Fálkinn


Fálkinn - 18.04.1941, Blaðsíða 14

Fálkinn - 18.04.1941, Blaðsíða 14
14 F Á L K I N N i FAR VERÖLD ÞINN VEG. Frh. af bls. S. hann óvenju gott blaðamannsefni og gerði vel til hans til síðustu stundar. Og það kom sjer vel, þvi að J.-F. Jacobsen átti við ramman reip að draga. Sem ungur stúdent veiktist hann af tœringu og sá sjúkdómur dró hann i dauðann fyrir þremur árum. Það má segja, að það sem hjelt honum uppi siðustu árin hafi verið óbilandi viljaþrek og hfsþrótt- ur, sem fylgdi honum fram í andlát- ið á berklahælinu. Auk, þess að vera blaðamaður var Jörgen-Frantz sjerlega efnilegur sagnfrætingur og eru eftirlátnar rit- gerðir hans ýmsar til vitnis um það. Ennfremur var liann mjög áhuga- samur um stjórnmál, og var einlægur vinur ;ættlands síns i þeim efnum. Og svo bættist á þetta að hann var skáld. Hann fór að vísu dult með það lengi vel, en síðustu árin, sem hann lá rúmfastur á heilsuhælinu oftast nær, hafði hann í smíðum skáldsögu þá, sem nú er nýlega kom- in út í þýðingu Aðalsteins Sigmunds- sonar í vandaðri útgáfu, á forlag Víkingsútgáfunnar. Þó að þessi saga sje frumsmíð sjúks mans þá er hún hvorki meira nje minna en listaverk. Hún sýnir eigi ateins það, sem vitað er af blaðagreinum höfundar, að hann var ritsnjall og innsær, heldur einnig það að hann hefir átt hæfileika lista- mannsins til þess að setja fram hugs- anir og tilfinningar á þann hátt, sem góðskáldum einum er lagið. Efni sög- unnar er bygt upp á gamalli fær- eyskri þjóðsögu frá fyrri hluta 18. aldar, sögunni um „Beintu og Peder Arrheboe“. Var Beinta þessi orðin að hinu versta flagði i þjóðsögunni og látin hafa banað tveimur mönnum sínum, sem báðir voru prestar. Höf- undur hefir stuðst við söguleg skil- ríki í efnismeðferð sinni, en að vísu breytt rjettum nöfnum. Þannig heitir Beinta Barbara í sögunni, og því nafni þeitir sagan á dönsku og norsku. Barbara höfundarins er ekki sú norn, sem þjóðsagan gerir hana; hún er að vísu ljettúðardrós, töfrandi og ást- leitin, en áhrif hennar á örlagaþræði þeirra, sem hún hittir á lífsleiðinni, eru henni að mestu leyti ósjálfráð. Hún er óstýrilátt náttúrunnar barn — ekkert annað, og hefði skákað öllum Evudætrum, eF'hún hefði lifað undir „ástandinu". Þriðji presturinn, sem lcemur í kallið, lendir i snöru hennar, en hún getur ekki orðið honum trú til lengdar. Þegar ungur og glæsilegur Hafnarstúdent kemur í Færeyjar metur hún meira fylgilag við hann og ætlar að strjúka með honum til Kaupmannahafnar. En það fer á annan veg: ættingjar stúd- entsins fá hann til að svíkjast á burt frá Barböru. Hún rær lífróður eftir skipi hans en missir af því, og þar endar sagan. Efnisþræðinum er snildarvel hald- ið frá uphafi til enda og höfundi tekst að draga upp glögga og senni- lega mynd títaranda og aldarháttar í Færeyjum á þeim tima sem sagan gerist. Er eklci að efa, að sú lýsing sje sönn, því að höf. var mjög vel að sjer í sögu Færeyja. Og persónu- lýsingar höfundarins eru fullgildar og sæmandi hvaða skáldi sem vera skyldi. Engum gleymist til dæmis lýsingin af Gabriel verslunarmanni, eða á höfuðsmanninum, dómaranum og fógetanum. Með örfáum orðum dregur höf. upp teiknimynd af per- sónunum, sem hann leiðir fram á sjónarsviðið, og af sviðinu, sem at- burðirnir gerast á, hvort heldur það er á búðarlofti einokunarverslunar- innar, í óveðri uppi á heiði, eða í brimandi sjó við vörina í Mykinesi. Það kann að vera, að sumum þyki bók þessi of „frönsk“. En allra hluta vegna ættu sem flestir að lesa hana. /+S 1 mörgum Asíulöndum eru krónu- blöðin af ýmsum blómum, sjerstak- lega af rósum, mjög mikið notuð til að gera úft þeim marmelaði, ávaxta- mauk og önnur sætindi. ■ Fálkiiiu er bcsta lieimilisblaðið. - CALEDONIA CLUB heitir samkomustaður, sem gerður hefir verið í London fyrir slcotska hermenn, sem þar’dveljast. Samkomustaður þessi er við Grosvenor Place, hið fræga aðalsmannahverfi i London og er í höll hertogafis af Buccleuch, en hann er faðir hertogaynjunnar af Gloucester, tengdadótlur George V. Englakonungs. Hjer á mynd- inni sjest hún í lieimsókn á æskuheimili sínu, ásamt bróður stn- um, sem nú hefír tekið við arfleifðinni eftir föður sinn. Fremst á myndinni sjest skotskur hermaður að snæðingi. DE GAULLE OG MAROKKOHERMENN. Frjálsir Frakkar, undir forustu De Gaulle hershöfðingja, eiga ítök í ný- lendum Frakka i Afriku og hafa sent liðsveitir, er tekið liafa þátt í sókn Breta i Lybiu. Mjer á myndinni sjest De Gaulle ásamt hermönum frá Mar- okkó, sem hafa að loknum æfingum i Englandi farið til Afriku og berjast þar nú. ÞESSIR BRENBYSSUBÍLAR þangað, sem þess er helst þörf. sjást um England þvert og endilangt, Bifreiðar þessar geta farið á hraðri viðbúnir að flytja lið og skotfæri ferð yfir allskonar vegleysur. W. A. BISHOP flugmarskálkur, er einn af þektustu flugmönnum Kanadamanna úr síð- asta ófriði. Billy, eins og liann er kallaður, skaut þá niður að minsta kosti 70 þýskar flugvjelar á einmenn- ingsflugvjel sinni, og hlaut Victoriu krossinn fyrir hreysti. — „Billy“ Bishop er nú forstjóri kanadiska flugliersins i Bretlandi og sjest liann á myndini í samtali við nokkra flug- menn úr lier sínum .

x

Fálkinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fálkinn
https://timarit.is/publication/351

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.