Fálkinn


Fálkinn - 11.07.1941, Blaðsíða 8

Fálkinn - 11.07.1941, Blaðsíða 8
8 F Á L K I N N Ferðaminning eítir Heinrich 5ander: i Ljósið í námunni AÐ var sumarkvöld í Tyrol. Á leiöinni með Arlbergjárnbraul- inni inn Oberinndalinn fagra, hafði klefinn smámsaman fylst af ferða- fólki, og ætlaði langflest af því til Innsbruck. í þessum ferðalangalióp, sem varð til með þessum hætti, voru langflest- ir þýskt sumarleyfisfóik og eins og eðlilegt niá þykja voru samræðurnar miklar og með glaðværð í klefanum. En þó skrafaði einn mest: yfirkenn- ari nokkur frá Heidelberg, og gekk fram af okkur með því hve vel liann j>ekti umhverfið, sem leiðin Iá um, og hve laginn hann var á, að finna nýjar lýsingar á því, hve mikil unun væri að ferðast. Prátt fyrir allgildan hjórmaga var liann í sífellu að rápa um klefann og horfa út uin gluggana á víxl og gá að einhverju fallegu eða stöðum, sem sýndir voru á uppdrætt- inum sem hann hafði við hendina. Loksins settist hann i liornið sitt og andvarpaði, en rendi tii okkar augunum, eins og hann vildi fyrir- gefa, að við hefðum amast við ráp- inu í honum. Ekki hætti hann að segja okkur frá því sem fyrir augun har, og hann taldi merkilegt, og hann var einmitt að segja okkur æfintýrið um. Maximilliau keisara er hann kom í svonefndan Martiner- wand, en það er standberg, sem rís um 500 metra yfir umhverfið, þegar lestin staðnæmist 'i Zirl og nýr ferða- maður kom inn og settist í eina sæt- ið, sem laust var í klefanum. Og þegar maður þessi kom inn datt alt í dúnlogn, eins og eldingu hefði verið slegið niður, en úr öll- um andlitunum mátti lesa svip furðu og andúðar. Enda var maðurinn sem inn kom i hæsta lagi einkennilegur. Af vaxt- arlagi lians, andlitsfalli og lirokkna hárinu hefði mátt halda, að hann væri ítali; að hann væri maður á besta aldri mátti ráða af hinum Ijettu og mjúku hreyfingum hans; en allar slíkar tilgátur og líkur, sem venjulegt er að grípa til, þegar dæmt er um þjóðerni manna strönduðu á þvi, hve Jitarháttur mannsins var dökkur og einkennilegur. Á andliti, hálsi og liöndum — svo langt sem sjeð varð, — var hörundsliturinn grænn eins og spanskgræna. Og það var ekki liörundið eitt sem var grænt, hfldur var sami kynlegi græni liturinn á hári hans, skeggi og augnahrúnum lians, en þó ívið dekkri. Hann hafði sest beint á móti yfir- kennaranum digra og virtist alls ekki taka eftir hve fólkið leit ólundarlega til lians, eða setja það fyrir sig. Loks fórum við að sætta okkur við gestinn og samtalið liófst á ný. Og það var auðvitað yfirkennarinn frá Heidelherg sem hraut ísinn og byrjaði að masa. Hann hjelt sem sje áfram sögunni um æfintýr Maximil- ians I., er hann var eitt sinn á gemsuveiðum og hætti sjer of langt inn í skógana í þverhnýpinu þarna i Martinerwand, svo að liann komst loks hvorki áfram njc aftur á bak, en virtist kominn í opinn dauðann, þangað til prestarnir í sveitinni og allur söfnuðurinn höfðu kropið á knje og beðið syo lengi fyrir honum undir liamraveggnum, að engill koin af himnum ofan og bjargaði honum. Þetta sagði þjóðsagan, en sannleikur- inn var sá, að það Var ungur og djarfur gemsuveiðimaður, Oswald Zips að nafni, sem keisarinn- átti Jif sitt að launa. Og hann borgaði með því að taka manninn í aðalsstjett, undir nafninu Hollauer von Hohen- felsen. Þessa varð jeg að minsta kosti áskynja af sögu yfirkennarans, en annars tók jeg illa eftir, því að jeg var altaf með hugann við græna manninn. Hver gat liann verið þessi undar- hlustaði á söguna — að því er virtist með athygli — hengt hattinn sinn, barðastóran, hvitan flókahatt, á snag- ann undir hillunni, og tók jeg þá eft- ir að liattbarðinu var skift í reiti með eintómum þverstrikum og voru nöfn ýmsra horga og bæja skrifuð í flesta reitina. Þetta virtist vera einskonar skrá yfir viðkomustaði mannsins og hófst hún i Prætoria, en Genf var siðasta nafnið, sem skráð hafði verið á hattharðið. Hver gat liann verið, þessi undar- legi ókunni maður? — Hvaðan kom hann og