hon- um. „Jæja, Ndulo, hvað vilt þú?“ spurði hann hvast. „Eru guðir Ndulo ánægðir með Ndulo, yðar dygga þjón?“ Ætlaði Ndulo að fara að þvinga af honum fje. Það var ómögulegt —- ótrúlegt. Enginn innfæddur Afríkubúi var svo kænn, að láta sjer detta slikt i hug — og síst af öllu Ndulo, sem var hálfvit- laus. „Bwana skilur ekki, Ndulo. Hafa guðirnir ekki launað þjer fyrir löngu . .. .“ byrjaði Lowry, en i sama bili skildi liann alt. Orðin stirðnuðu á vörunum á honum og blóðið í honum varð eins og ís. „Hvaða djöfulæði hefir gripið þig? Út með það, segðu það und- ir eins — eða jeg skal —- jeg skal ......“ Lowry greip skannnbyssuna, sem lá á skrifborðinu hans og baðaði höndunum eins og brjál- aður maður. Ndulo slarði á hann eins og flón og skildi ekki neitt. „Bwana sagði, að hár á hök- unni væri merki um að maðurinn væri óvinur guðanna. Og þegar Ndulo sá hinn manninn, þá hugs- aði Ndulo, að hann ætti að gera guðina ánægða aftur ........“ „Þegi þú, djöfull!“ öskraði Lowry og riðaði að símanum. Það gat ekki verið Roger. Roger er ungur .... og þó .... Hann hringdi til lögreglustjór- ans í Kairoti. „Segið þjer,“ sagði hann hásri rödd í símanum, „var sonur minn með skegg?“ „Hvað eigið þjer við ....?“ „Hafði hann skegg eða hafði hann ekki skegg?“ hrópaði Low- ry æstur í símann. „Já, já .... hann var með skegg. Við vorum að erta hann með þvi. Þeir virðast hafa tekið upp gamla móðinn, ungu menn- irnir, sem stúdera í Oxford eins og einskonar, hm. .... mik- ilmensku vott. En hvað í ósköp- unum, maður hvað er að?“ Lowry gaf ekki neinar skýr- ingar. Hann hleypti af tveimur skotum öðru á Ndido og hinu á sjálfan sig. Og í sama bili sem skotin riðu af, lagðist myrkrið eins og votur hjúpur yfir Afríku FJALLA-BENSI. Frh. af bls. 5. inga, sem fyrir voru í Lindunum, er við komum, þeirra Eðvarðs Sigurgeirssonar, ljósmyndara, og Ólafs Jónssonar framkvæmda- stjóra. Af þessum 15 voru 4 stúllcur — þær fyrstu sem gengið liafa á Herðubreið, — Gekk fjall- g'öngufólkinu vel og kom það að tjöldunum aftur kl. 1 um nótt- ina, eftir 8 klst. burtveru. Á meðan þau voru í fjallgöng- unni, fórmn við hin að skoða hreysi Fjalla-Eyvindar, þar sem hann hafðist við i heilan vetur, aleinn, og hafði ekki annað lil matar en hrosskrokk einn og hvannarætur, er hann náði i Lindunum. Mývetningar fundu lireysi þetta fyrir nokkrum ár- um síðan. Var það þá nokkuð hrunið, en þó mátti glögt sjá, livernig það hafði verið, og bygðu þeir ])að upp í sinni gömlu mynd. Hreysi þetta er sprunga eða gjá inn i liraunvegg, riflega mann hæðar háan. Hlaðið hefir verið fyrir mvnni sprungunnar með grjóti og torfi, en þakið er yfir liana með hellum. Inngangurinn er í gegnum þakið og er lionum lokað með stórri hellu. Að utan sjest aðeins við nána athugun að þetta eru mannaverk. Inst í sprungunni kemur tær uppspretta úr hrauninu og renn- ur fram sprunguna. Hefir því Eyvindur elcki þurft út eftir vatni. Hellur eru lagðar yfir lind- ina í framanverðri sprungunni. Á liellum þessum var nokkuð af gömlum liris og lyng-hrislum. Og svo er þar þröngt, að einn maður getur með naumindum legið þar endilangur. Á meðan jeg sat þarna niðri i hálfrökkrinu, varð mjer hugs- að til útlagans, sem þarna bjó heilan vetur. Og samtímis mint- ist jeg sögunnar, sem Bensi sagði okkur kvöldið áður. Og