Fálkinn


Fálkinn - 18.04.1941, Blaðsíða 2

Fálkinn - 18.04.1941, Blaðsíða 2
2 F Á L K I N N - GAMLA BÍÓ - LJÓSIÐ SEM HVARF. Fyrir tveimur dögum kom í bóka- verslanirnar býðing Árna frá Múla á hinni frægu sögu Kiplings: Ljósið sern hvarf. Hafði Árni lesið hana upp i útvarpinu áður. Og nú á næstunni ætlar Gamla Bíó að sýna kvikmynd, sem bygð er á þessari sögu. Þannig sameinast prentvjelin nútímaundrun- um: útvarpinu og kvikmyndini um að kynna íslenskum almenningi þessa sögu Kiplings. Og það er vel farið. Því sagan er meistaraverk þessa enska skáldmeist- ara, sem máske á dýpri rætur í hreskri þjóðarlund en nokkurð annað skáld þessarar aldar. Kipling var og er skáld hins breska heimveldis, al- inn upp í Indlandi og með útsýn yfir alt sem enskt var. Sagan um „ljósið sem hvarf“, um listamánninn sem missir sjónina mun lengi verða talin með hugðnæmustu verkum Kiplings. Forleikurinn um munaðarleysingjana tvo, Dick og Maisie, sem eru aðeins 14 og 12 árá, tekur mann taki, sem ekki er linað á fyr en sagan er á enda. Þau ætla sjer bæði að verða listamenn og hún er honum ákveðnari i þessu, en saml fer svo, að honum miðar betur á- fram, teikningar hans frá styrjöld- inni í Súdan gera hann frægan og hann verður eftirsóttur blaðateiknari. En i styrjöldinni fær. hann áfall, sem síðar verður til þess að ræna hann sjóninni. Þegar hann kemur til London finnur hann Maisie eftir langa leit; hún hefir ekki ennþá „komist úr kútnum“ og hlotið þá frægð sem hún þráði. Þannig er upphaf sögunnar, en i raun og veru er það að bera í bakka- fullan lækinn að rekja hana. Hins- vegar skulu sögð nokkur orð um filmuna. Það er Paramount, sem hefir tekið han'a en leikstjóri er William A. Wellmann. Aðalhlutverkið, Dick, leik- ur Ronald Colman, og er það ekki efamál að hann hefir gert marga unga stúlkuna meyra fyrir hjartanu í þessu hlutverki. Vinur hans og fjc- lagi, Torpenhow eða Torp, sem er mesti sæmdarmaður í hvívetna er leikinn af Walter Houston, en Maisie af Muriel Angelus. Götustelpuna Bessie, sem kemur þarna mikið við sögu, leikur hin ágæta leikkona Ida Lupino. Það er óblandin ánægja að sjá þessa mynd, sem bæði hvað leik og umliverfi snertir er hin vandaðasla og samboðin sögunni sem hún segir. Þeir mörgu, sem liafa heyrt eða lesið söguna, munu ekki sitja sig úr færi að sjá liana þegar liún kemur á sjón- arsviðið í Gamia Bíó. - NÝJA BÍÓ - VIÐ SVANAFLJÓT. Það hefir farið eins og spáð var hjer í síðasta blaði, að kvikmyndin „Swanee River“ mundi fljótlega eign- ast vini. Hún liefir ekki aðeins eign- ast vini heldur einnig aðdáendur, sem lelja liana með allra bestu mynd- um, sem þeir hafi sjeð lengi. Styður þar alt að: hugnæmt efni og alvöni blandið, yndisiegur söngur, gletlin lilbrigði og fagurt umhverfi.* Og ekki dregur það úr ánægjunni, að myndin er öll tekin með eðlilegum litum (tecnicolor). Don Ameclie hefir getið sjer nýjan orðstir með leik sinum í hlutverki Stephen C. Fosters, hins ógæfusamu söngþrúðs úr norðurfylkjunum, sein lieillatist svo af söngvum svertingj- anna, að hann varð eins og berg- numinn af þeim. Að liann kvæntist stúlku úr suðurfylkjunum varð vitan- lega til þess að gera honum málefn- ið ennþá hjartfólgnara. En hver hefir sinn djöful að draga. Foster var drykkfeldur, og jafnan þegar á móti bljes þá leitaði hann huggunar hjá Bakkusi og braut allar brýr að baki. Stephen Collins Foster var fædduv í Pittsburg 4. júní 182(i og dó í mestu fátækt i New York 13. janúar 1804. Var faðir lians kaupmaður af írskum ættum. Snemma bar á bljómlistar- lineigð lijá honum og lærði liann að leika á ýms hljóðfæri, þ. á. m. gítar og banjo þegar hann var barn að aldri. Hann var líka hneigðúr fyrir tungumál og lærði bæði þýsku og frönsku. Þrettán ára gamall samdi hann fyrsta lagið, sem þolað liefir tímans tönn; lijet það „Sadly to Mine Heart