livert ætlaði hann? Af hverju stafaði þessi græni litur? Þetta voru spurningar, sem jeg gat ekki komist hjá að velta fyrir mjer, og líklega hefir hitt ferðafólkið gert það líka. En maðurinn sem hugsun okkar snerist um sat rólegur eins og ekkert væri og hlustaði á sögu hins mælska Heidelbergkennara, en svipur lians breyttist í sífellu, alveg eins og ítalskur maður ætti i hlut. Nú vorum við konún svo langt á- leiðis, að við gátum sjeð Maximilians- hellirinn uppi i klettabeltinu og fyr- ir framan skúta þennan var lítill kross, er þar hafði verið reistur til minningar um björgun keisarans, og vakti yfirkennarinn athygli okkar á þessu um leið og iiann stóð upp og tróðst fram hjá okkur og blæþurkaði á okkur nefið með uppdrættinum, sem hann skildi aldrei við sig. En þegar hann var sestur aftur og hjelt áfram að tala um glufuna þarna við hellirinn, sem mannsfótur hafði aldrei stigið á, og farið var að koma með getgátur um, livað mundi nú leynast þárna í gjótunni frá gamalli tíð, tók jeg eftir að það fór sárs- aukakend um andlit ókunna manns- ins og liann hvarflaði flóttalegum augum til okkar, eins og honum væri fyrst nú að skiljast, að útlit hans liefði vakið furðu okkar og forvitni. Skömmu síðar runnum við inn á stöðina í Innsbruck, kvöddumsl og skunduðum á gistihúsin. Tilviljunin liagaði því svo, að fimm okkar lentu á sama gistiliúsinu, „Tiroler Hof“ en það var næst stöð- inni og skrautlegt húsið dregur ferða- mennina að sjer með útlitinu. „Þetta var gaman!“ sagði digri Hcidelbergskennarinn og klappaði á öxlina á mjer. „ En segið þjer mjer,“ hætti hánn við meðan við vorum að ganga yfir götuna, „hvaða blaðagræna er þetta, sem kom inn í klefann okk- ar“ — og svo hló liann svo maginn á lionum liossaðist. En síðan tók hann sig á: „Jæja — í alvöru talað — veslings maðurinn,“ sagði hann og lægði röddina, „hann er sennilega langt að kominn og hefir verið mikið veikur. — Humm! — aumingja mað- urinn!" Nú kom gistihúsfólkið að taka á móti okkur. Nokkru seinna settumst við inn i horðsal gistihússins, en þá sat ó- kunni maðurinn undarlegi þar. Ilann liafði farið úr ferðafötunum og var kominn í snjóhvít föt, sem voru auð- sjáanlega frá 1. fiokks skraddara, en þó með öðru lagi og sniði en jeg hefi vanist. Þau fóru honum vel, en það var eins og enn meira bæri á hörundslitnum nú en áður. Við heilsuðum honum vingjarn- lega um leið og við settumst og liann heilsaði á móti og brosti sem snöggv- ast. Annars var liann altaf mjög al- varlegur á svipinn. Meðan við vorum að horða töluð- um við við hann um daginn ög veg- inn; en smámsaman víkkaði um- ræðusviðið, og þegar yfirkennarinn, sem var tungumálamaður, varð þess visari, að ókunni maðurinn talaði flest heimsmálin jafn reiprennandi urðum við háðir svo forvitnir, að við buðum honum að setjast niður i garðinn eftir matinn og þar urðu samræðurnar frjálslegri, er við vor- um farnir að tæma glösin og reykur- inn af bestu vindlum gistihússins liðaðist upp i hlátært loftið. Og þarna sagði ókunni inaðurinn liina merkilegu sögu sína, sem jeg ætla nú að endursegja, eftir því sem minni mitt leyfir. Eitt af því, sem bar á góma hjá okkur var undraefnið radium, þetta merkilega geislaefni, sem þá var fundið fyrir skemstu. Menn höfðu afarlitla þekkingu á eiginleikum þess þá. Meðan við vorum að tala um það — það var einkum yfirkennarinn, sem liafði orðið — tók jeg eftir að þjáningarsvipur fór um andlit ó- kunna mannsins, sami svipurinn er jeg hafði tekið eftir þegar verið var að tala um ieyndardóma Maximilians- iieliisins. Hann varð þögull og al- varlegur og það var eins og liann væri að leyna skapi sínu með því að liorfa fast á dinuna fjallshlíðina, scm biasti við á móti okkur. Yfirkennarinn tók líka eftir að gestinum hafði orðið skapþungt, og nú varð óviðfeldin þögn i stað skvaldursins áður. ' En nú sneri ókunni maðurinn sjer alt i einu að okkur, eins og liann væri að reyna að bjóða hinum ógeð- feldu hugrenningum sínum byrginn, eins og hann vildi