Fálkinn


Fálkinn - 18.04.1941, Blaðsíða 6

Fálkinn - 18.04.1941, Blaðsíða 6
6 F Á L K I N N Mark Hellinger: SKILVÍS FINNANDI. Ediíh BuðmundssDn: FeriII DAG eins og fyr halda ungir is;/ lenskir listamenn — skáld, mál- arar og myndhöggvarar, í víking. Til forna sigldu skáldin í fram- andi lönd, til þess að vinna sjer brautargengi við hirðir jarla og kon- unga. — í dag leggja skáld íslendinga land undir fót — ekki til þess að eignast hylli konunga eða furst-, lieldur til þess að sigra heiminn. Allir íslendingar þekkja þá ís- lenska rithöfunda, sem getið hafa sjer frœgð erlendis, og sifelt bœtast nýir við. — í þessari grein œtla jeg að segja frá einum hinna efnilegu yngri rithöfunda, sem þetta hafa gert: Bjarna Gíslasyni, sem er ókunn- ugur meðal íslenskra lesenda, en sem orðinn er landskunnur í Danmörku. Er hann hafði getið út ljóðasafnið „Jeg ýti úr vör“ fluttist hann til Danmerkur, fyrir sex árum. Þeir, sem ferðast um Danmörku, - munu þráfaldlega heyra Bjarna Gísla- sonar getið, sem ágæts höfundar og fyrirlesara. Bjarni hefir barist áfram upp á eigin spýtur og ekki látið hugfallast hversu miklir sem örðugleikarnir voru. Hann hefir starfað og stritað öll þessi ár með ótrúlegu viljaþreki. Þannig hefir hann náð meistaratök- um á dönsku máli. Með ástundun sinni og góðri gáfu hefir hann nú áunnið sjer mikla við- urkenningu hjá bókmentafrömuðum Dana. Hann hefir unnið mikið starf í þá átt, að kynna dönskum almenningi ættjörð sina, bæði með ágætum fyrir- lestrum sínum ásamt ljósmyndmn, og með ítariegum greinum. Einnig hefir Bjarni verið í Svíþjóð og ritað í sænsk blöð. Auk þess hefir hann talað í. danska útvarpið, á menta- skólum, gagnfræðaskólumj lýðháskól- um og unglingaskólum. Af sænskum blöðum, sem birt hafa greinar eftir Bjarna, rná nefna: „Göte- borgs Sjöfarts- och Handelstidning“, „Skánska Socialdemokraten", „Dala- Demokraten", Norrbotten Kurieren", og liafa greinar þéssar vakið at- hygli. í Danmörku er hann kunnur fyrir neðanmálsgreinar sínar í dagblöðum og timaritum, og sem gagnrýnandi hjá ýmsum smærri blöðum. Af blöð- um þeim, sem maður oftast rekst á nafn Bjarna, má nefna: „Höjskole- bladet," „Aarhus Stiftstidende“, Vendsyssel Tidende", „Aalborg Amts- tidende", „Kristeligt Dagbl.“, „Dansk Ungdom", „Flensborg Avis“, „Fyns Venstreblad“, „Folkung“ og „Dansk Udsyn". Ljóðasafn Bjarna, „Ekko fra Tan- kernes Verden“, sem kom út haustið 1939, hlaut ágæta dóma og var talið eitt af bestu Ijóðasöfnunum á dönsku á því ári. Einar Thomsen prófessor við Hafn- arháskóla skrifar m. a. um bókina í grein í „Aarhus Stiftstidende“: „Maður hlustar og hefir hugann við: — hve bjartur hlátur, hve liánorrænt sumaryndi, hve fjallatært hugrekki! Og með kvæðinu „Addi“ hefir hann gefið oss eitt af hinum sjaldsjeðu ástarljóðum, sem líkist nýrri sköp- unarsögu, og hann eldliitar hina undursamlegu nútið eilífð ættanna." „Nationaltidende“ í Kaupmanna- höfn segja: Ástin til íslands, ættar- landsins, er í raun og veru þunga- miðjan í kveðskap hans — — en einkennilegt er að taka eftir því, hvernig hin mjúka, danska hrynjandi hefir að kalla má bergnumið þennan son sögueyjunnar.------Þegar Bjarni Gíslason slitur sig úr þeim viðjum, §káldsin§. eins og í kvæðinu til Gunnars Gunn- arssonar og í ýmsum fögrum og til- finninganæmum ástarljóðum, kemur hann fram sem miklu öruggari lyr- iker. Chr. Rimestad i „Politiken“: 1 fyrsta kafla þessa Ijóðasafns sýnir Bjarna Gíslason grípandi vott hinnar ómótstæðilegu heimþrár og jafnframt tekst honum að mála stórfenglegar myndir af hinni stórfengulegu nátt- úru ættjarðar sinnar. — Best tekst honum í öðrum kaflanum; hið stóra, órimaða en hrynjandiþrungna „Addi“ á bæði líkama og sál og er borið uppi gf sterkum, hástemdum andardrætti. Cand. mag. S. Haugstrup Jensen i „Aalborg Amtstidende": „Bókin er sem betur fer svo mikil að