Fálkinn


Fálkinn - 11.07.1941, Blaðsíða 11

Fálkinn - 11.07.1941, Blaðsíða 11
FÁLKINN 11 Oscar Clausen: Or brjefnm Madomu Ingiríðar. Margir eldri Reykvíkingar kannast við Ingiríði Brynjólfsdóttur, sem oft- ast var kölluð madama Ingiríður. Þessi gamla, hæga og góðlátlega kona dó hjer í bæ fyrir 10—15 árum og er þvi enn í endurminningu margra manna. Hún hafði víst einhverntíma verið gift, þegar hún var ung, en mestan hluta æfinnar var hún ein- stæðingur og átti enga eða fáa ætt- ingja. — Hún var ein þessara hljóð- látu einstæðingskvenna, sem vinna verk sitt í kyrþey og eru neyslu- grannar og nægjusamar. — Hún hafði ofan af fyrir sjer með handavinnu, en annars naut hún víst lengst af góðs skjóls hjá vinum sínum, sem höfðu tekið trygð við hana, en það voru einkum börn Hallgríms biskups Sveinssonar. Síðustu árin hafði hún lierbergi í húsi Axels Tulinius, en kona hans var, eins og kunnugt er, Guðrún, dóttir biskups, og þar dó hún. — Á árum áður fór madama Ingiríð- ur úr bænum á sumrin og vann fyrir sjer, við inniverk, hjá góðu fóllci á stórbýlum. Sumarið 1891 var lnin vestur við Breiðafjörð hjá sjera Frið- rik Eggerz, sem þá bjó fjörgamall á Hvalgröfum á Skarðsströnd. — Um liaustið fór hún suður með strand- ferðaskipinu „Thyra“ úr Stykkis- liólmi, en það var gamalt skip, sem Sameihaðafjelagið átti og Hovgaard „góði kapteinninn“ stýrði um tíma, og í Hólminum varð hún að bíða skipsins æði lengi. Hún skrifaði sjera Friðrik gamla nokkur brjef um haust- ið og veturinn og lýsir þar ferð sinni. Brjefin liafa geymst,1) en þau eru hlýlega skrifuð og vel orðuð, og bera þess vott, að madaman hefir verið vel stýlfær og að hún hefir verið sjera Friðrik þakklát fyrir veru sina hjá honum, en auk þess Iýsa þau samgönguörðugleikunum fyrir hálfri öld og lifnaðarháttum manna á þeim tímum. .... Fyrsta brjefið skrifar liún jjresti úr Stykkisliólmi og lýsir ferðinni þangað. Hún lagði á stað frá Hval- gröfum að morgni þess 7. október og reið út Strönd, út að Ballará. Þar gisti lnin lijá Steindóri hróður Bjarna á Reykhólum, er þar bjó og segir, að þar hafi sjer liðið vel og alt gert sjer til, skemtunar, sem hægt var. Húsbóndinn flutti hana svo á hest- um út að Melum og þaðan fór lnin á opnum bát með Þorláki hreppstjóra Bergsveinssyni út i Stykkishólm. Þar segist hún liafa fengið að vera í húsi Sveins Jónssonar snikkara, hróður Björns ráðherra og megi dvelja þar þangað til póstskipið komi. 1 Hólm- inum sje fjöldi manna, sem biði eftir skipinu, en á þvi sje i fyrsta lagi von morguninn eftir og svo kvíðafull er madaman fyrir ferðinni á skipinu, að hún segist biðja guð hátt og í hljóði að gefa það, að ferðin gangi vel til Reykjavíkur. Rúmum mánuði siðar skrifar ma- daman sjera Friðrik aftur, úr Reykja- vík og lýsir ferðinni suður. — Brjef- ið byrjar hún á þalckargjörð til „sins gamla og góða húsbónda fyrir alt gott og alúðlegt og fyrir öll góð út- lát við sig,“ en sjerstaklega þakkar hún lionum fyrir „sína kæru Brun- oníu“, en það er saumavjel, sem presturinn gaf henni þegar lnin fór. Af þeirri vjel segist hún hafa mikla skemtun i einveru sinni og svo verði hún sjer til mikilla nota og ljettis, þegar hún fari að sauma af krafti, en madama Ingiríður vann fyrir sjer með saumaskap. Síðan hefst