Fálkinn


Fálkinn - 18.04.1941, Blaðsíða 8

Fálkinn - 18.04.1941, Blaðsíða 8
8 F Á L K I N N AAGE HERMANN: ÓRÆK NÖMMIJM LÍTIL SAGA ÚR STÓRRI BORG Lögfræðingurinn leggur ekki í vana sinn að trúa. — Hann heimtar sannanir fyrir sekt og sakleysi. Kf INA DORRIT CUNNING- FORD lcaus að fara gagn- andi heim af hársnyrtistofunni. Eftir tveggja tíma setu i greiðslustólnum, þar sem loftið var þungt og mettað af alskonar smyrslailm og hári, sem hitnar undan hrykkjuverkfærunum, var það þægilegt að anda að sjer hreinu lofti, jafnvel þó að aldrei sje nú hægt að kalla stór- borgarloftið alveg hreint. Og hún hafði nægan tíma til að ganga. Það voru ennþá meira en tveir tímar þangað til mað- urinn hennar, Davis Cunning- ford málaflutningsmaður kæmi heim úr rjettinum. Og ef til vill kæmi hann of seint, líka í dag. Honum hafði, aldrei þessu vant mistekist að gera verjand- ann leiðan á vörninni, í þessu „Boy Ed<Iy-máli“, sem var á- döfinni þessa dagana. Sami kliðurinn og vant var frá bifreiðahornunum og spor- vagnaklukkunum. En Njna tók varla eftir þessu — hún var eins og gömul kona í stofunni sinni, sem verður að hafa sig alla við, til að taka eftir hvórt ldukkan sje hætt að tifa, af því að vani margra ára liefir sljóvg- að hana. Á sama hátt kemst stórborgaldiðurinn upp í vana, svo að það eru ekki nema ó- venjulega hljóðin, sem vekja eftirtelct. Nina þekti líka venju- lega fólkið á götunni, blaðasal- ana, lögregluþjónana, götusal- ana og Ijósmyndarana, sem tóku myndir af fólki um leið og það gekk hjá. Þetta voru einskonar lifandi leiktjöld, sem hún sá dagsdaglgga og þessvegna sinti hún þeim ekki. Nú heyrðist smellur í ljósmyndavjel. Ljós- myndarinn hafði tekið mynd af frú Ninu og rjetti henni seðil, sem á stóð livar og hvenær hún gæti vitjað myndarinnar, ef hún vildi kaupa hana. Hún vissi það af gamalli reynslu, að það var hampaminst að taka við seðl- inum óg borga, og þessvegna gerði hún það. En þegar hún var komin nokkur skref fram- hjá ljet hún miðann fjúka út í veður og vind, hann mundi lenda í sorpinu á akbrautinni og í fyrramálið mundi hann lenda í bing skarnhreinsaranna. — Blóm? Nei, hún þurfti ekki á blómum að halda. „Daily Re- porter“? Nei., hún ætlaði ekki að kaupa hlað. Alt þetta fólk, sem leitaði viðskiftavina á göt- inn New Yorkborgar, var ó- venjulega aðsætið í dag, fanst Ninu. Henni lá við að iðrast þess, að hún skyldi hafa látið bifreiðarstjórann aka tómri bif- reiðinni heim. En hún ætlaði sjer að fara gangandi. Og það var eklci Ninu Cunningford líkt að hætta við áform sín eða breyta ' þeim í nokkru. Þess- vegna hjelt hún áfram og var- aðist eins og hún gat að lenda í klónum á öllum vörubjóðun- um. l-IÚN vissi það vel sjálf hvers- vegna arg vörubjóðanna ergði hana venju fremur einmitt í dag. Það var af því, að hún þráði að vera í friði og hugsa sínar eigin hugsanir. Allan tím- ann, sem hún sat á liárgreiðslu- stofuni hafði liún verið að brjóta heilann um Boy Eddy- málið. Eitt af því sem hafði gert hjónaband hennar og Davis Cunningford svo farsælt, enda þótt hann væri sextán árum eldri en hún, var einmitt það, að þún hafði lifandi áliuga fyrir starfi hans. Það var meira en innantóm orð, er hann sagði við kunningja sina, að Nina væri besti ráðgjafi hans. Hún hafði mjög þroskaða hæfileika í þá átt að finna á sjer hvað væri sannleikur i hverju máli. I fjölda salíamála hafði þetta ljett Davis Cunningham það starf að finna vitni og sannanirnar fyrir því hver sannleikurinn var. Konan hans hafði ljett hon- um það sem mestu skifti, að gera sjer grein fyrir hvaða sann indi það væru, sem fyrst þyrfti að komast að raun um og leggja stund á að sanna. En í Boy Eddy-málinu hafði það óvenjulega skeð, að þa'u voru ósammála. Nina gat — andstætt Davis — ómögulega fengið af sjer að trúa, að lyftu- drengurinn Eddy, lipur og skýr lyftudrengur á Hotel Cla- ridge, ætti nokkurn þátt í morði skrautgripasalans Anthony Bird. Að vísu hafði eitthvað af stolnu gripunum fundist í handtösku Eddys, í svefnherbergiskytru hans uppi á háalofti á gistihús- inu. En henni fanst ómögulegt, að hreinskilnislega andlitið á drengnum, sem hún fyrst hafði fengið tækifæri til að skoða í blöðunum og síðan sjeð sjálf í rjettarsalnum, gæti verið glæpa- mannsandlit. Þvert á móti. Það talaði líka gegn lyftudrengnum að móðir Eddys var veik og fá- tæk og að henni varð ekki bjargað nema með