Fálkinn - 14.11.1941, Qupperneq 5
F Á L K I N N
5
urnar milli liöggormanna tveggja (A,l) að
í júnímánuði á fólk sem vinnur að uppskeru,
að sýna lielga dansa ef það vill komast hjá
nöðrubiti meðan á uppskerunni stendur.
Maðurinn með kylfu og öxi (A,4) er Þór
(sólin), sem ógnar úlfinum (kuldanum) og
hann flýr fyrir hundum Þórs (sólargeislun-
um). Þetta er táknmynd sðldýrkunarinnar í
mars o. s. frv.
Leiðarvísir í gullgerð?
Þýski doktorinn .1. C. Dippel leit öðrum
augum á málið. Hann var nefnilega gull-
gerðarmaður og þóttist með öruggri vissu
geta sýnt fram á, að myndirnar væru leið-
heining um, livernig l'ara skyldi að húa til
gull. Til þess að sjá þetta átti að skoða mynd-
irnar neðan frá og uppeftir. Hann áleit að
hornin væri frá Egyptalandi og þóttist viss
um, að þau væru úr tilbúnu gulli.
Þegar siðara gullhornið kom til sögunnar
komst ný hreyfing á málið. Á þessu liorni
var rúnaletur, sem ekki liafði verið á því
fyrra, svo að nú þóttust menn liafa eitthvað
ákveðið að halda sjer að. En þegar til átti
að taka reyndist það enn erfiðara að ráða
rúnirnar en myndirnar, ekki síst af því, að
menn vildu endilega láta rúnaefnið koma i
samræmi við myndirnar.
Eru hornin frá Noregi?
Skömmu eftir að hornið fanst skrifaði ó-
nafngreindur sænskur vísindamaður um það
í þýskt límarit. Maður skyldi halda að liöf-
undurinn væri norskur, því að liann kemst
undir eins að þeirri niðurstöðu að liornið sje
þinglúður. frá tíð Magnúsar góða og rúnirnar
þýðir hailn þannig: „Af Noregi medan lim-
daga stamma hölts.“
En þetta stóð ekki lengi ómótmæll. Sama
árið gaf Daninn .1. R. Paulli kammeráð út
mynd af horninu ásamt lýsingu. Ilann er
mjög varfærinn í ályktunum sínum og segir,
að letrið líkist rúnum, en þó sje margt í því
líkt egyptslui og etruskisku letri (B,l),
Bogmaðurinn einn af ásum (B,2) og ridd-
arinn (B,3) sonur Óðins.
Paullii er varfærinn í ályktunum sínum
en j)að verður ekki sagt um B. Grauer mála-
flutningsmann. Hann sendi konungi brjef
og segir þar að heiðnir hofprestar, drúídar,
sem liafi orðið að flýja norður á bóginn
þegar kristni breiddist út i Evrópu, muni
hafa grafið hornin niður. Síðara hornið seg-
ir liann að sje gert til minja um Óðinn,
skömmu eftir að hann dó. „Krosslögðu
mennirnir“ (B,3) sýna mannafórn. Akkerið
yfir gini nöðrunnar á sama liaug táknar
vald Óðins yfir liafinu. Hann þýðir ennfrem-
ur rúnirnar en þýðingin er vitleysa.
Drykkjarhorn fursta?
Næst lætur lconungur liistoriograf sinn,
Hans Gram, skrifa vísindarit um gullhornin.
Hann andmælir Grauer og tætir alt í sund-
ur, sem hann liafði sagt, en kemur eigi fram
með neinar fullnægjandi skýringar sjálfur.
Hann telur að hornin eigi ekki skylt við á-
trúnað og' sjeu drykkjarhorn fornra fursta
og að myndirnar liafi verið settar á þau eftir
á. Rúnirnar telur hann geta verið etruskisk-
ar, keltiskar, iberiskar eða síberiskar. í
myndunum gætir áhrifa frá rómverskri list
og telur Gram mögulegt, að liornin Iiafi ver-
ið smiðuð í Englandi meðan rómýerskra
áhrifa gætti þar mikið.
En búnaðarfróður maður lijelt því fram
að liornin væri dönsk og væru eftirlíkingar
af gömlum dönskum kornmælirum!
Eru hornin frá Spáni?
En aðfaranólt 5. mai 1802 var hornunum
stolið úr listbúrinu og skömmu síðar var
heitið verðlaunum fyrir bestu ritgerðina um
þau. Aðeins einn maður gerði þetla, nfl.
Peter Erasmus Möller, síðar biskÍp. En
Iausn gátunnar var jafn fjarri eftir sem
áður.
■§:
1.