ferða- i) Lbs. 255 fol. sagan með „Thyra“ og frásögn af dvöl hennar í Hólminum, en þar varð liún að bíða hálfan mánuð eftir skipinu. Hún segir, að sjer hafi liðið ágætlega lijá Sveini snikkara, sem hafi verið kunningi sinn úr Reykja- vík og ekki varð henni dvölin dýr þar, því að fyrir ágætt rúm þurfti hún ekki að borga nema tvær krón- ur fyrir allan tímann, eða 1 krónu minna en rúmið kostar nú 1 nótt á gistihúsinu í Hólminum. Sjera Frið- rik hafði gefið madömu Ingiríði lambsskrokk i nestið og segist hún hafa borðað það „blessaða lamb“ frá honum, en kaffi og vökvun fjekk hún lijá konu Sveins fyrir það, sem hún saumaði fyrir hana. 1 Stykkishólmi var hún tvo sunnudaga og skemti sjer vel. Fyrri sunnudaginn fór hún i kirkju til sjera Eiríks Kuld, en þann síðari var lmn hoðin til Sig- urðar Jónssonar sýslumanns. — Bæði sunnudagskvöldin var sungið, dans- að og spilað á hljóðfæri í Sveinshúsi og segist maadaman hafa liaft mikið gaman af því að sjá það og heyra. Loks var það 21. október að sást til skipsins úr Hólminum og daginn eftir var lagt á stað og haldið til Flateyjar kl. 4 siðdegis og legið þar undir eyjunni um nóttina, en daginn eftir kl. 2 var lagt á stað þaðan suð- ur. Á skipinu voru 350 farþegar og var þar þvi þröngt á þingi. Svo var veðrið heldur ekki gott, bæði rign- ing og hvassviðri svo að skipið rugg- aði mikið og voru flestir sjóveikir. — Að morgni þess 24. október var loks komið til Reykjavíkur og fór þá madaman að staulast á fætur. Á bryggjunni tók fólkið, sem hún leigði lijá, vel á móti henni og hjá því var lmn „hýrguð og hrest“ eftir ferðina. Þessi ferð var nú á enda og hafði madama Ingiríður verið 17 daga á leiðinni vestan af Skarðströnd til Reykjavíkur,- en þar af var 14 daga hið eftir skipinu í Stykkishólmi og vissi þá enginn hvað þvi leið. Allir hiðu með þolinmæði eftir að reykur skipsins sæist upp úr hafinu út við sjóndeildarhringinn og þá var ekki hægt að hlaupa í símann og spyrja hvar skipið væri statt eða hvenær það væri væntanlegt og þá fór ekki bíll daglega úr Stykkishólmi til Borgarness. — Svo skrifar madaman síra Friðrik um helstu viðburðina eftir að lnin kom til höfuðstaðarins. Sunnudaginn eftir voru þrir prestar vígðir í dóm- kirkjunni og var síra Ingvar Vigfús- son einn þeirra, en hann segir mad- aman að sje sjerstakur vinur sinn, og eftir vigsluna voru ungu prestarn- ir teknir til altaris og sjö börn skírð i kirkjunni. Eftir messuna fór mad- ama Ingiríður i heimsókn í biskups- húsið til að heilsa og var henni tek- ið þar tveim höndum, en þó var bisk- upsfrúin önnum kafin að undirbúa vigsluveisluna, sem átti að vera seinna um daginn. Hún segist hafa saknað þar „elsku litla unga stúdents- ins“, Friðriks, sem var farinn til háskólans í Kaupmannahöfn og á hún hjer við síra Friðrik Hallgrímsson núverandi dómprófast, en því bæt- ir hún við, að það sje bót i máli að „elsku drengurinn sinn hafi skrif- að henni og látið mjög vel yfir sjer. — Svo fræðir hún síra Friðrik gamla á þvi að nú sje hún búin að lieim- sækja ýmsa góða menn og liafi sjer alls staðar verið vel tekið og sje það ekki „litið drottins tillag" að liafa góðra manna liylli. — Haustið segir hún að hafi verið gott í Reykjavík og talsvert fiskast, svo að hún hafi haft nýjan fisk