gæðum, að vert er að leggja áherslu á hana, ekki aðeins sem einstaka í sinni röð, heldur sem merkilegan þátt í islenskri ljóðlist á dönsku og i nýj- ustu ljóðagerð hjá oss. Það getur ekki verið neinum vafa bundið, að höf. túlkar mjög lieilbrigt viðhorf norrænnar æsku gagnvart skálmöldinni, sem nú er uppi, með þvi að hann, samkvæmt trú sinni á guðborinn aðal mannkynsins, yrkir um það ríki frelsisins og kærleikans, sem sje að finna i andans heimi, og sem hægt sje að .viðhalda á illri öld og svaðafenginni. Þeim, sem spyrja um nýjar leiðir fram, sem ungri ljóðagerð sje vert að fara, væri ekki úr vegi, að gefa Bjarna Gísla- syni gætur.“ Dr. phil. Arne Möller, O. Geismar stiftsprófastur og margir fleiri, sem hjer er ekki rúm til að nefna, liafa farið hinum lofsamlegustu orðum um Bjarna Gíslason. Bók lians „Glimt fra Nord“ hefir borið nafn íslands víða um Dan- mörku. ,Hún kom út árið 1938. En hvar er Bjarni Gíslason niður- kominn? Á lýðháskólanum i Ry, en þar hefir liann verið skipaður kenn- ari í Norðurlandasögu. Þarna í lijarta Danmerkur hefir hann falið sig, í fallegasta hjeraði Jótlands, — með Silkiborgarvötnin umhverfis sig, vötn- in með Paradisareyjunum, hugþekk- um og lokkandi, sem hrópa með feg- urð sinni. Og neðan frá vatnsbökk- unum rísa lyngþaktir ásar Himmel- bjerget í kransi hljóðra skóga, en inni á milli liðast brosandi, frjóir akrar og engi kringum gömul og ný bændabýli. Einmitt hjer á skáldandi að geta þroskast, því að hjer er skáldskap- urinn og fegurðin við fætur manns. Þessi hjeruð eru svo stórfeld and- stæða við hina nöktu og hörðu nátt- fjAMLI BROWN lokaði hurðinni vandlega á eftir sjer. Föla and- litið á honum var enn fölara, en hann átti vanda til. Munnurinn var hálf opinn. Og hendurnar skulfu, þegar hann lagði skjalatöskuna af sjer á rúmið. „Það er best að athuga hvað í 'henni er,“ tautaði liann. „Auðvitað er ekkert i henni — þegar maður finnur skjalatösku i sporvagni, getur maður varla búist við, að hún sje full af fimm hundruð króna seðlum — yfirleitt er það afar sjaldgæft, að fólk týni eða gleymi nokkru, sem nokkurt verðmæti er í.“ Hann lauk töskunni upp og fingurnir titruðu af eftirvæntingu á meðan. Efst lá stórt skinnliylki og á botninum heilmikið af skjölum. Hann opnaði leðurhylk- ið og stóð og gapti! Á rauðu flauel- inu í hylkinu lágu fimm stórir hring- ir með leiftrandi dimöntum. Hann settist á rúmstokkinn sinn, gaut augunum til dyranna, stóð upp og aflæsti. Svo fór hann að þramma um gólf í herberginu. Hann tók leð- urhylkið upp aftur, starði á dýru hringina — það komu kippir í munn- vikin á honum af eintómri geðs- hræringu. Hvað átti hann að gera? Halda hringjunum? Það væri lúa- legur þjófnaður. Skila þeim? Flónska — eigandinn mundi sletta i hann fimm dollurum, eða tíu í mesta lagi — og svo: hvernig átti hann að skila töskunni — Það var ekkert nafn á henni. Brown gamli grannskoðaði hana einu sinni enn, til vonar og vara, og fann þá i liliðarliólfi noklc- ur brjef og nafnspjald. Hann þurk- aði gleraugun og setti þau upp. Þar stóð: Robert Horton, 796 East, 42. Street. New York City. Jæja, þá var sú afsökunin farin í hundana. Þvi að þarna stóð bæði nafn mannsins og heimilisfang. Þá gat hann vitanlega ekki haldið hring- unum .... það er að segja, gat hann það ekki samt? Enginn vissi að hann liafði fundið skjalatöskuna. Eng- inn gat gefið honum langt nef og sagt: Þetta er þjófurinn! Þjófurinn? Orðið læsti sig inn i meðvitund lians. Þjófur? Faðir lians hafði verið prestur og móðir lians hafði aldrei á æfi sinni gert neitt, sem hún þurfti að skammast sín fyr- ir. Þjófur? Nei, hann var ekki þjófur. Hafði hann nokkurntima drýgt nokk- uð óheiðarlegt á æfi sinni? Þarna sat hann á rúmstokknum og barðist harðri baráttu við sjálfan sig. Hann var farinn að gerast gam- all. Stöðuómyndin hans á skrifstof- unni var