Fálkinn


Fálkinn - 18.04.1941, Blaðsíða 12

Fálkinn - 18.04.1941, Blaðsíða 12
12 F Á L K I N N r Francis D. Grierson: Framhaldssaga. 1 L Toma liiiisið. Le^nilög^regilnsagfa. 15. J ^Hvað meinið þjer?“ „Jeg skal útskýra það, sir. Jeg get farið ýmsar leiðir. Jeg gæti haldið áfram ■ að nudda við þetta, þangað til þjer og Jög- reglustjórinn yrðu leiðir á því og tækjuð málið af mjer. Jeg gæti játað getúleysi mitt og beiðst þess, að- annar maður tæki við málinu. Jeg gæti ....“ „Slcítt með þetta alt,“ tók Dale fram í. „Komist þjer að málefninu. Hvað hafið þjer hugsað yður?“ „Mig langar til að biðja Marrible að- stoðar sjálfur.“ „Hver fjandinn gengur að yður. Eruð þjer ekki starfsmaður í glæpalögreglunni?“ „Jú, en jeg er líka frjáls borgari, sam- kvæmt lögum. Það sem jeg á við er þetta, að jég hefi rjettindi borgarans til þess að greiða atkvæði, til dæmis, og jeg get ekki trúað, að þjer hefðuð nokkuð að athuga við, að jeg skemti mjer innan sómasam- legra takmarka, þegar jeg á frí. „Vitanlega ekki. En jeg skil ekki enn, hvert þjer eruð að fara. „Má jeg tala hreinskilnislega, sir?“ Hver fjandinn er þetta, maður — það er einmitt það, sem jeg er altaf að reyna að fá yður til. Reynið að minnast þess ekki, að jeg er varalögreglustjóri, og lofið mjer að heyra, hvað yður er niðri fyrir.“ „Gott! mitt álit er þetta: Jeg hugsa að þjer vitið, að jeg gekk í lögregluna, því að faðir minn varð fyrir óláni. Jeg óx fljótar að metorðum, en jeg átti skilið, og það er yður og lögreglustjóranum að þakka ....“ „Verið þjer ekki að hugsa um það . .. .“ „Jeg get ekki annað en hugsað um það. Jeg er yður mjög þakklátur fyrir um- burðarlyndið við mig, og þessvegna er það, sem þetta „Carriscot“-mál skiftir mig svo mil ’ ~ '•* minn vill, að jeg segi af mjer, síðan fjárhagur hans komst í gott horf aftur. En mjer þykir vænt um starfið, og það er von mín, að þegar jeg læt af því, verði ekki hægt að segja, að jeg liafi gefist upp á því. Þjer verðið að afsaka, að jeg mæði yður með þessum persónulegu liug- leiðingum, sir.“ „Haldið þjer bara áfram,“ sagði Dale rólega. „Nú, jæja. Þetta Cluddams-morð hefir farið í taugarnar á mjer. Frá því fyrsta hefir mjér fundist, að jeg mundi vaxa eða hafa minkun af því. Jeg get eklci sagt yð- ur hvers vegna. En það beit svona á mig. Það er engin ástæða til, að „Yardinn“ hafi aukafyrirhöfn eða kostnað af þessu. Þegar jeg mintist á ástæður mínar þá var það aðeins til að skýra frá, að þær væru þann- ig, að jeg get gert það, sem mjer leikur hugur á. Jeg bið aðeins leyfis yðar til að mega spyrja dr. Marrible ráða upp á eigin kostnað. „Yardinn“ þarf ekki frekar að vita um þessa ráðagerð opinberlega, eri þó jeg ljeti sjerfræðinga skoða í mjer hjart- að, í stað þess að láta lögreglulæknirinn gera það, eða þó jeg fengi verslunina, sem seldi mjer bifreiðina mína, til að gera við li^na. Ef mjer tekst illa með þetta mál, þá fellur sökin ekki á „Yardinn", en ef mjer tekst vel, þá hefir hann heiðurinn. Jeg mundi gera Marrible þetta ljóst.“ „Þjer virðist hafa tröllatrú á dr. Mar- i’ible,“ sagði Dale. „Jeg tel hann með mestu mönnum, sem jeg hefi kynst.“ „Þekkið þjer hann vel?“ „Allvel. Við erum í klúbb saman og jeg hefi hitt hann víða. Hann spilar ágætlega bridge, og hann hefir verið gestur mágs míns, Godfrey Elmhurst, á heimili hans.“ Dale kinkaði kolli. „Já, jeg þekki Mar- rible dálítið líka — ekki mikið — og jeg hefi sjeð hann spila. Jeg þekki Elmhurst líka. Hann er afbragðs maður.