jeg undr- aðist hinn mikla líkams og sálar- þrótt þessara manna, sem gerði ]>eim mögulegt að þola þessar þrekraunir. Jeg undraðist einnig hinn mikla segul-mátt öræfanna, sem dregur mennina til sín og gefur þeim mátt til þess, að berj- ast við veldi hins íslenska vetrar — og sigra. En þegar jeg kom upp úr rökkrinu í gjánni — upp í sólar- ljómann — og sá Herðubreið i allri sinni dýrð örskamt í burtu, og í fjarlægð bláan fjallahring- inn — allar þessar hátignir, TF-HAFÖRN TF-ÖRN. Frh. af' bls. 3. Mennirnir, sem unnið hafa verk þetta, eru þeir Gunnar Jón- asson, Björn Olsen og Brandur Tómasson. Ilafa tveir þeir fyr- nefndu smíðað flugvjelarbolinn, en Brandur gerði hrevfilinn not- liæfan að nýju. Gamla TF-örn var sjóflugvjel, en sú nýja landflugvjel. Hún hef- ir rúm fyrir fjóra farþega eins sú gamla. Á reynslufluginu reyndist hin endurbygða flugvjel vel. Auk þessarar endurbygðu flug- vjelar hefir Flugfjelaginu hæsl ný flugvjel, sem nefnd liefir ver- ið TF-IIaförninn. örn Jolmson flugmaður fór til Amerikií að sækja flugvjel þessa, og er til þess ætlast, að vjelin starfi aðal- lega að síldarleil við Norður- land i sumar. Er það starf þeg- ar hafið. Flugvjel þessari stýrir Örn Johnson flugmaður. Hitler og Kristján X- Meira að segja í Þýskalandi hlæja menn að þessari skopsögu um Dana- konung og Hitler: Der Fuhrer er jafnan mjög stima- mjúkur við hátignirnar, þegar þau dveljast í Berlín. Þegar konungur var þar síðast, á Hitler að hafa gert honum þá til- lögu, að þeir skyldu sameina Dan- mörku og Þýskaland í eitt riki. Þá hafði konungur svarað: — Kærar þakkir, en svona okkar á milli sagt, þá held jeg, að jeg sje orðinn of gamall til að stjórna rúmlega 70 miljónum manna! sveipuðu mistri sólarljóssins, þá fanst mjer jeg skilja þessa menn. Einn slíkur dýrðardagur fullborg ar margra daga þrekraunir. Mjer flugu í hug orð Höllu, útlaga- konunnar: „Fagurl er á fjöllum núria.“ Útbreiðið Fáikann! Hin þekta danska kvenrjettimla- kona, frú Andrea Hedegaard hjelt kvennafund í Odense. Hún talaði um oi'ðtæki, sem slíluð eru um kven- l'ólkið eða til þess, meðal annars á þessa leið: Konurnar eru eins og kótelettur, þær verða því betri, sem þær eru meira barðar, segja Frakk- ar, og, konurnar eru eins og gátur, maður hefir gaman af þeim þangað til þær eru leystar, eða, ástin er ó- merkileg, þegar jeg giftist hefði jeg getað gleypt hana, og ári seinna iðrast jeg eftir að hafa ekki gert það. Að síðustu sagði frúin: Vitr- ingarnir semja orðtækin, heimskingj- arnir vitna til þeirra. IbL Schreibmaschinea Vopnaðir brjefberar. Verðbrjefberar i Chicago hafa síð- an 1. mars verið vopnaðir. Þeir hafa hríðskotaskammbyssu, sem þeir mega ekki skilja við sig meðan þeir eru að starfi sínu. Ástæðan til þess- arar nýbreytni er sú, að í vetur hefir verið mikið gert að því, að ráðast á verðbrjefbera og ræna ])á. „Fyrst sló hann hana svo að liún skjögraði við, en hún náði sjer fljótt og gaf honum á ,ann aftur. Þá lú- barði hann hana, en liún náði undir eins í kústinn og lamdi af alefli nið- ur í skallann á honum með skaft- inu. Og svo endaði þetta auðvitað ineð því, að þau fóru að slást.“

x

Fálkinn

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Fálkinn
https://timarit.is/publication/351

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.