að borða, en dagana áður en hún skrif- áði brjefið var norðanrok með frosti og gaf þvi ekki á sjó og engan fisk að fá í bænum. Svo var líka orðið svo kalt í húsunum að leggja varð í ofnana og segist madaman hafa þann daginn sent ofan í búð með 1 krónu til þess að kaupa fyrir kol og því sje nú lilýtt inni hjá sjer. Mest segir liún að sjer leiðist að þoía mjólkurleysið, sem hún verði að þola þegar hún sje í Reykjavík. Þar sjeu ekki bújarðir kringum bæinn eða kýr fram yfir það, sem lieimilin þurfi, og fólkið sje margt, en þá var heldur enga mjólk farið að flytja til bæjarins og engin mjólkurbúð í bæn- um. — Rjett eftir nýárið skrifar madaman síra Friðrik enn og segir honum af högum sínum. Hún segir þá að „blessaðar hátiðirnar“, sem nú sjeu afstaðnar, liafi verið sjer mjög gleði- legar, en gleði gömlu konunnar var aðallega fólgin í kirkjugöngum. Hún fór í hverja messu alla hátíðisdagana, en á aðfangadaginn lenti hún í tveim- ur. Fyrst var kvöldsöngur í dóm- kirkjunni og stje síra Rikarður Torfa- son i stólinn, en seinna um kvöldið var haldinn kvöldsöngur i „Muster- inu“, en svo voru goodtempla'rastúk- urnar kallaðar á fyrstu árum þeirra. Þar hjelt Bjarni Símonarson stúdent ágæta ræðu, en Jón Jónsson stúdent frá Hjarðarholti (síðar læknir) tón- aði bæn. Auk þess var mikill söngur og orgelspil. Þar fengu ekki aðrir en Templarar aðgang, en madama Ingiríður tók alla tíð mikinn þátt i starfi þeirra. — Á annan dag jóla var madaman boðin til lcvöldborðs í biskupshúsinu til herra Hallgríms, en á þriðja í jólum var hún í boði hjá Jón Þorkelssyni rektór. Þar var margt ungt fólk saman komið og m. a. Þóra Jónsdóttir, síðar ráðherrafrú og spurði hún madömuna um afa sinn síra Friðrik Eggerz. Hjá rektor var mikill gleðskapur og margt haft til skemtunar um kvöldið, en eins og kunnugt er var heimili rektors opið fyrir fjölda námsmanna og þar gestrisni hin mesta. — Þau kvöld, sem madaman sat heima í jólavik- unni, segist hún hafa verið að lesa í „blessaðri stóru bibliunni sinni“, sem sjer þyki svo vænt um. Brjef sitt endar hún á þvi að óska sjer að vera komin vestur og segist helst vilja vera ó ferðinni um þær mundir, sem verið sje að mjólka kýrnar; þeirra sakni liún mest, þar sem hún sje svoddan mjólkurbarn. — Loks skrifar Madama Ingiriður gamla prestinum rúmu óri siðar og segir honum þá enn ýmislegt af hög- um sínum, sem gaman er að lesa og bera saman við þær breytingar, sem nú eru orðnar. Hún segir að það sje dýrt að lifa í Reykjavík, t. d. leigir lnin stofu í húsinu á Vesturgötu 10, en það hús er lítið timburhús með kvisti og stendur óbreytt enn. Það sje gott herbergi, en fyrir það verði hún að borga 3 krónur í pen- ingum ó mánuði i leigu. Þetta mun hafa verið önnur stofan í húsinu niðri, sem nú yrði leigð fyrir tífalda leigu, eða 30 krónur á mánuði. Ilún segist eiga erfitt með að standa í skilum með þessa háu leigu, en nú hafi liún verið svo heppin, að geta unnið sjer inn peninga fyrir húsa- leigunni þann mánuð. Hún hafði ver- ið fengin til þess að vaka 3 nætur yfir dönskum tannlæknir, sem var veikur, en honum batnaði „fyrir guðs náð og góðra manna hjálp“ og þá sendi hann henni þessar 3 krón- ur, og „það lagðist mjer til og svona gengur það, góði síra Friðrik minn,“ hætir hún