Fálkinn


Fálkinn - 11.07.1941, Blaðsíða 3

Fálkinn - 11.07.1941, Blaðsíða 3
FÁLKINN 3 íþróttavOllur framtíðarinnar VIKUBLAÐ MEÐ MYNDUM. Ritstjóri: ákúli Skúlason. Framkv.stjóri: Svavar Hjaltested Skrifstofa: Bankastr. 3, Reykjavík. Sími 2210 Opin virka daga kl. 10-12 og 1-6. Blaðið kemur út hvern föstudag. Allar áskriftir greiðist fyrirfram. Auglýsingaverð: 30 aura millim. IIERBERTSprent. Skraðdarabankar. „Hvernig líst þjer á nýja ástand- ið?“ spyr maðurinn á götunni mann- inn á götunni. Og vitanlega eru svör þess aðspurða mismunandi. Sumum líkar vel sumum illa, eins og geng- ur, því að þá vœri þjóðin dauð, ef hún væri sammála um alt. En sumir segja: jeg veit það ekki! Og í raun og veru er það hyggileg- asta svarið, sem hægt er að gefa. Því að í þessari dýrtíð, sem nú er í landinu, er það illa farið með tíma, að vera að pexa um skýjaborgir og víti, eða tala um staðleysur. Þetta sagði einn maður á þriðju- daginn: „Þarna er nú nýtt landráða- brugg á ferðinni. Skilur ekki helv.... stjórnin, 1 að Bretar eru nú að láta okkur upp í skuld? Það væri gaman að vita, hvað margar flugvjelar af þessari nýju tegund þeir fá fyrir Is- land!“ Og hann þóttist svo montinn af speki sinni, að hann skellihló. Og ýmsir hlóu með honum en aðrir þögðu. Það voru vitrari mennirnir, — jjví að heimskinginn er jafnan hyggn- astur þ'egar hann þegir, — segir máítækið. Þgssir, sem kallaðir eru heimsk- ingjar, geta verið allra vitrustu menn — á öðrum sviðum. En að heyra menn, sem gersamlega eru sneyddir öllum forsendum, vera að leggja dóma á það sem gerist i heimstyrj- öld er álika eins og þegar geldinga- maður austur á Fjörðum fór að stunda tannlækningar. Alt var þetta með sömu tönginni gert. Hún var falleg og „fornikluð" alveg eins og tengurnar tannlæknisins, og þess- vegna hlaut hún að duga til þess að rífa úr fólki jaxlana.-- Það lýsir vitanlega fjölbreyttu og djúpsettu gáfnafari, að geta sagt við Hitíer, Roosevelt eða ChurchiB: Þetta átt þú ekki að gera! Þú áttir að hafa það hinsvegin. Við vesælir menn, sem erum að reyna að þekkja okkar eigin takmarkanir, erum vitan- lega alveg steinliissa á, hvað þessir menn vita mikið. Það er til dæmis maður hjerna i Reykjavík, sem frá stríðsbyrjun hefir vitað fyrirfram alt sem hefir gerst síðan. En til þess að fara gætilega þá sagði hann aldrei frá því fyr en eftirá. Þetta er góður maður og grand- var. Því ef hann hefði ekki þagað, þá hefði liann líklega gerbreytt rás Iieimsviðburðanna, og kanske væri jörðin farin að snúast frá vestri til austurs, ef hann liefði ekki kunnað að þegja. Hann er þeim mun gætnari en ýmsir, að hann er aldrei vitur — fyr en eftir á. Og það æltu fleiri að vera. Spá minna, en liafa vitað staðreyndirnar fyrirfram — eftirá. í hinni ítarlegu skýrslu, sem Iþróttasamband íslands gaf út skömmu fyrir síðasta aðalfund sinn, er margan fróðleik að finna viðvikjandi íþrótta-mál- efnum landsins í heild og þó einkum gagnvart íþróttalífi höf- uðstaðarins. Á eitt atriðið skal sjerstaklega drepið hjer: starf það.sem í. S. í. liefir með liönd- um í íþróttavallarmálinu. Höf- uðstaðurinn á ekki enn neinn sæmilegan leikvang, en nú er málinu þó komið það langt, að staðurinn er ákveðinn og búið að ræsa fram landið. / Hinn nýi leikvangur Reykja- víkur verður