Fálkinn


Fálkinn - 14.11.1941, Blaðsíða 15

Fálkinn - 14.11.1941, Blaðsíða 15
F Á L K I N N 15 WÝJAB BÆKUR FRÍ tSAFOLDABPBEWTSMIÐJP: KÍNA, eítir frú Oddnýju Sen. LJÓÐ Guðrúnar frá Hömrum. VINIR VORSINS, eftir Stefán Jónsson. BÖRNIN OG JÓLIN, eftir frú Guðrúnu Jóhannsdóttir frá Brautarholti. GUÐFINNA JÓNSDÓTTIR frá HÖMRUM: Ljóð Hér kemur á bókamarkaðinn ljóðabók, sem vekja mun ahygli og aðdáun, og mun verða talin eiga samstöðu með því, sem best hefir verið kveðið á íslenska tungu. Guðmundur Finnbogason landsbókavörður skrifar um þessa fallegu Ijóðabók í Skírnishefíi, sem nú er að konva út: Það er npkkuð langt síðan ný, íslensk ljóða- bók hefir vakið mér jafnmikla gleði og óvænt- an unað og þessi. Eg hrökk við, er jeg las fjögur kvæði, sem birtust eftir höfundinn í „Þingeyskum ljóðum“ í fyrra. Þarna var þá nýr snillingur mitt á meðal vor, sem ég hafði ekki áður heyrt getið, og ég þráði að fá meira af svona góðu. .Og nú er bókin komin í smekk- lcgum búningi: 45 Ijóð, er öll bera sama aðals- svipinn, ekki eitt einasta, er ég kysi burt. 011 eru ljóðin stutt. Hin lengstu taka rúmlega tvær blaðsíður. Það kemur vel heim við þá kröfu, er Edgar Allan Poe garði til ljóða. Hann sagði, að langt Ijóð væri blátt áfram fjarstæða. Um Ieið og þessi ljóð eru stutt, eru þau heilsteypt og stílhrein. Um mörg af yrkisefnunum hefir oft verið kveðið áður og um sum ágæílega; en það gerir ekkert til. Það ljómar alt í nýrri fegurð og nýjum skilningi, þegar þessi skáld- mær sncrtir við því. Hún er afarnæm á myndir og raddir lífsins og náttúrunnar, finnur and- ann, sem í þeim bærist, og getur skilað áhrif- unum dagghreinum og í kristaltæru máli. Hrein- leiki og tign hugsunar og máls er aðalmark þessara Ijóða. Þarna er ekkert ástarkvæði, en ástúð og samúð er sem falin glóð í þeim mynd- um, er skáldið málar, og í hljómblæ og hrynj- andi ljóðanna, en helgilotning fyrir æðstu öfl- um tilverunnar og hin djúpa undiralda. Mátt- urinn til að lyfta hversdagslegu efni í æðra veldi er frábær. Lesendur Skírnis gcta séð með- ferðina af kvæðunum „Rokkhljóð“ (í fyrra) og „Villifugl" (í ár) og hér er ekki rúm fyrir nema örfáar tilvitnanir. Hvar hefir t. d. hinni heilsu- samlegu snertingu við móður Jörð verið lýst af næmari skynjun en í upphafi kvæðisins „Heiða- kyrrð“: Ég gekk um vordag í Víðihlíð og varlega skó af fótum dró og heitan, töfrandi fögnuð fann, er fjalldrapinn ökla minn nakinn sló, og rammur safi mjer rann í æð, frá rótarkvisti um holt og mó. Og hvar ev fegra erindi um skýin en þetta niðurlagserindi kvæðisins „Ský“: Þið kallið mig heitast, kvöld og morgunský, er kveðið í sárum fegurst himnanna ljóð og birtið í austri dagroðans dýru heit cg drauma nætur ritið á vesturslóð. Þið vefjið æðstu litfegurð ljóssins strönd og lyftið gullnum væng yfir hússins flóð. f hinu djúpúðga kvæði „Þagnar- gull“ streyma myndirnar hver af annari, glæsilegar og óvæntar, til dæmis: Eg leit hið hljóða himingull um hamingjunnar arm þess fagurskygðu sylgju sá við sorgarinnar barm og festa’ í svefnlauf sumargrænt í sveig um draumsins hvarm. Þessi ljóð eru raunar öll „Þagnargull", orðin til í helgri þögn og einlægni, fjarri skarkala heimsins. Þessvegna munu þau lengi ljóma í bókmentum vorum. G. F. STEFÁN JÓNSSON: vorsms Þetta er saga fyrir unglinga, um lítinn dreng, og segir frá fyrstu 10 árum æfi hans. Stefán Jónsson er orðinn vel þektur rithöf- undur, og liggur eftir hann margt ágætra verkaverka í bundnu og óbundnu máli. Má þar nefna meðal annars: „Konan á klettinum“, sem kom út fyrir nokkrum árum, „Á förnum vegi“, sem kom út í vor, og hafa báðar bækurnar hlotið mjög góða dóma. En þektastur