Fálkinn


Fálkinn - 19.07.1940, Blaðsíða 8

Fálkinn - 19.07.1940, Blaðsíða 8
SYNDIR FEÐRANNA. 5MRSnBfí EFTiR DOHRLD SHDUBRIDBE: r Afríku er aldrei rökkur. Það mátti lieita, að myrkrið legð- ist eins og þykt rakt klæði yfir ekruna, milli tveggja setninganna,sem Mackenna sagði. En Mackenna, umsjónarmaður gróðurlendunnar frá aðalskrif- stofunni í London, ljet það elcki á sig fá, en lijelt áfram að tala. Hugur lians var allur við töl- urnar — ekki við náttúruna kringum hann. „f stuttu máli, lir. Lowry — leiknum er lokið! Þjer hafið fje- flett f jelagið í mörg ár, en nú höf um við flett ofan af yður,“ sagði Mackenna, og það komu skarpir drættir kringum munninn á hon- um. Tom Lowry kúrði í hnipri á stólnum, sem hann hafði setið i undir ákæru Mackenna og lireyfði hvorki legg nje lið. Það þýddi ekkert að reyna að afsaka sig gagnvart Mackenna. Hann var Skoti, harður, óvæginn og til- finningalaus. „Hvað ætlið þjer að gera?“ spurði hann hreimlaust. Bara að liann liefði vitað skömmu áður, að von var á Mackenna. En hon- um liafði ekki verið neinnar und- ankomu auðið .... þetta var endurskoðun, sem ekki hafði gert boð á undan sjer. Hverjum gat dottið í hug, að Mackenna gerði sjer ferð til að endurskoða hjá afskektum gróðurlendustjóra langt inni í Afríku . . . . ? „Fjelagið metur peningana meira en meginreglur,“ sagði Mackenna þurlega. „Forstjórun- um mun þykja hagfeldara, að fá eins mikið af peningum og unt er, í stað þess að eyða meira fje í málaferli. Þessvegna ætla jeg að gera yður tilhoð, lir. Lowry. Leggið þjer þessi þrjú þúsund pund, sem þjer hafið stolið úr cigin liendi síðustu tvö árin, á borðið og — svo fáið þjer lausn frá starfinu, við. getum. sagt: vegna heilsubrests. Ef ekki |)á málsókn.“ Lowry starði út í myrkrið. Þrjú þúsund pund — hvar í ósköpun- um átti hann að ná í — þó ekki væri nema eitt þúsund pund? Hann liafði eytt hverju penny, eytt peningunum jafnvel áður en hann stal þeim, sent þá til Eng- lands í námskostnað handa syni sínum. Þetta hafði gengið svo vel undanfarið, því árlega endurskoð unin hjá Paterson gamla í Kair- oti hafði vægast talað verið á yfirborðinu. Uppeldið á dýra heimavistarskólanum, mentunin í Oxford, framhaldsár í höfuð- borgum Evrópu — lionum fanst svo sjálfsagt, að Roger fengi þessa mentun, sem hann hafði aldrei átt kost á sjáll'ur. „Hve langan frest ætlið þjer að gefa mjer?“ spurði liann. Mackenna strauk skeggið. „Jeg get ekki beðið hjerna nema þrjá dagá,“ svaraði hann. „En — Mackenna — þrjá daga — það er mjer ómögulegt. Jeg segi það satt — mjer er það ó- mögulegt." „Þetta er mjög vinsamleg til- hoð. Annaðlivort hafið þjer liag- að yður eins og asni, og eytt peningunum — eða þjer hafið verið sjeður og lagt þá á hanka eða falið þá.“" Lowry stóð þreytulega upp af stólnum. „Hr. Mackenna," sagði liann hiðjandi, „segið þjer þrjá mán- uði. .Teg sver þess dýran eið, að fjelagið skal fá hvern eyri eftir þrjá mánuði. Jeg á líftryggingu - og það er hægðarleikur að deyja af slysförum lijer um slóð- ir. En jeg má til að sjá son minn fyrst. Það er hann, sem jeg hefi verið að vinna fyrir, Mackenna — jeg hefi gert mig að þjóf, til þess að sjá honum fyrir góðri mentun. Jeg á von á, að llann komi liingað bráðum til að heim sækja mig. Lofið mjer að sjá TILBÚIN ÞOKA. Dimmviðrið, sem við sjáum lijer á þessári mynd er mannaverk. Það er sænsk vopnaverksmiðja, sem hann látið liann koma og fara aftur án þess að gruna hvað — hvað jeg er. Þá skal jeg sjá um, að fjelagið fái þessi þrjú þúsund pund.“ Mackenna hristi höfuðið. „Jeg sagði þrjá daga og þann fjest get jeg ekki framlengt um eina mín- útu. Þjer farið fram á, að jeg skilji verðmæta gróðurlendu eft- ir í höndunum á manni, sem sannanlega er þjófur — gegn því að liann lofi því hikandi og kjökrandi að fremja sjálfsmorð, sem líti út eins og slysfarir .... Dettur yður í hug að húast við, að jeg geti gengið að þesskonar tilboðum?