suður af -Öskju- hlið, innan við flugvöllinn. Iief- ir verið gerður nýr uppdráttur að honum og sjást háðir upp- drættirnir hjer á myndunum. Reykjavikurbær hefir á undan- STEINOLÍAN. Wasliington Irving segir svo frá í bókinni „Æfintýri Boneville kap- teins“, en hann fór árið 1833 um ýms hjeruð, sem hvítur maður hafði aldrei sjeð áður: „1 landi Crow-Indíánanna leitaði kapteinninn að hinni miklu tjöru- lind, sem er eitt af furðuverkum förnum árum horgað nálægt 40.000 á ári fyrir ýmsa vinnu við framræstingu landsins og und- irbúning ýmsan, en nú tekur við aðalverkið: að fullkomna leikvanginn. íþróttavöllurinn gamli var i raun rjettri ekki annað en knattspyrnuvöllur. A teikning- Klettafjallanna, og hafði hann heyrt veiðimenn láta mikið af læknisnátt- úru þessarar lindar. Eftir langa leit fann hann loks lindina undir sand- mel skamt fyrir vestan Vindárfjöll, en þar rann úr tjörulindinni í ána. Samferðamennirnir flýttu sjer að ná í sýnishorn úr lindinni, og ætluðu þeir að nota þau sem smyrsl á meiðsl- unni, sem hjer sjest, er ekki að- eins einn aðalvöllur, heldur svæði til allskonar íþróttaiðk- ana annara, þannig að hægt er að láta fjölmargar íþróttagrein- ar hafa samkeppni samtímis. Skipulag hins nýja vallar er talsvert öðruvísi, en gert var ráð fyrir i fyrstu. Aðalvöllur- inn, sem sýndur er með spor- öskju á teikningunum, hefir ver- ið fluttur til, svo að hann verð- ur við grunnlínu hins þríhyrnda svæðis, sem íþróttavöllurinn hefir yfir að ráða, i stað þess að vera í horni svæðisins. ------Á síðasta ársþingi í. S. I. varð sú breyting á stjórninni að Þórarinn Magnússon var kosinn í stað Konráðs Gíslasonar. Stjórnina skipa nú: Ben. G. Waage forseti, Erlingur Pálsson, Frímann Helgason, Sigurjón Pjetursson og Þórarinn Magn- ússon. in, sem liestar þeirra liöfðu fengið undan hnökkunum. Af lýsingu þeirri sem til er á öðru slíku, var lijer ef- laust um að ræða steinefnasafa, sem kallaður hefir verið petroleum eða nafta, en hún er aðalefni í læknislyfi því, sem kallast „bresk olía“. Finst lnin víða í Evrópu og Asíu, sumstað- ar i Vestur-Indíum og ennfremur í Bandaríkjunum.“ Þetta er ein fyrsta frásögnin af steinolíunni, sem nú er mikilsverð- asta fljótandi efnið, sem til er i heiminum og knýr áfram skip, bif- reiðar og flugvjelar. En þegar Bone- ville kapteinn var uppi var steinolían eingöngu notuð sem — læknislyf. F. G. Lee lijet maður einn, sem kringum 1925 var aðal „blóðgjafi" sjúklinga á Middelsex-spítáianum í London. Hann liafði gefið 24 sjúk- lingum blóð úr sjer, en af þeim liöfðu sjö dáið. Lee hjelt því fram, að í hverl skifti sem sjúklingur and- aðist, sem fengið liefði blóð úr sjer, þá fengi hann verki í handlegginn. En enginn vildi trúa þessu og ákvað hann þá að skrifa hjá sjer dagsetn- ingu og tíma í hvert skifti sem hann fengi kvalir í handlegginn. Við einn samanburðinn kom það á daginn, að Lee hafði fengið kvalakast á sömu minútunni og einn af „bióðþegum" lians dó. Fimtíu árci hjúskaparafmæli eiga í dag (11. júlí) hjónin Þórunn Bjarnadóttir og Jón Bjarnason frá Fögrueyri, Fáskrúðsfirði, nú til heimilis á Leifsgötu 7.

x

Fálkinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fálkinn
https://timarit.is/publication/351

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.