Fálkinn


Fálkinn - 20.02.1942, Qupperneq 7

Fálkinn - 20.02.1942, Qupperneq 7
FÁLKINN 7 Myndirnár hjer að ofan eru frá hinum fræga sjóliðaskóla i Dartmouth, teknar um borð á gömlu æfingaskipi, er heitir ,,Britannia“. 1 mynd sýnir 13—Vh ára drengi lesa blöðin i lestrarsalnúm. Þeir eiga að verða sjóliðsforingjar. 2. mynd sýnir drengina vera að æfa sig á að skeyta saman kaðalenda og hnýta hnúta. 3. mynd er af drengjunum þar semi þeir eru við trjesmiðanám. Loks sýnir 4. mynd borðsatinn, þar sem drengirnir sitja yfir matnum. Pólski lierinn í Englandi hafði í vetur sýningu á því, hvernig hann æfir fallhlífahermenn sina. Var Silcorski hershöfðingi, forsætisráðherra og æðsti herstjóri þeirra þar viðstaddur. Á myndinni sjest hvernig byrjendum er kent að venjast fallhlifunum. Þeir eru látnir kasta sjer út úr háum turnum með fallhlífarnar opnar. Rússar urðu fyrstir til að nota þessa aðferð við æfingar, fyrir tíu árum. Ensku skipasmiðjrnir hafa nóg að gera, þvi að unnið er dag og nótt á smíðastöðvunum til þess að byggja í skarð- ið fyrir þau ógrynni, sem sökt hefir verið af skipum, og gera við biluð skip. Iljer er verið að negla plötur við kjölinn og síðan taka hnoðvjelarnar við. Enska kvenliðinu var i fyrstu ætlað að vinna eingöngu að störfum til aðstoðar hernum og algengri vinnu, en ekki að neinum hernaðarstörfum. En siriámsaman hafa þær tekið við ýmsurn þeim störfum er teljasl til beinnu hernaðarstarfa, svo sem því, að standa vörð við laft- varnarbyssurnar. Hjer á myndinni er verið að kenna stúlkum að nota miðunartæki loftvarnarbyssanna. Myndin er sunnan úr eyðimörkum Libyu, ekki langt frá Tobrouk, af tveimur vjelbyssu- skyttum, sem liggja i leyni, viðbúnir til aðskjóta á framverði óvinanna. Hættulegustu vopnin, sem flugvjelarnar geta beitt, eru tundurskeytin. Það er auðveldara að miða þeim en venjulegum og sprengimagn þeirra er meira en stærstu sprengja. Þessi skeyti eru einkiim notuð gegn skipum. Það eru einkunv fíeaufort-sprengjuvjelar, sem nota tundurskeytin, en þœr eru liraðfleygustu sprengjuflugvjelar í heimi.

x

Fálkinn

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Fálkinn
https://timarit.is/publication/351

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.