Appealing" og þremur árum siðar annað lag, sem frægl varð: „Open Thy Lattice, Love“. En 17 ára gerðist haiin skrifstofuþjónn hjá bróíur sínum og var þar þrjú ár. Á þeim árum sagdi hann ýms af sín- um frægu lögum svo sem „Old Uncle Ned“og „Oh, Susanna", og fengu þau svo góðar viðtökur, að Foster afrjeð að helga sig allan sönglistinni, þó að lítið fengi liann í aðra liönd. Lög hans voru sungin um öll Bandaríkin, en höfundurinn svalt. Síðan konm söngvarnir „My Old Kentucky Home“, „Old Folks at Home“ (eða Swanee River), „Old Black Joe“, „Ring Ring de Banjo“, „De Camptown Races“ og „Jeanie with the Light Brown Hair“, og heyrast margir þeirra í kvikmynd- inni. Dálítið fjekk hann fyrir þessar tónsmíðar sínar, t. d. hafði hann 1500 dollara fyrir „Old Folks at Home“. Við flest lögin samdi liann Ijóoin sjálfur. Hann samdi fjölda sönglaga en svertingjalögin lians liafa orðið lífseigust. Það er tilorðning þessara laga, sem „Við Svanafljóí ‘ sýnir á svo snildarlegan liátt. IIASIÍOLA BIO. Teiknlna Gísla flalldórssonar 00 Sigvalda Thordarsonar. Fálkinn birtir hjer nokkrar myndir af teikningum tveggja ungra húsa- meistara, Gísla Halldórssonar og Sigv. Thordarsonar, en þær fengu önnur verðlaun á samkepninni, sem lialdin var. En fyrstu verðlaun fengu þeir Sigurður Guðmundsson og Eirík- ur Einarsson, en Gunnlaugur Hall- dórsson III. verðlaun. Fyrst er mynd af framhlið hússins að Austurstræti ö. En á næstu mynd sjest t. v. grunnteikning að neðstu hæð hússins; en gólf þeirrar hæðar er jafnhátt gangstjettinni fyrir utan. Þar er, Austurstrætismegin, opið and- dyri (dökt á teikningunni), svo stórt að þar geta staðið 300—400 manns, og er þetta haft til þess að ekki safn- sit fólk á götunni fyrir utan, þegar beðið er eftir afgreiðslu. Meðfram hliðum þessa opna anddyris má koma fyrir sýningarskápum og út í það ganga báðummegin gangar, fyrir gesti sem eru að fara út úr samkomusaln- um. Inn af þessu opna anddyri er svo annað minna og aðgöngumifia- sala öðru megin en þá tekur við forstofa, sem rúmar um 400 manns. Inn af henni, í endanum að Hafnar- stræti er svo breiður stigi upp á loftið og stigar út í hliðargangana, en úr þeim er útgangur úr liúsinu, bæði í Austurstræti og Hafnarstræti. Að baki uppgöngustiganna er eldhús fyrir væntanlega veitingasölu bússins. Til liægri á sömu mynd sjest sjálf- ur samkomusalurinn með liliðarstig- um neðan frá. Þarf £Ú mynd ekki skýringar við. Á næstu mynd sjest t. d. lítil for- stofa undir svölunum og uppgangur- inn á þær, ásamt klefum til ýmisrar mrry' 47 •s- uí t -.i- 'ít •4 geymslu. En til vinstri er grunnmynd af svölunum, með sýningarklefa á bak við. Eins og sjá má af mynd- inni er inngangurinn á þær á miðju, nokkuð framarlega. Meðfram hliðun- um eru svo stúkurnar, en fremst til beggja hliða er útgangur, sem nota má ef eldsvoða ber að böndum. Sjerstaka áherslu hafa liúsameist- ararnir laingt á, að koma „akustik“ hússins þannig fyrir, að það sje gotl til hljómleika, jafnframt því að liljóm- myndir njóti sín. Því að þetta tvent gerir mismunandi kröfur. Gert er ráð fyrir rúmgóðu plássi og sætum, þahnig að fólk þurfi ekki að troðast inn í sæti sín. Er miðað við tvenjiskonar stólastærðir og ef sú minni væri notuð rúmar liúsið alt 948 sæti, en ef sú stærri er notuð verður sætatalan þessi: Betri sæti niðri 341, almenn sæti niðri 207, balkonsæti 272 og stúkusæti 28, eða alls 848 sæti. Loks kemur, á bls. 15. mynd, sem sýnir hvernig byggingin mundi líta út í liúsaröðinni i Austurstræti. /) // „m, jíl, .. í, ( sí— ) 1 [■a./u.jj mjí. jíj.4 Wkí3,.„ IjjíiujJ. 38Jí. JÍLJA 90*00.,.. f'í/ yu-Aíí 41 áAUmjAív i«Li JmJaAdn t I MOJl ÍJUíjLuí 2BJI *UuU<í 90X60,*

x

Fálkinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fálkinn
https://timarit.is/publication/351

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.