Fálkinn


Fálkinn - 11.07.1941, Blaðsíða 9

Fálkinn - 11.07.1941, Blaðsíða 9
F Á L K I N N 9 vill leiðist ykkur að lilusta á þetta, herrar niínir.--------Já, já, þið segið vel.um það, en jeg sje samt að jég verð að fara fljótt yfir sögu. Þá er best að jeg trúi ykkur fyrir því nú þégar, að um það bil sem námurekst- urinn liófst hafði jeg trúlofast einka- dóttur húsbónda míns. Hún var — æ, nei — hvernig á jeg að lýsa Mariettu minni — jeg skal lieldur sýna ykkur mynd af henni áður en við skiljum. En jeg segi ykkur satt, að við vor- um bæði ósegjanlega hamingjusöm og litum björtum augum á framtíðina „Jæja,“ sagði hann eins og það reyndi á hann að halda áfram, „við tókum nú til óspiltra málanna við námureksturinn. Settuní upp vjelar og áhöld við námurnar, eldsneyti höfðum við nóg af á staðnum, og eftir ítárlegar tilrauriaboranir gróf- um við námugíga niður í málmgrýtis- lögin. Hepnin var með okkur og það var ekki nema á tveimur stöðum, sem við urðum að hætta við gröft í námugíg vegna þess, að eftirtekj- an væri of lítil. Einn daginn var okkur hoðið námu- svæði, sem lá upp að okkar. Kjörin voru mjög hagkvsem, en tengdafaðir minn kærði sig ekki um að kaupa, en ráðlagði mjer að kaupa sjálfur og hyrja námugröft á eigin ábyrgð. Eftir nokkrar tilraunaboranir, sem gáfu góðan árangur, fjelst jeg á þetta. Heppnin elti.mig líka i þessu, málm- grýtið var málmríkt og innan skanims sá jeg á eftir koparsendingunum, sem fóru niður að hafnarstaðnum, merkt- »r min'u vörumerki. Jeg lagðist ekki á meituna, þó að vel gengi, en hjelt borununum áfram, og einn dag, þegar við liöfðum bor- ar á miklu dýpi niður vio ána, kom gull upp í hor.ium. Þetta var óvænt, en gleðilegt, þó að mjer væri ljóst, að erfiðleikar yrðu á námugreftri þarna, sökum vatnsaga, sjerstaklega þegar vöxtur væri í ánni. Jeg komst þó hrátt að þeirri nið- urstöðu, að jeg mundi geta varist vatninu, ef jeg reyndi að lcomast að gullæðinni frá einhverjum 'tilrauna- staðnum okkar i landi tengdaföður míns. Þegar jeg hafði fengið leyfi hans til þessá og lokið við útreikn- inga mína á stefnu námugangsins og því um líku, hófum við þegar verkið. Þetta var alllöng leið, sem við urðum að grafa neðanjarðar, en af því að jarðlögin, sem gangurinn lá um, voru liagfeld og ekki þurfti nema fáar burðarstoðir i ganginn, þá sótt- ist verkið fljótt og.vel. Einn daginn þegar jeg kom heim, eftir að hafa verið á göngu með unnustu minni, var hringt til mín úr námunni. Það var verkstjórinn minn og liann mæltist til þess, að jeg kæmi upp í námuna, vegna þess, að liann þóttist hafa fundið eitthvað merki-. legt þar. Af þvi að jeg lijelt, að þeir væru komnir í gullæðina kvaddi jeg Mari- ettu, og lofaði að færa lienni fyrsta gullgrýtismolann úr námunni. Svo ljet jeg mig síga niður námu- gíginn. En þ'að var ekki gullið, sem þeir liöfðu fundið, heldur — ef jeg svo má segja — námugangur gerður af náttúrunnar hendi, liringmyndaður gangur níðri í jörðinni, eins og stundum hittist í elstu jarðlögum. Þessi gangur var sjerstaklega langur og reglulega myndaður. Hann lá lóðrjett á ganginn okkar, en var nokkrum metrum iægri í endann og að kaila mátti lárjettur, en það er mjög sjaldgæft um þesskonar ganga, því að þeim hallar flestum. En þetta liefði þó ekki gefið verk- stjóra minum tilefni til að kalla á mig, ef ekki liefði verið annað. Langt inni í ganginum var ljósglæta, sem enginn gat skilið í, jafnvel þeir elstu og fróðustu. Og ekki vissi jeg sjálfur neina skýringu á þessu fyrirbæri heldur. Það var eins og bjarmann legði frá einhverju lýsandi, sem væri enn innar í ganginum, en sein við gátum ekki sjeð, því að gangurinn sveigði til liliðar. Jeg afrjeð að rannsaka málið. Jeg fór af stað með námutýru og lítinn liaka og ljet þá renna mjer niður í kaðli. Þrátt fyrir andmæli verkstjór- ans neitaði jeg að hafa nokkurn