mun hann vera meðal yngri kynslóðarinnar fyrir ýmsar vísur og ljóð, sem hann hefir ort fyrir börn. — Stefán Jónsson er greindpr maður og góður rithöfundur, og mun þessi bók auka hróður hans. GUÐRÚN JÓHANNSDÓTTIR frá BRAUTARHOLTI: Börnin og jölin Sigurgeir Sigurðsson biskup fylgir þessari litlu bók úr hlaði með eftirfarandi formála: Árlega eru sendar á bókamarkaðinn margar bækur, sem ætlaðar eru börnunum. Færa þær þeim margvíslegan fróðleik og ýmisltgt efni, sem á að styðja að þroska þeirra og þekkingu, eða vera þeim til skemtilesturs. Má segja, að börnin hafi þar úr allmiklu að velja. En það er ekki margt um andleg ljóð við barnahæfi í bókaverslunum landsins, ljóð, sem sjerstaklega sjeu börnunum ætluð og þau í bernskunni geti tileinkað sjer. Þess vegna hygg jeg, að þessi litla bók, sem hjer birtist verði mörgum börn- um og unglingum kærkominn gestur. Jeg hefi lesið handritið og dylst mjer ekki, að sá andi er yfir því, sem bókin hefir inni að halda, að það er óhætt að mæla með henni. Höfundurinn, frú Guðrún Jóhannsdóttir frá Brautarholti, læt- ur líka bókina frá sjer fara með þeim óskum, að hún mætti verða til þess að gróðursetja það, sem fegurst er og best í hugum hinna ungu lesenda, að ljóðin og þulurnar mættu vekja lotningu barnanna fyrir guði og vekja hjá þeim trú á föðurkærleika hans og handleiðslu. Mörg af ljóðunum eru vel til þess fallin, að læra þau utan að, og flestum, sem í æsku sinni lærðu fögur ljóð, mun koma saman um, að gott var að geyma þau í huga og rifja þau upp, þegar lengra kom út í lífið og reynslu þess. Mættu þessi ljóð verða sem flestum börn- um, er þau lesa, slíkar leiðarstjörnur. Sigurgeir Sigurðsson. Hvað vitum við um Kína, þet'ta undraland, sem er að víðáttu og mannfjölda eins og heil heimsálfa, þar sem býr þjóð, sem stóð á há- tindi menningar, þegar álfa vor var enn lítt bygð og menning í bernsku. Þar sem alt er svo ólíkt, að jafnvel sólskinið er öðruvísi þar en hjer. Á miðöldum höfðu þjóðir Evrópu óljósar sagnir um mikið æfintýraland fjærst í austri, þar sem kryddið greri, þar sem silkið var unnið, þar sem gnægðir voru gimsteina og heilar hallir voru gerðar úr skíru gulli. í þessari bók lýsir frú Oddný E. Sen með skýr- um dráttum og á fögru máli, landi og þjóð, háttum og siðum, sögu og sjerkennum. Höfundur bókarinnar frú Oddný E. Sen, er fædd 9. júní 1889 að Breiðabólsstöðum í Bessa- staðahreppi, dóttir hjónanna Erlends Björns- sonar hreppstjóra og Maríu Sveinsdóttur. Hún tók burtfararpróf úr kvennaskólanum og Kenn- araskólanum, en fór skömmu síðar til Skot- lands (árið 1908), þar sem hún var við nám og skrifstofustörf. Árið 1917 giftist hún Kín- verja að nafni K. T. Sen, sem þá var að undir- búa doktorsritgerð sína í uppeldisfræði við há- skólann í Edinborg. Komu þau hjónin hingað til lands skömmu eftir síðustu heimsstyrjöld, og flutti þá dr. K. T. Sen nokkra fyrirlestra um Kína. Árið 1922 fór frú O. E. Sen til Kína, ásamt manni sínum, sem þá varð prófessor við báskólann í Amoy. Dvöldust þau þar samfleytt til ársins 1937 en þá kom frú O. E. Sen hingað til Iands til að sjá æskustöðvar sinar. Frú O. E. Sen er þegar orðin Iandskunn af þeim mörgu greinum, sem hún hefir skrifað um Kína í blöð og tímarit, og eins fyrirlestr- um þeim, sem hún hefir flutt um það land bæði í útvarpið og eins á ýmsum samkomum. Einna kunnust mun hún þó hafa orðið vegna sýn- inga þeirra, sem hún hjelt hjer í bæ árin 1938 á ýmsum kínverskum munum, sem hún flutti með sjer frá Kína.

x

Fálkinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fálkinn
https://timarit.is/publication/351

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.