Fálkinn - 14.11.1941, Side 4
4
F Á L K I N N
RÚNIR
GULLHORNANNA
Gullhornin eru frægasti fornmenjafund-
urinn í Danmörku. Þessum dýrgripum
var stolið cg nú eru þeir ekki framar
til. En hvert mannsbarn í Danmörku
kannast við gullhornin, ekki síst af
hinu fagra kvæði Adams
öehlenschlágers.
NÁ'LEGA eru 300 ár liðin síðaii eldra
gullhornið fanst við þorpið Gallehus
i Suður-Jótlandi og enn þekkir
hvert danskt niannsharn söguna uni litlu
prjónastúlkuna, sem á leið í kaupstaðinn
datt um gullhornið, einn sumardag árið
1639, og um fátæka hjáleigubóndann, sem
nær liundrað árum siðar, vorið 1734, var að
grafa upp leir og sá þá lýsigullið hlika í
jörðinni.
Miklir fjársjóðir.
Þetta eru dýrmætir fjársjóðir. Hornin
vógu til samans um 7 kíló og voru úr mjög
skæru gulli, 12—22 karata. Málmverð þeirra
svaraði til 20.000 króna.
En það var þó ekki málmverðið sem
mestú skifti, þó mikið væri, heldur hinar
merkilegu myndir og ristur, sem voru á
hornunum.
Bæði voru hornin tvöföld. Ulan á innra
horninu, sem var heilt og sljett, voru hreiðir
haugar sem smeygt var upp á í röð og á
þessum baugum voru allskonar myndir og
útflúr, bæði steypt og grafið. Alt úr hreinu
gulli.
Hornin voru samstæður.
Þó að nærfelt hundrað ár liðu milli þess
að hornin fundust er þó engin vafi á, að þau
liafa verið sámstæður. Myndirnar segja skýrl
frá þessu; því að þó að ekki sjeu sömu
myndirnar á báðum hornunum, ])á svara
þær þó hver til annarar og eru auðsjáanlega
skyldar. Þannig koma fyrir á báðum horn-
unura myndir af bogaskyttunni og mannin-
um sem snýr tveimur spjótum niður (mynd
A,2 og B,5) ennfremur hestmaður (kentaur)
og samvaxnir menn (A,3 — B,3). Á háðum
liornunum er einnig riddari (A,2 —. B,3) og
höggonnar (A,l,3 B,2,3) og fleiri líkindi
mætti nefna.
Hinsvegar er líka margt ólíkt með liorn-
unum. 1 grunninum á A eru mestmegnis
nöðrur og ormar en á B stjörnur. Og aðeins
á B eru rúnirnar efst.
Gáta gullhornanna.
Hvað tákna allar þessar myndir? Eru ]iær
aðeins skraut, sem sett hefir verið á hornin
af handahófi, eða eiga þær að tákna ein-
liverja ákveðna hugsun?
Um það hafa lærðir menn og ólærðir deilt
lengi og deila enn. Túlkanir þeirra og þýð-
ingar eru svo sundurleitar og flóknar, að ef
leikmaður í þeim efnum fer að lesa það, sem
vísindamenn hafa skrifað um gullhornin þá
sundlar hann. Hjer skal aðeins sagt lauslega
frá lielstu skýringunum.
ímynd mannlífsins.
Þegar fyrra gullhornið fanst var uppi hinn
kunni vísindamaður Ole Vorm, sem kunnur
er íslendingum fyrir áliuga sinn á íslenskum
fræðum. Eiginlega var liann læknir — það
voru fleslir náttúrufræðingar þeirra tima
en hann ljet sjer engar vísindarannsóknir
óviðkomandi. Vorm rannsakaði liornið og
skrifaði síðan lærða ritgerð um það á
latínu. Þar slær hann því föstu, að hornið
sje herlúður frá tíð Fróða konungs friðgóða
(á hans tímum var nóg til af gulli, segir sag-
an). Myndirnar skýrir hanii sem táknmyndir
úr mannlífinu. Höggormarnir sem vefjast
um manninn (A,l) eru ímynd liins illa, sem
maðurinn á jafnan að verjast. Dýrið með
mannshausinn (A,l) sýnir manninn sem
gerst liefir dýrslegur, en fugl sem kroppar
fisk (A,l) nautnasýki og græðgi. Tveir menn
sem lialda einskonar fjöl á milli sin tákna
þá, sem skoða sig í spegli sannleikans (A,5)
og loks sjesl liljugras dygðarinnar á A,(5 og
lilið dauðans á A,7. ----
Fórnarhorn Svantevits.
En þessi skýring fjekk ekki að standa
lengi. Prófessorinn Hendrik Ernst í Sórey,
dirfðist að bera fram þá tilgátú, að hornið
væri ef til vill komið úr hofi Svantevits á
Rúgen og að myndirnar stæðu í sambandi
við dýrkun þessa lieiðna goðs. Taldi liann
líklegt, að Valdimar konungur I. liefði liaft
með sjer liornin er hann kom úr ránsferð
sinni til Rúgen. — Ole Vorm varð afarreið-
ur þessari skýringu og þótti það goðgá af
dönskum manni, að láta þá skoðun í ljós,
að liornin væri ekki dönsk að uppruna.
Síðar fóru lderkar og kennimenn að leggja
orð i belg og túlka áletranir hornsins frá
kriststrúarsjónarmiði. E. N. Randulf prestur
í Hróarskeldu og Winstrup biskup í Lundi
telja það báðir guðlega forsjón, að liornin
skvldu liggja svona lengi í jörð og finnast
einmitt á þeim tíma sem þau gerðu. Win-
strup biskup þykist geta lesið spádóm um
skánska stríðið á öðru horninu. En Tragillur
Arnkiel prófastur í Asbenraa reynir hins-
vegar að skýra myndirnar á hornunum út
frá norrænni goðafræði og kemst að þeirri
niðurstöðu, að cembriskur prestur hafi not-
að það til að kalla lýðinn til þinga.
Heilagt almanak?
Biskupinn Ðirkerod í Odense skrifaði stór
„Hornarit", en mintist þar aðeins litillega á
gullhornið frá Gallehus. En sira .1. .1. Sorte-
rup í Lyderslev á Sjálandi, sem var stærð-
fræðingur góður, ])óttist geta sannað, að
Iiornið væri helgisiðaalmanak, sem sýndi á
hvaða tima árs tigna hæri hina ýmsu guði.
Þannig sýnir maðurinn með upprjettu hend-