mann með mjer, en þó hafði hann það fram, að jeg batt snærisenda utan um mig, og þeir Ijetn renna af hönkinni, svo að jeg skyldi ekki vera alveg sambandslaus við þá. Að vísu var jeg þvi alvanur að fara ferða minna fjarri hirtu og öllu lifandi; en þið munuð samt skilja það, herrar mínir, að jeg var ekki laus við kvíða, þegar jeg lagði af stað i þessi grafdimiriu neðanjarðargöng. Veggirnir voru með gljáandi skorpu og svo harðir, að jeg gat varla risp- áð þá með liakanum; en í botninn var gangurinn ósljettur og hrjúfur. Þegar jeg var kominn á að giska fimtíu metra inn í ganginn fjell á mig hjarminn, sem við liöfðum sjeð roðann af, og andspænis mjer lieygði gangurinn til vinstri og jeg sá inn í botn á honum, en ekki sá jeg liann greinilega. Þaðan kom bjarminn. Jeg verð eiginlega að kalla þetta ljós, en hvorki var það logi eða glóð og ekki lieldur maurildsbirta eins og af sumurii skordýrum. Þetta var yfir höfuð ekki líkt neinu af þvi, sem jeg liefi áður sjeð á jörðu hjer, heldur var eins og hjarnii þessi kæmi úr bei’ginu sjálfu, en ljeki þó lausum hala. Mjer fanst jeg sjá þenrian hjarma, þó að jeg lokaði augunum, en samt var bjarminn ekki sterkari en svo, að það lagði birtu af námutýrunni minni, þar sem jeg stóð. Sem snöggvast setti að mjer ótta og nijer datt í hug að flýja til baka, en svo herti jeg upp hugann og ein- setti mjer að reyna að mölva mola úr berginu, þarna i gangbotninum, til þess að hafa með mjer. Meðan jeg var að þessu varð mjer litið á hendina á mjer og rak upp undrunaróp er jeg sá, hvernig hún var útlits. Jeg leit á hina hendina og var lnin eins — með sania skrítna litnum, en jeg taldi víst, að þetta slafaði af hinni dularfullu birtu þarna niðri. Jeg reyndi að halda á- fram með hakann, en þá setti að mjer ákafa liræðslu, því að mjer fanst allur máttur þverra í mjer. Jeg hjelt, að dauðinn væri að taka mig og sneri við hið hráðasta friy og leitaði úttgörigu. En orka min þvarr skjótlega; jeg komst ekki nema hálfa leið til haka, þá datt jeg og rak upp neyðaróp. Jeg heyrði, að mennirnir mínir korriu hlaupandi til mín og jeg hafði enn rænu á að fyrirskipa, að allir skyldu verða á brott úr námunni þegar i stað. Svo man jeg ekki meira.... Jeg lá meðvitundarlaus i ellefu daga, og í hinni löng legu, sem á eftir fór fjekk jeg oft yfirlið. Jafn- framt lagði jeg svo fljótt af, að allir hjeldu, að það væri úti um mig. Spanskgræni liturinn, sem kominn var á allan líkama minn og orsak- aðist af geislum einhverra ókunnra efna, hvarf ekki af mjer þrátt fyrir alt, sem reynt- var. Auk þess leið jeg hinar verstu þjáningar, svo að oft óskaði jeg þess, að dauðinn leysti mig frá þeim. Þessi ógæfa mín varð mjer enn þungbærari þegar jeg hugsaði til Mariettu veslingsins. Hún hafði sjeð mig riaginn sem jeg kom upp úr námunni, og fengið liræðilegt tauga- áfall, svo að lnin varð að fara á heilsuhæli. Og svo setti að henni þunglyndi, henni sem áður var svo kát og lífsglöð. Við höfum ekki sjest síðan þenn- an ógæfudag, því að læknarnir rjeðu frá því, að við sæumst, vegna þess, live veil hún var á sálunni. Við höfum aðeins liaft brjefaskifti sam- an síðan. Jeg veit ekkert, hve lengi þessu heldur áfram. Jeg hefi ekki ennþá inist alla von um, að jeg geti fengið bata, og þessvegna vil jeg hlifa Mariettu við að sjá nrig svona, cins lengi og mjer er unt. Jeg hefi nú konrið í flestar stór- horgir og leitað uppi alla lækna, sem orð fer af. í París liefi jeg sam- ið við einkasjúkrahús og þar á að reyna við mig eftir tvo mánuði, með sjerstökum efnafræðilega sani- settum geislaböðum og jafnframt að hreyta hlóðefnunum í mjer. Ein- staka læknar liafa trú á, að með því móti geti jeg fengið rjettan hörunds- lit aftur. En af því að þetta tilfelli er alveg einstakt í sinni röð og lækn- arnir liafa enga reynslu hvað l>að snertir, þá liefi jeg verið ámintur um, að gera mjér ekki neinar vonir. Mjer er sagt, að tilraunin geti orðið árangurslaus og lika, að það sje ekki ósennilegt, að hún kosti mig lífið. Þessvegna er jeg á leiðinni til Verona núna; jeg ætla að sjá heim- kynni min og ástvinina þar — og svo fel jeg^mig guði á vald ....