livorki til að lifa eða deyja af. Hann átti enga ættingja — stóð einn uppi í henni veröld. Þetta var eiginlega stóra tækifærið i lífi hans. Ef hann gæti selt demantana, þó ekki væri nema fyrir hálfvirði, gæti hann lifað áhyggjulausu lífi, það sem eftir væri æfinnar. Þessir demantar þýddu: nóg tóbak í pipuna á hverjum degi. Nægilegan og góðan mat. Föt utan á hann — og kanske ofurlítinn sum- arbústað fyrir utan bæinn, og snaps ineð kvöldmatuum á sunnudögum. úru íslands, með eldgjósandi fjöllum, snævi þöktum jökluin, eyðilegum hraunum og fossandi fljótum. Hið harða og stirðnaða í íslensku eðli getur slípast og mildast á svona stað, án þess þó að missa á nokkurn hátt styrk sinn og íslensk sjerkenni. Edith GuÖmundsson. Já, á þessum demöntum valt í raun- inni alt, sem gat gert Brown lífið þess vert að lifa því. En samviskan hjelt áfram að tönnlast á því, að þetta væri að stela. Hann sá móður sína i huganum — liún var raunaleg og liristi höfuðið. Hann heyrði liana, hún grátbændi hann um að skila rjettum eiganda töskunni og demöntunum. Og hann heyrði gamlan og æruverðan föður sinn tala um lieiðarleik: „Gerðu aldrei neitt, drengur minn, sem þú þarft að bera kinnroða fyrir — það getur verið sama um, hvað aðrir meina, en ekki það, sem maður sjálfur finn- ur. Lifðu heiðarlega og vertu rjett- látur.“ Gamli Brown heit á vörina, svita- droparnir löðruðu á enninu á hon- um — hann hugsaði og hugsaði. Og það var orðið áliðið, þegar hann loksins var kominn að niðurstöðunni. Og niðurstaðan varð einskonar málamiðlun Tnilli samvisku hans og eðlilegrar kröfu lians um, að geta lifað nokkurnveginn sómasamlegu lifi. Hann afrjeð, að hann skyldi halda einum af liringunum fimm — hina ætlaði hann að senda eigandanum, ásamt skjölunum og töskunni. Hann ætlaði að senda þetta undir eins í fyrramálið, svo að Horton fengi það síðdegis. En einum liringnum ætlaði hann að lialda, eins og nokkurskon- ar fundarlaunum. Hann mundi áreið- anlega fá tvö liundruð dollara fyrir hann hjá einhverjum veðlánaranum. En færi hann til gimsteinakaupmanns mundi hann eflaust geta fengið þús- und dollara — en gimsteinakaup- mennirnir eru svo spurulir — nei, það var vissara að fara til einhvers óheiðarlegs veðlánara. Og hann liuggaði sig við það, að þegar öllu væri á botninn livolft, þa væri yfirsjón hans ekki önnur en sú, að hann hefði ákveðið fundarlaunin sjálfur — í stað þess að eiga á hættu, að verða ef til vill að gera sig á- nægðan með fimm dollara. Hann bjó vandlega um töskuna í sterkum, brúnum pappír. Skrifaði nafn eigandans utan á með eintómum uppliafsstöfum, forsiglaði böggulinn — og snemma morguninn eftir fór hann með hann á pósthúsið — á slórt pósthús, þar sem enginn þekti hann. Svo fór hann heim til sín aft- ur, faldi liringinn dýra undir undir- sænginni sinni og aflæsti hurðinni vel á eftir sjer. Það er aldrei of var- lega farið gagnvart þjófum og illþýði. í sporvagninum, á leiðinni á skrif- stofuna, fanst lionum endilega, að allir gláptu á sig. Þarna sat ógeðsleg- ur, Ijóshærður kvenmaður beint á móti honum og liafði ekki af lionum augun — góndi beint framan í hann. Gamli Brown reyndi að góna á móti, en varð loksins að láta undan og líta niður fyrir sig. Og á skrifstofunni fanst honum ritvjelin kliða sí og æ i eyrunum á honum: Þú ert þjófur, þú ert þjóf- ur — þjófur. Hann strauk sjer um ennið og and- varpaði. Fulltrúinn leit til hans: „Heyrið þjer, Brown,“ byrjaði hann, „hvernig fenguð þjer þessa hringi ....7 Brown hrökk í kút. „Hvað segið þjer maður? Jeg hefi enga hringi — jeg hefi aldrei á æfi minni átt hring, jeg get svarið það..“ Fulltrúinn liristi höfuðið: „Hvað gengur á, maður, verið þjer Frh. á bls. 13.

x

Fálkinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fálkinn
https://timarit.is/publication/351

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.