Fálkinn


Fálkinn - 03.10.1941, Blaðsíða 7

Fálkinn - 03.10.1941, Blaðsíða 7
F Á L K I N N 7 Til tilbreytingar frd stríðsmyndunum birtrr Fálkinn nú með ársfjórðungaskift- unum og við o[j við framvegis „friðsam- Iegri“ myndir a þessari blaðsiðu: — Hjer birtast nokkrar myndir frá Danmörku: Til hægri: Á Kristjánshafnariorgi á Amager stendur þessi ,,Grœnlandsmynd", yerð af Svend Ratsack ekki alis fyrir löngu. í miðju sjest Grænlendingur með húðkeipinn sinn á háum stöpli, en til hliðanna fólk við vinnu sínu á landi. „Foreningen for national Kunst’‘ i Kaup- mananhöfn lætur sjer hugað um að minna fólk á listaverk, sem gerð eru af sögulegum viðburðum í Danmörku, og heldur árlega sýningar í þeim tilgangi. Hjer á myndinni að neðan sjest ritari fjelagsins, Rikard Magnussen oy nokkur hlutj af hinu fræga málverki Chr. Möl- steds ,,Orustan í Kögeflóa I. júli 1677“. Sjest aðmírálsskip Niels Jael, „Christian- us Quintus" á myndinni. Vegna árásarhættu verða Danir og Norð- menn að blinda öl.t Ijós er kvölda tekur og geta allir skilið hvilík óþægindi það hlýtur að liafa í för með sjer á dimmum vetrarkvöldum. Þar sem trjágöng eru meðfram götum rekur fólk sig á trjen, að maður ekki minnist á hættuna fyrir öku- tækin. Til þess að ráiða nokkra bót á þessu hafa hvitir hringir verið málaðir á trjáboli og símastaura. Þá grillir maður fremur i, að eitthvað sje framundan. En ekki prýðir þetta beykitrjen og hestaka- staniurnar meðfram strætunum. Sjámynd- ina uð ofun. Þrátt fyrír henfámið haldasi i mörgu til- liti sömu siðir og áður voru í Danmörku. Hjer á myndinni sjesl æfing úrvalsher- sveitar Dana, lífvarðarsveitarinnar, og er konungur þar oft viðstaddur. En hjer á myndinni er það krónprinsinn sem horf- ir á. í baksýn sjest Rosenborgarhöllin.

x

Fálkinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fálkinn
https://timarit.is/publication/351

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.