dýrum upp- skurði. En Nina var yfirleitt altaf á móti því að dæma fólk eftir líkum og sjerstaklega var hún á móti því í þessu máli. Þar mundi dómurinn „sekur“ verða til þess, að nítján ára gamall unglingur iTiundi lenda í rafmagnsstólnum innan noklc- urra daga. Hún skyldi vel þá örðugleika, sem Davis átti við að sti’iða í þessu máli, ekki síst vegna þess, að glæpasjerfræð- ingar blaðaixna höfðu einum rómi látið það uppi, að úr því að sóknin í rnálinu liefði vei’ið falin Davis Cunningfoi’d hlyti að vei’ða jákvæð úrslit í því máli: rjettlát refsing mundi lcoma yfir þann seka! Því að allir treystu Davis! OKSINS var hún komin á leiðarenda, að „villu“ í út- jaðri borgarinnai’. Alt var til- búið undir miðdegisvei’ðinn. Vinnukonurnar höfðu unnið stai’f sitt á hinn fullkomnasta hátt, eins og þær vox’U vanai’. En samt sem áður vai’ð biðin löng. Hugboð liennar um að Davis rnundi koma síðar heim en áformað var, sannaðist við það, að rjettarritarinn hringdi í símann. Og þegar Davis Cunn- ingford loksins kom þá var liann í slæmu skapi. — Eddy er, sagði hann, og röddin var alls ekki alúðleg, — eini maðurinn auk þín, sem en stendur fast á því, að hann sje saklaus af moi’ði Anthony Birds! — Varla er það að lxann held- ur fast við að hann sje ekki moi’ðingi, sönnun fyrir því að hann sje morðingi, svaraði hún. — Og varla þarf hann að vera morðingi þó jeg lxaldi því fram að hann sje saklaus! — En taskan þá? .... Held- ur þú þá líka, að ságan um ó- kunna manninn sje sönn? Þetta er sama persónan, sem hefir gefið öllum vasaþjófum vasa- bækurnai’, peningabuddurnar og gullúrin, sem finnast á þeim eða hjá þeim. Og nú höfurn við í þokkabót fundið þrjá happ- drættismiða frá veðreiðunum í Dei’by í fórum stráksins, er við gerðum húsrannsókn hjá lion- um í annað sinn. Strákurinn viðurkennir að minsta kosti að hann eigi þá og hafi keypt þá fyrir spai’ifje sitt. En dettur , þjer í hug, að hann hafi getað safnað peningum til þess, jafn- framt því sem hann ól önn fyr- ir paóður sinni — það er honum þó að minsta kosti til sóma? Og væri það ekki meira en með- alheimska af stráknum, að fara að eyða peningum í happdrætti, úr því að liann liefir fyrir löngu sagt, að lians heitasta ósk hafi vei’ið sú, að koma móður sinni á sjúkrahús? — Hefir þú aldrei litið fram- an í di’enginn, Davis? Viðux’- kennir þú eklci, að ráðvendnin og lieiðai’leikurinn Ijómar út úr andlitinu á honum? — Jú, að því er vii’ðist! En tuttugu og þi’iggja ára starf mitt sem málaflutningsmaður hefir líka kent mjer, að hættulegustu glæpamennirnir eru einmitt þeir, sem frómlegast líta út. Taugai’nar í Ninu voru í upp- námi Það þui’fti ekki nema smámuni til að gera hana æsta. Þegar síminn hi’ingdi þá hrökk hún í kuðung, henni fanst hring- ingin vera svo hörð, alveg eins og einhver ákæra fælist í henni. Þegar þjónninn, Curtis, kom inn með skutulinn, fanst henni hann ganga svo hægt — alveg eins og liann væi’i að hlusta. í hvert sinn sem maðurinn henn- ar hreyfði sig, þó ekki væri nema lítið eitt, lirökk liún við — eins og liver einasta hi’eyfing hans boðaði eitthvað ilt. En það leið ekki á löngu þangað til hún fjekk annað alvarlegra til að liugsa um. Það var hið ó- hugnanlegasta liingað til — já, í rauninni hið eina óhugnan- lega, sem Nina Dorrit Cunning- ford hafði upplifað á alli’i æfi sinni — þegar maðurinn henn- ar kom þjótandi heirn úr rjett- ínum, öllum á óvart. I fyi’sta skifti í hjúskap þeii’ra hafði hann komið rjúkandi inn i stof- una með hattinn á höfðinu og lirint þjóninum til hliðar. Hann skelti hurðinni í lás á eftir sjer. þeytti brjefi á litla boi’ðið, sem stóð fyrir framan sæti konunnar hans. Hann var náfölur og rödd hans skalf af bræði er hann sagði: — Lestu þetta og gefðu mjer svo skýi’ingu þína, viðstöðu- laust. En það er fullomin og fullnægjandi skýring, sem jeg heimta að fá. Nina skildi, að nú vai’ð hún fi-ekar en nokkru sinni áður að stilla skap sitt og hafa stjórn á sjer. Úr því skýi innibirgðar reiði, sem ljek um enni Davis Cunningford, gat sprungið fram elding þegar minst vonum varði og eyðilagt hjúskapar- gæfu þeii’ra um aldur og æfi. Hún opnaði bi’jefið og sá, að mynd af henni var límd í efra hornið. Brjefið hljóðaði svo:

x

Fálkinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fálkinn
https://timarit.is/publication/351

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.