afstýra þvi, að glaðværð okkar færi út um þúfur. Og í því augnabliki var liann fríð- ur — fríður þrátt fyrir ógæfu sína, þrátt fyrir Ijóta litinn, sem afrnynd- aði hörund lians og hár, en sem minna bar á þessa stundina, því að farið var að skyggja. „Herrar mínir,“ sagði liann og mælti á þýsku, „jeg les hugrenning- ar ykkar og veit ástæðuna til þagn- arinnar, sem kom yfir okkur alt í cinu, alveg eins Ijóst og mjer væri sagt þetta berum orðum — jú, af- sakið þið, herrar mínir, jeg áfellist ykkur ekki og ekki hafið þið á nokk- urn hátt brotið i bága við þær kurt- eisisreglur, sem siðaðir menn um víða veröld hafa í lieiðri. Það er hið einkennilegt útlit mitt, sem á sökina á þessu. — Nei, leyfið mjer að tala áfram, herrar mínir; hjer er svo fag- urt — kvöldið svo yndislegt — og jeg finn andvarann frá bernskuslóð- um mínum þarna suður frá, bak við Alpafjöllin — mig langar að gleðjast þrátt fyrir alt — gleðjast af því að á morgun fæ jeg að sjá bernskuheim- ili mitt og ástvini. Hann tók glas sitt og bar það að vörunum; svo setti liann það hart á borðið, vatt sjer sígarettu, og þegar hann hafði dregið að sjer nokkra teyga, sagði hann: „Jeg er frá Verona — þið þekkið nafn mitt, herrar mínir. Þegar jeg var seytján ára fór jeg til Milano til að læra verkfræði. Jeg var þá — nú, jæja, jeg var þá útlits eins og aðrir menn sem komu i skólann, og auk þess hraustari og lífsglaðari en flest- ir ungir menn. Jeg hafði lieitið móður minní því, áður en jeg fór að heiman, að lnin skyldi hafa ánægju af dvöl minni í Mílano; þetta fór líka svo — jeg tók próf með ágætis einkunn og flýtti mjer lieim til Verona, til þess að móðir mín og systur skyldu njóta ánægjunnar með mjer. Svo lifðum við áhyggjulaus næstu ár, en eftir dauða föður míns liöfð- um við haft úr mjög litlu að spila. Því að iiú fjekk jeg hverja stöðuna aunari betri — hvar sem einhver stór mannvirki voru gerð í Ítalíu vkr jeg þar eittlivað viðriðinn, og eftir örfá ár var jeg kominn i liáa stöðu og auk þess liafði jeg lagt fyrir álitlega fúigu fjár. Svo var það einn dag að jeg fjekk tiiboð frá námufyrirtæki í Transvaal, sem var í eigu ítaisks manns er liafði verið æskuvinur föður míns. Hann lýsti þessu fyrirtæki svo girni- iega, að jeg — ungur maðurinn — gat ekki staðist freistinguna, en kvaddi móður mína og systur og fór á burt til liins nýja og fjarlæga starfsviðs mins. Þetta var nokkru eftir óhappaferð Dr. Jamesons inn í Transvaai. Óeirð- irnar, sem áður höfðu verið eins og mara á landinu og lamað þroska- möguleika þess, liöfðu nú verið heft- ar með samningum, þannig að menn liöfðu góðar vonir um, að liægt væri að endurreisa landið og gera þjóðina velmegandi. Eitt af fyrstu verkefn- unum var að virkja árnar, sem falla til suðurs og norðurs út í landamæra- fljótin mikiu og gera þær skipgeng- artil þess að bæta úr samgönguleys- inu, sem m. a. hafði hamlað námu- rekstrinum og flutningi málmgrýtis úr landi. Jeg átti að fara til norðurhluta landsins, í hjerað sem hjet Borcli Veld, og undir eins eftir að jeg var kominn til Prætoria leitaði jeg uppi æskuvin föður míns, en hann átti langa og mjóa landræmu upp með Gimpopofljóti, en þó svo langt frá fljótinu og svo veglaust, að það stóð til að reyna að gera litla á, er i fljótið fjell, skipgenga, til þess að koma málmgrýtinu frá námum hans þá leið til sjávar. Jeg átti ærið starf fyrir hönduin; en af því að jeg fjekk fjölda manns í vinnu tókst mjer þegar á fyrsta ári að dýpka ána og gera renslisjöfnuð á lienni, svo að við gætum Iiafið námureksturinn í stórum stil.“ Þarna tók verkfræðingurinn mál- livíld, en þjónninn færði okkur værðarvoðir okkar á meðan, til að breiða yfir hnjen á okkur, því að nú var farið að anda köldu ofan úr íjöllunum. Þegar við liöfðum komið okkur fyrir hjelt hann áfram: „Það er orðið framorðið og ef til

x

Fálkinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fálkinn
https://timarit.is/publication/351

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.