Fálkinn


Fálkinn - 18.04.1941, Blaðsíða 3

Fálkinn - 18.04.1941, Blaðsíða 3
F Á L K I N N 3 VIKUBLAÐ MEÐ MYNDUM. Ritstjóri: Skúli Skúlason. Framkv.stjóri: Svavar Hjaltested Skrifstofa: Bankastr. 3, Reykjavík. Sími 2210 Opin virka daga kl. 10-12 og 1-6. Blaðið kemur út hvern föstudag. Allar áskriftir greiðist fyrirfram. Auglýsingaverð: 20 aura miltim. HERBERTSprent. Skraddarabankar. Hugur ræður hálfum sigri, segir máltækið. Og á erfiðum tímum er það ekki síst mikils virði, að temja sjer að hugsa bjart og ala djarfar vonir um, að aftur muni birta, þó að syrti í loftinu í bili. Það er viður- kent að bjartsýnin getur gert krafta- verk, og hitt er jafnvist, að bölsýni og hugleysi er jafnan til ills eins. Frá upphafi íslands bygðar hefir veturinn verið sá kafli ársins, sem þjóðin hefir haft beyg af. Afkoma alls þorra þjóðarinnar valt fyrrum á því, hvorf veturinn yrði langur og strangur. Þá fagnaði þjóðin sumr- inu betur og innilegar en hún ger- ir nú. En samt er liið stutta islenska sum- ar enn sem fyr sá tími ársins, sem ávalt skal fagna. Og þó að sjórinn færi nú orðið þá björg i bú, sem mest er að vöxtunum og mest mun- ar um i viðskiftum vorum við örm- ur lönd, þá ber eigi að gleyma hinu, sem íslensk mold gefur islensku mannlífi til framdráttar. Þetta meg- uin við gera okkur ljóst. ekki síst nú, þegar hætta á stöðvun siglinga getur legið nærri. Það sannast aldrei eins og á timum alþjóðavandræða, að hollur er heimafenginn baggi. Og þessvegna varðar það miklu, að komandi sumar verði notað með ráð- um og dáð til þess að auka sem mest framleiðslu landbúnaðarafurðanna og til þess að halda bústofninum við og helst auka hann. Það hafa komið fram raddir um, að landbúnaðinum stafi stórhætta af vöntun á vinnukrafti á komandi sumrL Verklegar framkvæmdir setu- liðsins hjer þarfnast stórkostlegs mannafla og, hann er tekinn frá annari vinnu, til sjós en þó einkum til sveita. Vinnufærir menn úr sveit- unum hafa sópast á burt, ýmist til sjávarútvegsins eða til vinnu hjá setuliðinu. Þessum mönnum er þetta vorkunnarmál. Þeir fá hærra kaup með þessu móti og þeir fá peninga um leið og þeir vinna verkið. En heima sitja bændurnir sem einyrkjar á smáum og stórum jörðum og þykj- ast sjá fram á, að þeir geti ekki afl- að heyja handa búpeningi sinum og jafnvel ekki nytjað matjurtargarðana. Hjer er alvörumál á ferð. Og hjer reynir bæði á þegnskap almennings t)g á heilbrigða skynsemi. Það hljóta allir að sjá, að hruni landbúnaðarins fylgir hrun þjóðarinnar. Hvað sem öðru liður þá verður að nota sjer alla þá möguleika, sem islensk mold býður fram. Það mun ekki vera hægt að skylda menn til að vinna eina vinnu annari fremur, en með- KARLAKOR REYKJAVÍKUR efnir til hljómleika i Gamla Bió næst- komandi sunudag. Hefir kórinn ekki látið til sin heyra siðan i fyrra vet- ur, á kirkjuhljómleikum. Það er nýlunda, sem kórinn býð- ur á þessmn hljómlfcikum. Söngskrá- in er sem sje eingöngu skipuð kór- lögum úr frægum óperum, en eng- um venjulegum konsertlögum, eins og venja er til þegar íslenskir karla- kórar