“ „Godfrey hefir aldrei sagt yður, að hann og Jeg þekkjumst,“ hjelt hann áfram. „Það var viturlegt af honum. Hann vildi ekki að þjer skylduð halda, að hann mundi leggja orð inn fyrir yður. Ekki svo að skilja, að það þýddi nokkuð hjer. En hvað Marrible snertir, þá er það alls ekki mein- ing mín að gera lítið úr honum. Jeg get eiginlega ekki sagt, að mjer geðjist að hon- um, en það getur verið af ómeðvitaðri öf- und. Jeg viðurkenni, að hann hefir verið mjög heppinn með mál sin, og það má hann eiga, að hann er maður yfirlætislaus. Hann hefir að vísu hlotið mesta frægð á meginlandinu og í Ameríku, en þvi verður ekki neitað, að liann hefir líka yfirskyggt okkur í nokkrum glæpamálum, hjer áður fyr. En haldið þjer nú, að hann tæki í mál, að fást við þetta „Carriscot“-morð? Jeg býst við, að það sje of lítilmótlegt fyr- ir jafn frægan mann. Hann vill helst mál, sem frægir menn eru riðnir við — að því e-r jeg best veit. “ „Jeg held að hann geri það,“ svaraði Barry. „Hann talaði við mig um þetta mál í klúbbnum og hann virtist hafa áhuga á því. Hann virtist álita að þetta væri mjög einkennilegt mál, og þó vissi hann ekki annað en það, sem um það hefir staðið i blöðunum.“ Dale tók blýant og pikkaði honum niður i skrifborðið. „Jeg veit ekki hvort þjer haf- ið íhugað allar afleiðingar þess, sem þjer hafið beðið mig um,“ sagði hann hægt. — „Ef Marrible tekst að ráða þessa þraut, eftir að yður hefir mistekist það ....“ „Þá beiðist jeg lausnar þegar í stað.“ „Og hvað liefði þá unnist fyrir yður?“ „Jeg gæti þá að minsta kosti slitið hug- ann frá þessu máli. Auk þess,“ bætti Barry við hikandi, „hefi jeg von um, að þjer munduð ekki reka mig fyrir fult og alt. Þjer munduð ef til vill veita mjer eftirlits- þjónsstöðu og gefa mjer tælcifæri til að reyna á nýjan leik.“ Hann þagnaði vandræðalegur, við að Dale ralc upp skellihlátur. „Svei mjer ef þjer eruð ekki biræfnasti maðurinn, sem jeg hefi fyrir hitt á æfi minn.i. Að rjettu lagi ætti jeg að leggja málið fyrir lögreglustjórann, en jeg ætla að taka það á mig. En ef þjer bregðist mjer, þá slculuð þjer vara yður.“ Barry spratt upp: „Þjer ætlið þá að leyfa mjer að tala við Marrible, sir?“ „Jeg er ekki alveg viss um, að þjer hafið skilið mig rjett, Blyth fulltrúi,“ svaraði Dale þurlega. „Þjer hafið bent mjer á það, fremur tilefnislaust, að jeg hafi engan rjett til, að blanda mjer inn i einkamál yðar, svo framarlega sem þau sjeu ekki lögreglu- sveitinni til hnjóðs. Yið vorum að tala um „Carriscot“-málið. Látið mig vita, þegar þjer hafið eitthvað að tilkynna. Jeg skal segja Merton, að jeg óski þess, að þjer til- kynnið mjer beinleiðis, hvað gerist í þessu máli.“ Barry góndi á liann og svo hló hann. „Jeg þakka yður innilega fyrir, sir,“ sagði hann. „Jeg skal gera hvern þremil- inn sem vera skal til þess, að þjer verðið ekki fyrir vonbrigðum.“ „Ágætt,“ sagði Dale. „Viljið þjer biðja Merton að líta inn til min, ef liann er á skrifstofunni.“ Þegar Dale varð orðinn einn sat hann í djúpum hugleiðingum, þangað til Merton kom. „Já, Merton,“ sagði hann. „Blyth kvað þuluna fyrir mig og jeg ljet þetta eftir honum. Líklega segið þjer mjer, að jeg sje fullkominn fábjáni.“ •> „Það dytti mjer aldrei í liug,“ svaraði Merton rólega, og Dale liló. „Yíst munduð þjer gera það,“ sagði hann. „Ekki með berum orðum, en þjer liafið lag á að píra augunum og setja á yður stiit, svo neyðarlega, að jeg gæti haft það til að myrða yður einn góðan veðurdag. Jæja, í alvöru talað, hvað álítið þjer um Blytli?“ „Jeg veit ekki, livað jeg á að halda,“ svaraði liann. „Jeg lcann vel við strákinn og jeg hafði voriað, að jeg gæti veitt eitt- livað upp úr honum. En jeg kann ekki við, hvernig hann lætur þetta mál á sig fá. Honum virðist hafa fallist liugur og hann heldur auðsjáanlega, að þessi Marrible sje eitthvert ofurmenni, sem geti ráðið fram úr málinu á svipstundu. Jeg verð að segja, að jeg er eiginlega hissa á, að þjer skylduð láta þetta eftir honum.“ „Það er jeg eiginlega líka. Jeg ætlaði mjer ekki að gera það, þegar hann kom. Jeg hafði eiginlega hugsað mjer, að gefa honum* ráðningu, svo að hann kæmist í samt lag aftur. En mjer fanst á öllu, að hann væri að rifna, og mig langar ekki, að hann leggi árar í bát. Hann er of góður maður til þess, að við látum hann fara, þó

x

Fálkinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fálkinn
https://timarit.is/publication/351

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.