við að lokum. — Svo er hún enn að kvarta um kuldann og dýrleika eldiviðarins, en kolin kost- uðu þá ekki nema 3 krónur skip- pundið (160 kg.). — Atvinna mad- ömu Ingiríðar var, eins og áður get- ur, að sauma og spinna fyrir aðra og þá oft i öðrum húsum, en þá segist hún bera með sjer „sina kæru Brunoniu“, saumavjelina, sem síra Friðrik gamli gaf henni og þá ætíð í liuga sínum þakka „blessuðum gamla prestinum“ fyrir þetta ógæta verkfæri sitt, sem Ijetti henni svo mikið saumaskapinn. — Ekki getur madaman skilið svo við brjefið, að hún geti ekki biskups- fólksins, velgjörðamanna sinna og þá einkanlega Friðriks litla, sem henrii þótti svo innilega vænt uín. Hún segir að tengdamóðir biskups- ins, sem var dönsk hefðarkona, frú Fevejle, hafi legið veik um haustið og dáið eftir 10 vikna legu. Hún liafi stundað hana i banalegunni og það hafi „blessuð hiskupsfrúin“ horgað sjer vel, en svo getur hún Friðriks með þessari hlýju setningu, sem jeg tek orðrjetta úr brjefi madömunnar: „Elsku Friðrik mínum litla líður vel á háskólanum i Kaupmannahöfn; hann tók 2 próf í sumar með góðum vitnisburði i heimspeki og grisku, þá var hann 20 ára gamall. Hann skrifaði mjer gott brjef og sendi mjer litla fallega mynd af sjer. Nú les liann guðfræðina í hamingjunnar nafni segir hann, og lofar að vera ástundunarsamur". — Sira Friðrik Hallgrímsson hefir á æskuárunum sýnt þessari góðu konu verðskuldaða vináttu og trygð, en hefir það ekki ef til vill, m. a. stutt að hamingju hans í lífinu? Hver veit? Þessu síðasta hrjefi madömu Ingi- ríðar til síra Friðriks Eggerz lýkur liún með gamaldags kveðjum og árn- aðaróskum, sem hljóða þannig: „Og svo enda jeg þennan miða með þeirri hjartans ósk, að yður megi líða á yðar æfikvöldi betur en beðið getur. Nú kveður yður með þakklæti og virðingu, yðar þjenustu skildug ó meðan lifir og heitir, Ingiríður Brynjólfsdóttir“. — Síra Friðrik Eggers dó ári siðar. — RAUÐI KROSSINN. Frli. af bls. 6. ur Rauða Krossins lagður með al- þjóðar samkomulagi. Svisslendingar voru frömuðir hug- sjónarinnar og þjóðirnar heiðruðu Sviss með því, að taka upp fána fyrir fjelagsskapinn með sama lagi og þann svissneska, en öfugri lita- skipun. (Svissneski fáninn er hvítur kross í rauðum feldi). Það er skritin tilviljun, að Rauða Krossmerkið hafði verið notað 1580 af trúmálafjelagsskap er munkur einn frá Napoli, Camillo di Lelli, hafði stofnað til að reka líknarstarfsemi, og liafði Lelli verið hermaður í æsku. Hann helgaði æfi sína því, að lijúkra særðum hermönnum, sem ekki áttu neinn ættingja er gótu lijálpað þeim. Spánski doktorinn Dr. Landa líefir komist þannig að orði: „Rauði Kross- inn kemur á jafnvægi milli hinna uppbyggjandi og eyðandi afla á liern- aðartímum." AMERÍKÖNSK MÁLTÆKl. Sá, sem aldrei talar við neinn, veit aldrei neitt. Ef flónskan væri þjáning, mundi lieyrast hljóðað í liverju húsi. Það er betra að gleðja dárann en að reita hann til reiði. Getirðu ekki bitið, þá fitjaðu ekki upp á trýnið. Lögin veiða flugur, en láta jötun- uxann í friði. Lærðu visku af heimsku annara. Afsakaðu aðra, en aldrei sjálfan þig. \

x

Fálkinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fálkinn
https://timarit.is/publication/351

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.