* &. *éí®5*-* &
Llltlllll IUlliitllHHilliHliil iFlllli iiniiii i n H?in ?*??>« n*i mi« n«»n i*i >, >« n í liiiSh !
te'íSmfflHilllíHBKSpæWHlHtlSKlfiK-iíKlllWtllllWlllltítHyilHiiiflHitotli]
# # #
$rp ^
Möller segir að áletrunin minni á frum-
búa Spánar, Iíeltíberana, og sjeu þar nöfn
fjögra af guðum þeirra: Segsbelestil, Argtid-
et, Arisle og Tebimr. Ekki er honum ljóst
hvort myndirnar eru frásögumyndir cða
töframyndir, en þó reynir hann að skýra
sumar. Möller neitar j)ví, að j)ær komi við
norrænni goðafræði og segir, að hornunum
muni hafa verið rænt á Spáni á vikinga-
öldinni.
Næsta ritið um liornin var eftir Knud
Henneberg, aðstoðarprest við Rudolfi-kirkju
í Álaborg. Ilann taldi myndirnar vera at
stjörnumerkjuin. Og samkvæmt þeím árset-
ur liann ýmsa viðburði norrænnar goðafræði
og segir, að dauði Baldurs hafi orðið árið
390, Óðinn liafi sálast 30. apríl 407 o. s. frv.
Ennfremur segist liann vera sannfærður um,
að hornin hafi verið í fjársjóði Sigurðar
Fáfnisbana og segir að innskriftin hljóði:
„Guðrún, j)ú skalt fórna á gottneska vísu
þessari stóru hekatomb musteri Mögeltönder
um jólin 844.“
Rúnirnar ráðnar.
Rasmus Kristian Rask gerði einnig tilraun
lil að þýða rúnirnar og taldi þær vera grein
af keltnesku. En árið 1866 kom fram ráðn-
ing sú, sem lilaut viðurkenningu. Hún var
frá vísindamönnunum Sophus Bugge og
Ludvig Wimmer, og töldu þeir áletrunina
vera með hinu eldra rúnaletri og hljóða'svo:
„Ek Hlevagastir Holtinger horna tavido“
(Jeg Hlégestur frá Holti gerði hornið).
Hinsvegar er menn eigi enn sammála um
hvað myndirnar tákni, en ýmsar trúlegar
skýringar liafa komið fram á jjeim. Danski
fornfræðingurinn J. J. A. Worsaae segir l.
d. að eldra hornið, A, sýni lifið í helheimi
en B lífið í Valhöll. Grunnurinn á A er al-
settur nöðrum en á B stjörnum. Á B,1 sjesl
óðinn með höfuðdjásn, spjótið Gungnir og
hringinn Draupnir og veldissprota. Undir
honum er gölturinn Sæhrímnir en til liægri
hjörturinn Eikþyrnir og Freyr með korn-
sigð og sprota. Worsaae hefir fundið liverri
einustu mynd nafn úr goðafræðinni. Hann
telur að blásið hafi verið í hornið jægar blót
fóru fram.
Þjóðmenjafræðingurinn Axel Olrik skrif-
aði um gullhornin árið 1918. Hann reynir
ekki að gefa neina allsherjarskýringu á þeim
eða inyndunum i heild, en jiykjist þó jiekkja
sumar mannsmyndirnar sem norræna æsi
og menn.
Lengra er málinu ekki komið og fullnað-
arskýring á liornunum fæst sennilega al-
drei. Það verða getgátur en ekki sannanir.
Sjálf hornin eru jiví miður ekki framar
til, svo að ekki er liægt að rannsaka frum-
heimildina. Afsteypurnar er gerðar hafa ver-
ið af hornunum eru gerðar eftir teikningum
og ýmsum upplýsingum og eru nokkurn-
veginn nákvæm eftirmynd hornanna, að því
er menn frekast vita.
ÞAÐ MUNAR UM NORSKU TANKSKIPIN.
Þó ad Noregur hafi ekki nema tæpar
þrjár miljónir íbúa þá er kaupskipafloti
þjóðarinnar sá fjórði að stærð í veröldinni.
Undir eins og þýska innrásin í Noreg hófsl
Iglkti norski flotinn, sem dreifður var um
allan heim, sjer þegar undir merki bandu—
manna. Norðmenn eiga besta og nýjasta
tankskipaflotann i heimi og um 50% af
allri olíu, sem til Bretlandseyja kemur, er
flutt þangað með norsknm tankskipum.
Ræður það að líkum, lwe áríðandi hlui-
verk norska flotans er. Hjer á myndinni
sjest norskt tankskip í enskri höfn.