“ „En jeg „Bull! Hvað haldið þjer að fje- lagsstjórnin"mundi segja, ef jeg gengi að þessu? Nei, Lowry, það lcemur ekki til nokkurra mála.“ „Heyrið þjer, Mackenna — i guðs bænum. Þjer eruð maður á minum aldri og ef til vill eig- ið þjer son líka . . . . “ „Þjer hefðuð átt að hugsa út i þetta fyr,“ sagði Mackenna ó- sveigjanlegur. „Eftir þrjá daga verðið þjer að leggja peningana á borðið — annars verðið þjer að lcoma með mjer til Kairoti. Jeg get ekki gefið yður meira en þriggja daga frest.“ „Jú, þjer getið það, Mackenna! .Teg hefi stjórnað þessari gróður- lendu i fimtán ár og jeg á rjett á, að .... „Haldið þjer ekki að jeg viti það? Ef það væri ekki vegna ár- anna, sem þjer unnuð hjá okkur sem dyggur þjónn, þá væri lög- reglan þegar komin i málið. En mig þrýtur brátt þolinmæðina, Lowry! Viljið þjer þriggja daga frest eða viljið þjer liann ekki?“ spurði Mckenna og stóð upp. framleiðir hana í samvinnu við dönslui herstjórnina, — auðvitað fyrir striðið. Tilraunin var gerð i Dyrehaven og þótti vel takast. Lowry tók háðum höndum fyr- ir andlitið. „Jæja — gefið þjer mjer þriggja daga frest,“ muldr- aði liann þurrum liálsi. „í dag er mánudagur — jeg' kem aftur á sama tíma á fimtu- daginn, Lowry. Ef þjer hafið peningana þá, skal enginn maður fá að vita um, að það liafi verið af öðru en heilsuleysi, sem þjer liættuð starfinu. Jeg skrifa enga skýrslu um málið fyr en eftir fimtudag — betur get jeg ekki fyrir yður beðið.“ Hann var kominn fram að dyr- unum meðan hann sagði þetta. - Hurðin lokaðist eftir honum og fótatakið heyrðist í fjarska. Lowry stóð á svölunum og starði á bakljósið á bifreið Mac- kenna, er liún livarf. «. „Jeg gerði yður svo góða kosti, sem jeg gat, Mackenna," tautaði hann við sjálfan sig. „En nú get- ur ekkert bjargað yður.“ Hann átti ekki annars úrkost- ar. Meðán Lowry var að grát- hæna um miskunn, hafði þessu úrræði skotið upp í huga hans. Ljótt úrræði — en liann átti ekki á öðru völ. Morð .... liinn ó- sveigjanlegi og liarðbrjósta Mac- kenna átti að þurkast út, í eitt skifti fyrir öll. Þrír dagar! Eftir þrjá daga yrði það ekki Mackenna frá að- alskrifstofunni, sem tilkynti, að hr. Lowry hefði stolið af fjelag- inu. Það mundi verða Lowry frá gróðurlendunni, sein því miður yrði að tilkynna, að lierra Mac- kenna hefði orðið fyrir dular- fullri árás .... á eftirlitsferð í Afríku .... Það var engin önnur leið opin. Tom Lowry ypti öxlum og helti whisky í glas .... Hann hófst ekki lianda um neitt fyr en á fimtudagsmorg- uninn. Það var engin ástæða til þess. Þetta var svo hlægilega ein- falt — hann liafði yfirvegað hvern einstakan þátt í ráðagerð- inni meðan Mackenna var að lesa yfir honum. Um miðjan dag á fimtudaginn gerði Lowry boð eftir Ndulo. Hann hefði eins vel getað sent boð eftir tuttugu öðrum — og hverjum þeirra liefði verið það leikur einn, að afmá Mackenna úr lifandi manna tölu. En það var liægara að eiga við einfeldn- ingin Ndulo, því að hann spurði aldrei neins. Fyrir mörgum árum, þegar Ndulo — sem þá var krakki — byrjaði að vinna á gróðurlend- unni, hafði Lowry verið kallað- ur frá meðan liann var að tala við Ndulo. „Bíddu lijerna þang- að til jeg kem aftur,“ hafði hann sagt við Ndulo. Og í tvo daga stóð Ndulo — sem Lowry hafði steingleymt — í sömu sporum, sem minnismerki þolinmæðinn- ar. Hinir innfæddu vinnumenn- irnir töldu Ndulo fábjána. Ndulo brosti bara. Hann var nokkrum

x

Fálkinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fálkinn
https://timarit.is/publication/351

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.