halda hljómleika. En af ein- stökum kórlögum, sem þessi kór hef- ir áður flutt á hljómleikum sínum, er fulí ústæða til að ætla, að kórinn reisi sjer ekki hurðarás um öxl með þessu vali á söngskránni. Hún hefst með inngangssöng úr „Tannhauser": „Glaðir vjer fögnum“, en úr sömu óperu er fyrsta lagið i seinin hluta söngskrárinnar, nefni- lega hinn undurfagri Pílagrímssöng- ur, sera flestir þekkja. Y>riðja lagið eftir Wagner, sem kórinn syngur, er Trio og kór úr óperunni „Rienzi“, syngja þar trióna þeir Kjartan Sig- urjónsson, Hermann Guðmundsson og Haraldur Kristjánsson. Þá er lag eftir Donizetti, úr óperunni „Ástar- drykkurinn“. Þar syngur ný söng- kona, Cainilla Proppé einsöng, og í öðru lagi úr óperunni „Troubadour" eftir Verdi syngur hún dúett með Kjartani Sigurjónssyni. Næst má nefna Maríubænina úr „Cavalleria rusticana“ eftir Mascagni; þar syngur Gunnar Pálsson einsöng. Þá má nefna hermannakór úr „Faust“ Gou- nods og Veiðimanankór úr „Frei- schúts“ eftir Weber. í laginu „í fje- langsskap góðum, við glaðværa söngva“ úr „Ástardrykknum“ eftir Donizetti syngja þeir dúett Gunnar Pásson og Hermann Guðmundsson. Síðast á söngskránni er lag úr „Rigo- Ietto“ Verdis: „Er daprir skuggar dotta yfir stræti“. Það þarf ekki að efa, að færri en vilja, komast að þegar svona söng- skrá er í boði, þvi að siðan grammó- fónn og útvarp kom til sögunar, hefir áhugi fyrir óperumúsik auk- ist stórlega. Siðan myndin, sem hjer birtist af kórnum, var tekin, hafa nokkrar mannabreytingar orðið í liðinu, og eins eru söngmenn nú fleiri en mynd- in sýnir, nefnilega rúmir fjörutíu. Söngstjóri er eins og að undanförnu Sigurður Þórðarson tónskáld. Jónas Tómasson bóksali og tón- skáld á lsafirði, varð sextugur 13. apríl. -------------V---------------------------- vitund hvers einstaklings íim skyldur hans við sjúlfan sig og þjóðina, ætti að vera svo rík, að hann veldi sjer rjetta lilutskiftið. Bókafregn. Jörgen-Frantz- Jacobsen FAR VERÖLD ÞINN VEG. Víkinksútgáfan, Rvik. 1941. Færeyski blaðamaðurinn Jörgen- Frantz Jacobsen hefir verið dönskum lesendum kunnur um langt skeið' og enda íslenskum líka. Hann starfaði lengi sem tækifærisblaðamaður við danska stórblaðið „Politiken", byrj- aði þar með því að skrifa greinar og frjettir frá Færeyjum og færði út kvíarnar til annara Norðurlanda. „Politiken“ sendi hann eitt sinn til íslands og skrifaði hann fjóra pistla hjeðan í blaðið. Þeim, sem þá hafa lesið mun ekki hafa dulist, að þessi blaðamaður var gæddur óvenjulegu innsýni og hæfileikum til að skilja fijótt það, sem fyrir augu og eyru bar. Að öllu samanlögðu munu ekki hafa verið skrifaðar betri greinar um ísland en þessar greinar J.-F. Jacob- sens. Helgi Hallgrímsson bókari, varð fimtugur lb. apríl. Hann stundaði sagnfræði við Hafn- arliáskóla á þeim árum og vann að nokkru leyti fyrir sjer með blaða- menskunni. Ritstjórn „Politiken" taldi Frh. á bls. U.

x

Fálkinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fálkinn
https://timarit.is/publication/351

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.