“ Við hlustuðum á manninn með sí- vaxandi eftirtekt og án þess að spyrja nokkurritíma-fram í; nú stóð- um við upp og tókum í hendina á honum og óskuðum þess innilega, að tilraunin mætti takast, og að liann fengi heilsuna aftur. Meðan liann var að segja frá, hafði hann orðið að taka málhvíld nokkr- um sinnum, eins og til þess að stand- ast áhrifin af sinum eigin orðum; ef til vill var það meðvitundin um unnustuna, sem hann hafði orðið að yfirgefa með svo sviplegu móti, sem þjakaði liann mest. En nú, er hann hafði lokið máli sínu, varð hann ljettur í bragði og við hinir reyndum að láta hann halda því skapi, það sem eftir var kvöldsins, með því að hjala um ljettvæg efni. Þó barst talið einu sinni aftur að .lionum, á þann hátt, að einn i liópn- um spurði hann, hvort nokluir hefði Presturinn Kai Munk í Vedersö er athafnamesti leikritahöfundur Dana um þessar mundir og kemiir nýtt leikrit frá honum á hverju ári og öllum tekiö með mikiu lofi, bæði i Danmörku og Noregi og Svijjjóð. Eitt af leikritum lmns, „Han sidder ved Smeltedigeien“, hefir verið leik- ið í öllum þessum löndum, en ieik- urinn ,,En Idealisi“ hefir ekki verið rannsakað námuganginn og hjarm- ann kynlega síðan. Þá sagði hann okkur, að efnafræð- ingar frá Prætoria hefðu rannsakað námuna nokkrum vikum eftir, að hann varð fyrir áfallinu, en þá hefði bjarnrinn verið horfinn. Líklega hefði liann dvínað smátt og smátt eftir að andrúmsloft komst ofan í námu- ganginn. En sjálfa uppsprettu þessa bjarma höfðu þeir ekki orðið neins visari um, nje getað gefið neina skýringu á, þrátt fyrir ítarlegar rann- sóknir. Og svo liöfðu efnafræðingarn- ir ályktað, að bjarminn stafaði af einhverskonar gufum, sem safnast hefðu fyrir þarna í liinuni loftþjetta gangi. Það var orðið framorðið, þegar við stóðum upp, og öll Ijós fyrir löngu horfin hak við trjerimlana, sem eru fyrir öllum húsgluggum í Innsbruck og valda því, að bærinn er svo skuggalegur að næturlagi, að allir taka eftir því. Iin áður en við skildum efndi ítal- inn loforð sitt um að sýna okkur myndina af Mariettu sinni. Þetta var Ijómandi falleg stúlka. Þegar við rjettum lionum hana aftur tók hann fram aðra mynd, sem hann rjetti okkur og brosti raunalega um leið. Hún var' af ungum og fríðum manni — honum sjálfum, eins og hann leit út áður en hann varð fyrir liinu öniur- lega áfalli. Svo kvöddumst við og óskuðum liver öðrum góðrar ferðar. Og siðan höfum við ekki sjest. En ári síðar fjekk jeg hrjef frá yfirkennaranum í Heidelberg, sem jeg hafði skrifast á við endrum og eins. Með brjefi lians var annað brjef i umslaginu — hann liafði fengið jiað frá Prætoriu. Þar sagði ítalski verkfræðingurinn honum að lækn- ingin í París hefði tekist að fullu, og hve glaður hann hefði orðið, er hann sá Mariettu aftur. Innan í hrjef sitt hafði hann lagt ljósmynd, sem var tekin á hrúð- kaupsdaginn þeirra. Þar sá jeg hann við hlið Mariettu, ungan og þrótt- mikinn með lífsgleðina í hverjum andlitsdrætti, — alveg eins og á myndinni, sem jeg liafði sjeð af lionum i Innsbruck. leikinn í Stokkhólmi. Hinsvegar las Poul Reumert leikinn allan upp i Konserthuset í Stokkhólmi fgrir tveimur árum og hlaut mikið lof fgrir. Mgndin að ofan er úr þess- um leik, sem sgndur var i kgl. leik- húsinu, og sgnir Clöru Pontoppidan (t. v.) og Ullu Poulsen, ekkju Jó- hannesar Poulsen leikara. - Fálkiiiii er besta hcimilisblaðið. -

x

Fálkinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fálkinn
https://timarit.is/publication/351

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.